Dagur - 29.12.1934, Blaðsíða 3

Dagur - 29.12.1934, Blaðsíða 3
148 tbl. D AGUE 409 Jarðarför okkar hjartkæru dóttur og systur Svövu Aðalbjargar Vatnsdal, er ákveðin fimmtudaginn 3. jan. n. k. og hefst með kveðjuathöfn á heimili okk- ar, Aðaistr. 10, kl, 1 e. h. Foreldrar og systkini. Þann 16. api'. s. 1. andaðist, eft- ir margra ára þungbært sjúk- dómsstríð, að heimili sínu, Litlu- Brekku í Hörgárdal, Anna Mar- grét Runólfsdóttir, nær níræð að aldri, ekkja Jóns heit. Guðmunds- sonar, bónda og smáskammta- læknis. Vildi ég minnast þessarar merkis- og sæmdarkonu með ör- fáum orðum, þó all-langt sé nú liðið frá láti hennar. Get ég þess til, að ýmsum finnist það ekki ó- maklegt, svo nytsömu lífsstarfi og góðri baráttu, sem hér er lokið. Anna sál. er fædd 3. sept 1844, í Þríhyrningi. Voru foreldi'ar hennar Runólfur Sveinsson og kona hans, Sigríður Jónsdóttir, er síðast bjuggu í Litla-Dunhaga. Áttu þau fleira barna og er nú aðeins eitt á lífi, Guðrún á Hofi, 93 ára. Um föðurætt önnu er mér fátt kunnugt, nema það, að Sveinn afi hennar mun hafa verið bú- settur í Kræklingahlíð og einn þeirra, er drukknuðu með. Bóasi Grímseyjarpresti Sigurðssyni í Eyjafjarðarför 1803. En Jón móðurfaðir hennar var Jónsson og bræður hans þeir Sigfús hreppstj. á Laugalandi fram, Halldór bóndi á Krossastöðum, sá, er hrapaði í Krossastaðagili og beið bana af 8. jan. 1837, Sig- urður bóndi á Neðstalandi, faðir Jónasar 1 Bakkaseli, föður Sig- tryggs vesturfara-»agents«, og loks Jón annar, faðir síra Magn- úsar í Laufási (d. 1901), föður Jóns heitins forsætisráðherra og þeirra systkina. Móðir Sigríðar og amma önnu var Guðrún Hallgrímsd. hreppstj. í Stóra-Dunhaga Einarssonar og konu hans, Sigríðar, dóttur skáld- prestsins alkunna síra Þorláks Þórarinssonar á ósi (d. 1773). Anna Runólfsdóttir ólst upp í foreldragarði og var þar löngum, eða í nágrenni, unz hún giftist 11. okt. 1866 frænda sínum og jafnaldra, Jóni Guðmundssyni í Stóra-Dunhaga Halldórssonar á Krossastöðum, er fyrr getur. Reistu þau bú, þrem árum síð- ar, í Litlu-Brekku og bjuggu þar saman farsælli, athafnaríkri æfi næstum hálfa öld, eða til ársins 1918, er Jón lézt. Búnaðist þeim jafnan vel, þó með lítið væri byrjað; urðu reyirdar aldrei rík, sem kallað er, en eignuðust ábýl- isjörð sína, bættu hana og prýddu. Var heimili þeirra orð- lagt fyrir reglusemi og háttprýði í hvívetna, enda þau hjón sam- hent og samhuga um allt, er varð- aði heill þess og velferð. Erfiðleikar voru nógir. En fyr- ir kjarkmikla lund og staðfasta, Félagsráðsfundur Kaupfélags Eyfirðinga verður haldinn í fundarsal félagsins mið- vikudaginn 9. janúar 1935 og hefst kl. 1 e. hád. STJÓRNIN. Jörðin KLAUF á Staðarbyggð er laus til ábúðar (og kaups e. t. v.) frá næstkomandi fardögum. Túnið fóðrar 3 kýn Útgræðsluskilyrði mjög góð. útheyskapur 2—300 hestar. — Semja má við undir- ritaðan fyrir 1. febrúar n. k. Ytri-Tjörnum 28. des. 1934. Kr. H. ‘Benjamínsson. óbilandi guðstrú, sem þau einnig áttu sameiginlega, varð lífið þeim farsælt, þrátt fyrir allt. Bak við mótlætið eygðu þau ætíð tilgang hins góða, vizku þess kærleiks- máttar, sem »í öllu og allstaðar býr«. Það traust var æðsta ham- ingja þeirra og fyllsta gleði. Þyngstur var þeim ástvinamiss- irinn. Fimm börnin sín ung sáu þau hverfa í faðm dauðans. Að- eins tvö lifðu foreldra sína, Jór- unn, nú á Hlöðum á Þelamörk, fyrsti og eini kven-realstúdentinn frá Möðruvallaskóla, og Guð- mundur, er við búi tók í LitJu- Brekku að föður sínum látnum og dvelur þar enn, þó hætt hafi bú- skap fyrir nokkru. Með syni sínum bjó Anna sál. í 10 ár, eftir að hún varð ekkja, svo að alls urðu þau 60 búskapar- árin hennar í Litlu-Brekku. Getur hver og einn, sem þekkir verka- hring og húsmóðurskyldur ís- lenzkrar bóndakonu við venjuleg kjör, gert sér dálitla hugmynd um innihald og þýðing þeirrar sögu, þó hvergi sé rituð. í des. 1928 var heilsan þorrin, kraftarnir útslitnir í baráttu hinna mörgu ára. Frá þeim tíma lá Anna sál. rúmföst, oft sárþjáð, en fylgdist samt með öllu, úti og inni, var glöð og skemmtileg í viðræðum, eins og áður var hún, las og — bað. Allir vissu, að hún hafði verið tápkona, þrekmikil og dugandi, en þróttur hennar sjúkr- ar, þar sem hún beið, örugg og óttalaus við dyr dauðans, var nærri ofar öllum skilningi. And- leg orka hennar virtist um það ótæmandi, skýrleiki hennar og stáltrútt minni hélzt lítt brjálað til hinztu stundar. Trú hennar, sterk og fagnandi, stóðst reynsluprófið síðasta og strangasta. í long fimm ár beið hún þess, í fullkominni vissu, að sjúkdóms- fjötrarnir yrði að svifléttum vængjum, er bæri sál hennar móti eilífð Guðs, í faðm þeirra, sem hún elskaði og á undan voru farnir. Vér, vinir hennar, erum sannfærðir um, að svo varð, sem hún þráði heitast. Minnig hennar og þeirra er blessuð af oss öllum, þó einkum systkinunum tveim, sem eiga þar allt sitt. Sveitungi. Kantötukór Akureyrar. Mætið á ’ söngæfingu í Skjaldborg föstudagskv. 4. jan. á venjulegum tíma. Tenora/r beönir að mæta kl. 8 stimdvislega. Stórflóð i Portugal. Um jólin hafa gengið óhemju rigningar í Portugal og hlaupið hroðavöxtur í ár og fljót. Stór- flóð hafa af hlotizt í háskóla- bænum Goimtera*) og einnig í Oporto, þar sem Dourofljótið hef- ir ætt yfir alla barma. Telja síð- ustu fregnir að enn fari árnar vaxandi. *) Coimtera er lítill bær — um 20.000 íb., en þar er elzti háskóli í Portú- gal, stofnaður 1290, Bærinn liggur í miðju landi, við rætur Estrella- fjallgarðs, Lærið að matbúa. Svo nefnist nýútkomin bók um matargerð eftir Helgu Sigurðar- dóttur kennsíukonu. Nokkur hluti hennar er ágrip af næringarefna- fræði, en að mestu er hún leið- beining um matargerð. í formála segir höf.: »Tilgangurinn með bók þessari er sá, að bæta úr hinni miklu þörf, sem verið hefir á kennslubók, til notkunar við kennslu í matreiðslu í barnaskóla- eldhúsunum«. Samkvæmt þessu er bókin aðal- lega sniðin fyrir kennslu í barna- skólunum, en getur að sjálfsögðu einnig komið að notum sem leið- arvísir fyrir konur, er vilja afla sér fræðslu í þessum efnum. Handrit bókarinnar var lagt fyr- ir fræðslumálastjóra og skólaráð barnaskóla Reykjavíkur, og er umsögn þess á þessa leið, segir í formálanum: »Skólaráð barnaskólanna hefir athugað handritið að bók þessari og leitað álits sérfræðinga um hana, og mælir með henni til notkunar við kennslu í barna- skólum landsins«. Þó að góður matur sé ekki tal- inn æðstu gæði lífsins, þá er mat- argerðin og meðferð matvæla svo mikilsverður þáttur í lífi manna, að ekki er sama hvernig sú íþrótt er af hendi leyst. Þess vegna ættu ungmeyjar og konur að notfæra sér þessa nýju kennslubók vel og læra af henni að matbúa eftir listarinnar reglum. Við§jáciRús§landi? útvarpsfregn nýlega kveður fregnir hafa um það borizt, að töluverðar viðsjár muni vera inn- an stjórnarflokksins rússneska og tekur jafnvel til þá Zinovieff og Kameneff, að þeir muni eiga þátt í misklíðinni. Þó kvað þessi sama fregn enga verulega vitneskju um þetta fengna, hvort mikil brögð væru að ósætti innan flokksins. Þó kom sú fregn til viðbótar dag- inn eftir — og talin frá Moskva, Jarðarsala. Jðrðln Hillur í Árskógshreppi er laus til sölu og ábúðar í næstu far- dðgum. Heyfengur jarðarinnar í meðalári 200 hestar af töðu og 200 taestar úthey. Jörðin liggur við þjóðbraut. Semja ber við eiganda jarðarinnar. MagnúS' Sveinbjörnsson. Hilluro. Úr Fljótsdalshéraði er skrifað 7. desember s.l.: Tíðin hefir verið góð hér það sem af er vetrinum, svo að hvergi er farið að taka fé í hús, og er alauð jörð í byggðum. Á Fagra- dal er nokkur snjór, en þó er keyrt eftir dalnum á gaddinum í bílum og gengur ágætlega; er verið að keyra fóðurbæti og svo vörur til Eiðaskóla. Bændur hér kaupa mikið af fóðurbæti, því allstaðar eru heyin mikið skemmd. Á nokkrum stöðum urðu hey úti í haust, aðallega vegna þess að menn töldu þau ekki hirð- andi, vegna þess, hve hrakin þau voru orðin. Það er talið undan- tekningarlaust um allt Hérað, að fé reyndist með rýrara móti í haust, og yfirleitt hafa bændur sett á með fæsta móti. en að vísu óstaðfest —• að Zino- vieff hefði verið tekinn fastur og væri talið að það stæði jafnvel í sambandi við morð Kiroffs, eins helzta leiðtoga Rússa, er myrtur var í Leningrad um daginn. Zinovieff var lengi einn af helztu mönnum byltingarinnar, en er Stalin hreinsaði til í flokknum valt Z. úr áhrifasessi. Þó féllst hann aftur á stefnu Stalins, og hefir m. a. verið við blaðið Prav- da, en að visu engar trúnaðar- stöður hlotið síðan. GEY8IR. Söngæfing á morgun kl. 5% e. b. —

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.