Dagur - 08.12.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 08.12.1934, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út a þriðjndögum, fimmtudögum og laugar- dögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga- Gjalddagi fyrir 1. julí. XVII. ár Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÓB. Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin viö ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. "frw m ¦-•-.' »-• • •'» • •¦•- Akureyri 8. desember 1934. 141. tbl. Einar H. Kvaran 75 ára. í fyrradag varð skáldið og rit- höíundurinn Einar H. Kvaran 75 ára. lím langt skeið var hann helzta og ástsælasta sagnaskáld þjóðar sinnar, enda sumar sögur hans sígild snilldarverk, er tæp- lega, eða ekki, verða betur gerð. Kvæðakver örlítið, en þungt á metunum, gaf hann eitt sinn út. Það hefir lengi verið ófáanlegur kjörgripur ljóðelskra manna, en verður í tilefni af afmælinu gef- ið út að nýju og þá vonandi með einhverjum viðauka. Blaðamennsku og ritstjórn fékkst Einar H. Kvaran við lengi; í Winnipeg, í Reykjavík og hér á Akureyri, og bar af flestum samtíðarmönnum sínum um rit- snilld og málafærslu. — Án þess að stíll hans væri yfirtak fjöl- skrúðugur að orðum, var hann meistaraverk, sem læsti sig um allra hugi, er lásu, enda enginn efi, að mjög margir standa þár, vitandi vits og óvitandi, í mikilli þakkarskuld við meistarann. 6- venjulegur menningarfrömuður hefir hann verið með ritverkum sínum, meðal íslendinga í tveim heimsálfum. S. H. f. H. Dæmalaus atburður á Norðfirði. Að því er útvarpsfregn frá Norðfirði hermdi í fyrradag og gær, eftir heimild lögreglustjór- ans þar, urðu róstur, með ægileg- um afleiðingum þar í kaupstaðn- um 1. dezember. Var þá danzleik- ur í barnaskólahúsinu og voru þar tveir lögregluþjónar til gæzlu, Jón Baldvinsson og Vilhelm Jak- obsson. Vildi þá maður nokkur, Randver Bjarnason frá Ekru, er lögregluþjónarnir töldu vera við skál, brjótast inn í danzsalinn, en þeir vörnuðu. Fékk Randver þá skjótt liðsstyrk, svo að lög- regluþjónarnir voru ofurliði bornir, Vilhelm sleginn í rot, en hinum fleygt niður 2*4 nietra háan stiga. Greip hann þá til skammbyssu, er hann bar, og skaut fyrst einu, en síðan tveim- ur skotum, að hann taldi í sjálfs- vörn. Særðust þrír xnenn af kúl- unum, en sem betur fór, aðeins í útlimi, og að læknisáliti ekki svo, að til líftjóns eða örkumla horfi. Siglufjaiðaideilan. Eins og lauslega var getið í síðasta blaði, snerist seinni hluta vikunnar sem leið deilan, sem lengi hefir staðið um Goos-eign- irnar á Siglufirði, til hms mesta sigurs fyrir Þormóð Eyjólfsson og þá, sem honum hafa fylgt í þessu máli í bæjarstjórn Siglu- fjarðar. Dagur gat í haust um þessa deilu, 'er þá virtist hafa ráðizt til mjög óhagstæðra lykta fyrir Siglufjörð. — Mun það minnis- stætt, að talið var að bærinn mundi hafa fengið Goos-eignirn- ar til kaups fyrir um 100,000 kr., hefðu eigi einstaklingar hlaupið i kapp við bæinn og sprengt eign- irnar upp í 180,000 krónur. Og varð tæplega annað séð, en aÖ þaö boð væri skyndilega til komið sökum þess að eitthvað hefði kvis- azt af lokuðuni fundi bæjar- stjórnar. Þótt málinu væri nú svo komið, þá fékk Þormóður Eyj- ólfsson bæjarstjórnina til þess að samþykkja að neyta forkaups- réttar sins til hins ýtrasta, og á þeim grundvelli semja um eigna- kaupin við þessu verði við full- trúa »Handelsbanken«. En 30. október skeður það, er »Dagur« þá gat um, að meiri hluti bæjar- stjórnar Siglufjarðar samþykkir að afsala sér forkaupsrétti á eignunum að miklu leyti, í hehd- ur Sigurðar Kristjánssonar kaup- manns og Snorra Stefánssonar, er höfðu hlaupið í kapp við bæ- inn um eignirnar, og þurftunú eigi að sækja um kaupléyfi til ráðúneytisins, er bærinn ekki hafði fest kaupin. Föstudaginn 23. nóv. liggja svo fyrir bæjarstjórninni samn- ingar milli bankans og bæjarins öðrumegin, en bankans og Sig. Kr. og Sn. St. hinsvegar, og er þar tekið fram, að fyrir skuld þeií-ra Sigurðar fyrir rauðu verk- smiðjunni (»Rauðku«) og um- hverfi hennar, — þessari eign,. sem bærinn hafði afsalað sér for- kaupsrétti að til þeirra Sig. Kr., — skuli bærinn setja bankanum að veði »Gréníu.« (hina verksmiðj- una — eða það af Goos-eignun- um, er bærinn hélt þó eftir eign- arrétti að) — með fyrsta veð- rétti.. — Var þessi ábyrgð bæjar- ins fyrir þá Sigurð samþykkt með 6:4 atkv. — En réttri viku síðar, — á föstudaginn var — snýst skyndi- lega og algjörlega veður í lofti. Kemur þá fyrir bæjarstjórnar- fund skrifleg yfirlýsing frá þeim Sigurði og Snorra, og á þá leið, að þeir afsala sér öllum kauprétti á öllum eignunum og vilja vera lausir við alla samninga. fhaldið í bæjarstjórninni vildi fyrst halda þeim félögum við samningana, virtist vilja allt annað fremur en að bærinn tæki aftur forkaups- réttinn í sínar hendur, en eftir aö Þormóður Eyjólfsson hafði i ræðu hastað ofurlítið á íhalds- menn, sefuðust þeir fljótlega, sátu aðeins hjá, er samþykkt var að leysa þá Sigurð frá kaupunum, með 7 samhljóða atkvæðum, og þá um leið auðvitað að bærinn skyldi kaupa, eins og fyrst hafði verið samþykkt fyrir 180.000 kr. Og nú er Þormóður Eyjólfsson þegar farinn utan til þess að ganga endanlega frá kaupunum við »Handelsbanken«. Kyníiu menn að furða sig á þessari snöggu breytingu hjá þeim Sig. Kr., er mjög hart hafði barizt til þess að festa kaup á mergnum úr Gooseignunum, þá er ekki óhugsandi að þetta verði nokkru skiljanlegra er menn heyra, að á bæjarstjórnarfundi, er haldinn var 20. nóvember, fékk Þormóður Eyjólfsson samþykkta tillögu um að skora á stjórn Landsbankans að setja upp um áramót útibú á Siglufirði, er starfrækt verði allt árið. Svipuð tillaga hefir undanfarin ár verið samþykkt umræðulaust í bæjar- stjórn Sigluf jarðar, en nú barðist íhaldið gegn henni sem ljón. Til- lagan var þó samþykkt með 7 atkvæðum gegn 1 (Sveins Hjart- arsonar) en flokksbræður hans tveir sátu hjá. Og þá ber ekki síður að gá að hinu, að á þessum sama fundi bar Þormóður Eyjólfsson fram ýtar- lega tillögu um áskorun til stjórn- arinnar um að breyta lögum nr. 44, frá 3. nóvember 1915, um sparisjóði. Gerði Þ. E. mjög ræki- lega grein fyrir tillögunni, er vér höfum því miður eigi getað fengið í hendur. En aðalefni hennar og greinargerð er það, að í þessi lög vanti gersamlega ákvæði um kosningar í stjórnir sparisjóða, er þó sé vitanlega hin mesta nauðsyn, enda skuli nú úr því bætt með breytingu, er fyrirskipi hlutfallskosningu. Ennfremur skuli ákveðið að framkvæmda- stjórn þeirra sparisjóða, er geyma meira en 200,000 krónur fyrir innstæðueigendur, skuli eigi skipuð mönnum, er reki aðra at- vinnu á nokkurn hátt. Þessi tiil. náði þó eigi fram að ganga fyrr en á næsta fundi, 23. nóv., er Mn var samþykkt með 6:4 atkv. * # » Þormóði Eyjólfssyni hefir með fádæma dugnaði, festu og þraut- seigju tekizt að leiða til farsælleg- ustu lykta fyrir Siglufjarðar- kaupstað — fyrir hið opinbera •— þetta mál, er virtist orðið von- laust að snúa bænum í hag. Hefir hann af þessu hina mestu sæmd, og væri vel, að allstaðar væri staðið svo á verði um skýlausan rétt sveita- og bæjarfélaga, sem hér gerði hann og fylgismenn hans í bæjarstjórn Siglufjarðar. Hroðalegt slys varð í gærdag, í Hafnarstræti 33, er eldur læsti sig í föt Svövu Pálsdóttur Vatnsdal, ungrar létta- stúlku hjá þeim hjónunum Magn- úsi Þorsteinssyni og frú Jónborgu Þorsteinsdóttur. Hafði Svava staðið fyrir framan miðstöð, er opin var að neðan og mun drag- súgurinn hafa sogað kjólfaldinn í eldsglóðina. Varð stúlkan auð- vitað frá sér af kvölum, svo að hún var í ofboði komin ofan á næstu hæð, áður en Magnúsi Þor- steinssyni, sem til allrar ham- ingju var heima, tókst að ná henni og slökkva eldinn í klæðum hennar. En þá hafði hún brennzt alvarlega. AKUREYRARKIRKJA: Messað á morgun (sunnud. 9. des.) kl. 2 e. h, /

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.