Dagur - 15.11.1934, Blaðsíða 2

Dagur - 15.11.1934, Blaðsíða 2
360 DAGUR 132 tbl. Formaður íhaldsflokksins vill fá 7 manna launaða nefnd. Blöð íhaldsins hafa óskapazt yfir því að ríkisstjórnin hefir skipað menn í nefndir til rann- sóknar og aðhlynningar á at- vinnuvegunum. Það er engu lík- ara en allar nefndaskipanir séu megnasta eitur í beinum íhalds- manna. Þeir telja nefndastörfin stórskaðleg fyrir frelsi manna og fjötur um fót á einstaklingsfram- takinu. Það kemur því undarlega fyrir, að mitt í hamförum íhaldsins móti öllum nefndarskipunum flyt- ur sjálfur farmaður ihaldsflokks- ins, Ólafur Thors, frumvarp í neðri deild um að skipuð verði 7 manna launuð nefnd, er hann ætlast til að nefnd verði »fiski- ráð«. Á þessi nýja og stóra nefnd að gera athuganir og tillögur um ýmislegt viðvíkjandi sjávarútveg- inum. En ekki er þessu fyrirhug- aða fiskiráði ætlað að hafa neitt vald með höndum. Er frv. þetta talið mjög veigalaust og illa úr garði gert, en því fylgir löng greinargerð, og fjallar hún um »Atvinnumálanefndin ályktar að leggja til við bæjarstjórn, að hún nú þegar hefji forgöngu um að koma hér á félagsskap um sjávarútgerð og' sé leitað eftir undirtektum bæjarbúa um fjár- framlög til bjargráða í þessum efnum, svo félaginu yrði hrundið af stað sem fyrst«. GREINARGERÐ. Það mun sennilega enginn draga í efa, að þörf sé á aukinni sjávar- útgerð hér á Akureyri til at- vinnubóta á sjó og landi. Hitt eru menn síður sammála um, hvort slíkt sé vænlegt til framkvæmda, og draga í efa, að aðstaða bæjar- ins til fiskveiða sé þannig, að lík- legt mund að sú útgerð gæti borið sig hér. Sú tíð er ekki langt að baki, að hér var allblómleg útgerð. Fjöldi skipa sótti þá hákarla- og þorskveiðar héðan vestur og norður í haf á vorin en síld á sumrin, og verður ekki séð annað, en sæmilega gengi. Voru skipin þó seglskip eingöngu um langt skeið, og mætti segja, að þá hafi aðstaðan ekki verið sem bezt, að því er snertir fjarlægð Akureyr- ar frá fiskimiðum, svo mjög sem seglskip og ganglítil vélskip eru háð veðri og vindi. Nú eru þessay aðstöður svo mjög breyttar, að segja má, að fjarlægðir allar, sem hér koma til greina, vaxi fáum í augum, vegna hið bága ástand fiskverzlunarinn- ar eins og henni er komið í hönd- um hins frjálsa framtaks, »mátt- arstólpa«( þjóðarinnar, er íhalds- menn hafa kallað svo. Þetta frv. ólafs Thors, þó illa kunni að vera frá því gengið, bendir ótvírætt til þess, að hann sé að ganga af trúnni' á óskeik- ult og allt læknandi einstaklings- framtak, og að stjórn og löggjaf- arvald verði nú að koma til skjal- anna og bjarga við fisksölumál- inu, sem eftir hans eigin lýsingu og sögusögn er að drafna niður í höndum »máttarstólpanna«. Staðreyndirnar hafa nú knúið formann íhaldsflokksins til þess að afneita fyrri átrúnaði flokks- ins um ágæti skefjalausrar sam- keppni og óbrigðult einstaklings- framtak og sveigt hann inn á þær leiðir, er íhaldíö hefir áður mest bannsungið. Naumast munu þessi trúar- skipti hins nýja formanns íhalds- flokksins vera honum eða flokkn- um sársaukalaus. hinna hraðskreiðu og vel útbúnu skipa, sem nú eru almennt notuð til fiskiveiða, þar sem eitthvei’t lag er á þessum málum. Og þó að það beri að viðurkenna, að lega Akureyrar sé ekki eins hagstæð til fiskiveiða eins og margra ann- ara bæja og þorpa í landinu, þá þá nær engri átt að telja sér og öðrum trú um það, að þessvegna beri Akureyri að halda að sér höndum og sogast inn í athafna- leysið, meðan aðrir bæjir og þorp sækja fram í þessum málum. Hitt er sanni nær, að fulllengi sé nú setið um hríð og dugi því ekki annað en hefjast handa, til bjargar atvinnumálum og afkomu bæjarins. Því þó segja megi, að lega bæjarins bendi í átt til iðn- aðar og verzlunar og að nokkru leyti til landbúnaðar, og víst sé, að þeir bjargræðisvegir verði all- sterkir hér í frnmtíð, þá vita þó allir, að þeir duga ekki bænum nú til örug’grar afkomu og stór- um vantar á að svo verði í náinni - framtíð. En á voninni um, að svo kunni einhverntíma að verða, get- ur bærinn ekki lifað á til lang- frama. Og þar sem allir, sem í alvöru vilja hugsa um málefni bæjarins, hljóta að verða sam- mála um nauðsyn bráðra fram- kvæmda, um verulega atvinnu- aukningu hér, þá telur nefndin, að eigi verði hjá því komizt, að stjórnarvöld bæjarins beiti sér bcint eða óbeint, fyrir einhverri úrlausn þessa viðfangsefnis, ög því er tillagan fram borin. Nú mætti hugsa sér a. m. k. þrjár leiðir, sem fara mætti, er hefja skyldi útgerð hér í stærri stíl. Fyrst mun ýmsum sýnast réttast, að bærinn gerði sjálfur út, ræki bæjarútgerð líkt og Hafnarfjarðarbær gerir nú. Þá munu sennilega margir telja hlutafélag heppilegt form og enn aðrir samvinnufélag með tak- markaðri ábyrgð. Eins og málum er nú háttað hér, myndi lítið tjóa að bærinn sjálfur ræki útgerð og skal því eigi fjölyrt um það form, út af fyrir sig. Hlutafélagsformið mætti að vísu hugsa sér, en þó eru bundnir við það ýmsir ann- markar í framkvæmd, einkum þar sem hið opinbera þarf að beita sér fyrir framkvæmdunum og rétta stuðning, t. d. með á- byrgð á lánsfé, að meira eða minna leyti. Þessvegna, m. a., mætti benda á samvinnufélags- leiðina, en þó með takmarkaðri á- byrgð. Vitanlegt er þó, að þótt nefndin bendi á eina eða aðra leið, myndu þeir, sem handa hefð- ust sjálfir, ráða forminu, þótt hið opinbera á sínum tíma hefði eitthvað þar um að segja, ef til þess yrði á annað borð leitað með lánsfé. Til þess nú að hrinda þessu af stað, hugsar nefndin sér, að bæj- arstjórinin fái í þjónustu þessa málefnis, í nokkra daga, þaul- kunnugan og orðsnjallan mann, er gangi fyrir sem flesta bæjar- bua með ósk um þátttöku í fé- lagsskap um útgerð í bjargráða- skyni, — útgerð, — sem ætlast er til að bæri sig fullkomlega og hvíli að öllu leyti á heilbrigðum grundvelli. Ef menn vilja taka höndum saman vegna samborgaralegra hagsmuna og sé rétt á haldið, mætti ætla að til væru að minnsta kosti 2—300 mann í bænum, er lagt gætu fram 2—500 krónur hver, sem stofnfé á næsta ári og ekki færri sem gætu lagt fram þá upphæð á næstu fimm árum eða svo, sumir e. t. v. með ákveðið hundraðsgjald af atvinnu sinni hjá félaginu á sjó eða landi, eftir að hún hefr náð einhverri vissri upphæð. Þannig hafa ýms félög orðið til. Fengið sé svo erlent Ián, er bær og ríki ábyrgðust og þyrfti því að leita eftir ábyrgð ríkisins hjá því Alþingi, sem nú situr, svo það tefði ekki fyrir framkvæmdum. Nefndin hefir leitað sér ýmsra upplýsinga um þessi mál, hjá þaulkunnugum mönnum í Reykja- vík og Hafnarfirði og haft spurn- ir annarstaðar frá, .og skulu hér tilfærðar nokkrar niðurstöðutöl- ur, sem byggðar eru á reynslu 2 —4 síðustu ára. Reksturskostnað- ur eins togara af meðalstærð á dag, hefir reynzt, ásamt salti í meðalafla og þá aðallega miðað við vertíð, en síld og ísfiski sleppt, kr. 1291.00. Meðalafli á dag hefir aftur á móti reynzt kr. 1400.00. Talið er hæpið að ísfisksveiðar hafi borið sig, þegar litið er yfir a. m. k. 5 síðustu árin, en eru þó líklegastar til þess með því að láta smærri báta veiða fiskinn og kaupa af þeim. Á síldveiðum þurfa togarar feikna afla til þess að bera sig, ef miðað er að mestu cða öllu leyti við bræðsluverð, en skipin of dýr i rekstri til þess að flækjast á milli söltunarstöðva og bræðslu með e. t. v. smáslatta til söltunar, nema sérstaklega heppi- leg aðstaða sé fyrir hendi. Togarar eru því ekki heppileg skip til þess að veiða síld til sölt- unar og verður notkun þeirra til síldveiða því aðallega að byggjast á því, að þeir megi fylla sig og fái fljóta afgreiðslu í landi. Þá er reksturskostnaður línu- skips, um 120—140 brt. smálesta að stærð, á dag, miðað við meðal- lag, þar í talið salt og beita í meðalafla um kr. 635.00. En með- alafli hefir aftur á móti reynzt kr. 700.00 og er þá síldveiðum sleppt. En eins og kunnugt er, eru línuskip af slíkri stærð, og raunar bæði nokkru minni og töluvert stærri, mjög heppileg til síldveiða. Þessar tölur, sem nú eru nefnd- ar, eru hvorutveggju frá útgerð- arfélögum í Reykjavík, en leitað hefir einnig verið upplýsingar hjá einum útgerðarstjóra utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, sem gert hefir út 3 línuskip á síldveiðar s. 1. 3 ár. Þau hafa aldrei saltað neitt af síld fyrir gmwwiwwwniwiii £ H r ¥ | X ( / | JjS r i« nýkomnir. Nauðsynlegir á hverju heimili til þess að hlífa góðum borðum og spara þvottinn. Verðið er afar lágt og úrvalið mikið. Kaupfélag Eyfirðinga. Vefnaðarvörudeild. Aukin sjávarútgerð á Akureyri. Tillaga Snorra !§ISgfúsisoiiar ftl atvinnnmálanefndar :

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.