Dagur - 06.01.1944, Page 1

Dagur - 06.01.1944, Page 1
ANNALL DAGS Eítir eindæma milt tíðariar í nóvember og desember brá til norðanáttar nú um nýárið. Snjó- koma hefir verið talsverð. Bif- reiðasamgöngur um liéraðið haldast þó ótruflaðar. Ungmennafélag Svarfdæla hef- ir undanfarið haft leiksýningu á „Skugga-Sveini“ eftir Matthías Jochumsson í húsi félagsins í Dalvík. Leikstjóri er Steingr. Þoi'steinsson og hefir hann einn- ig séð um leiksviðsútbúnað og tjöld. Aðsókn hefir verið ágæt og er leiknum prýðilega tekið. Áhugi Svarfdælinga fyrir leik- list er mikill og dugnaður þeirra rómaður. Óvíða á landi hér mun haldið uppi jafn myndarlegri leikstarfsemi og á Dalvík, ef til- lit er tekið til aðstöðumismunar. I>rír vélbátar frá Dalvík fóru í þessari viku til Sandgerðis og verða gerðir út þaðan í vetur. Með þeim fór margt Dalvíkinga í atvinnu á Suðumesjum. Alls munu um 70 manns leita suður í atvinnu frá Dalvík, ef áhafnir bátanna eru meðtaldar. Margir þeirra Dalvíkinga munu starfa í hraðfrystihúsum suður þar. Ungmennafélag Svarfdæla hef- ir keypt gömlu kvikmyndasýn- ingarvélaraar úr Nýja-Bíó hér í bænum og hefir sett þær upp í húsi sínu í Dalvík. Er því hægt að sýna tón- og talmyndir þar. Félagið hyggst reka kvikmynda- sýningar framvegis eftir því sem ástæður og myndir leyfa. • Hinn árlegi félagsráðsfundur K. E. A. verður haldinn á Akur- eyri þriðjud. 11. þ. m. kl. 1 e. h. Á fundinum eiga sæti deildar- stjórar og kjömir fulltrúar. — Framkvæmdastjóri K. E. A., Jak- ob Frímannsson, mun skýra fiá rekstri félagsins á sl. ári og ræða verzlunarástand og verzlunar- horfur. • Kaup verkamanna hér er ó- breytt þennan mánuð vegna ó- breyttrar vísitölu, segir í orð- sendingu, sem blaðinu hefir bor- izt frá Verkamannafélagi Akur- eyrarkaupstaðar. • Sex manna nefndin, sem Bún- aðarfélagið og Alþýðusamband- ið skipuðu fyrir tilmæli ríkis- stjórnarinnar til þess að athuga um möguleika á niðurfærzlu vísitölunnar með frjálsu sam- komulagi, hefir nú skilað áliti og hefir það verið birt í sunnan- blöðunum. Klofnaði nefndin, eins og við mátti biiast. Alþýðusambands- menn lögðu til, að vömverð yrði lækkað með tollaeftirgjöfum, en Búnaðarfél. vildi lækkun afurða- verðs og kaupgjalds samtímis. Er árangur af starfi nefndarinn- ar þv< alli enginn. G O O D - TEMPLARAREGLAN Á ÍSLANDI 60 ARA 10. JANUAR Hinn 10. jan. 1884 var stofn uð fyrsta Good-Templarastúkan á íslandi. Var það stúkan ísafold. Var hún stofnuð í húsi Frið- bjarnar bóksala Steinssonar hér inni í bænum. Stofnendur voru aðeins 12 að tölu. Þá voru liðin 32 ár síðan Good-Templararegl- an varð til. Var og er markmið hennar að berjast gegn áfengis- nautn og að útrýma henni. Þessir 12 menn, sem voru flestir dag- launa- og handiðnamenn, ásettu sér að vinna að þessu marki hér á íslandi. Munu þeir, sem utan við stúkuna stóðu, ekki hafa vænzt mikils af þessum félags- skap, Ikið á hann smáum augum og talið hann heimskubrölt. En stúkan stækkaði og nýjar stúkur voru stofnaðar. Og ekki liðu mörg ár, þar til menn viður- kenndu almennt, að stúkumar yrðu að liði mörgum drykkju- manninum. Og svo kom, eins og kunnugt er, fyrir daglega sókn Good-Templarareglunnar, að bannlög gegn áfengi voru lög- leidd hér á landi og vínnautn varð engin, nema í laumi. Með lögum þessum var þjóðin búin að kveða upp þann dóm, að á- fengisnautn væri skortur á sið- menningu. Hin voldugu Banda- ríki höfðu og lögleitt bann gegn tilbúningi og innflutningi á- fengra drykkja og sömuleiðis Finnland. Það mun vera almennt viður- kennt, að stríð og áfengisnautn hafi verið stærstu þrándar í götu í menningarframsókn þjóðanna. Af þessu tvennu hafi leitt meira illt en öllum öðrum meinsemd- Aukningu Laxár- virkjunar væntan- lega lokið um miðjan febrúarmánuð gNUT OTTERSTEDT, raf veitustjóri, hefir tjáð blað- inu, að unnið sé af kappi að aukningu Laxárvirkjunarinnar. Túrbínan er þegar uppsett. — Amerískir sérfræðingar, sem vinna nú í þjónustu rSfmagns- veitu Reykjavíkur eru væntan- legir norður innan hálfs mánað- ar til þess að líta eftir því verki, scm þegar hefir verið unnið hér og leiðbeina uin endanlegan frá- gang á stækkuninni. Telur raf- veitustjórinn líklegt, að ef allt gengur að óskum, verði aukning- in fullgerð um miðjan febrúar- mánuð n^stkorriándi. um mannkynsins. Á fyrsta tug þessarar aldar, þegar hugsjónin gegn útrýmingu áfengra drykkja náði mestum tökum hér á landi og hjá fleiri menningarþjóðum, þá var og talið, að helztu menn- ingarþjóðir heimsins væru komn ar á það stig, að þær myndu ekki framar heyja stríð sín á milli. Þau stríð, sem kynnu að verða háð, myndu að kenna þeim þjóð- uin, er skammt væru komnar á menningarbrautinni. En árið 1914 afsannaði þetta. Friðarvon- ir urðu að engu. Margar helztu menningarþjóðir heimsins tóku upp sín á milli hinn tryllta vopnadans. Og nú geisar ægileg- asta styrjöld veraldarsögunnar. Og á þessu tímabili, þegar hin1 illu öfl liafa náð tökum, þegar menningarþjóðirnar hafa magn- að djöfla til eyðileggingar sjálf- um sér, þá hefir og framkvæmd hugsjónarinnar að útrýma áfengi orðið að lúta í lægra haldi. Bannlög gegn áfengi hafa ver- ið brotin niður, bæði hér og ann- ars staðar. Good-Templarareglan lifir, en hún er í sár- um. Voldug tízka hefir orðið reglunni ofurefli. Tízkan að neyta áfengra drykkja. Flestir menn beygja sig jafnan fyrir tízk- unni, það þarf sterka menn og einbeitta til þess að stríða gegn (Framhald á 8. síðu). Skátaf élag Akureyr- ar 5 ára S. 1. sunnudag bauð Skátafélag Akureyrar foreldrum skátanna, kvenskátum og nokkrum borgur- um öðrum til kaffidrykkju í Barnaskólahúsinu hér. Veittu skátarnir gestum sínum vel og gengu sjálfir um beina með hin- um mesla myndarskap. Foringi skátanna hér, Tryggvi Þorsteins- son kennari, stýrði hófinu og gerði grein fyrir starfsemi skáta- félagsins síðustu 5 árin, eða síðan skátafélögin þrjú, er hér voru fyrir, sameinuðust í Skátafélagi Akureyrar. Hafa skátarnir á þessu tímabili unnið mikið og gott starf. Eiga þeir nú tvö hús, „Gunnarshólma“ og „Fálkafell", sem þeir hafa stækkað og endur- byggt og komið í hið prýðilegasta lag. Hafa skátarnir komið jiessu í framkvæmd að öllu leyti upp á eigin spýtur og lagt á sig mikið erfiði í því skyni. — Sæmdi skáta- foringinn nokkra liinna elztu og duglegustu skáta heiðursmerkj- um skátareglunnar við þetta tækifæri fyrir afrek þeirra í þágu félagsskaparins, og ennfremur (Framhald. á 8, sidu). PETAIN Hann hét Hitler tryggðnm i nýársboðskap sínum og fullum stuðningi, er herir iiandanianna helja innrás á franska grund „Dagur“ stækkar um helming „Dagur“ birtist nú lesendum sínum í nýjum búningi, verð- ur 8 bls. einu sinni í viku, eða helmingi stærri en áður. Er hann þar með orðinn stærsta blað sem nokkru sinni hefir verið gefið út hér á landi utan höfuðstaðarins. Ýmsum kann V nú að þvkja, að liér sé djarft teflt á þessum tímum dýrtíðar og óvissu um komandi tíð. En Dagur treystir hér, sem fyrr, er hann hefir ráðizt í að færa út kvíarnar, á velvildogstuðn- ing lesenda sinna, einkum Norðlendinga. Hefir það jafn- an vel dugað. Stækkunin að þessu sinni, er einkum gerð vegna þess, að útgáfustjómin vildi gera blaðið fjölbreyttara að efni og búa það þannig úr garði, að rúm þess leyfði því að taka margvíslegra efni til meðferðar. Hinu aukna nimi blaðsins er því að mestu leyti varið í þessu augnamiði, en stjórnmálaumræður ekki i auknar að sama skapi. Nokkr- um nýjum, föstum liðum hef- ir verið bætt við, svo sem framhaldssögu, kvenna- og heimilisdálki, gamanþætti, o. fl„ er lesandinn mun sjá, er hann lítur yfir blaðið. Blaðið vonar, að þessi breyting muni eiga vinsæld- um að fagna meðal lesenda. Væri því þökk á, að heyra raddir um hinn nýja búning. Útgáfustjórnin hefir talið sig neydda til að hækka áskrifta- gjöldin vegna þessara fram- kvæmda. Hafa þau verið ákveðin kr. 15.00, og er blaðið því eftir sem áður, lang ódýr- asta blað, sein gefið er út hér á landi, miðað við stærð. ERLEND TÍDINDI Gamla árinu lauk með grimmilegum loftárásum á Þýzkaland af hálfu Bandamanna, áframhaldandi sókn Rússa, vax- andi undirbúningi til innrásar á meginland Evrópu að vestan og öruggri sókn Bandamanna á Kyrrahafssvæðinu gegn Japön- um. Fyrstu dagar hins nýja árs hafa ekki verið í neinu frá- brugðnir því, er áður gerðist. Loftárásirnar halda áfram, Rúss- ar nálgast landamæri Póllands og Bandaríkjamenn eiga í harðvít- ugum orustum við Japani. En þó telja flestir þeir, er rita um styrj- öldina af hálfu Bandamanna, að nú sé runnið upp ár úrslitanna og sigursins, í Evrópu a. m. k. Margt kann að breytast á þessu ári. Einn af hernaðarsérfræðing- um Breta lét svo um mælt í út- varpi nú á dögunum, að það sem líklegt mætti teljast að gerðist í Evrópu á næstunni væri: Rússar mundu reka Þjóðverja algjörlega úr landi sínu. Bandamenn hefja innrásina. Ein eða fleiri þeirra þjóða í Evrópu, sem enn teldust hlutlausar, yrðu þátttakendur í styrjöldinni. Vaxandi óeirðir og vandræði í leppríkjunum þýzku, svo sem Búlgaríu, Rúmeníu og Ungverjalandi. Loks, að Þýzka- landi yrði komið á krié áður en árið er liðið. Eitthvað þessu lfkt hugsa margir nú. Hvað rétt kann að reynast af því, mun reynslansýna. — Kannske er stórviðburðanna skemmra að bíða en margan varir. Miólkursamlagið mun selia amerískt smiör í næstu viku Mjólkursamlagið hér hefir fengið 5000 kg. af amerísku smjöri til þess að bæta úr smjör- eklunni hér. Verður það selt í Mjólkursamlaginu og mjólkur- búðunum í næstu viku með svip- uðu fyrirkomulagi og gilt hefir undanfarið um íslenzka smjörið. Ætti nokkuð að rakna úr smjör- skortinum í bráðina a. m. k. af þessum ástæðum. Kai Munk myrtur Sænskar fregnir í gær hermdu að danski presturinn og rithöfundurinn Kai Munk hefði verið myrtur. Fjórir menn réðust inn á heimili hans og þröngvuðu honum til að fylgja sér. Daginn eftir fannst lík hans úti i skógi. Kai Munk hafði verið Þjóð- verjum þungur í skauti og barist leynt og ljóst gegn þeim. „Vopn hans voru andans vopn, og þar gátu Þjóðverjar ekki mætt honum jafnbúnir", sagði dansk? úlvnrpið 5 London I gnr, % LANDSBÓKASAFN

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.