Dagur - 01.12.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 01.12.1934, Blaðsíða 1
D AGUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- dögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga Gjalddagi fyrir 1.^ júlí. Afgreiðsian er hjá JÓNI Þ. ÞÓR. Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. Akureyri 14 desember 1934, Þingf r Meirihluti fjárveitinganefndar, íulltrúar Framsóknarfloksins og Aiþýöuflokksins í nefndinni, beva fram eftirfarandi tillögur, sem komi inn í fjárlagafrv. fyrir 1935: »Stjórnini er heimilt að greiða embættis- og starfsmönnum ríkis- ins, sem hafa undir 4000 kr. laun, dýrtíðaruppbót eftir sömu reglum og jafnháa og gert var 1934, þeim sem hafa 4000 til 4100 kr. laun 15% dýrtíðaruppbót, þeim, sem hafa 4100 til 4200 kr. laun 14% dýrtíðaruppbót, og þannig stiglækkandi um 1% fyrir hverj- ar 100 kr., sem launin hækka, þó aldrei hærri uppbót en svo, að laun ásamt dýrtíðaruppbót nemi meiru en 5000 kr.« »Stjórninni er heimilt að gera þær ráðstafanir, sem þarf til að geta framkvæmt sparnað á laun- um þeirra manna, sem ekki taka laun samkvæmt launalögum, en starfa þó hjá ríkinu, stofnunum þess eða öðrum stofnunum, sem ríkisstjórnin getur ráðið launa- greiðslum hjá. Skal sú niður- færsla vera tilsvarandi og gerð eftir sömu reglum og lækkun dýr- tíðaruppbótar á laun samkvæmt launalögum og koma til fram- kvæmda eftir því sem lög og samningar leyfa«. Áfengismálið afgreiti til efri deildar. Áfengislögin vovu afgreidd frá nd. fyrra föstudag með atkvæð- um 26 þm. gegn atkv. þeirra M. Torfasonar, Páls Zophoníassonar, P. Ottesen, Sig. Einarssonar, Þor- leifs Þorleifssonar. Bjama Bjarnasonar, Finns Jónssonar og Jör. Brynjólfssonar. Við frv. voru gerðar ýmsar breytingar. M. a.: 1) Að ráðh. skuli skylt að setja „Geysis“-skemmtan þeirri, sem haldin verður í kvöld, (sbr. götuauglýsingar) vill »Dagur« vekja athygli á. Má öruggt fullyrða um báða aðila, ræðumann og söngsveit, að þeir eru aldrei leiðinlegir áheyrendum sín- um, og því síður ástæða til að óttast slíkt, er »Geysir« heldur upp á afmæli sitt. Og þá ætti ekki danzinn að spilla, þegar undir leikur tríó Gunnars Sig- urgeirssonar, sem löngu er orðin vin- suel, og að verðleikum. é 11 i r. í reglugerð heimild fyrir lögreglu- stjóra til þess að loka vínveit- inga- og útsölustöðum fyrirvara- laust um einn eða fleiri daga. 2) Að sölulaun áfengis megi aldrei fara fram úr ákveðnu hundraðsgjaldi. 3) Að erlendum ræðismönnum sé ekki heimilt að flytja inn vín til heimilisþarfa. 4. Að óheimilt sé að flytja til ■— ■ um iwii ■■tawMtwi-ii n ” miwnnmniwiM. R í k i ð v i n n Rosenb Á mánudaginn var féll dómur í hæstarétti í svokölluðu Rosen- bergmáli, er Lárus Jóhannesson hrm. flutti fyrir hönd Alfred líosenberg veitingamanns á hend- ur Áfengisverzlun ríkisis. Sýkn- aði hæstiréttur Áfengisverzlunina af ásökuninni, en lét málskostn- að falla niður. Sú er stytzt saga málsins, að vorið 1920 keypti A. Rosenberg veitingahúsið »Hótel ísland«. Hafði fyrrverandi eigandi haft munnlegt leyfi ríkisstjórnarinnar tii vínveitinga og samning um að hann fengi 33*4% af útsöluverði i sölulaun. Þegar Rosenberg keypti veit- ingahúsið, þurfti að endurnýja þetta leyfi. Þáverandi dómsmála- ráðherra Jónas Jónsson, taldi með öllu óverjandi, að veitinga- húsið fengi í sinn hlut þriðjung- inn af útsöluverði vínanna. Veitti hann því leyfið með því skilyrði, að sölulaunn væi’u 10% og að leyfið væri uppsegjanlegt hvenær sem væri. En 1. febrúar 1930 var veitingahúsið svipt veitingaleyfi. Mál þetta var tekið upp í vor, eftir að Lárus Jóhannesson hafði tapað málinu er hann þá átti í við Áfengisverzlunina. Kröfu sína í þessu Rosenbergsmáli, byggði Lái’us Jóhannesson á þvi, að sökum þess, hve sölulaunin væru lág hefði Rosenberg verið seld vínin of háu verði. Hafði málaflutningsmaðurinn sent samningstilboð um að láta málið falla niður, ef hann fengi gi’eidd- ar 49.781.60 kr. Fékk dómsmálai’áðuneytið þetta. tilboð Pétri Magnússyni hrm. til umsagnar, en hann hafði verið verjandi ríkisins í áfengismáli landsins öl. sem hefir inni að halda meir en 2 % % af vínanda að í’úmmáli. 5) Fellt vei’ði úr fx-v. ákvæði um að skipstjórar eða skipvei’jar á íslenzkum skipum, sem smygla víni, skyldu missa stöðu eða stai’f a. m. k. í 6 mánuði eða fyi’ir fullt og allt, ef miklar sakir eru. Við nefndum lagabfotum eru í fi*v. sektax’ákvæði, um 1000 kr. upp í 20.000 kr. eftir stærð brotanna og íti’ekun. Einnig geta þau vai’ð- að fangelsisrefsingum. u r ergsmálið. því, er ríkið hafði þá nýlega unn- ið í hæstai’étti gegn Lái’usi Jó- hannessyni. Lagði Pétur Magn- ússon til að ríkið gengi að þessu sáttatilboði Lárusar Jóhannesson- ar, þar eð sér þætti líklegt, að Á- fengisverzlunin yrði dæmd til þess að endurgreiða þann hluta álagn- ingarinnar, er færi fram yfir 75% af kostnaðarverði. Núverandi ríkisstjórn gat eigi fallizt á þessa tillögu og lét þá Lái’us Jóhannesson málið fai*a til dóms. Vann hann málið í undir- rétti, sem dæmdi Áfengisverzlun- ina til þess að greiða honum 62.190.50 krónur. — Er þetta nú annað stórmálið á stuttum tíma, er Lárus Jóhannes- son tapar fyrir hæstarétti gegn Áfengisverzluninni. U tamikissamningar. Með »Dronning Alexandrine« komu þeir til Reykjavíkur Sveinn Björnsson sendiherra í Kaup- mannahöfn og Helgi Briem, verzlunarerindreki á Spáni. — Hafði útvarpiö tal af sendiherra og tjáði hann því, að lengi und- anfarið hefðu miklar samninga- umleitanir átt sér stað við Spán- verja, af hálfu íslendinga og sömuleiðis við Þjóðverja. Er það vitanlega í tilefni af takmörkun- um þeim, sem settar hafa verið íslenzkum fiskútflutningi. Ekki vildi sendiherrann láta neitt uppi um samningshorfur, en kvað samningsumleitanir standa enn yfir. MESSAÐ í Lögmannshlíð á morgun (svmnud. 2. des.) kl. 12 á hádegi. N olicísvci'ðlauiiin fyrir læknisfrœði fengu að þessu sinni þrír Banda- ríkjamenn, dr. George Hoyt Whipple, dr. George Richards Minot og dr. William Parry Mur- phy. — Dr. Whipple er 56 ára að aldri, forstjóri lækna- og tannlækna- deildar háskólans í Rochester. Dr. Minot er 49 ára að aldri og er prófessor við læknadeild Haivard háskóla. Dr. Murphy er 42 ára og er kennari við læknadeild Har- vard háskóla.— Dr. Whipple varð »steinhlessa«, dr. Minot »mjög feginn«, dr. Murphy »stein- hlessa«, er þeim var tilkynnt að þeim hefði' hlotnazt hin mesta vísindalega sæmd, er heimurinn hefir að bjóða nú á dögum. — * >1« * Allir hafa þeir hlotið verðlaun- in fyrir viðureign við sama sjúk- dóminn, »illkynjað blóðleysk, (anemia perniciosa), sem nálega öllum, eða öllum varð að bana, áður en þessir menn komu til sögunnar. Lýsir veikin sér þann- ig, að mergurinn í langleggjum arma og fóta hættir að megna að framleiða rauðu blóðkornin. Ár- ið 1924 höfðu þeir Whipple og Minot komizt að því, að í lifur dýra og fugla myndi heppilegust vörn við veikinni og tóku þeir þá að gefa því nær einvörðungu lif- ur þeim sjúklingum, er þjáðust af illkynjuðu blóðleysi. Þótti þeim árangurinn svo mikill, að krafta- verki gengi næst, og jafnvel svo, að þeim lá við í fyrstu að álíta, að hér væri ekki allt með felldu. Héldu þeir áfram tilraununum, ásamt dr. Murphy og skýrðu frá þeim opinberlega 1926, er þeir töldu sig loks algjörlega hafa gengið úr skugga um áhrif lifrar- áts á veikina. Skömmu síðar tókst lífefnafræðingum að draga seyði úr lifrinni, með nauðsynlegu efni til smáskammta inntöku, og enn nokkru síðar tókst lífefna- fræðingum að cft-aga úr lifrinni kjarnaseyði, sem spýta má í sjúk- linginn með hörundsdælu. Því næst uppgötvaði dr. Wil- liam Bosworth Castle hvernig lifur eða lifrarseyði gagnar sjúk- lingum, sem þjást af illkynjuðu blóðleysi. Sá sjúkdómur er að því leyti svipaður sykursýki og »myx- ödem«,* að hann er sjúkdómur, sem stafar af efnaskorti. Og staf- * Sjúkdómur er stafar af minnkandi starfsemi skjaldkirtilsins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.