Dagur - 22.12.1934, Blaðsíða 3

Dagur - 22.12.1934, Blaðsíða 3
147 tbl. ÐÁGXJR 405 nýja testamentisins að dæma. — Vinátta tollheimtumanna og »syndara« var ekki auðveldlega unnin í þeim mæli, sem Nýja testamentið lýsir. Mæður hefðu eigi þyrpzt með börn sín til manns, sem hefði verið kaldur og hranalegur, til þess að hann skyldi blessa þau. Jesús hefir ver- ið blíður og mildur. Og í höll Cai- fasar og fyrir dómstóli Pílatusar sýndi hann það, að hógværð hans lét ekki bugast. En samt þraut Jesú mildi sína, þegar hann skildi að farið var að gera must- eri guðs að ræningjabæli. Hóg- værð hans átti sín takmörk, þar sem hann sá, að lítilmagninn var órétti beittur. Á augnablikum gat lund hans hitnað af harmi og ræða hans orðið hvöss eins og hárbeitt stál. Því að bak við mildi hans og hógværð var fólginn máttur þeirrar lundar, sem var eins og Jesaja lýsir skaplyndi höfðingja: »Hlé fyrir vindum, skjól fyrir skúrum, sem vatnslæk- ir í öræfum og skuggi af stórum kle.tti í vatnslausu landi«. Næstum því allir, sem rannsak- að hafa sögu Jesú, komast að þeirri niðurstöðu, að naumast muni nokkur mannssonur hafa fæðst honum dýrðlegri að mann- dyggð og hugargöfgi. Menn af öllum kynkvíslum jarðar taka Undir það, sem Charles Lamb mælti: »Ef Shakespeare gengi inn til vor, mundum vér öll rísa á fætur og heilsa honum með virð- ingu, en ef Jesús gengi inn, mundum vér falla á kné og kyssa klæðafald hans«. Svo vissir eru margir um, að hann hafi verið sannheilagur maður, jafnvel ýms- ir þeirra, sem fyrir löngu eru horfnir frá trúnni á guðdóm hans í hinni eldri merkingu. — IV. En þrátt fyrir þetta, þó að menn dáist að honurn og undrist ljómann, sem logar um minningu hans, verður þeim undarlega tregt um að trúa því, að heimin- um yrði áreiðanlega betur borgið, með því að fylgja honum og hlýða kenningum hans. Innst inni í sál- um sínum finnast mönnum kenn- ingar hans öfgakenndar, og þeir efast um, að almenningi sé fær sú leið, sem hann fói’. Og þó að vér skírum bömin til kristinnar trúar, með þeim formála, að Jes- ús hafi sagt: »Leyfið börnunum að koma til mín og bannið þeim það ekki, því að slíkra er guðs- ríkið«, þá er það annað, sem er öllu meira áríðandi, ef sú skím á að vera annað og meira en þýð- ingarlaus venja, og það er, að ala börnin ekki jafnframt upp í því andrúmslofti, sem bannar þeim að koma til Jesú — þ. e. andrúmslofti, sem daglega van- treystir og brýtur allar grund- vallarkenningar Jesú, en einungis heiðrar hann með vörunum. Fæstir foreldrar mundu vilja gefa börnum sínum steina fyrir brauð og höggorma fyrir fisk. — öllum væri kært að kjósa börnum sínum betra hlutskipti en þeim hefir sjálfum auðnast, og að vita líf þeirra verða gleðiríkara og giftudrýgra,enþau hafa sjálf haft af að segja. En þegar verið er að jafna veginn fyrir hina ungu kynslóð, þá er nauðsynlegt að minnast þess, að jafnvel liættu- legra en höggormseitur er það, að innræta börnunum með for- dæmi sínu ógiftusamlegar lífs- skoðanir, eða réttara sagt: Að innræta þeim engar fagrar eða göfugar lífshugsjónir, sem setja markið hátt og stefna langt fram. Að lifa aðeins frá degi til dags fyrir munn og maga, án vonar eða trúar á neitt annað til að lifa fyrir og stefna að, er aum tilvera og ekki samboðin skynsemi gædd- um mönnum. Og það er einungis vegna þess hve vér höfum lifað af lítilli skynsemi, og trúað lítt á hugsjónirnar, sem vér erum kom- in svo skammt á leið og fremjum stöðuglega hin sömu glapræði, og hröpum stöðuglega til hins sama ófarnaðar. Það er einungis vegna þess, að vér höfum ekki treyst spámönnunum, né haft mannrænu í oss til að fylgja þeim. Vér höf- um ekki trúað þeim: »Hver sem vill verða mikill yðar á meðal, skal vera annara þjónn«. »Slíðra þú sverð þitt, því að sá sem vegur með sverði, mun falla fyrir sverði«. »Einn er faðir yðar og þér eruð allir bræður«. Það er svo sem nógu auðvelt að skilja þessar kenningar. Hvert barn getur það. En það, sem oss bagar einungis er, að vér trúum þeim ekki og vér höfum ekki þrek til að lifa eftir þeim. Og þá er reynt að finna miðlunarveg milli hug- sjónarinnar og framkvæmdar hennar. Það er svo auðvelt að játa trúna á Jesú og engu við það að tapa. Að Jesús hafi verið einget- inn sonur guðs, fæddur af Maríu mey, krossfestur vegna synda vorra og komi að dæma lifendur og dauða — öllu þessu er auðvelt að játa, án þess að trúa í raun og veru nokkru, fórna nokkru eða leggja neitt í sölurnar. En að trúa eins og Jesús, þannig að vér séum reiðubúnir að leggja allt í sölurnar fyrir komu guðsríkisins, jafnvel lífið — það er örðugra og kostar oss miklu meiri hugdirfð og erfiði. Þess vegna höfum vér fundið upp þetta ráð, að mála Jesú á kirkjugluggana og altaris- töflurnar og tilbiðja hann þar, en forðast hann svo og kenningar hans í daglega lífinu, af því að vér hræðumst kröfur hans þar. V. En í hvert skifti sem líður að jólum vaknar hjá oss sú spum- ing, hvort sú tilbeiðsla sé nokk- urs virði, sem tignar Jesú með vörunum, en gengur fram hjá kenningum hans, sem upphefur hann í orði kveðnu, en krossfestir hann í hjarta sínu? Jesús sagði aldrei: Trúið á mig, heldur fylg- ið mér. Ef Jesús hefir haft rétt að mæla, er líf vort að miklu leyti á refilstigum. Vér höfum ranga dómgreind á gildi hl;utanna. Vér sækjumst ekki eftir þvf, sem oss er nauðsynlegast, Vér höfum rangar hugmyndir um happasæld og virðingar. Margar starfsað- ferðir vorar eru algerlega rangar. Ýmsir kynnu að spyrja: Er það ekki hugsanlegt, að Jesú hafi al- gerlega skjátlast í kenningum sín- um um guð og menn? Auðvitað er það ekkert gefinn hlutur að kenningar hans hljóti cndilega að vera réttar. Hugsast gæti að dómur fjöldans væri rétt- ur, að siðalögmál hans séu ófram- kvæmanleg og andstæð öllum náttúrunnar lögum. Ef svo væri, næði það auðvitað ekki nokkurri átt, að hvetja til þess unga og aldna að fylgja þeim. Vér værum að drýgja ranglæti með því, gefa steina fyrir brauð. Og enn heimskulegra væri það, að tilbiðja þann mann, sem svo herfilega hefði skjátlast. Ef vér sannfærð- umst um þetta, ættum vér sem skjótast að hætta öllu kristnihaldi og leggja niður jólahátíð vora. En hvert eigum vér að sækja sannanirnar eða líkurnar fyrir þessu með eða mót? Það er ekki unnt að sannfærast af neinu, nema reynslunni. Hvort talar reynslan með eða móti Jesú? Enska skáldið Bernhard Shaw, sem ekki þykir neinn trúmaður á venjulega vísu, hefir tekið svo til orða, að eini maðurinn, sem kom- izt hafi með óskertum heiðri gegnum veraldarstríðið hafi verið Jesús Kristur. Því að sá heimur, sem þreif til sverðsins og vildi vega með sverði til að rétta hluta sinn, komst svo nærri því að falla fyrir sverðinu, að orð Jesú hafa reynzt ónotalega sönn. Heimur, sem eingöngu leitaði jarðneskra gæða, hirðulaus um allt annað, hamslaus af ágirnd og ofurkappi, hver hafa orðið örlög hans? Hungur og nekt, fjárkreppa, far- sóttir og dauði. Ef til vill er þess vegna ekki svo lítil speki fólgin í þessum orðum: »Leitið fyrst guðsrikis og hans réttlætis og þá mun allt annað veitast yður að auki«. Því að hvað er guðsríki? Það kemur fyrst í ljós í sálar- göfgi mannanna. Þar, sem ekkert er hirt um það, hvað göfugt er eða vangöfugt, endar lífið í sorg og baráttu. Á sama hátt mun reynslan einnig kenna oss, að trúin á guð, föður, er óendanlegt leiðarljós fyrir þá, sem einu sinni hafa skil- ið hvað í henni felst, og orðið snortnir af fegurð hennar. Allir, sem vantrúaðir hafa verið á það, að sætla sé að gefa en þiggja, og hafa þess vegna reynt að kom- ast höndum yfir sem mest með því móti að gefa sem minnst, þeir hafa orðið fyrir vonbrigðum. Hamingja lífsins hefir aldrei fylgt auðæfum gullsins, heldur auðæfum hjartans. Og margir, sem unnið hafa baki brotnu til að safna auði fyrir börn sín, hafa um seinan rekið sig á það, að sá auður hefir ekki orðið þeim til blessunar heldur bölvúnar. Aðrir, sem hafa sótzt eftir frægð og hlotið hana, hafa fundið litla gleði í henni að heldur. Allstaðar hefir því þetta spakmæli reynzt hamingjudrýgst: Hver, sem vill verða mikill meðal yðar, hann skal vera annara þjónn! Þannig sýnir reynslan að mann- anna börnum hefir ávallt orðið það harmabrauð, að brjóta kenn- ingar Jesú, en ávallt blessunar- ríkt að fylgja þeim. Það kennir oss, að vér megum ekki við því að forsmá fylgd hans og þjón- ustu. Oss hefir öðlazt sú blessun, að hljóta hann fyrir leiðtoga eins og frumburð meðal margra bræðra. Betur að vér kynnum að meta og skilja hvílík gjöf heim- inum var gefin með fæðingu hans. öðrum miklum vitringi mann- kynsins, skáldinu. Brúnó, hefir verið reistur minnisvarði á þeim stað, þar sem hann var brenndur. Á varðann er ritað: »Bautasteinn yfir Giordanó Brúnó, reistur honum af þeirri kynslóð, sem hann dreymdi um«. Einhverntíma mun sú kynslóð, sem Jesú dreymdi um, reisa hon- um þann minnisvarða í menn- ingu framtíðarinnar, sem sann- ar það, að kenning hans er veg- urinn, sannleikux’inn og lífið. Benjamín Kristjánsson. IVý stérkosdeg i'jár- svik i Frakklamli. Nýlega hefir stórkostlegt fjár- málahneyksli komizt upp í Frakk- landi. Höfuðpaurinn er að þessu sinni danskur, en fjársvikin nema um 300 milljón frönkum. Magnns Gislason, pilturinn, er brauzt út um daginn í Reykjavík eftir að hafa slegið i'engavörðinn í rot,' náðist, en skaut sig í hendi áður. Átti að flytja hann á Nýja Klepp til rannsóknar, en var frestað um stund af þvi að sárið hafðist illa við. — JÓLAMESSUR: Aðfangadagskvöld kl. 6, Akureyi-i. Jóladag kl. 11 f. h., Akureyri. Jóladag kl. 2 e. h. Lögmannshlíð. 2. jóladag kl. 12, Glerárþorp. 2. jóladag kl. 2 e. h., Akureyri (barnaguðsþjónusta). SAMIÍOMUR A SJÓNARHÆÐ: 1. jóladag, kl. 5 e. h. Guðsþjónusta. 2. jóladag, kl. 5 e. h. Skuggamynda- sýning: sÆfisaga Jesú Krists«. — Gamlárskvöld, kl. 11 e. h. Áramótaguðs- þjónusta. Nýjársdag, kl. 5 e. h. Guðs- þjónusta. Nxturkeknar næstu viku: Sunnudagsnótt: Jón Steffensen. Mánudagsnótt: Pétur Jónsson. Þriðjudagsnótt: Vald. Steffensen. Miðvikudagsnótt: Árni Guðmundsson. Fimmtudagsnótt: Jón Geirsson. Föstuda.gsnótfrí Jón Steffensen. Laugardagsnótt: Pétur Jónsson. Næsta blað kemur út laugardaginn milli jóla og nýjárs. Prédikanir í Aðventkirkjunni: Jóladaginn kl. 8 síðdegis. Annan jóladag kl. 5 síðdegis.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.