Dagur - 24.11.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 24.11.1934, Blaðsíða 1
D AGUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- dögum. Kostar lcr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga Gjalddagi fyrir 1. júlí. Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÓR. Norðurgötuö. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir l.des. XVII • ár-1 > t » t- Akureyri 24. nóvember 1934. 135. tbl. Fárviðristjónið á Siglufirði. Nefndin, sem starfað hefir undanfarið að því að meta tjónið á Siglufirði og nærsveitum, það er varð í veturnáttabylnum, hefir nú lokið starfi sínu. — Telst henni að tjónið á Siglufirði nemi 245,550 krónum, er skiptist í 55 staöi. Á Siglunesi telur nefndin tjón 7 manna hafi orðið 16.450 krónur en í Héðinsfirði tjón 6 manna 14,000 krónur. Þeir ú Siglufirði sem meira tjón hafa beðið en nemur 10,000 krónum, Hau§tafia lokið. Fiskiskip eru nú að hætta veiö- um og flest reyndar hætt, þar sem nú er að kalla náð því magni, sem flytja má út til áramóta, samkvæmt samningum við Eng- lendinga og Þjóðverja. Til Þýzka- lands hefir fiskur nú verið flutt- ur og seldur fyrir 624.000 ríkis- mörk, en til Englands fluttar 250.000 vættir seldar fyrir £ 200.000, eða 4.430,000 krónur. Hafís. Að því er útvarpið hermdi i fyrrakvöld haföi skip séð ísbreiðu mikla, um 14 sjómílur á breidd, á hraðri leið til norðausturs um 10—12 sjómílur út af Straum- nesi. Bfarndýr drepur lömb. útvarpsfregn á mánudagskveld kveður bjarndýrshún hafa gengiö á land á Ströndum og drepið tvö lömb. Ekki hafði dýrið náðst og álitu fréttamenn útvarpsins, að það mundi vera horfið til baka á ísinn. §fórkostleg seðlaíöfisuai. Áð því er útvarpsfregn hermir, hefir loks komizt upp um hina af- kastamestu seðlafölsun í Banda- ríkjunum er sögur fara af. Hafa 11 menn og ein kona verið tekin höndum. Er talið, að þau hafi verið búin að koma í umferð um tvö þúsund mÁlljón dölum í fölsk- iim. seðlum. eru: Ilalldór Guðmundsson (kr. 42.400) ; Kaupfélag Eyfirðinga, Akureyri (23.000) ; Ríkisverk- smiðjurnar (22.000) ; Hafnar- sjóður Siglufjarðar (19.300) ; Goos-verksmiðjurnar (17.500) ; Sigurður Kristjánsson, kaupm. (16.400); Hinrik Thorarensen (16.000); Ragnarsbræður (13.- 000) ; óli Henriksen (11.100). En fjöldi annarra manna hefir misst svo þúsundum skiptir. Stjórn Yugo-Slovíu hefir nú sent Þjóðabandalaginu álitsskjal sitt í tilefni af konungsmorðinu. Er það 45 blaðsíður, og eins og áður er sagt, eigi bein ákæra á hendur nokkrum, en ásakanir svo þungar á hendur Ungverjum um það, að hafa vísvitandi hýst óald- arflokka þá, er staðið hafi að konungsmorðinu, að samkvæmt útvarpsfregn þeirri, er þetta hermir, óttast menn að Yugo- Hertoginn af Kent Yngsti sonur Georgs Bretakon- ungs, Georg prins, hefir lofazt Marínu Grikklandsprinsessu, sem orðlögð er fyrir fegurð. í tilefni af þessu hefir konungur sæmt son sinn heiðurstitlinum hertogi a/ Kent. Er hann hinn þriðji, er ber þann titil, og vona menn að hann verði betri en sá sem næst bar titilinn á undan honum, en það var fjórði sonur Georgs 3. Bretakonungs, Játvarður hertogi af Kent, einhver fólskasti böðull, er sögur fara af, enda drykkju- maður mikill. Gaf hann hermönn- um sínum slík húðlát, bundnum við fallbyssuhjólin, þegar hann þá ekki skemmti sér við það að binda þá fyrir fallbyssukjaftana og hleypa svo af, að hann var loks tekinn frá yfirforingjastöð- unni í Gíbraltarvíginu mikla og sendur í útlegð til Quebec, þar sem enn ganga sögur um hann. En þó er nokkuð fleira af honum að segja. 1818 kvæntist hann systur Leópolds I. Belgíukonungs. Með henni átti hann eina dóttur barna, Victoríu, er seinna varð »Drottuing Englands, Keisarinna Indlands, Verndari Trúarinnarc. Alpýöusambanilið. Samkvæmt skýrslu ritara Al- þýðusambandsins, Stefáns Jóh. Stefánssonar hrm., eru nú 65 fé- lög í Alþýðusambandinu og fé- lagsmenn alls 10305. Síðustu tvö árin hefir verið vikið úr Alþýðu- sambandinu þessum félögum: Verkamannafélagi Akureyrar, verkakvennafél. »Eining«, Akur- eyri og Verlcamannafélagi Siglu- fjarðar, en í stað þeirra hafa, samkvæmt skýrslu ritara, bætzt 20 félög. Slovar muni segja Ungverjum stríð á hendur, taki Þjóðabanda- lagið eigi fyllilega til greina álits- skjal þetta og skerist í leikinn til málamiðlunar. Forsætisráðherra Ungverja, Júlíus Gömbös, hefir í viðtali við blaðamenn í gær harðneitað þess- um ásökunum og kveður þær ill- girni eina og tilraun til þess að egna Ungverja til fjandskapar. Veizluhöld mikil standa til í London, brúðkaupsvei^Ja hjóna- leysanna, að því er útvarpsfregn hermdi á sunnudaginn. Veizlu halda Georg konungur og Mary drottning 26. þ. m. og verða með- al boðsgesta Kristján X. og Alex- andrína, konungshjón Islands og Danmerkur, og Maud Noregs- drottning, er þá á afmælisdag. Ó|»œgifieg kllpa. Ríkisstjórinn í fríríkinu írska hefir, að því er útvarpsfregn hermir, orðið að afþakka boð Ge- orgs Bretakonungs til brúðkaups- veizlu Georgs, hertoga af Kent og Marínu Grikkjaprinsessu. Ástæð- an er hollustuloforð gefið de Valera. AKURE YRARKIRKJ A: Messað & morgun (sunnud.) kl. 5 e. h. Síra Benjamín Kristjánsson stígur í stólinn. K AUP AN GSKIRKJ A: Messað á morgun (sunnud.) kl. 12 á hádegi. Síra Friðrik J. Rafnar stígur í stólinn. Prédikun í Aðventkirkjunni á morg- un kl. 8 síðdegis. Matthíasa/rkvöldið, er Stúdentafélag- ið efndi til á miðvikudagskvöldið, fór hið bezta fram. Sigurður Guðmundsson skólameistari hafði orð fyrir nefndinni. Minntist hann þjóðskáldsins með fá- einum skemmtilega snjöllum orðum, en skýi’ði annars tiigang samkomunnar: Upphaf fjársöfnunar til hæfilegasta minnisvarða yfir skáldið góða, bókhlöðu undir Amtsbókasafnið, með sérstöku Matthíasarherbergi, þar sem endurbú- in væri skrifstofa hans, að því er frek- ast væri unnt, og þar svo varðveitt m. a. allt, sem um hann hefði verið og yrði ritað. Skyldi hornsteinn lagður að hausti, á aldarafmæli skáldjöfursins, 11. nóv. 1935. — Að endingu gat hann þess — og til hvatningar — að Oddur Björnsson, prentsmiðjueigandi, hefði heitið að gefa bókasafninu allt sitt fá- gæta bókasafn, yrði byggt yfir það, svo sem nefndin gerði ráð fyrir, en ekki ella. En bókasafn Odds Björnssonar mundi mega meta á tugi þúsunda. — Aðalræðumaður var séra Benjamín Kristjánsson, er flutti mjög ýtarlegt og víða stórskáldlegt og snjallt erindi um trúarskáldið séra Matthías. Var gerð- ur hinn mesti rómur að máli hans. — »Geysir« söng sálma, frumorta af séra Matthíasi á undan og eftir aðalræð- unni, og að síðustu þjóðsönginn. — Síðan var danzað. Sumurifl 1882 oy 1934. Sumarið, sem kvaddi í gær, mun mörgum verða minnisstætt. Mér og mörgum öðrum, sem muna sumarið 1882, mislinga- sumarið svonefnda eða ísasumar- ið, mr.n verða það, að bera saman þessi tvö sumur, sem að því leyti eru lík, að þau eru hin langmestu óþurrkasumur í mínu minni, en að mörgu svo ólík. Sumarið 1882 var afarkalt og grasspretta ákaflega rýr. Þá voru sífelldar þokur og súld og 10 sinnum alsnjóaði á sumrinu á Norður- og Austurlandi.*) Mestar hríðar voru: 23. maí grimmilegasta kafaldshríð þvínær um allt land. 21. júní, kafaldsbyl- ur norðanlands; sömuleiðis 15. og 16 ágúzt; 5. sept. kafaldshríð nyrðra; sumstaðar 7 stiga frost á R. Síðari hluta apríl rak ísinn að Norðurlandi vestur að Horni og fyllti alla firði. Vöruskortur var þó eigi, minnsta kosti eigi hér við Eyjafjörð, því vöruskip, »Ingc- boi'g«, kcmst hingað inn áður en *) T. d. sá aldrei sól frá 4. ágúst tit höfuðdags. Vofir Evrópustyrjöld yfir?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.