Dagur - 13.12.1934, Blaðsíða 3

Dagur - 13.12.1934, Blaðsíða 3
143. tbl. DAGIJR 303 Jólaskór Karla, Kvenna, unglinga og barna eru nú komnir. Úrval og verð við allra hœfi. Lítið í Kaupfélag Eyfirðinga Skódeildina. cx=>o* Ihaldsmenn eru hræddir við Skemtilegar þarflegar jólagjafir er BORBBllNAÐUR — nikkelerað, cromað og silfurhúðað. — Mjög fjölbreytt úrval í fallegum jóla-umbúðum. Kaupfélag Eyfirðinga. Járn- og glervörudeild. Saumavélai, föt-vélar og hand-vélar, nokkur stykki enn óseld. ofmikla kaupgetu almennings Kaupfélag Eyfirðinga. Þeir vilja því mínnka atvinnuna x lanxliiiti. Járn- og glervörudeildin. Ef þér óskið eftix* ódýru rafljósi megið þér ekki spara 'með því að kaupa ódýran glóðarlampa, því að verð lampans er aðeins brot af Jjósaútgjöldun- um. — Afbragðslampinn lýsir betur en x ódýri lampinn, með sömu straumeyðslu og v endingu, og þessvegna ódýrari í notkun. Kaupið þessvegna afbragðslampann með merkinu :,,r:4æ W.J& QSRAM Fjárveitinganefnd Alþingis klofnaði. f minni hlutanum voru fulltrúar íhaldsins, þeir Magnús Guðm., Þorsteinn Þorsteinsson, P. Ottesen og Jón Sigurðsson. Þeir lögðu fram sérstakt nefndarálit þar sem skýrt er tekið fram, að tillögur þeirra séu miðaðar við þá meginstefnu, sem Sjálfstæðis- flokkurinn fylgi í þessum málum. Þarf þá ekki að efa, að Sjálfstæð- isflokkurinn í heild hefir þá stefnu, sem fram kemur í nefnd- aráliti minnihlutans. Hvaða stefna er það? Sjálfstæðisflokkurinn óttast það, að kaupgeta almennings verði of mikil og hana verði því að takmarka með niðurskurði verklegra framkvæmda, svo nemi fullum 600 þús. kr. Á þenna hátt ætlar íhaldið að minnka atvinn- una í landinu, til þess að koma í veg fyrir of mikla kaupgetu al- mennings. íhaldið hefir aldrei fyrr þorað að halda opinberlega fram þess- um kenningum sínum. Nú hefir flokkurinn þó sýnt hreinan lit og er það þakkarvert hjá því, sem oft hefir áður verið. Breytingartillögur íhaldsmanna við fjárlagafrumvarpið, þar sem þeir leggja til, að fjárveitingar til verklegra framkvæmda á næsta ári verði lækkaðar um meira en 600 þús. kr., eru sem hér segir: Framlög til nýrra símalína eiga að lækka um 35 þús. kr., úr 180 þús. niður í 85 þús. Framlag til sjúkrahúss á Reyð- arfirði, 10 þús. kr., á að falla niður. Framlag til strandferða ríkis- skipa á að lækka um 80 þús. kr., úr 400 þús. niður í 320 þús. Framlag til verklegs fram- haldsnáms á að lækka um 5 þús. kr., úr 10 þús. niður í 5 þús. Framlag til raflýsingar og ann- ara umbóta á Eiðum, að upphæð 50 þús. kr., á að falla niður. Framlag til Gagnfmðaskóla í Reykjavík, að upphæð 30 þús. kr., á að falla niður. Framlag til rafveitu á Hall- ormsstað, að upphæð 5 þús. kr., á að falla niður. Framlag til atvinnubóta á að lækka um 200 þús. kr., úr 500 þús., niður í 300 þús. Framlag til Byggingar- og landnámssjóðs á að lækka um 100 þús. kr., úr 300 þús. niður í 200 þús. Framlag til verkamannabú- staða á að lækka um 100 þús. kr., úr 180 þús. niður í 80 þús. Kaupgetuna verður að tak- marka, segja íhaldsmenn. Minnk- um atvinnuna í landinu á næsta ári um 600 þús. kr., segja þeir ennfremur, á þann hátt er hægt að halda kaupgetu almennings og kaupi verkamanna í skefjum. Kaupgetuleysi verkamanna í kaupstöðum leiðir óhjákvæmilega af sér minnkandi sölu innlendrar framleiðslu á innlendum markaði. Þetta kemur framleiðendum í koll og lamar kaupgetu þeirra. íhaldsmenn sjá það rétt, að til- lögur þeirra eru ágætlega til þess fallnar að þrengja svo að.hag hinna vinnandi stétta, að þær eigi örðugt með eða verði ókleift að afla sér brýnustu lífsnauð- synja. En hvað segja kaupmenn um þessa stefnu íhaldsins? íhaldsmenn vilja vernda kaup- mennina gegn innflutningshöft- um, af því að þau dragi úr at- vinnu þeirra. En jafnframt vilja íhaldsmenn draga úr kaupgetu al- mennings, svo að hann geti sem allra minnst keypt af vörum kaupmanna. Hver getur fundið vitglóru út úr þessu? Magnús Jónsson, æðsti prestur íhaldsins, hefir verið háværastur um það að kaupgetu almennings þyrfti að takmarka. Jafnframt fer hann fram á það við Alþingi, að laun sín verði hækkuð, Til livers vill hann fá þau hækkuð? Auðvitað til þess að auka kaup- getu sína. M. J. segir því hreint út: Ég verð að fá hækkuð laun, til þess að kaupgeta mín aukist. En við almenning segir hann: »Þetta er eitthvert mesta óvit, sem heyrzt hefir«, að það eigi að auka kaup- getu ykkar. Það er ég, sem á að fá hækkuð laun, en þið skuluð sitja við launalækkun og þverr- andi kaupgetu. Það er fullgott handa ykkur, en ég sætti mig alls ekki við slíkt. Stefnur flokkanna eru nú orön- ar fullskýrar, svo að ekkert er um að villast. Annarsvegar berjast stjórnar- flokkarnir fyrir aukinni kaupgetu og blómstrandi atvinnulífi, sem er hið sama og bættur hagur al- mennings. Á hinn bóginn berst í- haldið fyrir minnkandi kaupgetu og kyrrstöðu atvinnulífsins, sem þýðir sama og versnandi hagur almennings. Um almenning verður því hér eftir ekki sagt, að sá eigi kvöl, sem á völ. Valið á milli þessara tvegg'j a stefna í þjóðmálunum er ekki vandasamt. íhaldið hefir nú talað svo skýrt og ákveðið, að enginn getur fram- ar afsakað fylgi sitt við það með því, að hann viti ekki hvað það vill.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.