Dagur - 17.11.1934, Side 1

Dagur - 17.11.1934, Side 1
D AGUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- dögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga Gjalddagi fyrir 1. júlff ?■ jAfgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÓR. Norðurgötu3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. -• XVII ~r.j * • « # « - Akureyri 17» nóvember 1934. 133. tbl. Asfand sjavarúfvegsins. Sknldir nema SI.S prc. af eignum. Milliþinganefndin í sjávarút- vegsmálum skilaði skýrslu sinni til Alþingis um síðustu helgi. Er það mikið verk, 221 síða í all- stóru broti. f útvarpinu var á miðvikudag- inn lesinn útdráttur um efnahag útgei'ðarinnar. Var útgerðar- mönnum skipað þar í flokka, eftir skuldum. í 1. flokki voru þeir, er skulduðu minna en 50% móti eignum; í 2. flokki þeir, er skuld- uðu 50—75%; í 3. flokki þeir, er skulda 75—100% og í 4. flokki þeir, er skulda yfir 100% móti eignum. Nefndin hafði fengið efnahags- reikning frá 856 eigendum smærri skipa en togara. Skiptust þeir svo eftir framangreindum flokkum: I 1. flokki 272; skuld 26,6% móti eignum. f 2. flokki 178; skuld 62,3% móti eignum. í 3. flokki 164; skuld 89,3% móti eignum. í 4. flokki 242; skuld 142,0% móti eignum. Þessar tölur eru auðvitað með- altal. Nema eignir þessara útgerðar- manna allra til samans 16.219.118 krónum, en skuldir 14,039.532 krónum, eða 86% af eignum. Togaraeigendur, er létu nefnd- inni efnahagsreikning í té voru 21 og áttu 32 togara. Af þeim voru: í 1. flokki 5; skuld 37.1% móti eignum. í 2. flokki 1; skuld 68,7 % móti skuldum. í 3. flokki 9; skuld 80,6% móti eignum. í 4. flokki 6; skuld 128.6% móti eignum. Eignir togaraeigendanna námu 16,219,118 kr., en skuldir 12.481,- 918 kr. Voru því skuldir móti eignum 77%. Nefndin hafði ekki fengið skýrslur frá 230 skipum og voru það aðallega trillubátar. En þó telur nefndin þetta rétta mynd af efnahag útgerðarinnar, svo að nálega engu skakki. Eru eignir allar, sem skýrslur ná til 32,438,- 236 krónur en skuldir 26,521,450 krónur eða 81,8%, eins og áður er sagt. Reksturshalli er talinn stór- kostlegur sérstaklega á árunum 1930—1932 að báðum meðtöldum, og talinn nema 8.669.870 krón- um. Verst er talið árið 1931. — Línuveiðaskip virðast hafa lítinn reksturshalla fengið yfirleitt. — endurreisnarlöggjöf hans og skipulagningu atvinnuveganna. Lét Wells í ljós það álit, að að- gerðir Roosevelts myndu hafa stórkostlegar afleiðingar i jafn- aðarmennskuátt í Bandaríkjun- um. Því svaraði »páfi« Marxista á þessa leið: »Ekki geri ég lítið úr persónu- legum eiginleikum Roosevelts for- seta, frumkvæðisgáfum hans, kjarki og einbeittni. Tvímælalaust er hann stórbrotnasti maðurinn í heimi kapítalismans. En reyni hann í alvöru að hrófla við und- irstöðu kapítalismans, þá er hon- um búinn algerður ósigur... Á- hugamál fátæklinganna og auð- mannanna fara ekki saman. Og að því er ég fæ bezt séð tekst Mr. Roosevelt ekki að finna veg til samleiðar... Bandaríkjamenn í- mynda sér ef til vill, að þeir séu að endurskipuleggja þjóðfélagið, Bæjarstjórnin hefir með fund- arsamþykkt 6. þ. m. falið oss að gangast fyrir því, að leitað yrði undirtekta bæjarbúa um þátttöku í stofnun félags, er reki héðan útgerð. Vér höfunv fengið eftirtalda menn í lið með oss til þess að leita undirtekta bæjarbúa: Snorra Sigfússon, skólastjóra. ITelga Pálsson, kaupmann, Stefán Árnason, kaupmann, Halldór Friðjónsson, ritstjóra, Jóhannes Jónasson, yfirfiski- matsmann. en raunverulega er engin breyt- ing að verða á undirstöðunni... en án þess fær aldrei átt sér stað gagngerð skipulagning atvinnu- veganna«. Glöggt kom í ljós í viðræðum þeirra Wells og Stalins, að hinn síðarnefndi telur stjórnarbyltingu nauðsynlega og óhjákvæmilega. Lengst taldi hann líkur til að Englendingar myndu verjast bylt- ingu. »Æðri stéttir Englendinga eru æðri stéttum allra annarra landa langtum hyggnari og sveigjan- legri frá sjónarmiði stéttarhags- munanna... Bretar hafa aldrei látið sig muna urn minni háttar tilslakanir og endurbætur, en eng- inn skyldi halda að þær verði gagngerðar. Þó tel ég að aldrei verði Frakkar, Bandaríkjamenn né Þjóðverjar jafn kunnandi á það að slaka til í tæka tíð...« Vér gerum ráð fyrir, að undir- tekta verði leitað einhvern næstu daga og væntum almennrar þátt- töku í þessu nauðsynjamáli bæj- arins. Stofnfundur félagsins verður væntanlega auglýstur síðar. í fjárhagsnefnd Akureyrarkaup- staðar: Akureyri, 16. nóvember 1934. Steinn Steinsen. Vilhjálmur Þór. Jón Guónmndsson. Jón Guðlaugsson. Avarp til bæjarbúa. Hafnaífjaföar. Stórkostleg sjóðþurrð hefir við endurskoðun komizt upp um Magnús Jónsson bæjarfógeta í Hafnarfirði og sýslumann í Gull- bringu- og Kjósarsýslu. Nemur sjóðþurrðin hvorki meira né minna en 68.000 krónum, að því er talið er. En um leið berst sú fregn að sunnan, að vinir bæjar- fógeta í Hafnarfirði og Reykja- vík muni hafa greitt sjóðþurrð- ina að fullu. — »íslendingur« bætir því við fregnina, að bæjar- fógetinn hafi beðizt lausnar frá embætti. MESSAÐ á morgun (sunnud. 18. þ. m.) í Akureyrarkirkju kl. 2 e. h. Lífeðlisfræðingurinn, sagnfræð- ingurinn, þjóðmegunarfræðingur- inn og — fremur öllu öðru — stórskáldið H. G. Wells, ferðaðist nú í októbermán. um Rússland.* Auðvitað tók hann Stalin tali, og barst talið að Roosevelt forseta, * H. G. Wells ferðaðist um Rússland 1920 og ritaði þá bólc um ferð sína »Russia in the Shadows« (Rússland í skugga) og leizt allilla á. Persónu- lega þótti honum afarmikið koma til »Draumamannsins í Kreml«, en svo nefndi hann Lenin, en leizt fjar- stæðudraumur einn (Utopia) áætlun Lenins um rafmagnsvirkjun Rúss- lands, þessa marflata flæmis, er skorti alla sérfræðinga, lægri sem æðri stéttar. Lenin sagði: »Komið aftur að 10 árum liðnumc. fils*ezk nelnd rekiai frA §páni. Sjálfkosin nefnd brezkra manna, undir forustu Listowel lávarðar, fór alveg nýskeð af hálfu Verka- mannaflokksins brezka til Spán- ar, til þess að kynnast uppreist- inni og afleiðingum hennar og reyna að koma á sættum. En nefnain fékk hinar háðulegustu viðtökur, er til Spánar kom. Gil Robles, aðalleiðtogi kaþólska. flokksins, neitaði nefndinni um á- heyrn í Madríd og kvað Spán ekkert flökkumannahæli vera. Þá er nefndin kom til Oviedo í Astú- ríuhéraði, þar sem uppreistin varð einna skæðust, neitaði lög- reglustjóri að gera hana nokkurs vísari, en kvað henni heimilt að fara um borgina og spyrjast fyr- ir. En er út kom, safnaðist þegar skríll að nefndinni, hrópaði að henni ókvæðisorð og gerði sig lík- legan til ofbeldisverka. Kom þá lögreglan, tók nefndina í sína vernd, kom henni úr borginni og meira að segja alla leið yfir landamærin. Er nú vonzka í báð- um, Bretum og Spánverjum. Telja ensk blöð óvirðulegar við- tökurnar, en spænsk blöð telja þetta nefndarvafstur hina mestu. ósvífni, og spyrja hvað Bretar myndu hugsa, segja og gera, ef nefnd Spánverja tæki sig til og ætlaði sér að fara um England, þefandi eftir hinu og þessu, er væri algert einkamál Englendinga sjálfra heima fyrir.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.