Dagur - 27.02.1936, Blaðsíða 4
D A G U. R
9 tbl.
æ
fór að ngna, erstutt hafði verið
-ftrn?.) -sP-i í .biL.h no ' * , * ...
jgengið mn dalinn, og varð það til
þess að hópurinn varð sundurleitur,
þvi sumir sneru heimleiðis. Pó kom-
if>| o
"ust þeir duglegustu all-langt sér til
mikillar skemmtunar, enda komu
þeir aftur fullklyfjaðir fiski. Var
þá komið hádegi og matur snæddur
í tjaidinu hjá Reykjum. Var heima-
sætan þar svo góð að koma til okk-
ar og taka myndir af hópnum. Urðu
flestir bálskotnir í henni — jafnvel
þeir giftu og trúlofuðu!
En ekki var til setu boðið. Allir
urðu að vera komnir heim um
kvöldið. Var svo tjaldið upp tekið
og farangur allur innpakkaður og
síðan haldið á stað heim. Rigningin
var uppstytt og komið bezta veður.
Fnjóskadalur, sem hafði verið falinn
í myrkri á suðurleiðinni um nóttina,
blasti nú við auganu í allri sinni
dýrð og gaf vegfarandanum ósvikið
sýnishorn af íslenzkri náttúru. Kom-
ið var við í Fjósatungu. Þar mættu
»útilegumennirnir« hinni rausnar-
legu gestrisni þeirra Fjósatungu-
hjóna, sem ætíð er boðin og búin
hverjum gesti sem að garði ber. Á-
gætur leiðsögumaður var fenginn í
Fjósatungu, því nú hugðu veiðigarp-
arnir á silungaveiði í Fnjóská. En
hinir, sem minni veiðimenn voru,
fóru í berjamó og fylltu skrínur sín-
ar af gómsætum bláberjum.
Siiungaveiðin bar góðan árangur.
Alls voru í förinni veiddir 17 sil-
ungar.
Enn á ný var búizt tii heimferðar
og það sem eftir var leiðar farið í
einum áfanga. Á Vaðlaheiði var
þokuslæðingur og súld, en það vár
sólskin í huga og hjarta og söngvar
voru sungnir. Og allir voru sam-
mála um það, að þessi fyrsta ferð
»Félags ungra Framsóknarmanna a
Akureyri«, hefði verið hin ánægju-
legasta, þrátt fyrir dálítið óhagstætt
veður. Og víst var að betur var far-
ið en heima setið. Til Akureyrar
komu ferðalangarnir um klukkan 8
að kvöldi. Vonandi á þetta unga fé-
lag eftir að efna til margra slíkra
skemmtiferða, sem þessarar á kom-
andi árum meðlimum sínum til
kynningar og skemmtunar.
KIRKJAN. Messað n. k. sunnudag á
Akureyri kl. 2 e. h.
Geir Jónasson héðan úr bænum hefir
lokið meistaraprófi í sagnfræðum við
háskólann í Osló, með góðri einkunn.
Upphlaup í Japan. Samkvæmt út-
varpsfregn í gærkvöldi, hafa ungir
þjóðernissinnar í her Japana gei-t upp-
reist, ráðizt á stjómarráðsbyggingar,
myrt forsætisráðherrann og drepið
fleiri háttsetta embættismenn. Síðast er
fréttist, átti stjórnarherinn að hafa
sigrað uppreistarliðið.
Kantötukór Ahureyrar. Mætið öll í
Skjaldborg á föstudagskvöld 28. þ. m.
Þetta er afar áríðandi.
Látin eru nýlega hér í bæ ekkjan Sig-
urbjörg ólafsdóttir, Ráðhússtíg 2, hátt
á áttræðisaldri, og Sigurður Jónsson í
»syðsta húsinu«, kominn á níræðisaldur.
Frú Anna Pétursdóttir frá Hálsi i
Fnjóskadal, kona Ásmundar Guðmunds-
sonar prófasts þar, er nýlátin í Reykja-
vík.
Frœgur rithöfundur látinn.
(Framh. af 1. síðu).
vertu hjá mér herra, dagur dvín«,
og ljóð eftir Kipling sjálfan, sem
heitir, »Recessional« eða Otgöngu-
sálmur. Einnig að bæn Kiplings
sjálfs hafi verið ofin í athöfnina, en
þar biður hann Drottinn að »leiða
menn til leitar eftir sannleik og feg-
urð, og að innblása alla hugsandi
menn og rithöfunda, listamenn og
handiðnamenn í öllu því, sem er
hreint og göfugt.
Swaffer endar hugleiðingar sínar
um Kipling þannig: »Nú er Kipling
farinn, í fylgd með þeim Galswor-
thy, Bennett og Harding. Af þeirri
skáldakynslóð er þeir tilheyrðu, eru
nú ekki aðrir eftir en Wells, Shaw
og Barrie. — Eg kem ekki auga á
nýju skáldin, og veit ekki hvaðan
þau koma. Kvæði Masefields, kveð-
ið að konunginum látnum, verður
ekki borið saman við Kipling. Eins
og Sonnetta hans við vígslu Shake-
speares leikhússins nýja, er það ein-
kennilega áhrifalaust.
Kipling var um margra ára skeið
hið virkilega »Lárviðarskáld« —
»Poet Laureate«.
Kærum oss aldrei hvern þeir út-
nefndu«.
F. H. B.
E f.
Eftir Kipling.
Ef þú e/rt stilltur, þegar afa'ir þrefa
og þér á hendu/r fella dóm i sök.
Ef treystir þér, þá allir mál þitt efa —
en efans til, þó getur fundið rök.
Slægjulönd bæjarins
— hólmarnir — verða seld á leigu í bæjarstjórnarsalnum laugardaginn
29. þ. m. kl 3 síðdegis. Leigutíminn 2 ár. — Flæðarnar verða teknar
fyrir kúahaga og þvf eigi seldar á leigu.
Peir sem þá skulda leigu fyrir slægjulönd, geta ekki vænst þess að
fá lönd á leigu.
Bæjarstjórinn á Akureyri, 20 Febrúar 1936.
Steinn Steinsen.
— »Eg þekki ekkert tún, sem
ekki mætti heyja Vs - 7»
meira á, ef nógur væri
áburðurinn.c —
Bóndi í Árnessýslu 1934.
Það er köfnunar efnið, sem
mestur skortur er á, notið því:
Kalksaltpétur og
Kalkammonsaltpétur.
Það er áburðurinn, sem eykur
töðufallið mest og ódýrast.
Áburðarsala ríkisins.
Ef bíðandi þér biðin aldrei leiðist.
Ef borinn lygum, sannleik temur þér.
Ef liataður þú hatri ekki reiðist.
Ef hvorki flærð né þykkju á þér sér.
Ef dreymir þig — en draumum
ekki lýtwr —
ef draum og v&ruleika greinir á.
Ef gleði eða harmafregn þú hlýtur,
þú hopar ekki settu marki frá.
Ef rangfærð þolir öll þín orð að heyra
af óþokkumi, svo menn þeim ruglist í.
Ef því er spillt, sem meturðu öllu meira,
þú möglar ei — en byggir upp á ný.
Ef voga þorir heill og hamingjunni
á happadrxtti, eða teninginn.
Og tapa öllu — öðru en stillingunni,
og aldrei tala neitt um skaða þinn.
Ef neytt þú getur taugar, hendur, hjarta
til hversdagsstarfa, þó þær séu frá —
Með einskisnýta aðra líkamsparta —
Ef aðeins vilja lífið hjarir á.
Ef býrð þú meðal skrils og heiðri heldwr,
Ef hrokast ei við konungs blíðu og lof.
Ef þér ei skaða þræll né vinur veldur,
Ef virðvr hvom sem ber, ei neinn um of.
Ef tímans virði verður hver þinn sta/rfi,
Ef verk þín ávöxt góðan borið fá.
Velkominn ertu að vorum dýrsta a/rfi,
því verður ertu að kallast maðw þá.
P. H. B.
Lelkhúsiif. »Fyrsta fiðla«
verður leikin næstkomandi laug-
'irdags- og sunnudagskvöld,
Misskilningur
kemur fram í blaði einu hér í bæn-
um (Alþm.), þar sem það heldur
því fram, að það sé óvenjuleg til-
breytni, að Leikfélag Akureyrar sýni
gamanleik að þessu sinni. Félagið
hefir einmitt lagt ekki síður stund á
að sýna gamanleiki en alvarlega
leiki. Mætti færa mörg dæmi þessu
til sönnunar. Þetta ber þó ekki að
skilja svo, að gamanleikir eigi meiri
rétt á sér en alvöruleikir, heldur
stafar þetta af öðrum ástæðum, til
dæmis þeirri, að venjulega er auð-
veldara að stofna til léttra gaman-
leiksýninga en alvöruþrunginna sýn-
inga, þar sem góðir leikkraftar í
ekki stærri bæ en Akureyri hljóta
alltaf að vera takmarkaðir.
Leikfélagsstjórnin.
Varðskipið Óðin hefir í-íkisstjórnin
selt til Svíþjóðar fyrir 258 þús. ísl. kr.
Fer sala þessi fram samkvæmt heimild
frá síðasta þingi.
Hljómleikar R. Abrahams í Sam-
komuhúsinu á þriðjudagskvöldið voru
dável sóttir og gerður að þeim hinn
bezti rómur. Á músikkvöld þetta verður
nánar minnst í næsta blaði.
Fannkoma var svo mikil í Danmörku
í síðustu viku, að samgöngur tepptust
með öllu á sumum svæðum og jám-
braútarlestir og bíla fennti í kaf.
Aðalfundur
Félags Verzlunar- og Skrif-
stofufolks á Akureyri
verður haldinn i »Skjald-
borg« þriðjudaginn 3. marz
n. k. kl. 9 e. h. — Dagskrá
samkvæmt félagslögum.
Stjórnin.
Xilboð
um mjólkurflutning úr Saurbæj-
arhreppí n. k. fardagaár, sendist
undirrituðum fyrir 10. marz n. k.
Áskilinn réltur til að hafna hvaða
tilboði sem er.
Krónustöðum 24. febrúar 1936.
M, H. ÁRNASON.
Tíðarfarið norðan- og aust-
anlands breytist ekki til batnaðar.
Látlaus norðaustanstormur með
fannkomu meiri og minni. Breyt-
ist ekki veðráttan til hins betra
áður langt liður, þrengir mjög að
um heyjaforða víða í sveitum á
harðindasvæðinu.
Skip. »Drottningin« er vænt-
anleg hingað i dag samkv. áætlun.
— »Dettifoss« á að vera hér á
laugardaginn.
Ritstjórii Ingimar Eydal.
Prentsmiðja Odds Björnssonar.