Dagur - 06.12.1934, Blaðsíða 2

Dagur - 06.12.1934, Blaðsíða 2
384 DAGUK 140 tbl. Ef íhaldið og „bændaflokks" menn fengju að ráða. Á undan síðustu Alþingiskosn- ingum voru tveir vegir fyrir höndum til stjórnarmyndunar og yfirráða í landinu. Annar var sá, að íhaldið og sprengimenn þeir, er nefna sig »Bændaflokk«, kæm- ust í sameiningu í meiri hluta og mynduðu stjórn í félagi, hinn var sá, að Framsókn og Alþýðuflokk- urinn yrðu ofan á og kæmu sér saman um stjórnarmyndun og framkvæmdir. Eins og kunnugt er, féllu kosn- ingarnar þannig, að tveir síðar- töldu flokkarnir komust til valda. Það er nú ekki úr vegi að í- huga, hvernig málum væri komið, ef íhaldið og bændaflokksmenn hefðu fengið að ráða. Báðir þeir flokkar liafa borið fram ýmsar breytingatillögur við fi-v. til fjárlaga fyrir árið 1935. íhaldsmenn vilja láta skera nið- ur fjárframlög til verklgra fram- kvæmda að upphæð um 600 þús. kr. Þeir vilja veita um 160 þús. kr. til fiskiveiðasjóðs. Þeir vilja láta draga 800 þús. kr. útflutn- ingsgjald frá tekjum ríkissjóðs og leggja í skuldaskilasjóð. Þeir vilja svipta ríkissjóðinn 125 þús. kr. af tekju- og eignaskatti og leggja til bæja- og sveitafélaga. Aftur á móti vilja þeir ekki fella niður 225 þús. kr. gengisviðauka af kaffi og sykri, eins og stjórn- in leggur til. Jafnframt berjast þeir á móti skattafrumvörpum stjórnarinnar og öllum fjáröflun- arleiðum umbótaflokkanna. Nið- urstaðan af öllum þessum bi*eyt- ingatillögum íhaldsmanna yrði sú, að tekjur ríkissjóðsins rýrðust um 700 þús. kr., og er þá einung- is miðað við þær tillögur íhalds- manna, sem fram voru komnar um það leyti, er fjárlagafrum- varpið kom úr nefnd. En sagan er ekki öll sögð enn um fjármálastefnu íhaldsins. Á síðasta landsfundi sínum sam- þykktu íhaldsmenn að leggja nið- ur ríkisstofnanir, sem gefa ríkis- sjóði um 740 þús. kr. í tekjur. Síðan gerðu þeir þenna niður- skurð að kosningamáli á síðasta vori. Þenna niðurskurð hefðu þeir að sjálfsögðu framkvæmt, ef þeir hefðu komizt til valda og er því rétt að reikna með þeirri tekju- rýrnun. Væri þá alls um 1 millj. og 440 þús. kr. tekjurýrnun að ræða samkv. tillögum íhalds- manna. Aðalniðurstaðan verður þá þessi: Samkv. tillögum íhaldsmanna yrðu útgjöldin á fjárlögunum fyr- ir árið 1935 13 millj. og 300 þús. kr., en tekjumar 10 nnillj. og 950 þús. kr. Greiðsluhalli fjárlaganna yrði þannig samkv. fjármálastefnu í- haldsmanna tvær millj. og 790 þús. kr. Allt þetta upplýsti fjármála- ráðherra Eysteinn Jónsson í eld- húsdagsumi'æðunum, og reyndu andstæðingarnir ekki að véfengja eitt einasta atriði í frásögn hans, en svöruðu í þess stað með raka- lausum stóryröum og strákslegum persónulegum skætingi. Þegar fjárlagafrumvarpið var lagt fyrir þingið, lýsti fjármála- spekingur íhaldsins, Magnús Jónsson, yfir því fyrir hönd flokks síns, að hann ætlaði að beita sér fyrir því, að fjárlögin yrðu afgreidd tekjuhallalaust. Engar líkur eru fyrir því, að efndir verði á þessu loforði í- haldsmanna. í upphafi þessarar greinar var gert ráð fyrir því, að »Bænda- flokkurinn« hefði myndað stjórn með íhaldinu, ef núverandi stjórnarflokkar hefðu beðið kosn- ingaósigur. Nú hefir »Bænda- flokkurinn« borið fram útgjalda- aukningu, er nemur 531 þús. kr. Auk þess hefir flokkuiúnn borið fram tillögur um tekjurýrnun, er nemur 150 þús. kr. Á þenna hátt reyna sprengimennirnir að skapa 681 þús. kr. tekjuhalla. Þegar þessari upphæð er bætt Milliþinganefnd í sjávarútvegs- málum hefir rannsakað fjárhag sjávarútvegsins og gefið um þær rannsóknir prentaða skýrslu til Alþingis. Sýna þessar rannsóknir að hagur útgerðarinnar er mjög bágborinn og að hið opinbera verði að hlaupa undir bagga og koma við- unandi skipun á skuldamál þeirra manna, sem þar eiga hlut að máli. Sex íhaldsmcnn í neðri deild hafa í þessu sambandi flutt frum- vörp um skuldaskilasjóð útgerð- armanna, sem á að vera einskon- ar kreppulánasjóður fyrir sjávar- útveginn og um fiskiveiðasjóð. Eru bæði þessi frv. samin af milliþinganefndinni. Frumvörp þessi voru af atvinnumálaráð- herra, Haraldi Guðmundssyni, fengin í hendur sjávarútvegs- nefndar neðri deildar til athugun- ar. En sama daginn og þau voru tekin fyrir í nefndinni, og áður en fulltrúar stjórnarflokkanna höfðu haft ráðrúm til að kynna sér efni þeirra, heimtuðu íhalds- mennirnir tveir í nefndinni at- kvæðagreiðslu um, að nefndin flytti frumvörpin þegar í stað. Fulltrúar stjórnarflokkanna voru vitanlega ófáanlegir til að gerast flutningsmenn að frv., sem þeir höfðu ekki lesið og báðu um stutt- an frest á atkvæðagreiðslunni. En- þegar hinir neituðu því, gátu þeir ekki annað gert en að greiða at- kvæði móti því, að flytja frv., sem þeir höfðu ekki lesið. Brugðu við þann greiðsluhalla, sem í- haldsmenn standa fyrir, þá kem- ur í ljós, að ef íhaldsflokkurinn og »Bændaflokkurinn« ættu í sameiningu að ráða,yrði greiðslu- halli fjárlaganna allt að þremur og hálfri milljón kr. Sameiginleg fjánnálastefna í- haldsins og varaliðs þess blasir við: f fyrsta lagi 3þt millj. kr. greiðsluhalli á fjárlögum, í öðru lagi barátta gegn öflun nokkurra nýrra tekjuauka. Þetta er ófögur sjón'. Nú kunna einhverjir að segja, að svona myndu andstöðuflokkar stjórnarinnar aldrei hafa farið að, ef þeir hefðu sjálfir farið með völd, því þá myndi ábyrgðar- tilfinning þeirra liafa gert vart við sig. En þetta er þeim engin afsökun, það er þvert á móti þung ásökun um það, að af því íhaldsflokkurinn og varalið hans hafi beðið ósigur í kosningunum, þá fremji nú íhaldsmenn og »bændavinirnir« fjármálaglæpi gagnvart þjóð sinni í hefndar- skyni. Auðsætt er, að slíkir menn, er svo væru gersneyddir allri á- byrgðartilfinningu, ættu sem fyrst að hverfa af stjórnmála- sviðinu með tölu. íhaldsmenn þá við og fluttu frum- vörpin í skyndi. Síðan hafa íhaldsmenn reynt að færa sér þetta r nyt á þann hátt að breiða það út, að þetta væri sönnun fyrir fjandsamlegum hug stjórnarflokkanna til sjávar- útvegsins. Eins og allir sjá, þegar þeir vita málavöxtu, er þetta ekki annað en ósvífin blekking, sem hefir við ekkert að styðjast ann- að en það, en hver maður með nokkurri ábyrgðartilfinningu vill ekki gerast flutningsmaður máls, áður en hann hefir haft tækifæri til þess að kynna sér það. Annars má geta þess, að flutn- ingur þessara frumvarpa er mjög bágborinn frá hendi íhaldsmanna. Frv. þessi fara fram á að minnsta kosti 800 þús. kr. útgjöld eða tekjumissi fyrir ríkissjóð á næsta ári. En íhaldsmenn hafa ekki haft nokkra tilburði í þá átt að sjá fyrir tekjum í þessu skyni. Þegar fjármálaráðherra spurðist fyrir um það, hvað þeir hugsuðu í því efni, svöruðu þeir Olafur Thors og Sigurður Krist- jánsson með því að vísa á einka- sölufrumvörp, sem flutt eru af stjórninni. Vakti þá ráðherrann athygli á því, að þaö bæri vott um undarlega ábyrgðartilfinn- ingu í íhaldsflokknum að fara fram á að hjálpa sjávarútvegin- um með tekjuöflunaraðferðum, sem flokkurinn hafði greitt og ætlaði að greiða atkvæði á móti! Loddaraleikur íhaldsmanna i þessu máli kemur meðal annars frarn í því, að úr íhaldsflokknum kemur fram tillaga um, að þriðj- ungurinn af útflutningsgjaldi sjávarafurða gangi til landhelgis- gæzlu, en í frv. um skuldaskila- sjóð leggur sami íhaldsmaður til, að allt útflutningsgjaldið renni í skuldaskilasjóð! Þannig ætlast í- haldsmenn til, að sömu pening- arnir fari í senn í tvær áttir! En það hefir ekki borið á því hingað til, að íhaldsmenn hefðu þá nátt- úru að geta gert kraftaverk. Ihaldsmenn reyna að hylja nekt sina. ólafur Thors ber fram kröfur um mikinn fjárstyrk frá ríkis- sjóði handa sjávarútveginum, er hann segir að sé máttvana og mergsoginn undir stjóm sam- keppnismanna og þar á meðal hans sjálfs. Lýsing ól. Th. á eymdarástandi þessa atvinnuvegar mun fara nærri lagi og kröfur til viðreisn- ar eiga fullan rétt á sér. En eitt gleymdist ól. Th. og öðrum íhaldsmönnum í þessu efni, sem óhjákvæmilega þarf að fylgja með kröfunum. Það er að benda á fjáröflunarleiðir, til þess að hægt sé að fullnægja þeim. Það er ekki einungis að íhalds- menn hafi látið þetta undir höf- uð leggjast. Þeir berjast auk þess af alefli á móti skattafrumvörp- um þeim, sem stjórnin hefir lagt b m giWIWIWIHWWWWHIii Hið viðurkennda Sjafnar-Mattkrem og Sjafnar-Coldkrem fæst alltaf hjá okkur. Kaupfélag Eyfirðinga. Nýlenduvörudeildin. ðWUUMUUUUUMUii Fjárhagur útvegsins. Blekkingarfilraimír ihaldsins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.