Dagur - 29.11.1934, Síða 1

Dagur - 29.11.1934, Síða 1
D AGUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- dögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga Gjalddagi fyrir 1. júlf. Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÓR. Norðurgötu3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. XVII. I. ár. j Akureyri 29. nóvember 1934. 137. tbl. Frá Vestur-íslendingum. Heimskringla nýkomin telur þessi vera nöfn íslendinganna er fórust í slysinu mikla á Winni- pegosisvatni: ólafur Jónsson 7ö ára, Wilbert Goodman 40 ára og kona hans Svánhildur 37 ára, börn þeirra þrjú ólafur, Valla (Valgerður) og Vera, 8, 5 og 3ja ára og Gísli Árnason 30 ára. Son Ólafs Jónssonar, þann er af komst, nefnir blaðið William. Að öðru leyti er fregnin eins og »Dagur« birti hana eftir útvarp- inu hér. Rafslöð brennur. Aðfaranótt mánudags kom upp eldur í rafstöðvarhúsinu áHólma- vik og skemmdust vélar svo, að þorpið héfir verið Ijóslaust síðan. Vaxfalækkun. í tilefni af fyrirspurn til stjórnar Landsbankans frá sjáv- arútvegsnefnd neðri deildar Al- þingis hefir bankinn svarað á þessa leið, að því er »Nýja dag- blaðið« skýrir frá : »... út af bréfi háttvirtrar sjávarútvegsnefndar Alþingis, dags. 15. þ. m,. skal nefndinni hér með tjáð, að vér höfum ákveðið að lækka vexti af nýjum fisk- veiðilánum í 5(4% og að fram- lcngingargjald af þeim víxlum verði ekki reiknað fyrr en liðnir eru sex mánuðir frá stofnun skuldarinnar. Verði slíkir víxlar eldri en níu mánaða, reiknast af þeim venjulegir forvextir að við- bættu framlengingargj aldi...« Vextir af þessum lánum hafa verið 6% og að auki (4% fyrir framlengingu. ölduti||ur láifinu. Að því er útvarpsfregn hermir lézt fyrir réttri viku á Blönduósi Lárus Erlendsson á 101. aldurs- ári, fæddur á kyndilmessu, 2. febrúar, 1834, að Engihlíð í Langadal. Hann var giftur Sig- ríði dóttur Bólu-Hjálmars; Bjuggu þau í Holtastaðakoti í Langadal og eignuðust tíu börn. Meðal þeirra voru Hjálmar hinn oddhagi og Jón kvæðamaður, Ingibjörg og Guðný á Blönduósi, en hjá þeim dvaldi Lárus þrjátíu og þrjú síðustu ár æfi sinnar, og lézt þar eftir þriggja ára legu. Fylgdist hann þó með öllu til hins SÍðasta og las blöð og bækur. — * * * iSama blað getur þess, að vestur sé kominn, eftir ákjósanlega ferð séra Jakob Jónsson frá Norðfirði. * * * Ekki alls fyrir löngu er látinn í Winnipeg frú Sigríður Jónas- dóttir Jóhannsson, kona hins góð- kunna Vestur-íslendings Ásmund- ar P. Jóhannssonar bygginga- meistara frá Bjargi í Miðfirði; ágæt kona, er allir sem þekktu sakna á bak að sjá. OitircliiII og Þjóðverfar. Að því er útvarpsfregn hermir í gærkvöldi, hélt Winston Chur- chill ræðu í parlamentinu brezka, þar sem hann lýsti skorinort þeirri hættu, er hann taldi að Bretum og reyndar allri Evrópu stafaði af Þýzkalandi, sérstaklega af flugher Þjóðverja. Taldi hann skyldu ensku stjórnarinnar, að vígbúa svo flugflotann, »að vér getum ætíð unnið óvinum vorum meira tjón en þeir oss«. En eins og nú horfðu sakir mætti víst telja að Þjóðverjar hefðu hálfu sterkari flugflota en Bretar árið 1937, ef ekki væri að gert. Kveðst Churchill ekki vilja fara dult með það, að sér stæði hinn mesti beig- ur af Þjóðverjum, — ekki þó af þjóðinni sjálfri, er myndi vin- veitt Bretum, fremur en hitt, heldur af því, að nú réðu þar lög- um og lofum örfáir menn. Enda væri á allra vitorði að Þjóð- verjar vígbyggjust nú á ný, þvert ofan í alla samninga. Stanley Baldwin varð fyrir svörum af stjórnarinnar hendi. Kvað hann stjórnina leggja flug- flotafrumvarp sitt fyrir þingið i febrúar. Eigi kvaðst hann svo mjög hræddur við Þjóðverja, enda myndu þeir bráðlega til neyddir, sökum viðskiptasamn- inga við aðrar Evrópuþjóðir, að svipta af sér hulu þeirri er um hríð hefðu þeir slegið á aðgerðir sínar. Ofsaveður gekk yfir suðvesturland á laugár- dagsnóttina. Hermir útvarpið, að skemmdir hafi orðið á lendingum og bátum á Akranesi, Höfnum og ólafsvík. Frakkar vígbúasf sesai o«5así. Á fjárlögum Frakka skal nú verja £40,000,000 til hermála, eða 886 milljón krónum, mk £20,000- 000 til flotans, eða samtals um 1330 milljónum króna. Stefnuna í flugflotamálum kvað hermála- ráðherrann þá, að smíða ei meira af flugvélum en brýnasta nauð- syn bæri til, því að þær væri sí- felldum breytingum og bótum undirorpnar, heldur hafa jafnan nóg efni til í takmarkalausan flugflotabúnað, ef ófrið bæri að höndum, og að allt mætti þá byggja í hendingskasti samkvæmt nýjustu tízku. Þá skoraði ráð- herrann á sem allra flesta miga menn, að gefa sig fram til flug- hersins; þar væri sérstakiega þörf á ungam, ógndjörfum mönn- um, er jafnan væ'ru reiðubúnir að ^eggja allt í söhcrnar. Hvað verður á Rret- landt? Nýja-Bíó ■ Föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld kl. 9. Hawaii- blómið. Þýzk Operettumynd í 10 þáttum. Aðalhlutverkin Ieika : Martha Eggerth, Ivan Petrowitch, Hans Junker- mann, Ernst Verbes og Hans Fidesser. Gullfalleg og hrífandi söngmynd og ástarsaga, sem gerist að mestu á Hawaii. — »Hawaii-blómið< leikur hin vinsæla söngkona MARTHA EGGERTH Hans Fidesser, ágætur söngvari, leikur Hawaii-prinsinn. Af öðrum leik- urum má nefna hina skemmti- legu leikara Hans Junkermann og Ernst Verbes og síðast, en Þess spyrja margir er þeir hugsa til næstu þingkosninga þar og þess, er nálega allar auka- kosningar, er um langt skeið und- anfarið hafa þar fram farið, virð- ast benda til, að verkamanna- flokkurinn stórsigri í kosningun- um og myndi næstu stjórn, ann- aðhvort þegar á næsta ári, eða á tilsettum þingkosningatíma, 1936. Hversu róttæk verður þá hin nýja stjórn? Margir hafa verið þeirrar skoðunar, að hún muni verða töluvert róttækari en síðasta j af naðarmennskust j órn Ramsay MacDonalds. Er vitanlegt, að þróttmesti maður flokksins, Sir- Stafford Cripps, er mjög róttæk- ur, en hann hefir ekki fengið meirihluta flokksins á sitt mál, og kom það bert í ljós á flokks- þinginu fyrir mánuði síðan. — Urðu þar mikil átök milli vinstri og hægri jafnaðarmanna. Forystu »vinstri«-manna á þinginu hafði Sir Stafford Kröfð- ust þeir þess að þrjú meginatriði væru tekin á ætlunarskrá flokks- ins fyrir næstu kosningar: 1) Samvinna við kommúnista; 2) að leggja tafarlaust niður lá- varðadeildina og 3) eignanám iðnfyrirtækja , banka og höfuð- bóla, án þess að fullt gjald komi í staðinn. Forystu »hægri«-manna höfðu Herbert Morrison, (fyrrv. sam- göngumálaráðherra), sem aí ekki sízt, kvennagullið IVAN PETROWITCH, sem ekki hefir séðst hér í kvikmynd um lengri tíma. - HAWAII-BLÓMIÐ hef- ir hvarvetna hlotið feikna aðsókn og miklar vinsældir. mörgum er talinn vænlegastur forsætisráðherra flokksins og »Arthur frændi« Henderson, sem nú lét af 25 ára starfi sem rit- ari flokksins. — Höfðu þeir að baki sér mikinn meiri hluta verkamannaflokksins, er telur 6.500.000 meðlimi. Sendu af þeim 2.500.000 bréfspjöld á þingið til mótmæla þessum kröfum Sir Staffords og fylgismanna hans. Lét Sir Stafford Cripps þá undan síg'a, svo ekki yrði rofinn friður- inn og var þá samþykkt Hender- son-Morrison-áætlunin. — En hún er á þessa leið: 1) að vísa kommúnistum al- gjörlega á bug. 2) að afnema ef til vill lávarðadeildina, en gera þó því aðeins bráða gangskör að því, að lávarðarnir reyni að tefja fyr- ir þjóðnýtingarstefnu sósíalista. 3) að þjóðnýta öll stóriðnaðar- fyrirtæki, og þá fyrst járnbraut- irnar, en »bera sig þó fyrst sem bezt saman við iðnstéttarfélögin« og gegn fullu endurgjaldi. Aðalröksemdir Herberts Mor- rison gegn eignanámi án endur- (Framh. á 4, sfÖu)v

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.