Dagur - 11.12.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 11.12.1934, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- dögum. Kostar kr. 9.00 árg* Gjaldkeri: Arni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga, Gjalddagi fyrir 1. júlí. ¦Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÓR. Norðurgötu3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. XVII . ár. f Akureyri 11» desember 1934. 142. tbl. DRUKKNUN. Á föstudaginn var, um kl. 14, lögðu þeir Lárus Jónsson, bóndi á Staðarfelli og Sveinn Sigurðs- son úr Stykkishólmi á bát, á leið heim, sem er um 2—3 stunda sigling. Var gott veður, er þeir lögðu af stað. Komu þeir við í eynni Rifgirðingum og fóru það- an um kl. 17. Áttu þeir þá að fara um röstina miklu í Hvamms- fjarðarmynni. Skömmu eftir a5 þeir lögðu frá Rifgirðingum rauk upp með austanstorm. Eigi komu þeir félagar heim um nótt- ina, og var eigi undrast fyrst, en er seinka þótti úr von komu þeirra, var tekið að leita um allar eyjar, þar sem talið var hugsan- legt, að þeir hefðu lent. Fannst þá vélhús bátsins, krókstjaki og eitthvað fleira skammt innan við röstina. Var þó haldíð áfram leit-, inni, unz menn voru úrkula von- ar. Er talið víst, að fyllt hafi bát þeirra félaga innan við röstina og hann sokkið, en sjór er þar afarhættulegur í stormi, er straum- og vindbárum lýstur saman. — Lárus var 29 ára gam- all, kvæntur, sonur Jóns Skúla- sonar úr Fagurey. Sigurður var ókvæntur, 21 árs. Þeir félagar voru systkniasynir (ÚF. frá Ljár- skógum og Stykkishólmi). Sogsvirkjunin. útvarpiö sagði þá frétt á sunnudagskv öldið var, að Jóni Þorlákssyni borgarstjóra í Reykjavík hefði tekizt að fá lan tii Sogsvirkjunarinnar. Kvað út- varpið öll Reykjavíkurblöð hafa birt fregnina, en eigi segði það nánar frá henni fyrr en því hefði um lánið borizt opinber tilkynn- ing. Islenzkur heimilisiðnaður. Frú Jónína Sigurðardóttir Lín- dal á Lækjamóti í V.-Húnavatns- sýslu, hefir tjáð útvarpinu að lokið hafi verið miklu lofsorði á hina íslenzku deild heimilisiðnað- arsýningarinnar í sumar. Og sé starf fröken Halldóru Bjarna- dóttur mjög rómað í sambandi við íslenzkan heimilisiðnað. Hitnar i Þjóðabandalaginu. Frá Geneve flytur Þjóðabanda- lagið þá fregn á sunnudaginn, að deginum áður hafi verið rætt um deilur Yugo-Slava og Ungverja í Þjóðabandalaginu. Hafi fulltrúi Frakka talað mjög máli Yugo- Slava, en fulltrúi ftala aftur tek- ið málstað Ungverja og hafi hitn- að mjög báðumegin ræðumanna. — Er þess beðið með eftirvænt- ingu, hver málalok þarna kunni að verða, og eru menn sérstak- lega hræddir við það, að af þess- um málum kunni að rísa kröfur um endurskoðun landamæra hér og þar um álfuna, en af þeim aftur kunni að kvikna sá eldur, er Þjóðabandalaginu eigi tækist að slökkva, og eru hinar mestu viðsjár með mönnum þar syðra. ri ro. Eftir Guðmund Frið/'ónsson. Höfundur segir í formála, að sögur þessar hafi þróast á sjö- unda tug æfi sinnar og séu vaxn- ar upp úr samskonar jarðvegi og aðrar smásögur hans. Þess er nú naumast að vænta, að höf. sé á framfaraskeiði sem rithöfundur, kominn á þenna aldur, enda bera þessar sögur ekki af fyrri sögum hans, og engin þeirra jafnast á við »Gamla heyið«. — Sögurnar eru níu að tölu og auk þess »kast- ali borgarinnar«, sem er »hálf- gildings kvæði í sundurlausu máli«, um kirkjugarð Reykjavík- urborgar. Flestar sögurnar eru alveg nýjar, þó hafa tvær eða þrjár þeirra birzt áður. Eins og í fyrri sögum höfund- ar getur allmjög átaka milli gamla og nýja tímans. Arnaldur gamli segir t. d. um tengdadóttur sína tilvonandi: »Og þessi manneskja á að taka við búi hér, sem ekki þolir að finna lykt af gæru, ekki kann að bæta skó né sokk, ekki nennir að fara á fætur og heldur, að hægt sé í sveit að hafa stássstofu og allt að tarna«. »Þelsokkar Þórunnai*« er bezta sagan. Þórunn gamla, húskona í Sölvavík, er meykerling og ann tóskap hugástum. Hún tætir þel- sokka, ætlar að gefa þá frænku sinni, sem er kaupmannsfrú í vaxandi þorpi í næstu sýslu. í þessa vinnu hafði Þórunn lagt hjartslátt sinn og blóðrás. En þegar til kemur, þiggur kaup- mannsfrúin ekki sokkana, af þvi að í borginni gætu engar heldri konur látið sjá sig í ullarsokkum, síðan silkisokkarnir komu í búð- irnar. Þetta var þvílíkt áfelli, að jafnvægi gömlu konunnar rask- aðist, og hún barðist lengi við ekkann, og þó var hún stillt og tamin og föst í rásinni allajafnan. Allar persónurnar í sögunum tala svipað. Það er málfar Guð- mundar Friðjónssonar yfir öllu tali þeirra, sterkt en nokkuð hrjúft. Þetta er galli á sögunum. Höf. segir í formála, 'að hann hafi »sneitt hjá andstyggðarefn- um, og þannig haldið á, að eigi er hirt um að lýsa neðri hluta fólks eða einstaklingum neðan við þind«. Það ætti því að vera óhætt fyrir almenning að kaupa og lesa þessar sögur vegna hneykslunar- hættu. En svo má lýsa einstak- ingum neðan við þind, að engin andstyggð sé að. Vill ekki Guðm. Friðjónsson, jafn orðhagur mað- ur, reyna það í næstu sögum sín- um? Kreppuhjálp handa sjávar- útveginum. Alþingi 1933 skoraði á ríkis- stjórnina að láta fram fara rann- sókn á hag sjávarútvegsins. Samkvæmt þessu skipaði stjórn- in í fyrra haust þriggja manna i*^fnd, er skyldi taka "þetta verk að sér. . Nefndarmenn voru Jó- hann Þ. Jósefsson alþm., Jón A. Jónsson alþm. og Kristján Jóns- son, fulltrúi Fiskifélagsins. Nefndin virðist hafa leyst all- mikið starf af hendi, og þær nið- urstöður, sem hún hefir komizt að, eru hinar óglæsilegustu. Sam- kvæmt þeim niðurstöðum voru skuldir sjávarútvegsins haustið 1932 81,8% af matsverði eigna hans, og kunnugir fullyrða, að síðan hafi þó ástandið versnað þanníg, að nú muni skuldir og eignir nokkurnveginn standast á. Nefndin hefir gert þrjár um- bótatillögur, sem eiga að bæta úr vandræðunum, og liggja þær fyr- ir þinginu í frumvarpsformi. Fjalla þau um skuldaskilasjóð út- gerðarmanna, fiskiveiðasjóð og vátryggingar opinna vélbáta. Hlutverk skuldaskilasjóðs á að vera að hjálpa útvegsmönnum til að koma atvinnurekstri þeirra á heilbrigðari fjárhagsgrundvöll. Þetta á að gerast með lánveiting- um úr sjóðnum og með því að aðstoða útgerðarmenn í því að ná hagkvæmum samningum við lán- ardrottna sína. Ætlazt er til, að stofnfé sjóðs- ins verði 5 milljónir kr. og skal þess fjár aflað þannig: 1. Fiskiveiðasjóður leggur fram 250 þús. kr. í reiðu fé. 2. Allt útflutningsgjald af sjáv- arafurðum 1935—1940 skal renna í sjóðinn. 3. Allt að 3 millj. kr. lán, sem ríkið á að útvega og bera á- byrgð á. Nefndin skilaði tillögum sínum til atvinnumálaráðherra 10 dög- um eftir þingsetningu, og var því með öllu útilokað, að þær yrðu bornar fram sem stjórnarfrum- vörp. Ráðherrann sendi því sjávar- útvegsnefnd neðri deildar tillög- urnar. Þegar þær voru þangað komnar, heimtuðu fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins í nefndinni, þeir Jóh. Þ. Jósefsson og Sigurður Kristjánsson, sem hafði starfað í nefndinni sem varamaður, að nefndin bæri málið fram í frum- varpsformi, og það áður en nefndarmenn stjórnarflokkanna fengju tækifæri til að kynna sér það. Þeir gátu vitanlega ekki orð- ið við því að flytja frv., sem þeir naumast vissu um hvað fjallaði. Þetta varð til þess, að þeir Jó- hann og Sigurður fluttu frv. ein- ir, og láta svo blöð sín skýra frá því, að stjórnarsinnar neiti að flytja málið. Getur þetta ekki annað en kallazt ósvífin fram- koma og sízt til þess fallin að tryggja framgang þess nauð- synjamáls, sem íhaldsmenn þykj- ast bera mjög fyrir brjósti. Allir eru sammála um að í þessu efni þ.urfi að bregða fljótt við og finna leiðir til hjálpar. En hvernig á að afla fjárins? Nefnd- in, sem um málið hefir fjallað, lætur þeirri spurningu ósvarað. Skipakomur. Brúarfoss kom í gær að sunnan og vestan og fer aftur í dag vestur um til Reykjavíkur. i ¦¦ - '

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.