Dagur - 29.11.1934, Blaðsíða 3

Dagur - 29.11.1934, Blaðsíða 3
137. tbl. DAGUR 377 Á kaupgefan ein að ráða? Hvað segja §máframleiðendur ? Eins og getið var um í »Degi« fyrir nokkru, fór Vilhjálmur Þór kaupfélagsstjóri til Reykjavíkur um síðustu mánaðamót, til þess að sitja fund í »Sölusambandi ís- lenzkra fiskframleiðenda« (S. í. F.), sem fulltrúi Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga« (S. í. S.). — Og var þá erindið auðvit- að: Að reyna að koma S. í. F. í svo félagsbundið horf, að félagið megi rmmverulega skipulagsbund- ið kallazt, svo að smærri útgerð- armönnum og smáframleiðendum sé tryggður íhlutunarréttur um félagsstarfsemi, stjórnai’val og mikilvægar ákvarðanir á full- komnum lýðræðisgrundvelli, eins og allstaðar er siður, þar sem um samvinnufélagsskap er að ræða. Um þetta varð þegar ágrein- ingur milli Vilhjálms Þór og þeirra fáu er honum fylgdu ann- arsvegar, en stórútgerðarmanna syðra hinsvegar, sem vildu enga breytingu, sem máli skipti á S. í. F., heldur þvert á móti halda öllu í sama horfi og verið hefir, þannig, að stórútgerðin syðra ráði lögum og lofum í öllu er henni sýnist. Tvö frumvörp komu fyrir fundinn, annað frá Vilhjálmi Þór, en hitt frá stjórn S. í. F. og komu hin ólíku stefnumið þar greini- lega í ljós. Nefnd var kosin til þess að athuga frumvörpin og gat eigi orðið sammála, svo að Vilhjálmur Þór lagði fram sér- stakt nefndarálit, þar sem hann kvaðst sakna í tillögum nefndar- innar lýðræðisgrundvallarins und- ir félagsstarfseminni. Til þess að benda í sem stytztu máli á það sem skilur, leyfum vér oss að tilfæra hér tillögu Vil- hjálms Þór um það, hvernig tryggja skuli smáframleiðenum félagslegt áhrifavald, en um það skyldi aðalákvæðið vera í 3. grein félagslaganna, er V. Þ. lagði til að hljóða skyldi svo: »Félagar geta allir þeir orðið, sem framleiða saltfisk til útflutn- ings, en mynda skulu þeir félags- deildir. Deild getur náð yfir veiði- stöð, fjörð, flóa eða landsfjórð- ung. — Skulu minnst 10 félagar til að mynda deild. Þó hafa þeir fiskframleiðendur, útgerðarmenn eða útgerðarfélög, sem hafa 3000 skpd. eða meira, rétt til að vera utan deilda, ef þeir óska, og hafa þeir samt sömu réttindi sem ein deild væri. Hver deild (eða stórframleið- andi, sbr. ofanritað) hefir rétt til að kjósa einn fulltrúa og að auki 1 fulltrúa fyrir 5000 skpd. 12500 — 20000 — 30000 — 45000 — 70000 — 100000 — * * * Hér er réttur lýðræðisgrund- völlur lagður að félagsstarfsem- inni. Hér er smáútveginum tryggður íhlutunarréttur um af- urðasölu og félagsstarfsemi alla. Hér eiga mennirnir að ráða frem- ur en peningarnir. En einmitt þessa vegna var þessum ákvæðum og öðrum slík- um í frv. Vilhjálms Þór — frv. öllu — hafnað af stórútgerðinni syðra. Þeir, sem að henni standa, höfðu nægilegt bolmagn til þess, og til þess að samþykkja sitt eig- ið frumvarp, er tekur nokkuð öðr- um höndum á smáframleiðandan- um. Nægilegt sýnishorn af því er 2. gr. þess frumvarps, er hljóðar svo: Hinir 3 fyrrnefndu fram- kvæmdarstjórar* skulu kosnir af fiskeigemkim** sjálfum, og skal atkvæðisréttur hvers fiskeiganda byggjast á því saltfiskmagni, er ’nann hefir flutt út næstliðið ár, þannig, að hver 500 skpd. myndi 1 atkvæði. Réttkjörnir eru þeir þrír framkv.stj. er fá flest at- kvæði«. * * * Hér kveður við nokkuð annan tón. Hér er, af hálfu þeirra manna, er nú stjórna S. í. F., stórútveginum vandlega tryggð öll umráð afuröasölu og annarrar starfsemi. Hér á fiskmagnið að ráða, — peningarnir, — kaup- getan, — en ekki mennimir. í stuttu máli: Hér er svo frá þessu gengið af stjórn S. í. F., að verði ekki á þessu breyting, er réttur allra smáframleiðenda til hagnýtrar íhlutunar algjörlega fyrir borð borinn. Því að það er víst, að eigi að kjósa framkv.- stjórana samkvæmt ofanskráðri 2. gr. — samkvæmt kaupgetunni — þá megna ekki smáútvegsmenn á öllu Norðurlandi, á öllu Vestur- landi og á öllu Austurlandi, — og það þótt þeir leggist allir d eitt, — að ráða kosningu eins þessara þriggja framkvæmdastjóra, gegn vilja stórútgerðarmannanna við Faxaflóa, standi þeir saman. Em smáframleiðendur hér slíku ástandi samþykkir? Eru þeir ásáttir með það, að láta stór- útgerðina syðra skammta sér hlut sinn? — Vilja þeir ekki heldur fá að ráða einhverju sjálfir um skömmtunina? * Þeir skulu kösnir samkv. 1. gr. frv., og eiga að hafa 2 meðstjórn- endur, hvorn frá sínum banka, Landsb. íslands og Útvegsb. ** Leturbreyting gerð hér. Menn taki eftir orðalaginu: Fi&keigendur, en ekki fiskframleiðendur. MAÐUIt OG KONA. Leikurinn verð- ur sýndur í síðasta sinn á sunnudag- inn kemur, 2. desember. Er það alþýðu- sýning. Verð á aðgöngumiðum er kr. 1.00 og kr. 1.50 fyrir fullorðna og 60 aura fyrir börn. Orðsending. Með því að mér er kunnugt um, að víða er vöntun á fatnaði, bæði handa ungum og gömlum, en pen- ingar eru ekki fyrir hendi til að fullnægja þeim þörfum, enda get- ur fleira orðið að liði, ef góður vilji og sérplægnislaus fórnfýsi er með í verki, treysti ég því fast- lega að margir bæjarbúar vilji hjálpa á einn eða annan hátt, t. d. með því að gefa aflagðan fatnað karla, kvenna og barna, sem hægt er að laga eða sauma upp úr. — Ennfremur skófatnað, sem hægt er að gera við án miklls tilkostn- aðar, stúfa, fóðurtau og annað það, sem að gagni má verða. Eg treysti því fastlega, að margir vilji gerast sjálfboðaliðar við að vinna úr því efni, sem á þennan hátt aflast, og koma því á framfæri, þar sem þörfin er mest. Með tilliti til þessa hefi ég tryggt húspláss í gamla barna- skólanum, norðurstofuna niðri, og verður væntanlegum gjöfum og vinnuloforðum veitt móttaka þar fyrst um sinn daglega kl. 5— 7 e. h. Gjafirnar verða sóttar heim til fólks, ef þess er óskað, og er nóg að gera mér boð eða tala við mig i síma 140. Sýnum að við getum og viljum gera góðu málefni gagn. Virðingarfyllst. Jóhs. Jónasson. Hvaö nú — ungi maður? nefn- ist saga, sem Alþýðublaðið hefir flutt í íslenzkri þýðingu að und- anförnu og er nú gefin út sér- prentuð. Þetta er ágæt saga og mjög skemmtileg að lesa. Sagan fæst í afgreiðslu Alþýðublaðsins og fá skilvísir kaupendur blaðsins hana fyrir aðeins þrjár krónur og er það gjafverð. Llppeldismál. (Kaflar úr framsöguræðu fluttri á síðasta fundi S. N. K.). Þegar við gróðursetjum unga trjáplöntu í garðinum okkar, þarf margs að gæta. Fyrstu handtökin ráða oft miklu um þroska og fegurð þessarar dásam- legu tilveru. Mun þá vandinn minni með bömin? Svissneskur uppeldisfræðingur, Pestalozzi, heldur því fram, að uppeldið byrji þegar í vöggunni. »Lengi býr að fyrstu gerð«. Og heyrt hefi ég merkan mann, sem mikið hefir gefið sig að uppeldis- málum, halda því fram að áhrif þau, sem tveggja ára gamalt barn hafi orðið fyrir, sé ekki auðvelt að þurrka út. Það er því ekki vandalaust að umgangast börnin á fyrstu æfiárum þeirra. Þau eru svo undra eftirtektasöm og næm fyrir öllu. Ef til vill getur, á þeim árum, fallið fræ í sál þeirra, sem ekki beri ávöxt fyrr en eftir lang- an tíma. Bara að öllum þeim, sem umgangast börnin, væri það heil- agt áhugamál að sá ekki nema góðu sæði í akur barnshjartans. Gömlu konumar margar voru snillingar í því að ala upp börn sín, þó ekkert þekktu þær til skóla né uppeldismála. En brjóst- vit þeirra og sálargöfgin vísaði þeim leiö. En nú eru tímarnir svo breyttir frá því sem áður var. Lífið er orðið svo ókyrrt og margbrotið. Bamið verður fyrir margvíslegum utanaðkomandi á- hrifum, sem hætta getur verið á, að dragi úr uppeldisáhrifum skóla og heimila. Ég lít svo á, að sam- vinna og kynning þurfi að kom- ast á milli kennara og aðstand- enda barnanna. Heppilegt væri, að kennarinn fengi upplýsingar um barnið, áður en það sezt á skólabekkinn. Litli nemandinn má ekki koma í skólastofuna sem ó* þekktur útlendingur, sem kennar-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.