Dagur - 29.12.1934, Síða 1

Dagur - 29.12.1934, Síða 1
DAGUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- dögum. Kostar kr. 9.00 árg.1 Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga Gjalddagi fyrir 1. júll. XVII • árj Akureyri 29. desember 1934. Afgreiðslan' er hjá JÓNI Þ. ÞÓR. Norðurgötu3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. 148. tbl. Ný eldgos í Vafnajökli. Á Þorláksmessu varð hér á Ak- ureyri vart eldblossa í suðri, er leið á daginn, í sömu átt, að því er séð varð héðan úr bænum, og gosbjarminn sást í fyrra á pásk- um, þá er gosið varð í Vatnajökli. Virtist mönnum hér, sem leiftrin væru engu síður björt nú en í fyrra, en tæplega munu þau hafa verið eins tíð og þá, né sézt stöð- ugt jafnlengi. Eigi hefir heldur heyrzt, að menn hafi hér orðið gosmökks varir, eins og í fyrra. Víðar af landinu hafa útvarp- inu borizt fregnir um þessi gos- leiftur, bæði úr öllum sýslum norðanlands og a. m. k. úr Kang- arvallasýslu syðra. Hafa þau og sumstaðar sézt við og við síðan á Þorláksmessu. Allar miðanir, sem gerðar hafa verið, virðast benda til hins sama: að gosið sé á svipuðum stöðvum og í fyrra. Enda hafði útvarpið það eftir Steinþói’i meistai'a Sigurðssyni hér á Ak- ureyri, er héðan hefir athugað þennan leifturbjarma, að hann telji tvímælalaust að hér sé um eldgos að ræða, og þá í Vatna- jökli á líkum stað og í fyrra. GuðmunduríMatthíasson. »Dagur« gat þess um daginn, að þá hefði lokið stúdentsprófi við M. A. Guðmundur Matthías- son prests Eggertssonar frá Grímsey. — Venjulega er ekki annað tilgreint um stúdenta en- einkunn þeirra, en hér stendur svo sérstaklega á — þótt ekki sé talið að Guðmundur muni vera fyrsti stúdent fæddur í Grímsey — að nánari umgetning má til frétta teljast. Guðmundur hóf gagnfræðanám hér á Akureyri 1924 og stundaði það síðan, unz hans varð að hætta sökum veikinda 1927, þá er hann skyldi Ijúka gagnfræðaprófi. Er hann hafði náð heilsu aftur var sú breyting orðin á, að hann hafði verið hvattur til þess að leggja rækt við hljómlistargáfu sína, er hann virtist hafa öðlazt í ríkum mæli. Tók hann þá að stunda nám í Reykjavík og gekk það svo vel, að hann brauzt til Þýzkalands til framhaldsnáms og stundaði það í þrjú ár. Hafði hann þá fullráðið hverja leið hann vildi fara, en hún lá til full- komins háskólaprófs. En til þess að fá að leggja á þá braut í því mikla og vandfýsna músíklandi varð hann fyrst að taka stúdents- próf. Mundi margur, jafn févana, hafa gefizt upp, eða leitað á auð- farnari ' vegu, en Guðmundur sneri þegar hingað heim vorið 1933, og fékk leyfi til þess að taka gagnfræðapróf hér við M. A. sama haust. Stóðst hann prófið og sótti námið af því kappi, að hann sótti um, og fékk stjórnar- ráðsleyfi til þess að þreyta stú- dentspróf nú í haust, rúmu ári aðeins eftir að hann lauk gagn- fræðaprófi. Lauk hann stúdents- prófi um daginn með góðri II. cinkunn, 5,Jt5 stigvm, og má það teljast afbragðsvel að verið á svo stuttum tíma. Nú á Guðmundur Matthíasson 4 ára háskólanám fyrir höndum og mun hann í því skyni ætla sér að sækja um einn þann 4 ára styrk af fjórum, er Menntamála- ráðið úthlutar árlega. Mætti hann ómögulega verða þar fyrir vonbrigðum, svo atalt og mark- visst sem hann hefir unnið að þessu. Væri það músíklífr okkar íslendinga hinn mesti ávinningur, að þvi er óvilhöll skynsemi fær framast séð, að þessi ungi efnis- maður fengi hæfilegt verksvið kröftum sínum og kunnáttu við KÆRAR ÞAKKIR til allra fjær og nær, sem sendu okkur heillaóskaskeyti, eða sýndu vináttu á einn eða annan hátt, í tilefni af silfurbrúðkaupi okkar. Quð blessi þá í nútíð og framtíð. Sigríður Ðaldvinsdóttir. Hallgrímur Jónsson. hinn unga hljómlistaskóla vorn í Reykjavík, er hann kæmi heim að fjórum árum liðnum, að loknu hinu æðsta prófi í hljómlistar- fræðum, er íslenzkur maður hefði að þeim tíma nokkru sinni af hendi leyst. S. H. f. H. Laugardags- og sunnudagskwöld kl. 9. Ðóttir fislianRis. Tal og hljómmynd í 10 þáttum. Fullkomnar flug- vélar. útvarpsfregn í gærkvöldi kveð- ur tvær franskar flugvélar komn- ar heilu og höldnu heim til Frakk- lands, eftir að hafa á 3 vikum flogið 4 sinnum fram og aftur yfir þvert Atlantshaf sunnanverí, milli Suður-Ameríku og Afríku. Segist flugmönnunum svo frá, að vélarnar hafi reynzt svo öruggar í þessum háskalegu langferðum, að óhætt hafi þeim verið að lenda eftir vild á miðju Atlantshafi og það jafnvel í brimsjó og nátt- myrkri. Hefir þetta fiugafrek vakið hinn mesta fögnuð í Frakk- landi, sem von er til. Aðalhlutverkin leika: Marion Davies. Onslow Slewcns. Saga um fátæka fiskimannsdóttur á írlandi, sem erfði offjár í Eng- landi. Skemmtileg mynd með góðum söng. Aukamynd Frá Indlandi. Sunnudaginn kl. 5. Hvita nunnan. Alpýðusýning. Nibursett verð. fl nýársdag kl. 5 og 9. Mesta skip heimsins »Normandie«, er fyrir tæpum tveimur árum hljóp af stokkun- um í Frakklandi, er nú svo vel á veg komið, að afráðið hefir verið að það leggi af stað í fyrstu ferð sína til New York 3. júní næst- komandi. — Eigi hafa enn greini- legar fregnir fengizt hvort sé raunverulega stærra »Normandie« eöa »Queen Mary«, er af stokk- unum hljóp í haust, á ána Clyde í Skotlandi, en a. m. k. verður franska skipið langstærst skip í förum unz »Queen Mary« verður ferðbúið, en það verður varla fyrr en að 1—2 árum liðnum. Eldsvoði. Aðfaranótt hins 27.. þ. m. kom upp eldur í húsi Soffíu Jóhannes- dóttur kaupkonu á ísafirði. Gest- ir hennar voru mágur hennar og systir, Jón Sveinsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Akureyri, kona hans, frú Fanney og börn þeirra. Mun íbúð hafa verið á efri hæð og bjargaðist fólk nauðulega og fáklætt, að því er fregnir herma, en af farangri eða innanstokks- munum mun ekkert hafa bjarg- azt. Er syny rir bír. (Ein Lied fur dich). Hin stóríenglega söngvamynd með Jan Kiepura í aðalíilutverkinu. Ennfremur leika: JENNY JUGO, RALPH ARTHUR ROBERTS, PAUL KEMP. IDA WÚST og POUL HÖRBIGER. Svartidauði hefir gosið upp í Kína, um 200 enskum mílum norður af Nan- king, og er skæður, að því er Lundúnafregnir herma. Hefir þegar verið sendur fjöldi lækna og hjúkrunarliðs til þess að stemma stigu fyrir þessari voða- legu drepsótt, og gera menn sér góðar vonir um að það megi tak- ast. Prédikun í Aðventkirkjunni n. k. sunnudag kl. 5 síðdegis. Nýársdag kl. 5 síðdegis. Varðskipið Ægir kom hingað vestan um frá Keykjavík á aðfangadag. Með skipinu komu hingað þingmenn Eyfirð- inga. KIBKJAN: Messað á gamlárskvöld kl. 6 e. h, á Akureyri. Nýársdag á Ak- ureyri kl. 11 f. h. í Lögmannshlíð kl, 2 e. h. Frwmvarpið um að næsta þing kæmi saman 15. marz dagaði uppi í þinginu, Verður því samkomudagur þingsins eftir venju 15. febrúar,

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.