Dagur - 29.12.1934, Blaðsíða 2

Dagur - 29.12.1934, Blaðsíða 2
408 148, tbl. Greiðsluhallalaus fjárlög afgreidd frá Alþingi. 9 Ihaldsmenn mæta ekki við þingslif. Fjárlögin voru afgreidd í sam- einuðu þingi föstudaginn 21. þ. m. Atkvæðagreiðslan stóð yfir í marga klukkutíma, því um 200 breytingatillögur lágu fyrir frá meiri- og minnihluta fjárveit- inganefndar og einstökum þing- mönnum utan stjórnarflokkanna. Tillögum til hækkunar útgjalda rigndi niður frá íhaldsmönnum undir lokin, en breytingartillögur þeirra voru svo að segja allar felldar, svo og breytingatillögur minnihluta fjárveitinganefndar. Sjálfstæðisflokkurinn greiddi nær óskiptur atkvæði með öllum hækkunartillögum einstakra þing- manna sinna. Bera þær atkvæða- greiðslur það með sér, að það hef- ir verið flokksmál Sjálfstæðisfl. að láta stórfelldar hækkanir á útgjöldum ríkissjóðsins ná fram að ganga og afgreiða fjárlögin með afar miklum greiðsluhalla. Ef ráðum íhaldsmanna hefði verið fylgt, var svo komið að lok- um, að greiðsluhallinn hefði num- ið hátt á 5. milljón. Er slíkt á- byi'gðarleysi alveg óverjandi. Þegar til úrslitaatkvæða- greiðslu kom um sjálft fjárlaga- frumvarpið, skiftust íhaldsmenn í þrennt: sumir þeirra gTeiddu at- WveeÖi með \>ví, f\<Sviir á m.oiÁ og allmargir sátu hjá. Var þá íhaldið allt í molum og vissi ekki sitt rjúkandi ráð. / í Fyrir skömmu var skýri frá því hér í blaðinu, að fyrrv. for- sætisráðherra, Ásgeir Ásgeirsson, hefði skýrt frá því í þingræðu, að þeir Richard Thors og Sveinn Björnsson hefðu óskað' eftir einkasölu á saltfiski. Þessi' yfir- lýsing Ásgeirs fór mjög í taug- arnar á ólafi Thors og fleiri í- haldsmönnum, og ætluðu þieir að reyna að þagga þetta niður., Með- al annars var »íslendingui’« lát- inn flytja i jólablaðinu ef.tirfar- andi klausu: »Dagur skýrir frá því 20. þ. m. .... að Ásgeir Ásgeirsson hafi átt að skýra frá því í þingræðu nýlega, að Richard Thors og Sv. Björnsson hafi símað sér, þá hann var forsætisráðherra, og þeir staddir i samningaumleitun- um á Spáni, og óskað eftir að lög- leidd yrði einkasala á saltfiski. Eru blöð þessi mjög gleið yfir þessu. Nú hefir Ásgeir lýst því yfir í Nýja dagblaðinu að þetta Sé ósatt«. Hvað er nú hæft í þessu? Ásgeir Ásgeirsson svarar því sjálfur í Nýja dagblaðinu 13. des. Hann segir: »Yfirlýsing mín var á þessa leið: »Ef tvær breytingartillögur mínar við 12. grein, a og c, verða) Nýju fjárlögin sýna um 100 þús. kr. reikningslegan greiðslu- halla. Til þess að mæta þeim' greiðsluhalla hefir ríkisstjórnin heimild til að setja á stofn einka- sölu á bifreiðum og rafmagns- tækjum. Þegar á það er litið, hef- ir þingið raunverulega afgreitt greiðsluhallalaus fjárlög. Stefna stjórnarinnar og stjórn- arflokkanna kemur fram í fjár- lögunum á þá leið, að reksturs- kostnaði ríkisins er sem mest stillt í hóf, en hinsvegar útgjöld til verklegra framkvæmda aukin eftir getu, til þess að skapa at- vinnu í landinu og um leið varan- leg verðmæti; ennfremur í því að afla ríkissjóði tekna sem mest með beinum sköttum og verzlun á munaðarvörum og öðrum álagn- ingarháum vörum, en lækka tekj- ur, sem ríkið hefir fengið með á- lögum á nauðsynjavörum almenn- ings. Stefna íhaldsins var aftur á móti niðurskurður verklegra framkvæmda, en að öðra leyti sægur af hækkunartillögum. Stefna stjórnarinnar og flokka hennar sigraði að sjálfsögðu. Af þvi urðti íhaldsmenn svo fúlir í skaui. að. eng-inn beirra mætti við þínglausnir. Þinginu var slitið kl. 6 síðdeg- is á laugardaginn var. samþykktar, þá er hér um að ræða möguleika fyrir einkasölu fiskframleiðenda, sem er sams- konar og sú, sem Richarður Thors og Sveinn Björnsson sendi- herra ós/mðu eftir* þegar þeir voru á Spáni. Þeir sendu mér akeyti* um að þeir teldu einkaút- flutning æskilegcm.* í þessari einkasöluheimild 12. greinar er, ef brtt. mínar verða samþykktar, ekki fólgin meiri hætta en í til- lögu þeirra um einkasölu fisk- framleiðenda«. Nú geta menn sjálfir um það dæmt, hver fari með rangan fréttaburð í þessu efni, Dagur eða íslendingur. Á. Á. skýrir fyrst frá því í þingræðu, að Richarður Thors og Sveinn Björnsson hafi sent sér skeyti frá Spáni, þar sem þeir hafi »óskað eftir« einkasölu á saltfiski og teldu einkaútflutning á þeirri vöru æskilegan. Enn- fremur segir Á. Á:, að sú einka- sala, sem þeir óskuðu eftir, hafi verið »samskonar« og sú, er um var að ræða í heimild 12. gr. um- Tædds frumvarps. Síðar staðfest- ir Á. Á. þessi ummæli sín í Nýja dagblaðinu. Frá þessari yfirlýs- ingu skýrir svo Dagur. En ísl. M I.etuvbr, gerö hér. Jóhann P. J. Rist Sveinbjarnarson frá Botni. Ifann andaðist að heimili sínu á Akureyri föstudaginn 21. þ. m., á öðru ári yfir áttrætt. Jóhann var fæddur í Bygg- garði á Seltjamamesi 31. ágúst 1853, sonur Sveinbjarnar Guð- mundssonar frá Hvítárvöllum og Pálínu Regínu Rist. Föður sinn missti Jóhann á unga aldri, en móðir hans giftist í annað sinn Ásgeiri Möller, og ólst hann upp hjá móður sinni og stjúpföður á Læk í Leirársveit. Fyrri kona Jóhanns var Ingi- björg Jakobsdóttir frá Valdastöð- um í Kjós, og bjuggu þau í Hvammi við Hvalfjörð þar til vorið 1882. Varð hann þá fyrir þungum harmi eins og margir fleiri á þeim tíma. Veturinn hafði verið óvenjulega harður, svo mikið af fénaði féll, og misl- ingasótt gekk um vorið og lagði konu hans og annað barn þeirra í gröfina. Var hún yfirsetukona og mun hafa lagt hart að sér til hjálpar ýmsum i byggðarlaginu. Flýði hann nú til móður sinnar að Læk með Lárus son sinn barn- ungan, sem nú er spítalaráðsmað- ur á Akureyri og alþekktur í- þróttakennari. Dvaldi hann þá ýmist með móður sinni eða á Akranesi við sjóróðra þar til sumarið 1887, að hann fluttist hér noT-ðviY- í Byjafj-örð fyrir á- eggjan frændkonu sinnar, frú Þórunnar Stefánsdóttur, konu síra Jónasar Jónassonar, sem þá var orðinn prestur í Grundar- þingum. Vorið 1889 giftist Jóhann á ný Þóru Þorkelsdóttur, ekkju Svein- bjarnar Þorsteinssonar bónda á Stokkahlöðum. Bjuggu þau fyrst á Stokkablöðum í eitt ár, frá 1889 —1890, síðan að Bitru í Krækl- ingahlíð í eitt ár, en fluttust þá búferlum að Botni í Hrafnagils- hreppi og bjuggu þar samfleytt í 29 ár, eða frá 1891 til 1920, þá segir, að' »Ásgeir hafi lýst því yfir í Nýja dagblaðinu að þetta sé ósatt«. Það hefir hann aldrei gert. Þess vegna er það ísl., sem fer með rangan fréttaburð. brugðu þau búi fyrir aldurs sak- ir og fluttu til barna sinna á Ak- ureyri og hafa búið þar síðan. Jóhann andaðist hjá fósturdótt- ur sinni Elínu Friðriksdóttur og manni hennar Guðlaugi Bjöms- syni. Jóhann sál. var ætíð glaður í lund og skemmtinn í viðræðum og var því hvers mann hugljúfi, er honum kynntist. Hann fylgdist af lífi og sál með öllum hinum stærri viðburðum, er gerðust í landinu, fram til hins síðasta, og var hann þó nær eða alveg blind- ur síðust árin. Slíkra manna, sem Jóhann var, er gott að minnast að lokinni jarðvist. Við líf hans eru aðeins bundnar ljúfar minningar. Vinur. Zion. Sunnudaginn 30. des. kl. 10 f.h. Sunnudagaskóli, kl. 8% e. h.: Almenn samkoma. Gamalárskvöld kl. 11. Al- menn samkoma- Nýársdag kl. 8% e. h. Almenn samkoma. Allir velkomnir. „Eg syng um l>i« Pólski söngvarinn Jan Kiepura er orðinn svo kunnur íslenzkum bíógest- um, að eigi þarf að lýsa honum. Hann er tekinn fram yfir heimssöngvarann Tauber, enda er hann meiri leikari og laglegri maður: hann er »charmör« í orðsins fyllstu merkingu. Hann er líka orðinn svo eftirsóttur að hann neitar að syngja fyrir minna en 20 þúsund kvónur, núna, þegar allir kvarta um peningaleysi. Fólk man hann úr myndinni »1 nótt eöa aldrei«, sem heillaði bókstaflega alla veröldina. Á nýársdag sýnir Nýja Bíó nýja Kiepura-mynd (kl. 5 og kl. 9), sem heitir »Ég syng um þig«, og talin er fremri hinni fyrrnefndu. Hið græskulausa fjör er ennþá meira í þessari mynd, jafnvel svo að hún nálg- ast að geta heitið gamanmynd, um leið og hún sýnir gullfagra staði á Italíu cg hljómlistarborgina Wien og veitir rnanni unað fagurra ljóða og lága. Rödd Kiepura er tignarlega heillandi í lögunum sem hann syngur úr »Aida« cg þá eigi síður í aðalljóði leiksins, »Ninon, brostu —«, sem kemur upp aftur og- aftur í myndinni. Við þetta bætist, að tekniskur úthúnaður mynd- arinnar er með því fremsta, sem tek- izt hefir að gera og hljómblærinn sér- lega eðlilegur. F. HHHBHHWmiHWW C Nýju Sjafnar handsápurnar Rósarsápa, Möndlusápa, Baðsápa, Pálma- sápa, jafnast fyllilega á við beztu erlendar sápur. — Biðjið um Sjafnar handsápur. Rangur fréttaburður.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.