Dagur - 17.11.1934, Blaðsíða 2

Dagur - 17.11.1934, Blaðsíða 2
364 DXÖTOrR 133. tb!. 03“„SVANLA“-sinji>rláki kostar aðeins kr. 1.25 og kr. 1.35 kg. i,JA gubmann. J|||J |]]jj jS|E|]Zl(IIIIl SkÍPUIH. verður leikinn á þinghúsi Svalbarðsstrandar sunnudaginn 18. þ. m. og hefst kl 8 e. h. Nceturleeknar. Sunnudagsnðtt: Jón Steffensen. Mánudagsnótt: Pétur Jónsson. Þriðjudagsnótt: Valdemar Steffensen. »Böðullinn« — skáldsaga eftir hið ágæta sænska skáld Par Lagerkvist, er nýkomin á markaðinn, gefin út af Þor- steini M. Jónssyni. Verður bráðlega minnzt nánar á hana hér í blaðinu. »Bjartar nætur« — ný skáldsaga eftir Kristmann Guðmundsson, er ný- komin á markaðinn á íslenzku, f sama mund og hún kemur á norsku. íslenzka þýðingin er gerð af Ármanni Halldórs- syni, stud. phil. Prédikun í Aðventkirkjunni á sunnu- daginn kl. 8 síðdegis. Samtaka. Á öðrum stað hér í blaðnu er tilkynning frá fjárhagsnefnd bæjarstjórnarinnar til almenn- ings í bænum um það, að fyrir dyrum sé að leita eftir þátttöku bæjarbúa um myndun félagsskap- ar, er hafi það að augnamiði að bæta úr atvinnuleysi bæjarbúa með aukinni sjávarútgerð. Er til- kynning þessi fram komin vegna ályktunar frá atvinnumálanefnd og síðan bæjarstjórnar um þetta efni og áður hefir verið getið í þessu blaði. Atvinnuskorturinn er mesta mein þessa bæjarfélags og væri því óskandi, að sem flestir sæju sér fært og hefðu vilja á að taka þátt í útrýmingu þessa böls með því að bindast samtökum á þeim grundvelli, sem ofangreind mála- leitun fer fram á. Samtakamáttur fjöldans megn- ar mikils. Um þetta mikilsverða mál mun verða nánar rætt hér í blaðinu síðar. Fréttaritstjóri Sigfús Halldórs frá Höfnnm. Ritstjórí Ingimar Eydal, Dánarfregn. Hinn 3. þ. m. andaðist hér á sjúkrahúsinu húsfrú Sigurjóna Jóhannesdóttir frá Ingvörum í Svarfaðardal. Hafði hún legið þungt haldin undanfarið, farin að kröftum, þó eigi væri hún gömul. Sigurjóna er fædd í Brekkukoti í Svarfaðardal 1886. Bjuggu for- eldrar hennar þar lengi, orðlögð dugnaðar- og sæmdarhjón. Mörg voru börnin í Brekkukoti og margvíslegar þarfir, sem oft var næsta erfitt að uppfylla. En gleð- in og fjörið var þar aldrei utan gátta. — Bærinn var lítill, húsa- kynnin léleg og lágreist öll, eða svo myndu þau nú þykja. En hitt var frábært, hve þrifalega var þar gengið um allt, og hvernig þessu fátæka barnaheimili tókst að hafa allt í röð og reglu, og hve mörgum bitum og ’ sopum Steinunni húsfreyju tókst að miðla gestum og gangandi af næsta litlum efnum. — En þar var konungshjarta í kotungsgervi og því áttu þar allir aumir skjóh Og segja má með sanni um Stein- unni í Brekkukoti, »að allra mein hún eitthvað vildi bæta, á ein- hvern hátt ef gat hún til þess náð«. Á þessu starfsama þrifaheimili ólst Sigurjóna upp. Giftist hún Pétri Gunnlaugssyni, ættuðum héðan úr Kræklingahlíðinni og átti með honum 9 börn, en missti hann frá barnahópnum fyrir ná- lega 8 árum. En eigi brá hún þó búi, heldur tók þá einnig á sig störf húsbóndans, og hélt búinu áfram og heimilinu saman fram á þennan dag. Og með dæmafáum dugnaði og einstakri hagsýni hef- ir henni tekizt að bjarga flestum börnunum úr ómegð (enn eru 3 í ómegð) og gefa þeim hið sama veganesti er hún sjálf hafði þeg- ið í vöggugjöf, — veganestið er barg fleyi hennar úr brotsjóun- um, og skilaði til lands miklu og göfugu lífsstarfi. Þess vegna var Sigurjóna gæfu kona. Hún gekk glöð og hugdjorf á hólm við erf- iðleikana og vann glæsilegan sig- ur, — féll að vísu fyrir örlög fram, en sem sigurvegari, og sá sigur er gull á þroskans vegi. — Þökk sé þér og friður sé með þér. 'Ægkwinur. Nýkomið: IEpli: Delicious 1,50 kg. Appelsínur: 20 aura. Rúsínur steinlausar. Konfektrúsínur í pokum. Fíkjur, tvær tegundir. Kurennur. 5 prc. afsláltur gegn peningum. Kaupfélag Eyfirðinga. Nýlenduvörudeild. Guðsþjónustur í Grundarþingapresta- kalli: Kaupangi 25 nóvember kl. 12 hádegi. Munkaþverá 2. desember kl. 12 hád. Möðruvöllum 9. des. kl. 12 hádegi. Hólum 16. des. kl. 12 hádegi. Saurbæ 23. des. kl. 12 hádegi. Grund jóladag kl. 12. hádegi. Kaupangi jóladag kl. 3 e. h. Munkaþverá 2. í jólum kl. 12 hádegi. Möðruvöllum nýársdag kl. 12 hádegi. Jónas Þórðarson, ungur maður, er um allmörg ár hefir dvalið í Winnipeg og meðal annars starfað á skrifstofu í Kornmiðlunarhöllinni miklu (»Grain Exhange«), kom hingað til Akureyrar með »Heklu«, sennilega alkominn heim. Jarðarför frú Bjargar Björnsdóttur fór fram á miðvikudaginn var. Tengda- sonur og dóttir hinnar framliðnu, Jón- as Þorbergsson útvarpsstjóri og frú, höfðu komið að sunnan til jarðarfar- arinnar. Mælti útvarpsstjóri fram kveðju til hinnar framliðnu í kirkju, er flutt hafði verið Ukræðan. — Fjöl- menni var við húskveðju og í kirkju. Bandas’ikin hervæðast. Síðustu útvarpsfregnir herma, að Bandaríkin hafi nú í smíðum 800 flugvélar í loftflota sinn. Eiga 500 að koma í stað úreltra flugvéla, en 300 er bein viðbót við loftherinn. TILBOÐ óskast í mjólkurflutning úr Arnarnes- og Skriðudeild til Mjólkursamlags KEA á Akur- eyri árið 1935. — Tilboðum sé skilað til Þorláks Hallgrímsson- ar að Syðri-Reistará fyrir 1. desember n. k. Mfólkurnelndln, hrossakjöt af hún- vetnskum hrossum, fyrrihluta næstu viku. Sann- gjamt verð. Páll Magnússon. Oddeyrargötu 6. Til sölu, nýlegl steinhús, á góðum stað í bænum. Upplýs gefur Eggert Guðmundsson. UNGLINQSMAÐUR getur fengið atvinnu við skepnuhirðingu og fleira á góðu sveitaheimili í vetur, Talið við (lísla R. Magnússon. Vínber kosta nú aðeins 2 krónur kílóið gegn peningum. Nýlenduvörudeild. í TT ATTST var mér dreg* inn lambhrútur, með mínu marki, biti framan hægra tví- stýft aftan vinstra. Hrút þennan á ég ekki. Réttur eigandi gefi sig fram við undirritaða, Brakanda, Hörgárdal. 14. nóv» 1934. Hallfrlður fóhannsdóttir. Prentsmiðj* Odds Björnssenwr.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.