Dagur - 03.12.1934, Blaðsíða 2

Dagur - 03.12.1934, Blaðsíða 2
382 DAGUR 139 tbl. Framsóknarmenn á Akureyri efna til skemmtikvölds á laugardaginn kemur, kaffi- og danzkvölds í Skjaldborg. — Danzaðir verða gömlu danzarnir, enda verður fleira til skemmtunar. Þetta verður nánar auglýst sfðar. — Tákið eftir því í »Degi<. er nú farin að selja nýjar tegundir af hand- sápum. — Sápur þessar eru framleiddar á sama hátt og beztu erlendar handsápur. Er sápuverksmiðjan »Sjöfn« fyrsta og eina ís- 'enzka sápuverksmiðjan, sem framleiðir þessa tegund handsápu. — Nú þarf því enginn íslendingur lengur að kaupa erlenda handsápu vegna þess að íslenzk sápa fáist ekki jafn góð. Verð verksmiðjunnar er talsvert lægra en verð á sambærilegri erlendri sápu. Sápurnar eru seldar í heildsölu beint frá Mjög fjölbreytt úrval af Gjörið svo vel að líta inn og skoða vörurnar. um skaphöfn alla, er þetta þrennt mætti skjótast telja til ágætis: 1) Að hafa með kennslustarfi sínu, ásamt Jónassen og Guðmundi Björnssyni end- urskapað íslenzka læknastétt, svo að hún nú stæði jafnfætis stéttarbræðrum sínum erlendum; 2) Að hafa að kalla má nálega útrýmt sullaveikinni af ís- landi og fyrstur allra lækna í heimi læknað hana með holskurðaraðgerð; 3) Að hafa með ritstörfum sínum afar umfangsmiklum unnið sér — og þá um leið íslandi — heimsfrægð meiri en nokkur annar læknir fyrr eða síðar á sviði sullaveikinnai'. — Var þetta er- boðstólum, prýðilega flutt og samið af ást og virðingu hins reynda lærisvelns á meistaranum, er hann taldi jafnvíg- an á öllum sviðum læknisfræðinnar, og er öll kurl kæmu til grafar — mestan og beztan allra íslenzkra lækna, þótt marga ágætismenn væri að finna í þeirri stétt fyrr og' nú. — Launuðu á- heyrendur dynjandi lófataki. Á undan og eftir söng' »Geysir«, gömul og ný lög', og hefir aldrei betur sungið. Gunn- ar Pálsson söng með sinni fögru og' vel þjálfuðu rödd einsönginn í »Bára blá«, og Hermann Stefánsson, er til- sagnar Gunnars hefir notið, sýndi þarna ágæta hæfileika og stöðuga framför í aríu, »Steuermannslied«, úr »Hollendingnum fljúgandi« eftir Wag- ner, er hann leysti mjög ánægjulega af hendi; ásamt söngflokknum, er tek- ur undir. Var samkoman öll »Geysi« til sæmdar. — Á eftir var danz stiginn fram eftir nóttu. Dánardægur. Síðastl. föstudag' and- aðist að heimili sínu hér í bænum Kristján Skúlason, áður bóndi að Sig- ríðarstöðum í Ljósavatnsskarði, þar sem hann hafði alið svo að segja allan sinn aldur. Lungnabólga varð honum að aldurtila. Kristján sál. var mesti dugnaðar- og eljumaður og þurfti á því að halda, því að hann átti oft í hörðum átökum við erfiðleika lífsins og var þvi orðinn saddur lífdaga. Hann var rúmlega hálfsjötugur að aldri og lætur oftir sig uppkorpin hörn. «««»«»«« > t t » « » •—•• » § e Sigurður Skaufield söng á föstudagskvöldiö í sam- komuhúsi bæjarins viö góða að- sókn. Áheyrendur virtust mjög á- nægðir. Efniviðurinn er mjög hár ten- ór, víða mjög glæsilegur, sérstak- lega á hærra sviði raddarinnar, og raddsviðið allmikið. Þetta er lýriskur tenór í eðli sínu, en þó nægilega breiður, sé honum beitt, — og á hærra sviðinu — til þess að geta í sjálfu sér skilað vel dramatísku viðfangsefni. í stuttu máli: Sjaldgæfur efniviður — al- veg fyrirtak! Þjálfun þessa — í eðli sínu á- gæta — hljóðfæris hefir tekizt nokkuð misjafnlega; að vísu eigi svipað því sem skyldi, er um slíkan kjörgrip er að ræða. Eina mest ber á því í mjög veik- sungnum köflum, þar sem söngv- arinn verður að grípa til hljóm- snauðrar mjóraddar (fistel) sem einmitt verður áberandi lítilfjör- leg þegar um snögga raddslotun er að ræða,. borin saman við glæsiröddina, sem í sama andar- taki var beitt af fullum hálsi. Túlhun og tjáning — skila- greinin fyrir viðfangsefnunum það sem mestu máli skiptir, er því miður það, sem erfiðast er að sætta sig við. Þar sem verst var vírtist fara saman vanþroski til þess að komast í fullt sam- ræmi við sál ljóðs og lags og af- leitar óvanakenjar í tjáning-unni. Algjörlega óafsakanlegt er t. d. að syngja íslenzku með mjög rödduðum s-um sem í ensku eða þýzku, eins og hér var undan- víða varð blest að auki, enda hef- ir þetta og svipaðir kækir (t. d. teprumæltir grannir hljóðstafir, sérstaklega u) söngvaranum meinlega afkáraleg áhrif á áheyr- andann, menn hljóta að krefjast þess, að söngmaðurinn, ekki síð- ur en leikarinn, sé öðrum til fyr- irmyndar um meðferð móður- málsins. — Átakanleg dæmi þessa, er hér hefir verið að fund- ið, var að einu leytinu »Dan- ny boy«, þetta fleyga andvarp írskrar alþýðusálar, sem hér var tjáð sem hjólaö væri af lírukassa- manni lítillar sálar, og féll líka reytt, vængstýft og steindautt til jarðar við veginn, — en að hinu leytinu »Sofðu vært, elskan mín«, sem var sungið með fallegnm tón, en eyðilagt af þessum af- káralega raddaða og blesta s- framburði, svo að jafnmikil freisting var til þess, bæði að fyllast gremju yfir því, að fá hér ekki listaverk upp í fangið, eins og efni stóðu þó í raun og veru til, og að skella upp úr, að ósamræmi glæsilega karlmann- legrar raddar og teprulega »pen- píulegs« framburðar, þar sem allra verst gegndi. — Annai-s má segja um framburð söngvarans, að hann er ekki í bezta lagi greinilegur, en þó að því leyti Jxátíð hjá þeirra, sem verstir eru. Annai’s bar að ýmsu öðru leyti á vanþroskuðum smekk, og af því varð röddin á stundum beinlínis ljót, t. d. í snögglega hranalegu »crescendo«. Sjálfsagt er að taka það fram, að sum viðfangsefnin á söng- skránni, sem var löng og fjöl- breytt — voru vel sungin. Það voru helzt dramatisku lögin, þau virtust söngvaranum aðgengileg- ust til túlkunar og tjáningar, þar hafði hann betur samræmzt Ijóð- og tónskáldi, og þá skutu heldur ekki rödduðu s-in upp höfðinu, þar sem þau áttu ekki að vera, til að eyðileggja ánægjuna, ué aðrir illkækir. Auk dramatísku laganna vildi ég nefna »When Ce- lia sings«. Reykjavíkurblað kvað hafa getiö þess að þar færi söngvarinn upp á drístrykað d, og taldi það rnest söngafrek. Ég vildi segja þótt góðra gjalda sé vert og sjaldgjæft að ná þeirri hæð, þá teldi ég þó hitt fyrr til afreks, að þessi vandasama smá- aría var vel sungin og átti því skilið það lófatak, er að launum kom, eins og þau viðfangsefni, er bezt tókust. Áheyrendur virtust yfirleitt mjög ánægðir, eins og áður er sagt. Söngvarinn varð að syngja mörg aukalög. — Við hljóð- færið sat Gunnar Sigurgeirsson og leysti hlutverk sitt yfirleitt prýðisvel af hendi. Prófarkalestur á söngskránni hefir farið í meira lagi í flaustri, jafn margar prentvillur og vit- leysur sem þar voru í ekki lengra máli. — S. H. f. H. Sigurbw Skagfield endurtekur söngskemmtun sína næstkomandi fimmtudagskvöld. Hannes á Hvamms- tanga gengur á mála hjá sósíahstum. íhaldsmennimir á Alþingi hafa barmað sér mjög yfir því, að komast ekki í skipulagsnefnd at- vinnuveganna, og þó telja þeir þessa nefndarskipun háskalega.— Ásgeir Ásgeirsson sá loles aumur á þeim og bar fram tillögu um að bæta í nefndina tveimur í- haldsmönnum. Á undan atkvæða- greiðslu um tillöguna kom yfir- lýsing frá Framsóknarmönnum um, að þeir létu þetta afskifta- iaust og ætluðu að lofa íhalds- mönnum að ráða, hvað þeir gerðu. Aftur á móti lýstu sósíal- istar því yfir, að þeir væra á móti tillögunni. Þegar til at- kvæðagreiðslu kom, var tillagan samþykkt með atkv. íhaldsmanna, en móti atkv. sósíalista og Hann- esar á Hvammstanga. Magnús Torfason greiddi aftur á móti at- kvæði með íhaldinu. Klofnaði »Bændaflokkurinn« þannig í deildinni um þetta mál. Fullyrt er, að íhaldsmenn séu daprir yfir úrslitum málsins, og að þeir hafi fengið Hannes til að ganga á mála hjá sósíalistum í þeirri von, að tillagan, sem þeir sjálfir greiddu atkv., félli. Mannslát. Nýlega er látinn í Pjalla- byggð í North Dakota bændaöldungur- inn Jakob Jónsson frá Munkaþverá í Eyjafirði, 86 ára. Hann fluttist vestur um haf 1875. Fréttaritstjóri: Sigfús Halldórs frá Höfnum Ritstjóri: Ingimar Eydal. Prentsmiðja Odds Bjömssonai’. indi dr. Steffensens ágætt, hæfilega tekningarlítið gert, Og það SVO að langt fyrir samkomu er fleira hafði á

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.