Dagur - 27.02.1936, Blaðsíða 3

Dagur - 27.02.1936, Blaðsíða 3
9 tbl. DAGUR 35 •••••• •••• ••••••••• • • •• • • •• •• • •• • • • * • •—• • • • •-•-•-•-• ■• • • • lætur gjöra tvennskonar verðlauna- peninga, úr bronse og silfri, sem einungis þeir fá að bera, sem sund- próf hafa staðizt og unnið þrautir þær er hverju prófi tilheyrir. Fyrir skírteinið og verðlaunapeninginn greiði hlutaðeigandi ákveðið gjald. Þrautirnar séu þessar: Kandidatspróf: Karlar Konur Bringusund .......... 600 m. 400 m. Baksund ............. 300 — 150 — Sund í fötum ........ 300 — 150 — Björgun (með mann) .. 50 — 25 — Kafsund ............. 10 — 7 — Sækja í botn í dýpi sem er .......... 3 — 2,5 — Dýfing frá hæð jlsem er 3 —- 3 — Afklæðing' (án sokka- og skófatnaðar). Kunnátta í lífgun drukknaðra. Sundmeistarapróf: Karlar Konur Bringusund í opnum sjó 1000 m. 600 m. Baksund í opnum sjó ... 600 — 300 — Sund í fötum (fatnað- ur x sokkar og skór ... 600 — 300 — Björgun með mann ... 200 — 100 — Kafsund ............. 25 — 15 — Köfun ............... 4 — 3 — Dýfing- frá hæð sem er 5—7 —5—7 — Afklæðing (alfatnaður, sokkar og skór). Fullkomin kunnátta í öllu er lýtur að lífgun drukknaðra. Framanritaðar tillögur eru aðeins bending í þá átt sem verða mætti þessum þætti björgunarmálanna til stuðnings. Eru þær sniðnar eftir starfsemi hins enska björgunarfé- lags »The Royal Life Saving Soci- ety« og samskonar félagsstarfsemi i Danmörku og þó einkum í Sví- þjóð. öll nánari atvik er að þessari starfsemi lúta yrðu ákveðin í reglu- gerð, er samþykkt skyldi af Slysa- varnafélaginu. At hu g i s t. Líkur eru fyrir þvi, að þeir, sem liafa staðizt þessi próf og fengi'ð viðitrkenningu Slysavarnarfélagsins fyrir því, fái niður sett iðgjöld i hinu nýstofnaða íslenzka lífsábyrgðarfé- lagi. Reykjavík, 28. defc. 1935. Lárus Rist. Greinargerð. 1. Viðurkenning lífsábyrgðarfé- laganna með lækkuðum iðgjölduin fyrir sundmenn og forganga Slysa- varnafélagsins fyrir slíkri starfsemi, sem hér um ræðir, væri hin bezta uppörfun til aukinnar sundkunnáttu. 2. Stighækkandi próf gefa nem- endum ákveðið takmark að keppa að. 3. Sundkennslunni er stefnt í hag- nýtara horf en nú tíðkast. 4. Slysatryggingarfélagið sjálft kemst í lífrænna samband við æsk- una í landinu en ella mundi. Lárus ]. Rist. Hjálprxðisherinn. Sunnudag kl. 10H Bæn, kl. 2 Sunnudagaskóli, kl. 8% Hjálpræðissamkoma. Kapt. Thorleif Fi’edriksen aðstoðaður af Löitnant B. Hansen og hermönnum. Strengjasveitin. Allir velkomnir. Mánudag 2. mars kl. 4 heldur Heimilissambandið útbreiðslu- fund. Séra Friðrik Rafnar o. fl. tala. AUar konur eni velkomnar. Svínarækt. III. Fódrun svína. í köflunum hér á undan hefi ég stundum vikið ofurlítið að fóðrinu, þegar varla varð hjá því komizt, til skilningsauka. í þessum kafla kem ég nánar inn á fóðrunina, og þau hin einstöku fóðurefni, sem við ís- lendingar eigum helzt völ á. Svínið er fjölæta, og getur því hagnýtt sér margslags fæðu. Or- gangur frá eldhúsum, sláturhúsum, mjólkurbúum o. s. frv. er víða að- alsvínafóðrið. Allan slíkan úrgang þarf þó að blanda og bæta með öðrum tegund- um fóðurs, vegna þess hvað hann er oft einhliða, og stundum skemmdur. Næringarefnaþörf svínsins er sem annara húsdýra okkar í aðalatrið- um. Það stendur það ver að vígi með að hagnýta sér tormelt eða illa undirbúið fóður, en önnur húsdýr vor, að það tyggur illa og melting- argangur þess er hlutfallslega mun styttri en þeirra. Þessvegna verður að tilreiða fóðr- ið, svo svíninu notist það sem bezt. Grænfóður og súrhey þarf að hakka í þar til gerðri vél, hand- hreyfðri eða vélhreyfðri, eftir um- fangsmagni og stærð búsins. Blanda síðan í það dálitiu rúgmjöli, svo það étist betur. Rófur og rófnablöð má tilreiða á sama hátt; sumir telja þó betra að rífa niður eða raspa rófurnar, svo úr þeim verði mjöl. Gefið, blandað með rúgmjöli. Kartöflur skal sjóða, og ekki meira en notað er þann daginn. Stappa þær síðan í íláti, og hræra út í soðið, ásamt dálitlu af mjöli og 3—8 gr. á dag, pr. svín, af matar- salti. Bygg (islenzkt) er nauðsynlegt að kurla eða mala, því annars er hætt við að hýðissterkustu kornin gangi órnelt niður af svínunum og fari þannig algerlega til spillis. Byggmjöl notast álíka vel og rúg- mjöl saman við grænfóður eða ann- að það fóður, sem illt étst án mjöls. Sláturhúsaúrgang þarf að sjóða (bakteríur) og bita eða saxa, svo hann notist o. s. frv. Sama er að segja um fiskiúrgang. Venjulega gerir einhver ein teg- und aðalfóður svinanna á hverju búi. • Á stórum heimilum, þar sem unnið er úr mjólkinni skyr og ostar, hlýtur aðalfóðrið að vera mysa og ýms mjólkurúrgangur. Á minni bú- um ýms eldhúsúrgangur (matar- leifar, mjólkursull, fiskur o. fl.) á- samt garðamat og grænfóðri. Munurinn á aðalfóðri þessara tveggja búa er geysimikill. Á stóra búinu er það einhæft, á litla búinu fjölbreytt bianda.. Það er því sér- staklega á stærri búum, sem leggja verður áherzlu á nauðsynlega I- blöndun annarra fóðurefna, svo dýrin þrífist. Með t. d. mysu sem aðalfóður, er nauðsynlegt að gefa: síldarmjöl, grænfóður og rúgmjöl eða byggmjöl saman við það. Að vísu þarf ekki stóran skammt af hvorri þessara tegunda, ef aðalfóðr- ið er nóg, en því meira sem það er takmarkaðra. Ymsum stærri búa eigendum hættir oft við að fóðra svínin sín illa, þau eru mögur þegar eldistím- inn — 6—8 vikum fyrir slátrun — kemur. Þá fara þeir að ryðja í þau, svo sæmileg sláturvigt náist! Eg er sannfærður um að slíkur fóðrunarmáti er óheppilegur og jafnvel skaðlegur að ýmsu leyti. llla fóðruð svín eru oft sjúk, og þá er auðsætt hvernig þau taka eldi. Enda verður sú reyndin, að þau hálfmelta ekki hið dýra eldisfóður, svo mikill hluti þess fer í saurinn. Hafið því mitt ráð! Fóðrið gris- ina þannig, að framför þeirra megi tákna með beinni limt, stöðugt vis- andi upp. En ekki hlykkjótt eða jafnvel niður á við, sem, því miður, tnun eiga sér stað. Hafið ekki fleiri svín, en þið eruð færir um að fóðra vel! Fóðurþörf svína er mismunandi eftir aldri o. fl. Grísir, nývandir undan, þurfa minna en eina fóður- einingu á dag. Grísir um 4 mán. þurfa um 2 fóðureiningar og eldis- grísir allt að 3 fóðureiningum. FulÞ orðin dýr, geld, komast af með um 2 fóðureiningar, en grísafullar gylt- ur þurfa allt að 3 fóðureiningum síðara helming meðgöngutímans. Gyltur, sem grísir sjúga, þurfa 3—5 fóðureiningar á dag, eftir því hvað þær eru stórar og margir grís- ir undir þeim. Beit á góðu graslendi, að sumr- inu, getur sparað mikið fóður; en vegna þess hvað svínin rífa upp og róta í jörðinni, er óráðlegt að beita þeim á tún, heldur skal þeim ætlað afgirt hólf, helst út undan hverri stíu, og má þá láta þau liggja við opið að sumrinu, þegar ekki er því kaldara í veðri. Slíkum hólfum þyrfti þó helzt að skipta, vegna jarðrótsins, og sá i friðuðu blettina — þ. e. moldarflögin í þeim — vikkufræi eða rauðsmára, beita síð- an svínunum á þá, þegar grasið er vaxið og svo »koll af kolli«. Eg ætla að telja hér upp nokkrar helztu fóðurtegundirnar, sem við íslendingar höfum helzt ráð á. Geta um, hversu mikið þarf í eina fóður- einingu, af hvorri teg. fyrir sig, eft- ir því sem tölur Iíggja fyrir: (Ein fóðureining = 1 kg. bland- korn). Ostamysa, fátæk af eggjahvítu, en inniheldur mikið af sykurefnum og söltum, 12 lítrar jafng. 1 kg. af blandkorni = 1 f. e. Skyrmysa allt að helmingi magr- ari en ostamysa, ca. 20 1. í eina f.e. Undanrenna, auðug af eggja- hvítu, sykurefnum og söltum. 6 1. í f.e. Svipað er að segja um áfir. Kartöflur, fremur snauðar af eggjahvítu, en auðugar af kolvetn- um, 2—2,5 kg. í f.e. Gttlrófur innihalda svipuð nær- ingarefnahlutföll og kartöflur, en eru mun snauðari en þær. f eina f.e. þarf 3,5—4 kg. Næpur (Tunúps) eru enn snauð- ari en gulrófur, svo að þarf ca. 5— 6 kg. í f.e. Kálblöð allskonar, nýtt kartöflu- gras og gulrótagras hafa svipað næringarefnainnihald og gulrófur, en dálítið meira af jurtataugum (cellulose). ca. 4 kg. í f.e. (smá- saxað). Taða, vel verkuð, inniheldur öll nauðsyiúegustu næringarefnin. 2 kg. í f.e. (saxað)’. Súrhey (af túni), 3,5—4 kg. í f.e. Grænfóður (vikkur, rauðsmári o. fl.) ca. 3,5 kg. í f.e_. Rúgmjöl, auðugt af eggjahvítu og kolvetnum, lítið af fitu o. s. frv. 1 kg. í f.e. Maismjöl hefir minni eggjahvítu, cn aftur meiri fitu en rúgmjöl, önn- ur efni svipuð. 1. kg. í f.e. Haframjöl, og hafrar, eggjahvíta eins og í rúgi, fitan mikil, kolvetnin mun minni en í rúgi (hollari) 1 kg. í f.e. Bygg, heldur snauðara en rúgur, en hlutfallið svipað. 1 kg. í f.e. Síldarmjöl (saltlítið) auðugt af eggjahvítuefnum, söltum og feiti. 0.7 kg. = 1 f.e. (Mjög salt síldar- mjol er óhollt svínum, nema lítill skammtur með miklum kartöflum). Fiskiúrgangur (frá eldhúsum), auðugur af eggjahvítu og söltum, ca. 1—2 kg. í f.e. eftir vatnsmagni. Steinefnaskortur þjáir svín margra hirðulítilla eigenda. Úr hon- um má bæta með ódýrum efnum, svo sem svarðarmold, blandaðri dá- litlu af mulinni krít, aðgang að kolaösku í hlaupahólfinu, gefa ofur- lítið af beinmjöli (ef ekki er gefið gott síldarmjöl) o. s. frv. Sumar tegundir, eins og kartöflur, eru snauðar af matarsalti. Verður því, ef núkið er fóðrað á þeim, að gefa 3—8 gr. hverju svíni á dag af mat- arsalti. Ef gefið er með saltríkt síldarmjöl (sjá hér áður), fá þau nóg salt í því. Vökvafóður skal ætíð gefa volgt, annars orsakar það þeiin innvortis kulda, sem er þeim óhollur, einkum unggrísum. Sá, sem hirðir svinin, verður að móta fóðrun þeirra eftir þrifum og daglegri líðan. Bæta úr, þar sem á- bótavant er — / tíma, hjálpa minni máttar í baráttunni o. s. frv. Arður er oftast undir hans glögga auga kominn. (Framhald), Skemmtiferð til Bleiksmýrardals. (Niðurlag)-. Kl. 5 á sunnudagsmorgun vorií allir vaknaðir. Var nú svipast Um í nágrenninu. Laugin á Reykjuni skoðuð og hinir prýðilegu mátjurta- garðar Gunnars Jónatanssonar bórtda á Reykjum, er standa rétt hjá lauginni. Einnig er þar tún, sem Gunnar hefir látið gera á gráum og uppblásnum mel. Er slíkt fátítt. — Túnið er mjög fallegt og gefur af sér góða uppskeru. Eftir stundar- dvöl við laugina var svo gengið inn á hinn fagra en óbyggða Bleiksmýr- ardal, sem liggur upp af Fnjóska- dal, þangað sem ferðinni var fyrst og fremst ætlað. Höfðu flestir sil- ungastengur og var veiddur silung- ur í Bleiksmýrardalsá, sem er áður óþekkt. Var það þó aðallega for- maður félagsins, sem var drýgstur á þeírri vogarskál, enda er hann veiði- maður mikill. Til allrar óhamingju

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.