Dagur - 29.11.1934, Blaðsíða 4

Dagur - 29.11.1934, Blaðsíða 4
378 DAGUR 137 tbl. ÓMÓTSTÆÐIIÆGUR ER ÞOKKI M.TÚKA HÖRUNDSINS. ER\HÖRUND YÐAR SVONA YNDISLEGT? »Til þess aðKhalda húð- inni mjúkri finnst mér Lux Toiletsápan undur- samlegt, segir MARION DAVIES. Hversu töfrandi eru ekki kvikmyndadísirnar! Jafnvel í nærmynd- unum sést enginn ljóður á hörundinu — það er ósprungið og mjúkt. Qj705 af 713 aðal kvikmyndastjörnunum í Hollywood og Eng- landi trúa Lux sápunni fyrir því, að halda hörundinu mjúku og fullkomnu. Látlð hörund yðar njóta sömu meðferðarinnar og kvikmyndaleikararnir veita sínu. Takið stykki af Lux Toilet- sápu heim með yður í dag — þér fáið það hjá kaupmanninum yðar. LUX TOILET SOAP X-LTS 287-50 LEVgR UROTHERS LIMITED, PORT SUHLIGHT, ENGL*»* Félag' ungra Framsóknarmanna, heldur fund á Hótel Gulifoss, fimmtu- daginn 29. þ. m., er hefst kl. 9 e. h. Áríðandi mál á dagskrá. Félagar! Fjölmennið. *****......*..... Stjórnin. Aðalfundur Skákfélag’s Akureyrar verður haldinn föstudaginn 30. þ. m., kli 8.30 e. h. í fundarsal félagsins í Skjaldborg. — Reir sem áhuga hafa fyrir skák ættu að koma á fundinn og gerast félagar. inn veit engin deili á önnur en nafn og heimilisfang. Foreldrar ættu að fara á fund kennarans og tala við hann um barnið. Og ekki er ósennilegt að þau gætu gefið upplýsingar viðvíkjandi barninu, sem kennarinn gæti hag- nýtt sér. En ekki mega þau draga undan, þekki þau einhverja veilu í skapgerð þess. Því hvernig get- ur læknirinn leitast við að bæta meinið, viti hann ekki að það er til. Samvinna þarf að vera milii heimila og skóla og hún má ekki falla niður, meðan barnaskóla- námið stendur yfir. Ég efa ekki, að slíkt samstarf myndi létta hið ábyrgðarmikla uppeldisstarf, sem hvílir á skólum og heimilum, Og þoti áhrif hefði það á barpíð, fyndi það, að heimili og skóli héldust í hendur um velferð þess. Ölium er það víst Ijóst, að götu- lífið hefir ekki heillavænleg upp- eldisáhrif á börnin. Ég átti ný- lega tal við unga móður. Tvö eldri börnin hennar voru orðin það stálpuð, að hún var farin að sleppa þeim einum síns liðs út á götuna. »En mér er það ekki ljúft«, sagði hún, »þótt ég neyð- ist til þess, ég hefi ekki góða trú á götulífinu. Og heldur kysi ég að börnin mín dæu ung, heldur en að þau yrðu fyrir illum áhrif- uni, sem ég ekki megnaði að ráða bót á«. Mun ekki margri > móður- inni svipað innanbrjósts og þess- ari konu. Ætli það væri ekki sem þungum steini velt frá hjarta hennar, gæti hún komið barni sinu til sumardvalar á gott sveita- heimili? Sem betur fer er áhugi vaknaður fyrir þessu nauðsynja- máli og leiðir opnaðar því til stuðnings. í skólahúsinu á Laug- um hefir dvalið hópur barna héð- an úr bæ undanfarin sumur. Nokkrir byggja sér sumarbýli fyrir utan bæina, eða fá sér þau leigð þar, sem mæður dvelja með börn sín. Enn aðrir geta komið börnum sínum til dvalar á sveita- heimili, þegar þau eru það vaxin úr grasi, að þau geta unnið fyrir sér. Leikvellir í bæjum eru lof- samleg fyrii’tæki og draga mikið úr götuvist barnanna. En þeir mega ekki eingöngu vera leikvell- Jölagjafir Ihöfum við nú i m/ög fjölbreytiu úr- vali Lítið i gluggana 1. desember. Kaupfélag Eyfiiðinga. Jörðin við Hjalteyri, er til sölu og ábúðar í næstu far- dögum. Jörðin er að afgirtu landi, ca. 20 dagsláttur. Nánari uppl. gefur Baldur GÉaupn, K. E. A. KEA veitum við nú aftur móttöku. Þeir bændur, sem óska að við seljum jarðepli þeirra fyrir nýár, ættu að senda okkur þau við fyrsta tækifæri. Kjötbuðin. KEA ir. Þar þarf barninu jafnframt að vera búið starf. Dagheimili fyrir börn verkakvenna í bæjum og sjávarþorpum er og mikið nauðsynjamál. Það væri ólíku betra fyrir barnið að eiga at- hvarf á góðum stað, meðan móð- irin er úti við vinnu sína, heldur en að þvælast á götunni eða aö öörum kosti að fylgja móðurinni. Og mikilli áhyggju væri létt af konunum, að vita börn sín í góð- um höndum, meðan þær sjálfar vinna úti, heimilum sínum til styrktar og viðhalds. En ekkertaf þessu er nægileg úidausn á þessu mikla vandamáli. Sumarheimili fyrir kaupstaðarbörn ' þurfa að rísa upp, þar sem börnin geta lif- að frjálsu og óbrotnu lífi. Búskap ætti að reka á slíkum stöðum. Þau börn, sem orðin væru nokkuð stálpuð, ættu aö venjast líkam- legri vinnu, sem stillt væri í hóf við getu þeirra. Þar gæfist þeim færi á að kynnast húsdýrunum og láta sér þykja vænt um þau og þar myndi þeim opnast nýr heimur, sem þeim væri hollt að kynnast. Slíkt heimili undir stjórn góðra manna og kvenna, væri sannkallaður sælustaður fyr- ir börnin. Ef til vill líta einhverj- ir svo á, að þetta sé staðbundið mál, sem viðkomi kaupstöðunum einum. öll velferðarmál snerta þjóðina sem heild. Takist uppeldi einstaklinganna vel, er það þjóð- arheill, fari það í handaskolum, er það þjóðarböl. En þetta mál — sumarheimili fyrir kaupstað- arbörn — er einn þáttur í hinni margbrotnu keðju uppeldismál- anna og hann ekki veigalítill. Ctuðrún Jóhannsdóttir, frá Ásláksstöðwn. I pgkfnnn “tlend» Lm>Wu úrvaU, íást LululUliy hjá .Töni Gnðmanu. Hvað verðnr ö Breflandi? (Framh. af 1. síðu). gjalds vox’U á þessa leið: »Stór- Bretlandi er ekki þannig farið, né þjóðinni er þar býr, að hún sé ginnkeypt við eignanámi. Við síðustu allsherjarkosningar voru það verkamenn, sem gengu i dauðans angist um að þeim fáu pundum og skildingum, sem þeir áttu í sparisjóðum væri hætta búin af okkur. Þetta veit hvert verkamannaþingmannsefni og hefir síðan blótað þvi þunglega... Við verðum að lúta þeirri stað- reynd, að verkamönnunum er allt- af sárara um sitt litla sparifé, en auðmönnunum sumum um sínar eigur«. Tapast hefir frá Stokkahlöðum í Eyjafirði hundur, svartur, með hvíta bringu og lafandi eyru. Gegnir nafn- inu SKUGGI. Sá, sem kynni að verða hans var, er vinsamlegast beðinn að láta undirritaðan vita.. Kristneshæli 28/u 1934. Eirikur Brynjólfsson. NÆTURLÆKNAR: Föstudagsnótt: Vald. Steffensen. Laugardagsnótt: Árni Guðmundsson. MESSAÐ í Lögmannshlíð n. k. sunnudag (2. des.), kl. 12 á hádegi. Geysir. SÖngæfing í kvöld í Skjald- borg. Sektarákvæðum framfylgt. Si(/. Skttgfield syngur annað kvöld í Samkomuhúsinu. Fréttaritstjóri: Sigfús Halldórs frá Höfnum. Ritstjóri: Ingimar Eydal. Prentemiðja Odds Björnssonar,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.