Dagur - 13.12.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 13.12.1934, Blaðsíða 1
DAOUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- dögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga Gjalddagi fyrir 1. júlí. Afgreiðslan er hjá JóNI Þ. ÞOR. Norðurgötu3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. XVII. ár ár. T Akureyri 13. desember 1934 t 143. tbl. FANGI STROKINJST. ROTÁR FáNGAVÖRÐINN. útvarpsfregn í fyrradag kvað strokinn fanga einn úr hegning- arhúsinu í Reykjavík, Magnús Gíslason, 19 ára gamlan. Hafði hann verið settur inn vikuna sem leið fyrir margskonar þjófnað, er hann hafði á sig játað. Strok Magnúsar var með svip- legri hætti, en hér er venja til. Þá er fangavörður bar honum vistir, sló Magnús fæti undir skutulinn og spyrnti honum i andlit fangavarðar. Varð honum felmt við að vonum, og fékk Magnús þá færi að skjótast út. En fangavörður náði sér þegar og fékk hendur á Magnúsi áður en hann var langt kominn. Var fanginn nú hinn bljúgasti, lofaði öllu góðu og fór viljugur inn í klefann, en jafnskjótt sem þang- að var komið greiddi hann fanga- verði það högg að hann féll í rot, og rauk síðan á dyr. Fáklæddur var hann mjög, á sokkaleistum og nærfötum. Komst hann í hús eitt og bað sér skjólfata; kvaðst hafa lent í áflogum og hefðu fötin ver- ið bókstaflega flegin af sér. Fékk hann kápu og skó að láni, þakk- aði, fór — og hefir ei síðan sézt. Er nú lýst eftir honum um land allt. Sogsvirltjunin. Sendiherrafrétt segir Jón Þor- láksson borgarstjóra í Reykjavík hafa tekið 5.7 milljón (sænskra) króna lán, með 4y^% vöxtum. Skilyrði mun vera að kaupa af Svíum flestar helztu vélarnar, en sumar þó frá Danmörku. Norskt verkfræðingafélag hefir gert á- ætlun um virkjun og vinnu og á að hafa eftirlit með því. Hafið skal verkið í vor, en lok- ið skal (því vera og stöðin tekin til starfa haustið 1936, eða í síð- asta lagi sumarið 1937. Iðnframleiðstla. Þjóðabandalagið hefir nýlega gefið út skýrslu um iðnaðarfram- leiðslu 18 landa nú, og miðað hana við árið 1928. Sé iðnfram- leiðsla þessa árs í hverju landi miðuð við 100, þá nemur hún nú hlutfallslega sem hér segir: Japan 148.9; Chile 127.7; Dan- mörk 124.5; Rúmenía 116.7; Nor- egur 110.2; Svíþjóð 107.7; Bret- land 104.6; Ungv.land 96.2; Þýzkaland 86.6; ítalía 86.6; Ca- nada 84.7; Frakkl. 76.4; Austur- ríki 74.0; Cz.-Slóv. 70.1; Belgía 69.5; Bandaríkin 68.5; Niðurlónd 67.1; Pólland 62.0. Góðir gestir. Með íslandi í morgun komu gamlir Akureyringar, þau hjón frá Reglna Þórðwrdóttvr og Bjarni Bjarnason læknir, éftir langa dvöl i út- iöndum. Hafa þau stutta viðdvöl, en söngfélagið »Geysir« efnir í kvold til samkvœmis til þess að fagna komu þeirra hingað, þótt skemnr'i Verði nú samvistir en vinir þehra vildu. Bjarni læknir héfir lagt stund á sérmenntun um magasjúkdóma, en frú Regína. tief- ir stundað nám við leikskóla konung- lega leikhússins í Kaupmannahöfn. Fárviðri hefir geysað um Atlantshaf und- anfarna daga, og hafi oss ekki misheyrzt, þá eru menn hræddir um að sum stærstu farþegaskip kunni að hafa farizt. PARCIVAL, siðasti miisterisricldarinii. Fyrri hluti þessarar sögu kom út í fyrra og var þá getið í þessu blaði. Nú er síðari hlutinn nýlega út kominn. Geta menn þá lesið alla söguna í heild. Síra Friðrik Rafnar hefir þýtt söguna, en bókaútgáfan »Norðri« á Akureyri gefið hana út. Þetta er söguleg skáldsaga og gerist um aldamótin 13 hundruð. Hún er í senn bæði fróðleg og skemmtileg og verðskuldar því að verða keypt og lesin. Er hún til- valin til upplestrar á kvöldvökum, en því miður mun sá gamli og góði siður víðast vera lagður nið- ur. — BæÖi bindin eru 672 blaðsíður í stóru -8 blaða broti. NÆTURLÆKNAR: Föstudagsnótt: Pétur Jónsson. Laugardagsnótt: Vald. Steffensen. Stúkan Brynja, Fundur fellur niður á laugardaginn. I Corselet ,NýtB æ r verða tekin upp í dag, verð frá kr. 2.90. ron Vefnaðarvörudeildin. l-dio sínir límtndaginn 13. p. m. kl. 9 Alpýðusýning. Niðursett verð. Sýnd, í síðasta sinn. Lifandi blóm TH,,p^ano„i 557,n,"r NotuQ eldavél iusli nxi ¦ rtr Brekkug. 7. til sölu. Upplýsingar hjá Halldóri söðlasmið. Formar til að baka í jólabrauðið teknir upp í dag. Ijli II Jólakökuformar margar gerðir I Sandkökuformar — — i!' 'i'' Hringkökulormar — — Brúnkökuformar — — Tertuformar — — Smákökuformar — — Kökumói — — Sele-formar — — Ennfremur mikið af búðingaformum og isformum. Kaupfélag Eyfirðinga Járn- og glervörudeiidin. Lausar sföður. Eftirtaldar stöður eru lausar frá 1. jan. n. k.: YFIRLÖOREQLUPJÓNSSTAÐA. Árslaun kr. 3900.00. 2 LÖGREGLUÞJÓNSSTÖÐUR, Annar Iögregluþjónninn verður ráðinn sem næturvörður. Laun skv. launasamþ. bæjarins. AÐSTOÐARNÆTURVARÐARSTAÐA frá 1. jan. til 31. marz n. k. Mánaðarlaun kr. 150.00. FÁTÆKRAFULLTRÚASTAÐA. Árslaun kr. 1200.00. Nánari upplýsingar verða veittar á skrifstofu minni, Umsóknum skal skila á skrifstofu mína í síðasta lagi fyrir kl. 12 á hádegi þann 27. þ. m. Bæjarstjórinn á Akureyri 13. des. 1934. Steinn Steinsen<

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.