Dagur - 20.11.1934, Blaðsíða 2

Dagur - 20.11.1934, Blaðsíða 2
366 DAGSJR 134. tbl. Útvarpsumræður. ÍHALDSMENN Á FLÓTTA. Á föstudagskvöldið var frum- varp til laga um heimild handa skipulagsnefnd atvinnuveganna til að mega krefjast skýrslna af atvinnurekendum, til umræðu í neðri deild. Að tilhlutun og eftir ósk íhalds- manna var umræðum þessum út- varpað. Af hálfu Framsóknarflokksins tóku til máls Eysteinn Jónsson, fjármálaráðherra og Bjarni Ás- geirsson, frá hendi Alþýðuflokks- ins Haraldur Guðmundsson, at- vinnumálaráðherra, fyrir hönd í- haldsins Thor Thors og Garðar Þorsteinsson. Auk þess tóku til máls báðir »Bændaflokksmenn- irnir« í deildinni, þeir Magnús Torfason og Hannes Jónsson og ennfremur Ásgeir Ásgeirsson. Á þenna hátt gafst þúsundum manna kostur á að kynnast mála- flutningi og rökum þeirra þing- flokka, er nú starfa að löggjafar- málum og viðreisnarstarfi fyrir þjóðina. Sú kynning getur ekki orðið íhaldsflokknum eða »Bændaflokknum« í vil, svo ekki sé meira sagt. Ræður íhaldsþingmannanna voru ekkert annað en freklegustu gífuryrði og stóryrði um þjóð- nýtingarhættu, sem þeir hafa margtuggið á annan tug ára. Með því að veita skipulagsnefnd um- rædda heimild, fullyrtu þeir, að tekið væri fyrir kverkar á öllu einstaklingsframtaki í landinu, með heimildinni væri öxin reidd að rótum trjánna, og má það satt vera, ef rannsókn leiddi það í ljós, að einhver tré bæru vonda ávexti fyrir þjóðina. Að slíkri hreinsun væri enginn skaði, held- ur þvert á móti. Rök fundust engin í ræöum í- haldsmanna, aðeins staðhæfingar út í loftið. öll framkoma þeirra var ekki annað en flötti frá öll- um qrökstuðningi og skýrum mál- flutningi. Er ekki annað sýnna, en að ósk íhaldsmanna um það að ræðum þeirra yrði útvarpað hafi verið fram borin í því skyni að lofa sem flestum að fá vitneskju um, hvernig þeir höguðu sér á flótta. Mjög fjargviðruðust ræðumenn íhaldsins út af því, að refsing ætti að leggja við að gefa vísvit- andi rangar skýrslur. í þeirra augum á lygin að vei’a friðhelg í þessu efni. Magnús Torfason fjasaði nokk- uð um það, að frv. um heimild- ina kæmi í bága við 34. gr. stjórn- arskrárinnar. Var þetta því und- arlegra, þar sem grein þessi tek- ur það skýrt fram, að þingdeild geti veitt nefndum »rétt til að heimta skýrslur, munnlegar og bréflegar, bæði af embættismönn- um og einstökum mönnum«. — Vegna þess að þingdeild getur að- eins veitt þetta vald, er áminnst frv. fram komið. . Ræður Hannesar Jónssonar snertu ekkert málefni það, er fyr- ir lá, en voru eintómar sárinda- stunur í sambandi við áhrifa- og gengisleysi »Bændaflokksins«. — Hann kvaðst vera sammála Mbl. um það, að Framsóknarmenn væru svínbeygðir undir ok sósíal- ista, en rétt á eftir kvartaði hann yfir því, -að Framsóknarmenn greiddu atkvæði eins og Sjálf- stæðismenn! f sambandi við brigzlyrði Hannesar og annara íhalds- manna um ok sósíalista á Fram- sóknarmönnum, benti Eysteinn Jónsson á það, að sama daginn ogfsafold hefði frætt bændur um, að Framsóknarflokkurinn væri »lítilf jörleg hjáleiga« sósíalista, hefði hitt höfuðmálgagn íhalds- i'Iokksins, sagt Reykvíkingum, að sósíalistar væru »máttlausir og úrræðalausir í faðmlögum við Framsóknarmenn og létu þá ráða öllu«. Svo aumingjalegan nag- dýrshátt í blaðamennsku væri hvergi að finna nema hjá íhalds- mönnum. Við þessu þögðu íhaldsmenn. Þeir Eysteinn Jónsson, Harald- ur Guðmundsson, Bjarni Ásgeirs- son og Ásgeir Ásgeirsson sýndu og sönnuðu í ræðum sínum ráða- leysi og rökþrot andstæðinganna og ráku flótta þeirra með ein- beittni en þó sanngirni eins og drengilegum sigurvegurum ber að gera. Frá Norrœna félasinu. Síðastliðið vor gerði ég ; Degi stuttlega grein fyrir tilgangi og starfsháttum Norræna félagsins. Vildi ég með því stuðla til þess, að konur og karlar hér norðan- lands gerðust meðlimir þess, einkum með það fyrir augum að stofnuð yrði hér sérstök félags- deild. Gæti þá Norðlendingum gefist kostur á, að taka virkan þátt í hinum margvíslegu og merku störfum þessa félags. — Um þetta leyti gengu í félagið hér á Akureyri um 40 manns, en fyrir voru hér í því innan við 10 meðlimir. Af deildarstofnun varð þó ekki. Jarðskjálftahörmungarn- ar gengu þá yfir og gáfu almenn- ingi til sjávar og sveita alvarlegt efni til athugunar. Annatími árs- ins gekk í hönd, eftirminnilega erfiður og óhagstæður. Dró þetta úr umhugsun manna um ónærtæk efni, þar sem afkomuáhyggjur, sem ávallt eru nærtækastar til umhugsunar, lögðust á flesta erf- iðar en áður. En nú er aftur að komast skrið á málið, og er nú ákveðið að stofnuð verði deild Norræna fé- lagsins hér mjög bráðlega. Til viðbótar því, sem ég í áður- nefndri grein skýrði frá, vil ég geta þess, að síðastliðinn vetur tók Norræna félagið á dagskrá sína málefni, sem haft getur hina njestu þýöingu, einkum fyrir oss Jörðin Hreppsendaá í ólafsfirði að dýrleika eftir gömlu mati ca. 13 hundr. er til sölu nú þegar, og laus til ábúðar í næstkomandi fardögum. Semja ber við eiganda jarðarinnar Ouðjón Jónsson Hreppsendaá fyrir lok febrúarmán. n. k. Ólafsfirði 13. nóv. 1934, Guðjón Iónsson. Auglýsing. Kirkjujörðin Fagranes, er laus til ábúðar í næstu fardögum. Bæjarhús öll nýbyggð. — Sömuleiðis legats-sjóðsjörðin Gloppa. 12. nóv. 1934. Hreppsstjóri Öxnadalshrepps. íslendinga, en það er fjárhags- og verzlunarsamband milli Norður- landa. Hóf félagið starf sitt um stórmál þetta þannig, að skipuð var þriggja manna nefnd, til að undirbúa málið og voru í nefnd þeirri utanríkismálafulltrúar 3ja Norðurlanda. Undirbjó svo nefnd þessi málið fyrir fulltrúafund fé- lagsins, sem haldinn var í sumar, og var það þar tekið til umræðu, og ákveðið að snúa sér til ríkis- stjórnanna, með ósk um að þær tækju málið í sínar hendur. Síðan hafa utanríkismálaráðherrar Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar haft fund með sér um málið. — Hafa þeir í opinberri tilkynningu látið í ljósi ósk sína um, að kom- ið yrði á meiri samvinnu í fjár- og viðskiptamálum Norðurlanda. Tilgangur með auknu viðskipta- samstarfi Norðurlanda er í fyrsta lagi, að auka viðskiptin milli Norðurlanda innbyrðis, og í öðru lagi að koma því til leiðar, að Norðurlönd komi fram, sem ein heild í viðskiptasamningum við aðrar þjóðir. Það væri t. d. ekki óhugsandi, að við íslendingar gætum fengið Svía og Finna til að hætta að senda hingað stóra skipaflota til síldveiða, gegn því, að við keypt- um meiri vöru af þeim, enda ætt- um við þá að geta selt þeim meira af síld, framleiddri af okkur sjálfum. Hin hliðin, að Norðurlönd komi sameiginlega fram í viðskipta- samningum við aðrar þjóðir, myndi þó sennilega vera þýðing- armeira fyrir ísland. Það er skilj- anlega meiri styrkur fyrir okkur íslendinga, að koma fram í heild, þar sem 15 miljónir manna standa saman, með mikil auðæfi að baki sér, heldur en 100 þús- undir, snauðar af auði og völdum. Það þýðngarmesta í þessu máli mundi þó vera, að Norðurlönd myndu, eftir því sem hagkvæmt væri, geta skifzt á um að not- færa sér hinn hagstæða verzlun- arjöfnuð hvers þeirra, og þannig haft þau áhrif, að markaðir rýmkuðu að mun. Skal því til skýringar bent á sem dæmi, við» skifti okkar við Spán. Verðmæti þess, er við flytjum þangað, er margfalt meira en þess, sem við getum þaðan flutt. Gerum ráð fyrir að hagstætt sé fyrir Dan- mörku að flytja meira frá Spáni en sem nemur verðmæti þess, er þangað er flutt frá Danmörku. Gæti þá- ísland yfirfært sínar kröfur á Spáni til Danmerkur, gegn því, að okkar innflutnings- leyfi til Spánar ykist að sama skapi. Eins væru hugsanlegar margar slíkar viðskiptayfirfærsl- ur á milli Norðurlanda innbyrðis, sem gætu orðið þeim öllum til þæginda og aukinna viðskifta út á við, ef þau kæmu fram sem ein heild. — Norðurlöndin sameinuð í slíkt viðskiptasamband, sem hér um ræðir, mundu við það fá mik- ið sterkari og betri aðstöðu í heimsviðskiftunum, og verða litið á þau sem eitt af stórveldunum, sem nauðsynlegt yrði að taka meira tillit til en nú þarf að taka til hvers einstaks. Það sem ég hér hefi sagt um þetta mál, er tekið upp úr skýrslu Norræna félagsins í Reykjavík, bagfræðings Guðl. Rósinki’anz, en hann mætti fyrir hönd íslands á fulltrúafundi félagsins sl. sumar. Þó að þetta komi öllum almenn- ingi við, vil ég þó einkum vekja athygli kaupsýslumanna og at- vinnurekenda á þvi, að hvetja þá til að styrkja þann félagsskap, er hefir, meðal margra menningar- og þjóðþrifamála, stórmál sem þetta á stefnuskrá sinni, og hefir á að skipa mörgum voldugum, stórmerkum og stór- menntuðum áhuga- og áhrifa- mönnum um öll Norðurlönd, svo í þessum efnum sem öðrum þeim málum, sem félagið lætur sig skipta. Ég vona að Akureyringar fjöl- menni á stofnfundinn, sem hald- inn verður mjög bráðlega, og auglýstur mun verða í blöðum bæjarins. — Konur og karlar af öllum stéttum og úr öll- um stjórnmálaflokkum eru vel- komin í félagið. Sveinn Bjannan. Ritstjóri Ingimar Eydal. Prentsmiðja Odds Bjömsscmay.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.