Dagur - 18.12.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 18.12.1934, Blaðsíða 1
^ DAGUR kemur út á þriftjudögum, fimmtudögum og laugar- dögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfiröinga Gjalddagi fyrir 1. júll. XVII. ár ár. t Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÓR. Norðurgötu3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ara- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. Akureyri 18. desember 1934. 145. tbl. Samningar við Spán. Opinberlega hefir nú verið skýrt frá þeim samningum, sem náðzt hafa við Spán við umleit- anirnar í sumar. — Er þá helzt að íslendingar megi framvegis flytja til Spánar fisk er svarar til meðalinnfl., miðað við 1931— 1933, eða rúmlega 16000 smálest- ir -4 15%. Gegn því skulu spánskar vörur sæta fyrsta flokks kjörum á íslandi, enda skulu ekki lagðar hömlur á innflutning þeirra. Borðvín séu að mestu eða öllu leyti keypt frá Spáni, enda séu íslendingar hvattir til þess að kaupa þaðan annan varning t. d. skófatnað, baðmullarvarning »jute«-vefnað (poka) o. fl. o. fl. Aftur á móti vona íslendingar að Spánverjar sjái sér fært að auka saltfisksinnflutning frá því sem nú er. — Súðin sfrandar. Á sunnudagsmorguninn kl. 6 strandaði strandferðaskipið »Súð- in« á svonefndum Djúpskerjum, sunnan og framan við Höfða- kaupstað á Skagaströnd. Ekkert manntjón varð; voru farþegar allir komnir í land klukkan 9. Send voru boð eftir hjálp og tókst að ná skipinu út í fyrrinótt. Ein- hver leki hafði komizt að því. D K-m 593412188 - Jólaf. Tvö 8öngkvöld. Hreinn Palsson söng í Nýja Bíó fyrra miðviku- dagskvöld við sæmilega aðsókn, og var stórum vel fagnað af á- heyrendum. Enda mátti það vel, því að síðan að ég heyrði til hans fyrst, hefir röddin ekki látið eins vel-að söng og nú. Það er í raun og veru auðskil- ið, að Hreinn Pálsson syngi fyrir fullu húsi víðast, og ekki síður í höfuðstaðnum en annarstaðar. Þar styður hvað annað, óvenju- lega karlmannlegt andlit og vaxt- arlag á sviði að sjá, fallega hóf- stillt framkoma, röddin— frá náttúrunnar hendi — og söng- hæfileikarnir reyndar líka. Um röddina er það að segja, að efniviðwirinn er óvenju sjald- gæfur. Þetta er upplagður »hetju- tenór«, með fagurmjúkum bary- tonhreim, eins og myrkum kné- fiðlublæ slái allstaðar á röddina, þegar hún fylgir sínu rétta eðli — röddin er jafn sjaldgæf í sinn hóp sem platína meðal málma. Raddsviðið er að eðli og uþpruna mikið og nálega allstaðar jafn- gott og raddmagnið geysilegt. Mér, og sjálfsagt mörgum öðr- um, hættir áreiðanlega til þess að gera Hreini Pálssyni rangt til í dómum, því þótt vitanlegt sé öllufti að hann er ígripasöngvari (»amateur«), sem eigi hefir lit- izt kostur á að fullkomna sig, — ekki líkt því — og á sér nú eng- an kost þess að hlynna að rödd- inni með þjálfun, nema rétt með köflum, þá er efniviðurinn svo ágætur — og aðrir hæfileikar í raun réttri svo góðir, — að hann verður alltaf borinn saman við atvinnusöngvarana (professio- nals). Um þjálfun, sem hjá þeim, ætti því tæpast að mega tala. Þó er tónslotun hans svo fyrirtaks góð, að hverjum atvinnusöngvara mætti sæmd að þykja, enda stór- um betri en hjá flestum íslenzk- um söngvurum, samtíðarmönn- um hans, þótt auðvitað sé það í sjálfu sér ekki stórkostlegt hrós. — Mjög vel kom þetta fram víða, allra bezt þó í »Tonerna«. — En sökum þjálfunarskorts er sá höf- uðgalli á röddinni, að hún oft er skaðlega völt í lægi sínu þeg- ar mest á liggur. Hún verður i sjálfu sér aldrei ljót, en heildar- svipurinn stundum slæmur — ó- þægilega höttóttur. Túíkunar- og tjáningargáfa er tvímælalaust mun betri en í með- allagi í eðli sínu, og þá sérstak- lega hinn ljóðræni þáttur þeirrar gáfu, svo að þrátt fyrir stórfelld- Iega dramatískan raddblæ fer hið ljóðræna jafnaðarlega betur úr hendi, en oft þó bezt þegar við- fangsefnið er sem einfaldast, en að því styður vafalaust drengi- lega látlaus skaphöfn söngvarans á allan hátt. Gott dæmi um það var »Berðu mig til blómanna«, »Folkvisa« og »Mustalainen«, sungið með orðum Davíðs Stef- ánssonar frá Fagraskógi: »Til erufræ«—, en ósmeðjulegt, en um leið, óendanlegt vikivakaþunglyndi þeirra orða hæfir laginu langtum bctur en sænski textinn, er prent- aður var, a. m. k. eins og Hreinn Pálsson söng þau, Ég hafði satt að segja kviðið dálítið fyrir því lagi og »Berðu mig til blómanna«, að söngvarinn myndi eyðileggja þau með þvi að hleypa um of klökkva í röddina, er honum hef- iv stmiclum hætt til. En nú var- aðist hann það; honum hefir von- andi skilizt, að á slíkan knéfiðlu- blæ, sem rödd hans hefir, má var- lega bæta meiri klökkva, nema leyfilegt sé á stöku stað í með- ferð mjög dramatískra viðfangs- efna. — Áðurnefndum lögum og lögum Björgvins Guðmundssonar, ekki sízt hinu sérkennilega og falloga »Tunglið«, skilaði söngv- arinn mjög vel. En í *meðferðinni á »ilkeldrið- um« kom sárlega í ljós vanþroski vel sálrænnar túlkunargáfu. Veld- urþar náttúrlega tilsagnarskortur oghonum samfara ávani á nokkuð einhæf viðfangsefni. Tjáning þess lags var þá líka svo geðlaus, að allt fór í »hund og kött«, — á- heyrandinn hefði komizt í ná- kvæmlega jafn drauga- og djöful- lega tryllandi geðæsingu af því að hlusta á »Stígur hún við stokk- inn« eða »Bí, bí og blaka«. Drott- inn minn dýri! Þvi ekki að nota jafn stórfenglega dramatiska rödd á jafn tilvalið viðfangsefni ? Því ánægjulegra er þá að geta borið því vitni, að síðasta lagið, »Good bye«, var fyrirtaks vel sungið, svo að frambærilegt hefði verið til sæmdar hvar sem er, að því einu undanteknu, að tónninn var á einum stað síðast í »forte« nokkuð opinn. Annars var laginu skilað fullkomlega velgjulaust og karlmannlega með tiltakanlega fögrum raddblæ, ágætum fram- burði erlends máls, svo að margir »lærðir« söngvarar mættu af læra og með svo frjálsri rödd, að jafnvel í mestu átökunum virtist enn vera af nægu raddmagni meiru að taka. — Vigfús Sigurgeirsson aðstoðaði, og yfirleítt prýðiíega. Áheyrendur knúðu sðngvarann einum sjö eða átta sinnum fram til endurtekningar. ¦— Prófarkalestur á söngskránni hefir verið hræðilegur, en prent- uð er söngskráin í Reykjavík, svo að Akureyri getur sofið rólegar þess vegna. Sigurður fSkagfleld endurtók söngkvöld sitt í sam- komuhúsi bæjarins fyrra firmntu- dagskvöld. Að þessu sinni var löddin eigi líkt því eins fullkom- lega frjáls á hæstu tónunum eins og hún var yfirleitt þá, en slíkt er breytingum undirorpið og skiptir ekki mestu, ef sanngjarn- lega er dæmt. Enda má segja, að þrátt fyrir þetta hafi meðferð viðfangsefna að þessu sinni víð- ast tekizt betur en fyrra kvöldið og meðferð sumra stórum betur, t. d. »Danny boy«, er nú var sungið fallega jafnlíðandi frá upphafi til enda með greinileg- um framburði og fullkomlega við- unanlegum skilningi, svo að því var líkast sem hér hefði gjörólík- ur söngvari að verki verið þeim er fyrra kvöldið söng sama lag. — Yfirleitt var meðferð máls mun vandaðri en fyrra kvöldið, íödduðu og blestu s-in ekki svip- að því eins áberandi, en þó enn til lýta, t. d. í »Sofðu vært elskan mín«. Aftur á móti hafði slíkt þjálfunaratriði sem snögg tón- slotun er, auðvitað ekki lagazt á þeim stutta tíma. ; Svo er þá auðvitað líka um önnur meginatriði, er tekin voru fram hér um daginn, og nægir því að skírskota til þess dóms, er þar kom fram, eða í sem stytztu máli: Alveg fyrirtaks efniviður — sjaldgæfur — en þjálfun og þroski, þrátt fyrir nám, ekki nægilegt til þess að úr yrði mikill söngvari á alþjóðavísu eins og efni þó hefðu staðið til með rödd- ina sjálfa. * * • Húsið var troðfullt og söngv- aranum fagnað hávært og ákveð- ið af aðdáendum hans. ,— Um hitt, hvern þátt í meira lagi ó- venjuleg framkoma söngvarans milli söngkvöldanna hafi átt í troðningnum, eða um framkomu söngvarans undir sönglokin verð- ur ekkert á þessum grundvelli sagt. Það kemur í rauninni ekki söngdæmingu við. S. H. f. H. Hjálpið fátœkum. Kvöldskemmtun verður haldin í Nýja Bíó miðvikudagskvöldið 19. þ. m. kl. 9. Þar verður sýnd kvikmyndin »Brúðarför PaIos« (Grænlandsmyndin) og söngfé- lagið Geysir skemmtir með söng. Ollum agöðanum verð- ur varið til styrktar fa- tœknm. Er þess að vænta, að bæjarbúar fjölmenni á þessa góðu skemmt- un, og geri tvennt í einu, að njóta skemmtunar fyrir sjálfa sig og hjálpa þeim, sem bágt eiga.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.