Dagur - 06.01.1944, Blaðsíða 6

Dagur - 06.01.1944, Blaðsíða 6
6 G I S L A R Saga eftir STEFAN HEYM Sagan, sem hér ter á ettir í samandreginni þýðingu, var metsölubók í Bandaríkjunum á sl. ári. Hún gerist i Prag eftir að styrjöldin hófst og þykir lýsa vel andrúmsloftinu i hernumdu Iöndunum. Höftmdurinn veit hvað hann er að tala um. Hann er sjálfur Tékki og faðir hans var gisl í fangabúðum nazista og Iézt af þeim völdum. Sagan er tileinkuð minningu hans. ,,Janoshik! Janoshi-i-ik!“ Hróp veitingaþjónsins bárust niður stigagöngin, sem lágu frá veitingasalnum niður í snyrtiherbergið. „Hver fjandinn gengur á“. rumdi í Janoshik, dyraverðinum, niðri í ganginum. „Komdu hingað fljótt með skólpfötu og klút“. Janoshik tautaði eitthvað fyrir munni sér. Hann var ekki vanur að flaustra neinu af, þurfti tímann til að átta sig og vildi alls ekki flýta sér. Hann tók fötu og klut út úr geymsluskápnum, lét renna í fötuna og rogaðist síðan af stað með hvort tveggja upp stigann, þungum, öruggum skrefum. Það kom sér vel að hann var ekki sérlega reikull í spori, því að á móti honum kom þýzkur liðsforingi og hnaut við í hverju þrepi. Hann var náhvítur í framan. Hann greip í þreklegar axlir Janoshiks og stöðvaði sig þar. Dyravörðurinn sá þegar, að maður- inn var dauðadrukkinn. „Rólegir, herra minn, rólegir", sagði Janoshik, „snyrtiherbergið er þarna, — beint framundan". Þessi uppörvandi orð höfðu ekki tilætluð áhrif á drykkjurútinn. Hann hné niður í stiganum og fól andlitið (höndumsér. Ámádegar kjökurstunur bergmáluðu í tómum ganginum. Þetta var aum sjón, en Janoshik fann ekki til meðaumkvunar. Hann yppti öxl- um og hélt áfram. Mennirnir, sem stóðu við ölstallinn, viku sér til hliðar þegar Janoshik bar að. Hinn dauðadrukkni Þjóðverji hafi ælt á gólfið. Janoshik leit á ófögnuðinn og hristi höfuðið. „Eftir hverju bíðið þér, maður. Þurrkið þetta upp, undir eins“, kvað við i hvellum skipunartón á þýzku. Janoshik kraup niður og byrjaði að vinda klútinn. Þýzki liðsforinginn, sem talað hafði, sneri sér að félaga sinum, sem stóð við ölstallinn. „Letidraugar, þessir Tékkar, daufir, vilja- lausir og agalausir. Sjáðu þennan dyravarðarræfil!" Hinn liðsforinginn lét sem hann hevrði ekki þessa athugasemd. „Við hefðum ekki átt að hafa Glasenapp með okkur“, sagði hann. „Hann þolir ekkert, tvo snapsa í mesta lagi, — verður svo ekkert nema tilfinningasemin og skælir sig allan út“. „Lofum honum að skæla og væla eins og hann lystir“, sagði fyrri Iiðsforinginn. „Tékkarnir kvarta ekki. Þeir fara ekki. Þeir eru nefnilega hræddir um að við móðgumst ef þeir sýna á sér fararsnið". Borgararnir í veitingastofunni þögnuðu. Mánes-ölstofan var íjölsótt í Prag. Þangað komu margir af hinum efnaðri stéttum og nærri því hver maður skildi þýzku. Vel klæddur ungur maður, sem setið hafði við borð úti í horni, stóð á fætur og sagði: „Þjónn. Reikninginn minn!“ Hann sneri sér síðan að félaga sínum og sagði: ,,Við skulum fara. Mér líkar ekki andrúmsloftið hér“. Þýzki liðsforinginn slangraði yfir að borðinu til þeirra, rétti úr sér og sagði: „Eg er Patzer höfuðsmaður, 431sta fótgönguliðsherfylki. Hver eruð þér, herra minn?" „Eg heiti Pétur Lobkowitz". „Jæja, herra Lobkowitz. Ekki vænti eg að þér séuð á förum héðan vegna þess að þér hafið eitthvað á móti mér, Marschmann liðsforingja eða vesajings Glasenapp liðsforingja, sem ekki þoldi þennan andstyggilega snaps, sem hér er fram borinn? Eg vona að þér séuð ekki í þess konar hugleiðingum?" „Eg hafði mælt mér mót við kunningja minn“, sagði Lobkowitz. „Einmitt það“, sagði Patzer og glotti við, „en þér sögðuð rétt í þessu, að yður félli ekki andrúmsloftið hér". Glottið hvarf og hann tærði sig um skref í áttina til Lobkowitz. „En eg leyfi mér að kunn- gera yður þá staðreynd, að ef andrúmsloftið hér er nógu gott fyrir mig og Marschmann liðsforingja, er alveg ástæðulaust fyrir yður og aðra landa yðar hér að kvarta. Skiljið þér það?“ „Já, mikil ósköp“, sagði Lobkowitz. „Það gleður mig að heyra", sagði Patzer, og varð vingjarnlegri í viðmóti. „Viljið þér ekki gjöra svo vel að taka eitt glas með okkur, herra Lobkowitz. Því, — sjáið þér til“ — hann vingsaði handleggnum og ávarpaði alla viðstadda, — „ef þið, Tékkar, sýnið aðeins dálítinn skilning á því sem við erum að gera, — sýnið lit á því, að þið viljið vinna með okkur, — þá mun samkomulagið batna, — stórbatna, og allir verða ánægðir". Höfuðsmaðurinn þrelf í handlegginn i Lobkowitz og slangraði |ftur HUtflliini. DAGUR Fimmtudaginn 6. janúar 1944 Innilega þakka ég þeim. sem glatt hafa mig d liðnu dri með gjöfum, heimsóknum eða d annan hdtt. Sérstaklega vil ég þakka félögum minum i „Iðju", félagi verksmiðjufólks, og kvenfélaginu „Baldursbrd" í Glerdrþorpi fyrir höfðinglegar peningagjafir. Guð blessi ykkur öll og gefi farsœlt komandi dr. Ámi Jóhannesson frá Flatey. TILKYNNING FRÁ SKATTÁNEFND Samkvæmt gildandi lögum um tekju- og eignaskatt, ber að skila framtakskýrslum til skattanefndar fyrir lok janúarmánaðar ár hvert. Skattanefnd Akureyrar verður til viðtals á skrifstofu bæjarstjóra alla virka daga í janúar næstk. kl. 8,30—9,30 síðdegis, og geta framteljendur á þeim tíma fengið aðstoð við útfyllingu framtals- eyðublaða hjá henni. Framteljendur, sem aðstoðar beiðast, verða að hafa með sér nákvæma sundurliðun á eignum sínum og skuld- um, sundurliðun á tekjum sínum árið 1943 og yfir gjöld þau, sem koma til frádráttar tekjum, svo sem vexti af skuldum, skatta af fasteignum og opinber gjöld. Ef einhver þeirra, sem eyðublöð fá send, álíta sig eigi eiga að telja fram og bera útsvör hér á Akureyri, þá skulu þeir tilkynna skattanefndinni það fyrir 1. febrúar næstk. og senda rök sín fyrir því. Annars verður þeim gert að greiða skatt og útsvar hér. Þeim, sem framtalsskyldir eru og eigi fá framtalseyðublöð send heim til sín, ber að vitja þeirra á skrifstofu bæjarstjóra. Einnig bep vinnuveitendum að vitja þangað eyðublaða undir kaupgjalds- skýrslur. Akureyri, 30. desember 1943. Skattanefnd Akureyrar — Áramótahugleiðingar (Lrarah. a£ 3. síðu.) flokkar saman um þingsályktun, sem heimilaði ríkisstjórninni að halda dýrtíðinni í skefjum með framlagi úr ríkissjóði. Báðir verkamannaflokkarnir beittu sér hatramlega móti báðum þessum málum. Kommúnistar höfðu þar alla forustuna. Hafa þeir nú síðan í fyrrahaust einbeitt kröftum sínum að því. að gera bænda- stétt landsins allt það tjón, sem þeir mega. Ekkert af vélræðum þeirra hefir náð fram að ganga af því, að meiri hluti Alþingis tekur enn sem komið er það tillit til framleiðenda, að þola komm- únistum ekki að eyðileggja annan stærsta atvinnuveg landsmanna. Fram að þessu hafa kommúnistar beitt sér móti sveitabændum. Næst kemur leikurinn að útvegsmönnum, bæði stórum og smáum, þegar verðfallið hefst, og upplausnarlýðurinn hyggur sig geta stöðvað framleiðsluna, fellt krónuna niður í sama og ekki neitt, og ikápað öngþveiti og ringulreið i landintt, „Dagur“ 8. janúar 1919. Það hefir orðið að ráði að gera Dag að vikublaði og láta hann koma út í því formi, sem hann nú birtist í. Á þessu ári verður hann því tvöfalt stærri en s.l. ár og má það heita mik- il vaxtarframför. (Úr grein um fyrstu stækkun blaðsins). Úr bænum er þetta sagt m. a. Aldrei hefir það komið betur í ljós en nú um hátíðirnar, að bærinn er vaxinn kirkjunni yfir höfuð. Á gamlárskvöld keyrðu þrengslin í kirkjunni fram úr hófi og hurfu margir frá. Kjósendur til bæjarstjórnarkosn- hafa aldrei verið eins margir á Ak- ureyri og nú. Nýsamin kjörskrá sýn- ir, að þeir eru hátt á 11. hundrað að tölu. Er það um helmingur allra bæj- arbúa. lLÍ Skákþing Norðlendinga hófst 27. des. sl. að Hótel Norðurland. Eftir sex umferðir stóðu leik- ar þannig: L- og meistaraflokkur: Jón Þorsteinsson, Ak., 41/2 (biðskák). Hjálmar Theodórsson, Húsavík, 4. Steinþór Helgason, Ak., 3l/£. Jóhann Snorrason, Ak., 3|/£. Steingr. Bemharðss., Ak., 31/2. Guðm. Eiðsson, Hörgárdal, 3. Júlíus Bogason, Ak., 2l/o (1 biðskák). Margeir Steingrimsson, Ak., 2/2- Jónas Stefánsson, Ak., 2. Stefán Sveinsson, Ak., 0. Annar flokkur: Þorsteinn Kristjánsson, 3J4- 'Magnús Stefánsson, 3. Amkell Benediktsson, 21/. Albert Sigurðsson, ll/. Ragnar Emilsson, lý^. Hér fer á eftir ein stutt skák frá 3ju umferð. Hvítt: Steinþór Helgason. Svart: Jón Þorsteinsson. 1. e4—e5. 2. Rf3—Rc6. 3. Bc4— Rf6. 4. Rc3—Rxe4. 5. RxR—d5. 6. Bxd5—DxB. 7. d3—Be7. 8. Rc3— Dd8. 9. h3—0—0. 10. 0—0—f5. 11. Hel—f4. 12. Re4—De8. 13. c3— Dg6. 14. Kfl—Be6. 15. Rh2—Had8. 16. Df3—b5! 17. a3?—Hxd3. 18. De2—Hxh3! 19. Kgl—f3. 20. Gefur. Félagsmenn í K E. A. Munið að félagið gefur 5 °0 afslátt gegn staðgreiðslu og greiðir félagsmönnum ARÐ um áramót. Síðast- Uðið ár nam arðurinn 10%. [Kaupfjeiag Eyíirðinga Be*í að au^Jýpa í l)í ðl.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.