Dagur - 27.11.1934, Side 2

Dagur - 27.11.1934, Side 2
374. DAGUR 136. tW. Eldhúsdagur á Aiþingi. Síðastl. föstudag var frv. til fjárlaga fyrir árið 1935 til fram- halds 3. umræðu í sameinulu þingi. Hófust þá hinar svonefndu elilhúsdagsumræður. Var þeim út- varpað. Fyjstur tók til máls for- maður »Bændaflokksins«, Þor- steinn Briem. Deildi hann mjög á ríkisstjórnina fyrir það, að húr. skeytti lítt um hag bændanna en hlynntí því meir að verkalýðnum í kaupstöðunum. Sæist á því, að hún væri háð vilja sósíalista og beygð undir ok þeirra. Meðal annars tilfærði hann máli sínu til sönnunar lækkun mjólkurverðsins í Reykjavík. Lækkunin hefði að- eins verið gerð til hagræðis fyrir neytendur og til að þóknast þeim og væri öll á kostnað framleið- enda. Gekk svo að segja öll ræða Þ. B. í þá átt að vekja kala á milli hinna vinnandi stétta, verkamanna í kaupstöðum ann- arsvegar og bænda hinsvegar. Þá tók til máls formaður i'- haldsflokksins, ólafur Thors. Ræddi hann einkum um sjávar- útveginn og leitaðist við að sýna fram á, að sá atvinnuvegur væri sokkinn niður í hina dýpstu eymd. Eignir og skuldir útgerðar- manna stæðust hér um bil á. út- gerðarmenn væru kengbeygðir og komnir í hinn mesta vesældarkút. Skip þeirra væru að verða ryð- brunnir og grautfúnir mann- drápsbollar og allt væri eftir þessu. Nú væri því hin brýnasta þörf á því, að þing og stjóm kæmi hér til skjalanna og rétti þessa dýrkendur samkeppninnar úr kútnum. Næstur tók til máls forsætis- ráðherra, Hermann Jónasson. Hrakti hann ræðu Þorst. Br. lið fyrir lið og sýndi fram á margs- konar blekkingar, er hann hafði haft í frammi, jafnvel bein ó- sannindi. Kvað hann þenna fyrr- verandi ráðherra ekki hafa haft dug í sér til þess að koma í fram- kvæmd skipulagning á sölu af- urða bænda á innlendum markaði, þó að þingið hefði veitt honum heimild til þess. Það væri sið- venja hans nú á þinginu, þegar hann hleraði um einhverjar ráð- stafanir stjórnarinnar til hjálpar bændum, að hlaupa þá til og gera yfirboð, en hann varaðist að benda á fjáröflunarleiðir, til þess a& mæta þessum yfirboðum hans. Þau væru því ekki annað en lodd- araskapur og til þess að sýnast. Um lækkun mjólkurverðsins tók hann það fram, aö hann hefði lát- ið reikna út hag þann, er mjólk- urframleiðendur, sem nytu mark- aðar í Reykjavík, hefðu af skipu- lagningu á sölu þeirrar vöru fram að næsta nýjári, og sýndi sá út- reikningur, að hagur framleið- enda yfir þann tíma næmi um 14 þús. kr. og væri það nokkru meira en það, sem neytendur högnuðust á skipulagningunni á sama tíma. Þessi hagur beggja aðilja stafaði af því, að tekizt hefði að lækka dreifingarkostnað ipjóllíurinnar að nokkrum mun. Það væru því ósannindi, að neyt- endur einir græddu á skipulagn- ingunni, eins og Þ. Br. hefði hald- ið fram. Þessu næst tók atvinnumálaráð- herra, Haraldur Guðmundsson, til máls. Taldi hann þess ekki þörf, að hann tæki til meðferðar ræðu Þorsteins Briem, eftir þá útreið er hún hefði fengið hjá forsætis- ráðherra. Sneri hann þá máli sínu að ræðu ólafs Thors og kvað hana þá dæmalausustu eldhús- ræðu, er hann liefði nokkru sinni heyrt. Hann kvaðst vera ólafi að miklu leyti sammála um það, að sjávarútvegurinn væri kominn í aumt ástand og megna niðurlæg- ingu. En hver heilvita maður sæi, að hin mesta fjarstæða væri að saka núverandi stjórn um þetta ástand, þar sem hún hefði ekki setiö að völdum nema fáa mán- uði. Ástand sjávarútvegsins hefði verið svona bágt, eins og ól. Th. lýsti því, þegar núverandi stjórn settist að völdum. Væri um nokkra sök að ræöa í þessu efni, þá hlyti hún fyrst og fremst að eiga heima hjá útgerðarmönnum sjálfum, og þá ekki sízt hjá hátt- virtum þingm. Gullbringu- og Kjósarsýslu, ólafi Thors sjálfum, en þó héldi hann því fram, að hann sæti inni með alla þekkingu á þessum málum, en andstæðing- ar hans væðu í myrkri van- þekkingarinnar um þau. Atvinnu- málaráðherra hélt því fram, að ræða ólafs gæti alls ekki skoðazt sem eldhúsdagsræða yfir stjórn- inni, hún hlyti að verða ádeila á útgerðarmennina og þá fyrst og fremst eldhúsdagsræða yfir hon- um sjálfum. Mun það einsdæmi, að þing- maður haldi eldhúsdagsræðu yfir sjálfum sér, eins og formaður í- haldsins gerði að þessu sinni. Að sjálfsögðu hefir það verið óvilja- verk. En það sýnir mætavel grunnfærni og buslugang þessa þingmanns. Að þessu sinni tók Eysteinn Jónsson fjármálaráðherra síðast- ur til máls. Hann sýndi fram á tvær ólíkar stefnur, er uppi væru i þinginu. Stjórnin og flokkar þeir, er aö henni stæðu, vildu efla atvinnulífið í landinu með rífleg- um fjárframlögum, eúns og fjár- lagafrumvarpið bæri með sér. Um leið væri kaupgeta almennings aukin í landinu eða jöfnuð og færð til, flutt þaðan sem hún væri óþarflega mikil og til þeirra, sem hefðu hana af of skornum skammti. íhaldið segðist vilja spara, en sá sparnaður kæmi ein- göngu niður á verklegum fram- kvæmdum. Ráðherrann benti á það, að í sömu andránni sem Magnús prestakennari vildi láta lækka kaup algengra verka- manna og skerða þannig kaup- getu þeirra, heimtaði hann kaup- hækkun handa sjálfum sér fyrir kennslustarf sitt. Þetta kallaði /mnn »gætilega fjármálastefnu« Þá sannaði fjármálaráðherra það með tilvitnun í framkomnar Sjóvátryggingarfélag / íslands h. f. |AI-íslenzktfélag. / OJUIflU f 99111031. Brunatfiiar. Hvergi lægri iðgjöld. "■ UmboÖ d Akureyri: Kaupfélag Eyfirðinga, breytingartillögur íhaldsins og »bændavinanna« við íjárlagafrv., að þessir tveir flokkar vildu í sameiningu, að þingið afgreiddi fjárlögin með 3 '/e millj. kr. tekju- halla, og var þá tekin til greina sú stefna íhaldsins, sem það hefir margsinnis lýst yfir, að leggja niður nokkur ríkisfyrirtæki, sem veita 3/4 millj. kr. gróða í ríkis- sjóðinn. Að vísu hefðu íhalds- menn ekki þorað að bera fram til- lögur á þinginu í þessa átt, af því þeir vissu, að það mæltist illa fyrir úti á meðal kjósenda. Bækur og rit. I* Nýjustu harmoniku- I f plöturnar nýkoniuar: Jön Gnðmann. Srammofonar, ^góðir, ódýrir fást hjí Jónl Guðmann. meistara. Ennfremur eru i ritinu: Ávarp til gagnfræðinga 1934 og »Framtíðarhorfur og þroskakjör stúdenta um síðustu aldamót og nú«, flutt fyrir Akureyrarstú- dentum 1933, hvorttveggja eftir Sigurð Guðmundsson, skólameist- ara. — Kostnaður hvers félaga í heimavist skólans var frá 1. okt. til 12. júní kr. 392.70, eða kr. 1.54 á dag. Eimreiðin, 3. h. þ. á., er komin út fyrir nokkru. úr efnisyfirlit- inu má nefna: Við þjóðveginn, eftir ritstjórann. Eldgosið við Grímsvötn 1934, eftir Guðmund Einarsson. Ást og vinátta (saga). Þjóðskipulag og þróun, eftir Jón Árnason prentara. Auk þess nokkur kvæði, ritsjá og ýmislegt fleira. Iðunn, 1.—2. h. þ. á., er komin út fyrir nokkru. Halldór K. Lax- ness skrifar þar um Stefán skáld frá Hvítadal og auk þess nokkr- ar smágreinar. í þessum heftum er niðurlag af ritgerð eftir R. E. Kvaran: Framvindan og sagan; saga eftir Knut Hamsun. Ásgeir Magnússon skrifar um »mannúð- ina í Vesturheimk (þýtt) og Ste- fán Einarsson um Guðmund G. Hagalín. Skúli Guðjónsson ritar um hið »hempuldædda árásarlið« (svar til sr. Benjamíns Kristjáns- sonar). Ennfremur eru í ritinu nokkur kvæði og ritdómar og fl. smávegis. Menntaskólinn d Akureyri. — Skýrsla skólans fyrir skólaárið 1933—1934 hefir blaðinu verið send. Auk hinnar venjulegu skýrslu um skólahaldið eru í rit- inu tvær ferðasögur, önnur um Suður-Þingeyjarsýslu, rituð af Steindóri Steindórssyni kennara, hin um Húnaþing, rituð af skóla- NÆTUELÆKNAR: Miðvikudagsnótt Jón Steffensen. Fimmtudagsnótt Pétur Jónsson. Félar/ vcrzlunar- orj skrifstofufólks heldur fund á morgun — miðvikudags- kvöldið 28. þ. m. kl. 8%. Áríðandi mál á dagskrá. Einnig' skemmtiatriði. Sigv/rðwr Slcagfield, hinn góðkunn! söngvari, kom hingað með »Dettifossi« í gær og ætlar að syngja hér. í Ameríku hefir hann hlotið ýms lofsamleg ummæli fyrir söng sinn þar. T. d. skýrir blaðið Lögberg svo frá 7. júní síðastl.: »Sigurður Skagfield hélt kveðju- hljómleika sína í kirkju Sambands- safnaðar á fimmtudagskveldið 31. maí, við fremur góða aðsókn. Söngmanninum var tekið mjög vel og varð hann að syngja mörg lög auk þeirra, sem á söngskránni voru. Mr. Skagfield söng tvö lög íslenzk, sem menn höfðu ekki áður heyrt hér vestra. Þau voru Næturgali og Kveld- ljóð, eftir Áskel Snorrason frá Akur- eyri. Ræði voru þau mjög falleg, sér- staklega hið fyrrnefnda. Einnig söng hann lagið »Vor«, eftir Jón Friðfinns- son. Því lagi var tekið með miklum fögnuði og var höfundur kallaður fram á söngpallinn, á meðan lagið var sung- ið í annað sinn. Fréttaritstjóri: Sigfús Halldórs frá Höfnum. Ritstjóri: Ingimar Eydal. Prontsmiðja Odds Björnssonar.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.