Dagur - 20.12.1934, Blaðsíða 2

Dagur - 20.12.1934, Blaðsíða 2
400 DAGHR 146. tb). Viðreisn sjávarutvegsins. Stjórnin vill ieg'gfa fram eina milfóii króna til styrkingar nýrra verkunar* aðferða og 6*1 öflnnar nýrra markaða fyrir þann atvinnuveg’. Meiri hluti sjávarútvegsnefndar í neðri deild Alþingis lagði 5. þ. m. fram tillögu um að heimila ríkisstjórninni að verja allt að 1 miljón króna til þess að afla nýrra markaða fyrir sjávarafurð- ir og til þess að styðja að því, að nýjar verkunaraðferðir á fiski og öðr- um sjávarafurðum, svo sem herðing og hraðfrysting, verði teknar upp. Pessi tillaga sjávarútvegsnefndar er borin fram sem viðaukatillaga við frum- varpið um fiskimálanefnd, sem einnig er borið fram af sömu nefnd, og er bæði frumvarpið og viðaukatillagan borin fram í samráði við ríkissljórnina og stjórnarflokkana í heild, og er því máli þessu tryggð framganga í þing- inu. Tillaga sjávarútvegsnefndar hljóðar svo : »Ríkisstjórninni er heimitt að veita ein- staklingum oo félögum lán eða slyrk, til pess að gera peim kleift að koma upp tækjum tii pess að veika tisk eg aðrar sjávarafurðir með nýjum aðferðum, svo sem herðingu, hraðfiystingu o. (I., svo og til pess að gera tilraunir með úttlufning og sölu sjðvarafurða á nýja markaðsstaði, enda leggi pá markaðs- og verðjöfnunar- sjóður einnig fram fé í sama skyni. Fiskimálanetnd sér um veitingu lána og styrkja samkvæmt 1. málsgrein, eltir regl- um sem rikisstjðrnin setur, að lengnum tillögum iiskimálanefndar, og mega lánin vera vaxtalaus um ákveðið árabíl. Ríkisstjóminni er heindlt að verja allt aö 1 miljón lcróna sam- kvæmt ák'væöum þessarar grein- ar, og lieimilast henni að taka þá ■upphæð að láni, eða jafngildi h&nnar í erlendtri mynt«. Með - frumvarpinu um fiski- málanefnd ásamt þessari viðauka- tillögu hefir ríkisstjórnin og um- bótaflokkarnir tekizt á hendur og sett sér það mark að reisa sjávar- útveginn úr þeim rústum, sem hann nú er kominn í í höndum einkaframtaksins og hinna ráð- snjöllu forvígismanna hans. ólaf- ur Thors hefir lýst hvorutveggja í ræðum og riti, ófremdarástandi sjávarútvegsins og ráðsnilli þeirra manna, sem stýrt hafa þeim mál- um. Forráðamenn útgerðarinnar og fyrrv. stjórnarvöld hafa látið undir höfuð leggjast að leysa úr hinum mest aðkallandi nauð- syn.jamálum sjávarútvegsins, en þau aðkallandi nauðsynjamál eru einmitt öflun nýrra markaða fyr- ir sjávarafurðir og nýjar verkun- araðferðir þeirra. Kemur þar fyrst til greina herðing og hrað- frysting þeirra. Velfarnaður þessa atvinnureksturs hlýtur að grundvallast að miklu leyti á þessum tveimur meginatriðum í fi-amtíðinni. Það má því óhætt fullyrða að þessari tillögu verði fagnað af s j ávarútvegsmönnum um land allt. Andstæðingar Framsóknar- manna hafa í sífellu klifað á því, að þeir bæru fjandsamlegan hug til sjávarútvegsins, en legðu ein- hliða áherzlu á fjárveitingar til handa landbúnaðinum. Nú tala verkin i þeim efnum. Frá íhaldsflokknum hefir kom- ið litið og lélegt frumvarp um skipun valdalausrar og því með öllu vanmáttugrar nefndar, til þess að taka vandamál sjávarút- vegsins til athugunar. Frá stjómarflokkunum hafa komið ýtarlegar tillögur um skipulagning þessara mála og að varið verði miklu fé til þess að gera tilraunir með nýjar verkun- araðferðir og markaðsleitir. Ríkharður Thors bað um einkasölu á saltfiski. Hefir R. Th. framið glæp gegn sfávarúfveginnm ? Þegar fram fór atkvæða- greiðsla 3. umræðu í neðri deild um fi*v. stjórnarinnar um fiski- málanefnd, útflutning á fiski, hagnýting markaða, o. fl., gerð- ist eftirtektarverður atburður. Frumvarpið var samþykkt með atkvæðum stjórnarflokkanna og Ásgeirs Ásgeirssonar. Um 12. gr. frumvarpsins fór fram sérstök atkvæðagreiðsla með nafnakalli. Fjallar sú grein m. a. um heimild fyrir ríkisstjórnina til að fela fiskimálanefnd einka- sölu á saltfiski, ef frjáls samtök fiskiframleiðenda færu út um þúfur. Ásgeir Ásgeirsson, fyrrv. for- sætisráðherra gerði þá, ásamt fleirum, grein fyrir atkvæði sínu og gaf yfirlýsingu um að Rílcarður Thors og Sveinn Bjömsson hefðu í vor sem leið, þegar þeir unnu að samningum fyrir íslands liönd suður á Spáni, óslrnð eftir því, að lögleidd yrði hér samskonar cinJcasala á salt- fisJci og heimild væri gefin til i fnimvarpiwu, og þessar óslcir hefðu þeir R. Th. og Sv. B. borið fram % simslceyti til fyrrv. for- sætisráðherra (Ásg. Ásg.). Við þessa yfirlýsingu brá ólafi Thors svo, að hann hrópaði úr sæti sínu og hellti úr sér dembu af ókvæðisorðum yfir Ásgeir Ás- Gætileg f járlög. Viö samningu fjárlagafrum- varps þess, sem nú liggur fyrir þinginu hefir gætt meiri vand- virkni en áður hefir tíðkazt. Það hefir verið siður að fela ýmsa útgjaldaliði í sérstökum lögum, þó að þessi útgjöld hafi að réttu lagi átt heima í fjárlögum. Afleiðing þessa hefir orðið sú, að landsreikningunum hefir borið illa saman við fjárlög. Núverandi fjánnálaráðherra hefir farið aðra leið. Hann hefir tekið ýmsa liði inn á fjárlaga- frumvarpið, sem fyrrv. stjómir höfðu ekki gert, þó vitanlegt væri að þeir kröfðust útgjalda úr rík- issjóði. Stjórnin hefir ekki kært sig um að leyna útgjöldum ríkis- sjóðsins utan fjárlaganna. Stjórn- in leggur áherzlu á að búa fjár- lögin þannig úr garði, að sem allra minnst raskist frá gerðri áætlun og að útilokað verði eftir föngum misræmi milli fjárlaga og landsreikninga. Þingflokkarn- ir, sem standa að stjórninni, styðja að því að þetta megi tak- ast. Kemur það meðal annars fram í því, að einstakir þing- menn í stjórnarflokkunum bera ekki fram breytingartillögur við fjárlagafrumvarpið. Þessi vinnu- brögð eru undirstaða fyrir af- greiðslu gætilegra fjárlaga. En allt þetta mælist illa fyrir hjá íhaldsmönnum. Hirðuleysi geirsson í miðri atkvæðagreiðsl- unni. Svo varð honum mikið um, það, að þessi sannindi voru opin- beruð í heyranda hljóði á Alþingi. Heimild þá, sem felst í 12. gr. frv. stjórnarinnar um einkasölu á saltfiski, ef nauðsyn krefur, hafa íhaldsblööin nefnt glæp gegn sjávarútveginum. Nú er það upp- lýst, að sjálfur Rikharður Thors hefir óskað eftir sömu heimild sem samningamaður íslands á Spáni. Hefir þá Ríkharður Thors einn- ig framið glæp gegn sjávarútveg- inum? Vilji íhaldsblöðin vera sjálfum sér samkvæm, þá hljóta þau að svara þeirri spurningu játandi. þeirra um afgreiðslu fjárlagarma virðist taumlaust og takmarka- laust. Sýndi fjármálaráðherra ljóslega fram á þetta hirðuleysi íhaldsmanna í eldhúsumræðunum, en síðan hafa þeir þó færzt í aukana um skeytingarleysi í þess- um efnum. Við lok 2. umræðu fjárlaganna var svo komið, að samkvæmt stefnu og tillögum í- haldsins og bandamanna þeirra áttu fjárlögin að afgreiðast með allt að fjögra milljóna króna tek j uhalla. Samkomudagur næsta Alþingis. Allsherjarnefnd efri deildar hefir lagt fram svohljóðandi frv. um samkomudag reglulegs Al- þingis árið 1935. 1. gr. Reglulegt Alþingi skal árið 1935 koma saman hinn 15. dag marzmánaðar, hafi konungur ekki tiltekið annan samkomudag fyrr á árinu. 2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Frv. fylgir svohljóðandi grein- argerð: »AlIsherjarnefnd flytur frum- varp þetta að ósk forsætisráð- herra. Gerir hann þá grein fyrir frumvarpinu, að vegna þess að hið reglulega Alþingi hafi á þessu ári verið haldið að hausti til, sé nauðsynlegt að setja sérstök lög um samkomudag þess einnig fyr- ir næsta ár, til þess að samkomu- dagur þess geti orðið nokkru síð- ar en ákveðið er í stjómar- skránni. Hinsvegar þykir þó ekki heppilegt, að samkomudagur þess sé ákveðinn síðar en 15. marz 1935, og er því frumvarp þetta miðað við þann samkomudag«. Allskonar sælgæti kaupa menn ódýrast í Nýlenduvörudelld. komin aftur og kosta aðeins frá kr. 33.00 í miklu úrvali, verð aðeins frá kr. 24.00, Kaupfélag Eyfirðinga. Vefnaðarvörudeild.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.