Dagur - 20.12.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 20.12.1934, Blaðsíða 1
D AGUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- dögum. Kostar kr. 9.00 árg.' Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga Gjalddagi fyrir 1. júlí. XVII . ár. j Áfgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÓR. Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. Akureyri 20. desember 1934. 146. tbl. Quðmundur G. Hagalfn : Einn af postulunum. Útgefandi Þorsteinn M. Jónsson. Akureyri 1934. Prentsmiðja Odds Björns- sona/r. í þessari síðustu bók Hagalíns eru fjórar sögur, ein löng og þrjár stuttar. Fyrsta og lengsta sagan, sem bókin dregur nafnið af, er sagan af Einari gamla Guð- mundssyni, bláfátækum barna- manni, — í eigin augum, sem hins opinbera, lítilmagna í sinni sveit, en sæmdai- og dánumanni allt um það, óðalsbónda og refaskyttu á Móeyri, ekki svo sem afsajörð en notadrjúgu koti í Hamrafirði, sem kynni að vera engan óraveg frá henni Hamravík. Það er í stuttum, óskeikulum dráttum sagan af Einari gamla og hans kvinnu Sigui’fljóð, hvern- ig þau fara að því að hlýða því boði Drottins, að aukast, marg- faldast og uppfylla jörðina — og það án þess að leita til hins opin- bera — með því að koma á legg tólf börnum af fimmtán, (»sex af hvorri sortinni«), tilvonandi forfeðrum mikilla kynkvísla, — mennilegu dólpungsfólki, sem flykkist jafnharðan á »plönin« og togarana í Reykjavík, og geldur þar keisaranum það sem keisar- ans er, o. s. frv., og gleymir ekki gömlu hjónunum heima, en er þó bærilega stéttvíst og fært að sjá um sig. Frá þessu æfilanga skyldustriti, tvinnuðu takmarkalausum starfs- fögnuði hins frumstæða braut- ryðjanda, er sagt afbrigðavel í ótrúlega stuttu máli. — En til er barátta þessari erfiðari, fyrir frumrænar einstæðingssálir, bar- áttan við »arkarkrummana«, hina sj álf sánægðu, fyrirgefningar- snauðu brennisteinsboðbera. Meiri hluti sögunnar er um á- tök Einars gamla, þessa sauð- fróma öldungs, um sál sína, við einn slíkan brennisteinsnámu- mann, hinn nýja prest í sókninni. — Hagalín hefir áður sýnt að hann ann ekki þeirri manntegund né virðir hana sérlega. En hann er of mikill listamaður til þess að láta það freista sín til þess að svala sér á þessari tegund presta og manna. Sagan öll, ekki sízt einvígislýsing þeirra Einars og prests, sem fullur hneykslunav hefur sóknina með hroðalegri vandlætingu yfir framhjátekt gamla mannsins með »viðhald- inu«, er allt í senn, »humorist- isk« og átakanlega dramatísk, með frábrigðum skemmtileg af- lestrar. Þessi saga er skrifuð af varm- hjörtuðu skáldi, sem er mikill listamaður á stíl. Hagalín hefir orðið fyrir áhrifum af Hamsun, eins og flestir yngri rithöfundar, t.d’. Laxness,—svonefndur sé ann- ar afbragðs listamaður, — en þó ekki algerlega á sama hátt. Báðir hafa skapað sér sjálfstæðan stíl. Jafnvel þar sem still Hagalíns minnir mest á Hamsun, er þó alls ekki um stælingu að ræða, held- ur hitt, að Hagalín er einnig gæddur óvenju næmu eyra og ó- svikulli endursköpunargáfu á úr- dráttar-málvenjur frumstæðrar, íslenzkrar alþýðu, sem Jón Thor- oddsen leggur sjálfsagt fyrstur íslenzkra höfunda eyrað við (sbr. Hjálmar í Manni og konu), en sem eru sameiginlegar frum- stæðri, norrænni alþýðu,* og ber- sýnilega afar líkar hér og í Nor- egi, sem er þá heldur ekki stór- furðulegt. Einar gamli er samtíðarmaður Kristrúnar og — eins og ég tók fram áðan — ekki ýkjalangt frá henni staddur hér á jörðu. En þó tal þeirra virðist mörgum máske í fljótu bragði nauðalíkt, þá er þó töluverður mismunur á, sem stíl- vissu Hagalíns ekki fatast að halda aðskildum. Hagalín er sami listamaðurinn í næstu sögu »Steinninn«, sem hann segir mállýzkulaust, Hann * Og reyndar fleiri landa. Skyldi ekki upprunans vera að leita í árþúsunda gamalli ótrú á því að stæra sig af meðlætinu, eða blátt áfram skýra frá því opinberlega, af ótta við öf- undsýki æðri máttarvalda, sbr. að drepa högg undir borðið (líklega ný- lega komið hingað frá Danmörku og »to touch woodz (snerta tré) sér til heilla, að enskum sið? er svo innilega heima hjá sér, svo hjartanlega á bandi óðals- bóndans, postula uggvissra erfða- kenninga, að hann dregur lesand- ann með sér — jafnvel hinn van- trúaða, líkt og sauðkind, er spyrnir við öllum klaufum en hlýtur þó að ganga að vilja þess, sem ferðinni stýrir. Já, ætli ekki það ? — *Það getur að vísu verið hending, ef við slysi liggur, eða slys hendir, jafnharðan -og brotið er í bág við erfðakenningarnar og blessunarskilyrði ættföðurins, en —- ekki tjáir heldur að neita því, að einkennileg er þá sú hending í meira lagi. — Jú, við finnum líka til þess, sem vantrúaðir erum á hindurvitnin, unz hnúturinn er leystur á frumlegan, en í rauninni mjög eðlilegan hátt — framúr- skarandi skemmtilega eðlilega — svona ekki alveg ólíkt því, sem Kolumbus heitinn fór með eggið. Ég hirði ekki að fjölyrða meira um þessa nýju bók Hagalíns. Hinar sögurnar tvær »Við foss- inn« og »Sætleiki syndarinnar«, eru ágætar hvor á sína vísu og »humor« og »dramatík« máske öllu áþreifanlegri þar þeim, sem ekki eru vel kunnugir höfundin- um, — ef þeir finnast þá nokkrir meðal þeirra er bækur lesa. Þetta er nóg að segja: — Guðmundur Gíslason Hagalín er skáld og mik- ill íþróttamaður um list sína. En hann er ekki einungis mikill í- þróttamaður, hann er líka skemmtilegur íþróttamaður í beztu merkingu þess orðs, en það tvennt fer því miður oft ekki endilega saman. S. H. f. H. Guðmundur Matthíasson, prests í Grímsey, lauk stúdentsprófi við M. A. nú um helgina. Nýja-Bíó BS sýnir föstudag, laugardag ug sunnudag kvikmyndina Hefðarkona heilan dag. Tal- og hljómmynd í 10 þáttum, Aðalhlutverkin leika: May Robson, Warren Wllliam, fean Parker og Quy Kobbee. Þessi ljómandi skemmtilega mynd segir frá eplasölukerl- ingu í New York, sem neyddist til að »gefa greif- ann* í nokkra daga. Myndin er gerð af þeirri snilld, aö kvikmyndastjórinn Lubitsch telur hana einhverja beztu mynd, s'em hann hafi séð og öll helztu blöð heimsborganna hafa keppst við að hrósa henni. Ný bók eftir Sigurð Eggerz bæjai’- fógeta er komin fyrir fáum dögum á bókamarkaðinn í Reykjavík og kvað iiafa þegar hlotið mikið lof þar. Er bók þessi að mestu ljóð. Kemur hún hingað í bókabúðirnar rétt fyrir jólin. Varðskip kemur hingað frá Reykja- vík 22. eða 23. þ. m. GEYSIR: ENGIN söngæfing í kvöld. Jólaaamkomur í Zion. — Á Þorláks- messu, 23. des. kl. 4 e. h.: Sunnudaga- skólinn. öll böm eru velkomin. — Á aðfangadagskvöld kl. 5Vz- Aftansöngur. Á jóladag kl. 8% e. h. Almenn sam- koma. Á annan jóladag kl. 4 e. li. Al- menn samkoma. Allir eru hjartanlega velkomnir á allar þessar samkomur. A i:G LÝSIXG. Aðfaranótt miðvikudagsins 19. þ. m., var brotist inn í geymslu- skúr, sem bærinn á, og þaðan stolið nokkru af sprengiefni, dyna- mit-patrónum, hvellhettum og kveikiþræði. — Par sem stór- kostleg hætta getur stafað af því, ef sprengiefnið er í höndum unglinga, eða annara, sem ekki kunna með það að fara, eru bæjarbúar alvarlega áminntir um að segja lögreglunni tafarlaust til, ef þeir hafa einhvern grun um það, hvar nefnt sprengiefni er niður komið. Lögreglustjórinn á Akureyri, 20. desember 1934. S. Eggerz. Settur. Endurgjöf MARCONI-viðtækjanna er annáluð.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.