Dagur - 27.11.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 27.11.1934, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- dögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga Gjalddagi fyrir 1. júlí. XVII. ár. J Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞóK. Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. dea. -m m m •-•-* e » ? • • • • Akureyri 27» nóvember 1934. 136. tbl. -•-«?-• • +-*>-» • H»«a»oa>c»ea«»#o»«»«»»e»»- Lokið steypunni á hinu nýja stórhýsi K. E. A. í kreppuhjalinu og kreppimni, deyfðinni allri, sem áberandi er víða, hefir mátt hugfró kalla að ganga fram hjá aðalgötumótum bæjarins á Torfunefi, nú í haust, þar sem unnið hefir verið dag og nótt, að heita má, undireins og þítt hefir orðið, við að steypa hið nýja veglega stórhýsi Kaupfélags Eyfirðinga. Verður manni ekki hugsað til annars en amerískrar fram- kvæmdasemi, er hér, úr vanamóki heimskauts- og skammdegisnætur, rís vegleg höll, á vorn mæli- kvarða, vottur um sívaxandi við- skiptaþrek, þótt um* síharðnandi kreppu sé að ræða. Slíku ockar vel skipu- lögð samvinna. K.E.A. kaupir skip. Svar Ungverja. Kaupfélag Eyfirðinga hefir nú fest kaup á »Kongshaug«, síldar- skipínu norska, er strandaði á Siglufirði í veturnáttabylnum, og varðskipið kom svo með hingað til vetrarlegu, er það komst á flot, þar eð eigendur treystu því eigi í vetrarferð til Noregs. Sigurför Kristmanns. Að því er útvarpið hermdi í fyrrakvöld má telja að bækur Kristmanns Guðmundssonar fari sigurför um heiminn. Þegar tald- ar eru með þær þýðingar, er gerðar verða í haust af bókum hans, hafa þær verið þýddar á 15 tungur, þar á meðal finnsku, rússnesku, tjekknesku, nýgrísku, tyrknesku, ungversku, kínversku og japönsku. Að því er útvarpsfregn í fyrra- kvöld hermdi, hefir ungverska stjórnin nú lagt fyrir þjóða- bandalagið svar sitt við álits- skjali Yugo-Slava. óskar ung- verska stjórnin þess fastlega, að Þjóðabandalagið taki þetta mál fyrir nú þegar, og beini sérstak- lega rannsóknum sínum að þess- um ásökunum Yugo^Slava í garð Ungverja: Að Ungverska stjórn- in hafi leyft flokkum, skipulögð- um til uppreistar í Yugo-Slavíu, landsvist í Ungverjalandi og hjálpað þeim með vegabréf yfir landamærin, er þeir vildu; að ungverska stjórnin hafi leyft ó- aldarflokkum þessum að bera vopn, og að ungverska stjórnin hafi meira að segja leyft þeim að hafast við í sérstökum skólum nálægt landamærunum, og temja sér þar skotæfingar gegn líkani Alexanders Yugo-Slava-konungs. r fvá Vestur-lslendingum. Hroðalegt slys vildi til nýlega á Winnipegosis- vatni, einu af hinum þremur stórvötnum Manitobafylkis. Var vélbátur með 9 manns á leið til vetrarverbúða, er sprenging varð, svo að báturinn stóð í björtu báli. Fór þá fólkið í kænu litla, er vélbáturinn hafði í eft- irdragi, en henni hvolfdi og drukknuðu þar átta. Voru það sex Islendhigar og tvær sfúlkur ensk- ar. fslendingarnir er drukknuðu voru þessir: ólafur Jóhannesson, 77 ára gamall; dóttir hans, Svan- hildur, 37 ára; maður hennar Kári Goodman, um fertugt og brjú WJ'rá þeirra á æskualdri. Sá eini stm af komst var ólafur, bróðir Svanhildar. Heiðraðir íslendingar. Hinn 15. okt. í haust héldu nem- endur hljómlistarskólans í stór- borginni Toronto í Ontariofylki í Canada hljómleika í miklu söng- leikahúsi þar, »Convocation Hall«. Eini fiðluleikarinn er fram kom þarna var íslenzk stúlka, Pearl Pálmason, dóttir Sveins Pálma- sonar húsgagnasmiðs í Winnipeg og konu hans Gróu Magnúsdótt- ur. En Sveinn er frá Sólheimum í Svínadal, bróðir Ingvars Pálma- sonar alþingismanns. — Per þekktur og ágætur hljómlistar- dómari lofsamlegum orðum um leik Pearl Pálmason, t. d. síðasta viðfangsefni hennar, sónötu í C- moll eftir Beethoven, er hann tel- ur að leikin hafi verið af »lað- andi, tekniskri snilld« og hafi »lýst meistaratökum á hljómfalli og hrynjandi«, að því er útvarps- fregn frá Reykjavík skýrir ný- lega frá. Sömuleiðis er sagt að þessi ritdómari hafi líkt tón .bennar við tón Cecilíu Hansen, hinnar frægu rússnesku fiðlu- völvu. — Pearl Páímason hefir lært hjá Pálma bróður sínum, sem er vel þekktur fiðluleikari í Winnipeg. * * * % Þá getur útvarpsfregn þess, að dr. B. J. Brandson, skurðlæknir, hafi í heiðursskyni verið sæmdur doktorsnafnbót fyrir skurðlækn- ingar við Manitobaháskóla. Dr. Brandson var einn af fulltrúum Canada á Alþingishátíðinni 1930, og var þá, einn af mörgum Vest- ur-Islendingum gerður heiðurs- doktor við Háskóla íslands. Nær Otíó keisara- tign ? Margir telja nú líklegt, að þess verði eigi langt að bíða, að Ottó keisarasonur af Habsburg setjist í sæti forfeðra sinna í Austurríki. Schussnigg ríkiskanzlari lét í ljós, meðan hann gegndi starfi kennslumálaráðherra, að hann á- liti konungs eða keisarastjórn heppilegasta Austurríki, og er enn talið, að hann sé sömu skoð- unar. Margt ber augljósan vott um straumhvörf í Austurríki. Nú er aftur allstaðar farið að leika keisarasönginn gamalfræga(sama lag og við »Guð lét fögur vínber vaxa«), er bannaður var alger- lega á lýðveldistímabilinu undan- farið. Gamlir liðsforingjar eru aftur farnir að klæðast glœsileg- um einkennisbúningum sínum frá. dögum Franz Jósefs. Eugen erki- hertogi hefir fengið leyfi til þess að snúa heim úr útlegðinni, og er hvarvetna lotning sýnd sem hon- um og öðrum keisarafrændum áð- ur, og 307 borgir og sveitir hafa nú á stuttum tíma kjörið Otto af Habsburg fyrir heiðursborgara. Zita keisaraekkja, móðir Ottós, hefir ekkert til sparað, að sonur hennar mætti fá sem bezt upp- eldi. Ver hann nú bráðum dokt- orsritgerð í stjórnfræði við há- skólann í Rouen á Frakklandi. Fjallar hún um óðalsfyrirkomu- lag í Austurríki fyrr á tfmum. rar hélt á laugardagskvöldið hátíðleg- an 30 ára afmælisdag sinn, með átveizlu á Hótel Akureyri. Sátu þar rúmlega 120 manns að ljúf- fengum mat, vel fram reiddum. — Formaður skemmtinefndar, Guðmundur Guðlaugsson bauð veizlugesti velkomna, en eftir fyrsta rétt hófust ræðuhöld í til- efni af afmælisfögnuðinum. — Formaður félagsins, Sveinbjörn Jónsson, rakti stutt, en áheyrilega sögu félagsins; Jón Guðmundsson hélt undir skírn þremur heiðurs- f élögum: Bjarna Einarssyni, skipasmið, Davíð Sigurðssyni og Sigtryggi Jónssyni trésmíðameist- urum; Konráð Vilhjálmsson mælti fyrir minni kvenna; Jó- hann Frímann mælti fyrir fram- tíð'félagsins og sama gerðu Guð- mundur Eggerz bæjarfógeti og Steinn Steinsen bæjarstjóri, um leið og þeir þökkuðu áf hálfu hins opinbera. Davíð Stefánsson frá Fagraskógi las samkvæmt ósk upp kvæðið »Járnsmiðurinn«, er birtist í síðustu kvæðabók hans, og enn töluðu margir og þökkuðu, en á eftir og milli var sungið af miklu f jöri. — En síðan var danz stiginn fram undir morgun og skemmtu sér allir hið bezta. Hreinn Pálsson hefir undanfarið sungið í Reykjavík og Hafnarfirði við hvorttveggja í sénn, húsfylli og ágæt- an orðstír. Hefir heyrzt að hann myndi bráðlega koma hingað til Akureyrar og efna þá til söngkvölds. Ætti hann að vera bæjarbúum verulega velkominn, því að nú er nokkuð síðan að hann hefir sungið hér. »Skákblaöiö«, 1. hefti er nýkomið út. Er því stýrt frá Akureyri og Reykja- vík og annast ritstjórnina Jón Guð- mundsson, Björn Fr. Björnsson, Hauk- ur Snorrason og Björn Halldórsson. Á blaðið að koma út sex sinnum á ári, 16 síður í hvert sinn. Fer það mjög laglega af stað, með stuttum skák- fræðibálki, en síðan fregnum af skák- þingum og sýnishornum af kapptöflum. Mun mörgum þykja fróðlegt að lesa um viðureign sumra beztu skákmanna Vestur-Evrópu og skákgarpa Bolshe- vika á skákþinginu nýafstaðna í Len- ingrad. — Blaðið kostar kr. 4.25. Áheiti á Strandakirkju hefi ég veitt viðtöku, kr. 25.00 frá N. Benjamín Kristjánsson. Geyair. Söngæfing í Skjaldborg í kvöld W. 8%- Aríðandi að allir mæti^

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.