Dagur - 15.12.1934, Blaðsíða 2

Dagur - 15.12.1934, Blaðsíða 2
396 ÖÁGUR 144 tbl. til að breyta eldri lánum í hag- kvæmari lán. Að ábyrgjast fyrir Neskaup- stað allt að 30 þús. kr. viðbótar- lán til síldarverksmiðjunnar á Norðfirði. Að ábyrgjast fyrir Hríseyjar- hrepp, gegr, endurábyrgð Eyja- fjarðarsýslu, allt að 10 þús kr. lán til vatnsveitu gegn því, að jarðskjálftasjóður leggi fram allt að sömu upphæð. Fyr i r Austur-Húnavatnssýsl u, vegna rafveitu á Blönduósi, allt að 60 þús. kr. Fyrir Sauðárkrókshrepp, vegna rafveitu, gegn bakábyrgð Skaga- fjarðarsýslu, 40 þús. kr. Samþykkt var »aö krefjast þeirra trygginga, sem stjórnin metur gildar, fyrir hverri þeirri ábyrgð, sem hún gengur í fyrir hönd ríkissjóðs, enda séu allar slíkar lántökur framkvæmdar af fjármálaráðuneytinu, eða öðrum trúnaðarmönnum landsins, sem ráðuneytið samþykkir til þess 1 hvert sinn«. Þá var og samþykkt tillaga frá meirihluta fjárveitinganefndar um að styrkur til Búnaðarfélags íslands skyldi bundinn eftirfar- andi skilyrði: »Ríkisstjórninni er falið að undirbúa tillögur um framtíðar- skipulag félagsins og um yfir- stjóm búnaðarmála og leggja þær fyrir næsta Alþingi. Þar til sú framtíðarskipun er gerð, getur ríkisstjómin gert það að skilyrði fyrir greiðslu á styrk til félags- ins, að fjárhagsáætlun þess sé samþykkt af landbúnaðarráð- herra, svo og ráðning búnaðar- málastjóra, er ekki sé nema einn«. Ennfremur var samþykkt að greiða embættis- og starfsmönn- um ríkisins, sem laun taka samkv. launalögum og hafa undir 4000 kr. laun, dýrtíðamppbót eftir sömu reglum og jafnháa og gert var 1934, þeim, sem hafa 4000 til 4100 kr. laun, 15% dýrtíðarupp- bót, þeim, sem hafa 4100 til 4200 kr. laun, 14% dýrtíðaruppbót, og þannig stiglækkandi um 1% fyr- ir hverjar 100 kr., sem launin hækka, þó aldrei hærri upphæð en svo, að laun ásamt dýrtíðarupp- bót nemi ekki meiru en 5000 kr. Að lokum var samþykkt: »Að gera þær i*áðstafanir sem þarf til að geta framkvæmt sparnað á launum þeirra manna, sem ekki taka laun samkv. launa- lögum, en starfa þó hjá ríkinu, stofnunum þess eða öðrum stofn- unum, sem ríkisstjórnin getur ráðið launagreiðslum hjá. Skal sú niðurfærsla vera tilsvarandi og gerð eftir sömu reglum og lækk- un dýrtíðaruppbótar á laun sam- kvæmt launalögum og koma til framkvæmda eftir því, sem lög og samningar leyfa. Við þessa atkvæðagreiðslu sat fjöldi íhaldsmanna hjá eða greiddi átkvæði á móti tillögunni. »BændafIokks«-menn báru fram yfirboðstillögu um heimild fyrir ríkisstjórnina »að greiða úr ríkissjóði framlag til verðjöfnun- arsjóðs til aukaverðuppbótar á útflutt kjöt af framleiðslu ársins 1934, allt að þeirri upphæð, er tekjur sjóðsins nema það söluár, ef verð á því kjöti verður tilfinn- anlega lágt, svo að verðjöfnunar- sjóður hrekkur hvergi nærri til að bæta upp verð útflutta kjöts- ins til samræmis við kjötverð á innlendum markaði«. Yfirboðið var fellt með 29 gcgn 13 atkv. (7 sátu hjá). í sambandi við þessa atkvæða- greiðslu gaf Hermann Jónasson forsætisráðherra svohljóðandi yf- irlýsingu viðvíkjandi afstöðu st j órnarf lokkanna: »út af breytingartill. við fjár- lagafrv. frá 3 þingmönnum um heimild handa ríkisstjórninni til þess að greiða úr ríkissjóði auka- uppbót á útflutt kjöt af fram- leiðslu ársins 1934, vill ríkis- stjórnin taka þetta fram til við- bótar þeim yfirlýsingum, sem hún hefur áður gefið um þetta mál: Ennþá er ekki seldur nema nokkur hluti kjöts þess, sem seld- ur verður á erlendum markaði af framleiðslu þessa árs og því ekki vitað um úrslit kjötsölunnar fyr- ir þetta ár. örugg*t er heldur ekki að heimild til greiðslu í verðjöfn- unarsjóð komi að notum, nema ríkisstjórninni sé jafnhliða séð fyrir tekjum til að mæta greiðsl- unum. Tekjuöflunar er ekkert getið í sambandi við tillöguna og ekki líklegt, að slík tekjuöflun geti gengið fram á þessu þingi, m. a. vegna þess, að enginn veit, hver upphæð kann að vera nauð- synleg í þessu skyni. í byrjun næsta þings, sennilega í marz, verður komin frekari vitneskja um úrslit kjötsölunnar, og mun ríkisstjórnin þá, ef verðjöfnunar- gjaldið skapar ekki viðunandi verðjöfnuð, beita sér fyrir nauð- synlegum aðgerðum og jafnframt bera fram tillögu til tekjuöflunar til að standast framlög þau til verðjöfnunarsjóðs sem honum yrðu ætluð«. Tillögur fjárveitinganefndar, sem bornar voru fram af nefnd- inni í heild eða meiri hluta henn- ar, voru samþykktar, að undan- teknum nokkrum minni háttar til- iögum, sem teknar voru aftur. En allar tillögur einstakra þingmanna um hækkun á gjöld- um ríkisins voru felldar, nema tvær frá Magnúsi Torfasyni, önn- ur um 10 þús. kr. til sandgræðslu í Árnessýslu og 400 kr. hækkun til Odds Oddsonar á Eyrarbakka. Tillögur íhaldsmanna í fjár- veitinganefnd um stórfelldan nið- urskurð verklegra framkvæmda annarsvegar og mikla eyðslu hinsvegar voru stráfelldar með atkvæðum stjórnarflokkanna. Einstakir þingmenn í stjórnar- flokkunum báru engar breytinga- tillögur fram við fjárlagafrum- varpið. Er það einsdæmi á AI- þingi og ber vott um sameigin- lega ábyrgðartilfinningu þessara manna. Er með þessu sýnt, að hafin eru ný og betri vinnubrögð en áður hefir tíðkast, og eru þau vinnubrögð upp tekin og fram lialdið af hálfu stjórnarinnar og Bananar komn með Goðafoss. Kosta kr. 1.70 kilóið. 5\ afsl. gegn peningum. Kaupfélag Eyfiiðinga. Nýlenduvörudeildin. Nýðrsdansleik heldur lúðrasveitin »Hekla« á Gamlaárskvöld í Samkomuhusi bæjarins. — 10 manna hljómsveit og trio undir stjórn Gunn- ars Sigurgeirssonar spilar alla nóttina. — Salurinn verður smekklega skreyttur at Vigfúsi Jónssyni málaram, — Áskriftar- listar liggja frammi í Hljóðfæraverzlun Gunnars Sigurgeirs- sonar, og Verzl. »Hek!u«. ■ Pólsku holin eru komin kosta kr. 34.00 smálestin meðan á uppskipun stendur. Kaupfélag Eyfirðinga. ALPA LAVAL A. B. Separator í Stokkhólmi er eitt af þeim fyrirtækjum Svfa, er mest og best hefir stutt að þvi að gera sænskan iðnað heimsfrægan. í meira en hálfa öld hafa ALFA LAVAL vélarnar verið viður- kenndar sem beztu og vönduðustu skilvindurnar á beimsmarkaðinum, enda hefir verksmiðjan hlotið yfir 1300 FYRSTU VERÐLAUN Reynílan, sem fengist hefir við að smfða meira en 4,000.000 Alfa Laval skilvindur, er notuð út f æsar til þess að knýja fram nýjar og verðmætar endurbætur. Hið nýjasta á þessu sviði er: Algerlega ryðfríar skilkarisskálar og algerlega sjálfvirk smurning. Vér höfum þessar tegundir af hinum nýju endurbættu ALFA LAVAL skilvindum á boðstólum: Alfa Laval Nr. 20 skilur 60 lftra á klukkustund — > — - 21 - 100 - - 1 — —> — - 22 - 150 — - — » — — * — - 23 - 525 - - — > Varist að kaupa Iélegar skifvindur. — Biðjið um ALFA LAVAL. Sambandi isl samvinnufélaga. þess meiri hluta, er að henni stendur. Jafnframt er það alveg útilok- aö að íhaldið fái þeim vilja sín- um framgengt að afgreiða fjár- lögin með tekjuhalla og skera nið- ur verklegar framkvæmdir til ó- metanlegs tjóns fyrir iðjusama menn. Fréttaritstjóri: Sigfús Halldórs frá Höfnum. Ritstjóri: Ingimar Eydal. Prentsmiðja Odds Bjömsaonar, ]óla- vindlarnir eru fjölbreyttastir og ódýrastir í Kaupfélaoi Eyfirðinia Nylenduvörudeild.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.