Dagur - 18.12.1934, Blaðsíða 2

Dagur - 18.12.1934, Blaðsíða 2
398 DAGER 145. tbl. Seinheppni Mbl.-manna Ritstjórar íhaldsblaðanna telja sér skylt að þjóna flokki sínum með því að finna að öllu, sem stj órnarflokkarn i r hugsa og að- hafast. En alltaf eru þeir sein- heppnir í aðfinnslum sínum og allri rökleiðslu. Á þetta ekki sízt við ritstjóra aðalmálgagns íhalds- flokksins, Morgunblaðsins. Mbl. tók sig til snemma í þess- um mánuði og taldi upp mikinn fjölda embætta, sem það sagði, að stjórnarflokkarnir ætluðu að stofna. íhaldsmenn látast vei'a mjög mótfallnir fjölgun opinberra starfsmanna og myndun nýrra embætta. Hefir þetta verið ein af þeirra aðalkosningabeitum. T. d. lofuðu þeir því mjög hátíðlega fyrir síðustu bæjarstjórnarkosn- ingar í Reykjavík aö fækka em- bættum og draga úr reksturs- kostnaði þess opinbera. Þegar bæ j arst j ór narkosning- arnar voru um garð gengnar, fengu íhaldsmenn tækifæri til að efna þetta kosningaloforð sitt í verki. En hvað skeöur? Einn af kosningasmölum íhalds- ins í Reykjavík heitir Jóhann Möller. I stað þess að fækka em- bættum, eins og íhaldsmenn höfðu lofað á undan kosningunum, stofnuðu þeir nýtt embætti handa honum. Annar kosningasmali íhaldsins í Rvík nefnist Gunnar Benedikts- son. í stað þess að fækka embætt- um stofnuðu íhaldsmenn enn- fremur nýtt embætti handa hon- um. Þannig liggur sú staðreynd fyr- ir, að á undan kosningum lofa í- haldsmenn embættafækkun, en eftir kosningar framkvæma þeir embættafjölgun, ekki til þess að stofna til nýrrar starfsemi, sem kemur almenningi að gagni, held- ur til að launa atkvæðasmölum sínum dyggilega þjónustu. Þegar umbótaflokkarnir aftur á móti stofna til nýrra embætta, þá stendur það í sambandi við nýj- ar starfsgreinar eða breytingar til bóta á hag þjóðarinnar. Sem dæmi má nefna: Gert er ráð fyrir að heimila stjórnmni að taka einkasölu á bílum, mótorvélum og rafmagns- tækjum. Mbl. minnist á þetta og' segir það leiða af sér eina nýja for- stjórastöðu og 15—20 starfs- menn. Mbl. finnst þetta hreint ekki svo lítil starfsmannafjölgun. En blaðinu láist að skýra frá því, hve mörg fyrirtæki það eru, sem nú hafa á hendi að flytja inn þessar vörur, hve margir for- stjórar þar séu og hve margir starfsmenn. Forstjórarair skipta líklega tugum og starfsmenn f þjónustu þeirra eftir því. Breyt- ingin við það að ríkið tæki einka- sölu á þessum vörutegundum yrði sú, að í staðinn fyrir marga for- stjóra kæmi einn forstjóri. í stað- inn fyrir, segjum 15—20 for- stjóra, sem einkafyrirtækin nota, kemst ríkið af með aðeins einn. Er það ekki þetta, sem Mbl. sér, að milliliðunum fækkar, og er það ekki einmitt þetta, sem blaði milliliðanna svíður? fhaldsmenn verða að gæta þess, að þjóðin er ekki til vegna milli- liðanna, heldur eru milliliðirnir til vegna þjóðarinnar. Af því leiðir að það styður að þjóðarheill, að milliliðirnir eru ekki fleiri en þörf er á. Þá fræðir Mbl. á því, að ríkis- stjórnin ætli að svipta 200 menn embættum á næsta ári, en setja í þau nýja menn og unga í stað- inn. Þessi fræðsla blaðsins stendur í sambandi við frv. til laga um há- mai’ksaldur embættismanna, sem íhaldinu er mjög í nöp við, þvf einhvernveginn hefir það komizt að þeirri niðurstöðu, að það sé pólitískur ávinningur fyrir það að hafa gamla menn og slitna í embættum, og mun það stafa af því, að það finnur meiri íhalds- keim af ellinni en æskunni. Hitt lætur íhaldið sig litlu eða engu skipta, þó að embættisstörfin fari í ólestri vegna ellihrumleika þeirra, sem eiga að leysa þau af hendi. Þá liggur því og í léttu rúmi, þó að gamlir og útslitnir menn séu þi'ælkaðir lengur en nokkurt hóf er að. En ]\Ibl. hefir heldur mistekizt þegar það fer að skýra frá því, hverjir það séu, sem stjórnin ætli að svipta embætti. iBlaðið telur milli 60 og 70 hreppstjóra, sem stjórnin láti fara, til þess að koma öðrum að í staðinn. Það vita nú víst allir aðrir en ritstjórar íhaldsins, að stjórnin veitir ekkert hrepp- stjóraembætti á landinu. Það gera sýslurnenn, sem flestir eru íhalds- menn. Þá telur blaðið upp 15 presta, sem stjórnin ætli að láta fokka og fari svo með embætti þeirra að vild. Það vita allir aðrir en í- haldsrxtstjórar, að prestar eru kosnii' af söfnuðum og að eftir þeii-ri kosningu er nær alltaf far- ið með veitingu. Auk þessa tínir Mbl. til bréf- hirðingastörf, símastörf o. fl., sem veitt er eftir tillögum póst- stjórnar og símastjórnar. Enn- fremur nefnir það bankastörf og fleiri stöður við slíkar stofnanir, sem stjórnin í'æður ekki, hverjir hreppa. Þó kastar fyrst tólfunum, þeg- ar Mbl. fullyrðir, að stjórnin ætli að svipta embætti þá menn, sem annaðhvort eru dauðir eða hafa látið af embættum nú þegar, og það hjá stofnunum, sem skipa menn til starfa án íhlutunar rík- isstjórnarinnar. En ritstjórar í- haldsins eru svo ákafir að segja fréttir af fyrirætlunum stjórnar- innar, að þeir álpast út í hverja vitleysisvilpuna á fætur annarri. Þannig segja þeir, að stjórnin ætli að svipta mann starfi, sem Með Goðafossi fengum við það fallegasta úrval, sem sézt hefir af Ljósakrónum, borðlömpum, náttlömpum & vegglömpum. Eingöngu nýjustu gerðir. — Verðið á raf- magnslömpunum frá KEA er nú viður- kennt það lægsta, sem þekkist á landinu. Kaupfél. Eyfirðinga Járn- og glervörudeildin. JÖRÐIlSr FLAGA í Skriðuhreppi fæst til kaups eða ábúðar í næstkomandi fardögum. Jörðin gefur af sér ca. 180 hesta töðu, útheyskapur mikill, tún- ið girt, góð útbeit. Semja ber við undirritaðan eiganda jarðarinnar. Brakanda í Skriðuhreppi 14. desember 1934. Ilallfi’iður Jóhannsdótlir. Petia er suðusúkkulaðið sem þér eigið að nota, háttvirtu húsmæður. Pað er i öllum búðum. er dáinn fyrir ári síðan! Og til dæmis um flaustrið og ósköpin í riturum íhaldsins má geta þess, að eftir að þeir hafa skýrt frá þessum 60 til 70 hreppstjórum, scm stjórnin ætli að reka frá störfum, bæta þeir við þeirri skýringu, að engir »sveitarstai’fs- menn« séu taldir með! Ritstjórar Mbl. eru nú á þeim aldri, að hvorki verður um kennt elliglöpum eða æskuórum, þegar þeir skrifa jafn heimskulega og nú hefir komið fyrir. Það lítur því út fyrir, að þjónusta í þágu ihaldsins geti svipt menn heil- brigðri skynsemi á hvaða aldri sem er. Seinheppni Mbl.-manna í rök- færslum sínum mun því mest- meg-nis að kenna þjónslund þeirra við málstað íhaldsins. Sjúklingwr á Kristneshæli hafa beð- ið blaðið að flytja kœrar þakkir til Jörðin T réstað i r í Glæsibæjarhreppi fæst til kaups og laus til ábúðar í næstu fardögum. Töðufall 250 hestar í meðalári. Úthey 250 — — — Tún og engjar að mestu leyti afgirt. Semja ber við undirritaðan eiganda og ábúanda jarðarinnar fyrir marslok n. k. Halldór Árnason. allra þeirra mörgu, sem styi’ktu þá með gjöfum og' á annan liátt glöddu þá, I tilefni af afmælisfagnaði hælisins 11. nóv. síðastl. — Einnig- þakka þeir Sig- urði Skagfield söngvara og Gunnari Sigurgeirssyni fyrir komu þeirra þang- að. — Hjónaband: Síðastl. laugardag voru gefin saman í hjónaband ungfrú Anna Björnsdóttir og Baldur Guðlaugsson verzlunarmaður hjá K. E. A. NÆTURLÆKNAR: Miðvikudags- nótt: Pétur Jónsson. Fimmtudagsnótt: Vald. Steffensen. Fréttaritstjóri: Sigfús Halldórs frá Höfnum. Ritstjóri: Ingimar Eydal. Prentsmiðja Odds Björnssonar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.