Dagur - 06.01.1944, Blaðsíða 8

Dagur - 06.01.1944, Blaðsíða 8
8 DAGUR ÚR BÆ OG BYGGÐ I.O. O. F. = 1251781/a = Kirkjan: Messað í Akureyrar- kirkju kl. 2,30 e. h. næstkom- andi sunnudag. ViStalstími lækna i bænum: Arni Guðmundsson: kl. 2—4 e. h. Jón Geirss.: kl. 11—12 f. h., 1—3 e. h. Victor Gestsson (sérgr. háls-, nef- og eymasjúkd.): kl. 1—3 og 6—7 e. h. Pétur Jónsson: 11—12 f. h., 5—6 e. h. Jóhann Þorkelsson héraðslæknir: kl. 10.30—11.30 f. h. Augnlæknir, Helgi Skúlason: kl. kl. 10—12 f. h., 6—7 e. h. Tannlæknir, Gunnar Hallgrímsson: kl. 10—12 f. h„ 1.30—4 e. h. Sjúkrasamlaésskrifstofan: Opin 10 —12 f. h. og 3—6 e. h., nema á laug- ardögum, aðeins kl. 10 f. h. til 1 e. h. BerklavarnastöS Rauða-Krossins í Nýja sjúkrahúsinu, opin á þriðjudög- um og föstudögum kl. 2—4 e. h. Næturvörður í Stjörnu-Apóteki til næstk. mánudagskvölds. Eftir það í Akureyrar-Apóteki. Bankar og stofnanir í bænum. Landsbanki íslands, útibú, Búnað- arbanki íslands, útibú. Afgreiðslutími: kl. 10.30—12, — 1.30—3 e. h. nema á laugardögum aðeins kl. 10.30 —12 f. h. Útvegsbanki íslands h.f., útibú. Afgreiðslutími: kl. 10.30—12 f. h. — I— 4 e. h. Laugard. kl. 10.30—12. Sparisjóður Akureyrar. Afgreiðslu- tími: kl. 2—3.30 e. h. Laugardaga kl. II— 12. Kaupfélag Eyfirðinga: Skrifstofur: Afgreiðslutími: kl. 9—12 f. h. og 1—5 e. h. Laugardaga kl. 9—12 f. h. og 1—4 e. h. Barnaskólinn tekur aftur til starfa laugardaginn 8. janúar samkvæmt stundaskrá. áfmæfisfundur. I tilefni þess að an Ísafold-Fjallkonan nr. 1 á 60 ára afmæli mánudaginn 10. janúar næstkomandi, heldur hún hátíðlegan afmælisfund að kvöldi þess dags í bindindisheimilinu Skjaldborg. Stúkunum Brynju nr. 99 og Til- raun nr. 190 er boðið á fundinn. — Dagskrá nánar auglýst á götuauglýs- ingum. Hjónaband: Ungfrú Jóhanna Elín Sigurjónsdóttir og Anton S. Magnús- son, Ak. — Ungfrú Ólöf Þ. Ólafsdótt- ir og Om Pétursson, Ak. Dánardægur. Hinn 31. f. m. lézt að heimili sínu hér í bænum Sólveig Guðmundsdóttir fyrrum ljósmóðir. — Hinn 26. des. lézt einnig hér í bæn- um Kristbjörg Ólafsdóttir, öldruð kona. Hjúskapur: Ungfrú Ingibjörg B. Björnsdóttir frá Nolli og Karl Njáls- son, Hvoli Glerárþorpi. Gjafir til Elliheimilisins í Skjaldar- vík: Frá hjónum í Glæsibæjarhreppi, áheit, kr. 100. — Frá Soffíu og Krist- jáni, Eyrargötu 29, áheit, kr. 200. — Frá N. N. kr. 100. — Áheit kr. 50. — Frá ónefndum hjónum kr. 500. — Hjartans þakkir. — Stefán Jónsson. Leiðréttiné. í 52. tbl. er bagaleg prentvilla í grein Jónasar Jónssonar. Segir í 2. d. 20. línu að ofan: „kirkjunni sannari og ofar“, eins og eitt af skáldum landsins hefir komizt að orði, en á að vera, sem er „kirkj- unni sunnar og ofar“, o. s. frv. Reglan á íslandi 60 ára. — í til- efni af afmæli Reglunnar fara fram hátíðahöld á Akureyri, og víðar um land allt, þar sem Reglan starfar. Á Akureyri hefjast hátíðahöldin á sunnudag, 9. janúar, með því að allir templarar, eldri sem yngri, safnast saman við Skjaldborg stundvíslega kl. 1. í fyrstu var gert ráð fyrir að barna- stúkumar kæmu þangað kl. 10, en því hefir verið breytt og er nú ætlast tll að þær taki þátt í skrúðgöngunni kl. 1 o. h. með elriri templurum. — Sölveig Guðmunds- dóttir fyrrverandi ljósmóðir. MINNINGARORÐ. „örðstír deyr aldrei hveim sér góðan getr“. — Síðastliðið gaml- árskvöld andaðist öldruð vin- kona mín í sjúkrahúsinu hér, Sólveig Guðmundsdóttir, búsett í Aðalstræti 46, hin mætasta kona. Hún fluttist hingað ásamt manni sínum og sonum fyrir nokkrum árum vestan úr Húna- vatnssýslu, þar sem hún hafði getið sér þann orðstír, sem aldrei deyr. Hún var ættuð af Vest- fjörðum, en fluttist ung að Hnausum í Austur-Húnavatns- sýslu og kynntist þar eftirlifandi manni sínum, Halldóri Hjálm- arssyni, ágætis dreng. Sólveig heitin var vel gefin kona, og bar snemma á því, hve hún var hneigð fyrir allt, sem laut að hjúkrunarstörfum, og nam hún ljósmóðurfræði í Reykjavík. — Aldamótaárið hóf hún svo sitt ljósmóðurstarf í Húnaþingi, sem hún rækti alla tíð af þeirri snilld, að rómað var um alla Húna- vatnssýslu og víðar. Um 10 ára skeið bjuggu þau hjón í Selhaga á Stóra-Vatnsskarði og reyndi þá verulega á hetjulund hennar og fórnfýsi, að brjótast áfram yfir fjöll í stórhríðum, til hjálpar þeim, sem þráðu komu hennar. Gegndi hún þá ljósmóðurstörf- um í nálægum sveitum austan Blöndu. Alls gegndi hún Ijós- móðurstörfum milli 20 og 30 ár og hennar starfi fylgdi svo mikið lán og öryggi, að aldrei dó ein' einasta kona, sem naut hennar aðstoðar. Sem eiginkona og móðir rækti hún skyldur sínar af sömu ná- kvæmni og festu, ög mun manni hennar og sonum finnast stórt skarð höggvið í hóp þeirra með fráfalli hennar, en það mýkir sáran trega, minningin um móð- ir og konu, sem skilaði dagsverki sínu með þeirri prýði eins og hún gerði, og í hugum Húnvetn- inga og annarra, sem nutu hjálp- ar hennar, lifir minning hrein og björt. Helga Jónsdóttii' frá Öxl. Gengið verður inn að húsi Friðbjarn- ar sál. Steinssonar og látinna braut- ryðjenda minnzt, en þaðan víðar um bæinn ef veður leyfir og eftir því sem tími vinnst til, en hátíðamessan hefst í kirkjunni kl. 2,30, eða hálftíma síð- ar en vanalega. Vígslubiskup, Fr. J. Rafnar, messar. Kl. 5 verður samkoma í Nýja-Bíó fyrir alla sem þangað vilja koma og inn komast og verður ekki krafið um neinn inngangseyri. Þar leikur Lúðra- sveit Akureyrar, undir stjóm Jakobs Tryggvasonar, samlestur verður úr sögu og ljóðum Reglunnar (7 eða 8 þátttakendur) og sýnd verður kvik- mynd,'sennilega alveg ný mynd frá bindindismótinu í Vaglaskógi 1942 og víðar að af landinu. Kl. 8 um kvöldið verður samsæti templara í Bindindisheimilinu Skjald- borg. Mánudagskvöldið 10. janúar verð- ur að lokum hátíðafundur í stúkunni Ísafold-Fjallkonan nr. 1 og er gert ráð fyrir almennri þátttöku templara þar. Merki hátíðahaldanna verður selt 9. og 10. janúar og ánægjulegt væri að sem flestir bæjarbúar bæru þetta merki báða dagana. Fertuésafmæli á n. k. laugardag Þorkell V. Ottesen prentari. Blaðið ámar honum allra heilla með af- mælið, um leið og það þakkar honum longa eg eéða fftmvlnnu, Fimmtudaginn 6. janúar 1944 ■>...... ............................■•■■■■ 1 .iiii i . i Jarðaríör konunnar minnar, Sólveigar Guðmundsdóttur, sem lézt 31. des. s.I., ier íram frá Akureyrarkirkju laugardaginn 8. janúar n. k., kl. 1 e. h. Vegna mín og aðstandenda. HaUdór Hermannsson. Saga íslendinga 6. bindi er nýkomið. Kaupendur eru beðnir að vitja bókanna sem allra fyrst. Bókaverzlunin EDDA Jarðarför móðursystur minnai’, KRISTBJARGAR ÓLAFS- DÓTTUR, sem andaðist að heimili sínu, Eiðsvallagötu 4, Akur- eyri, er ákveðin föstudaginn 7. þ. m., kl. 1 e. h. Fyrir hönd aðstandenda. Óli Konráðsson. 60 ÁRA AFMÆLI. (Frarrthald af 7. síðu). til mála kvaddur, sýnir hann hygg- indi, dugnað og samvizkusemi. Hann nýtur líka fyllsta trausts sveitunga sinna, og er það að vonum, því að hann leggur sig allan fram til þess að verk hans verði sem bezt af hendi leyst, og þeim mönnum, sem þannig hugsa og starfa, verður ætíð vel ágengt, hvort sem þeir vinna fyrir sjálfa sig eða aðra. Að endingu óska eg afmælis- barninu allra heilla og vona, að hann eigi eftir að starfa með okkur, og fyrir okkur, mörg ár ennþá. P. J. Þórðarson. GOOD-TEMPLARAREGLAN 60 ára. (Framhald af 1. síðu). henni. Nú er áfengistízkan orðin svo voldug, að flestum þykir það samkvæmi ó]int, þar sem ekki er áfengi á borðum. Þjóðin eyðir mörgum miljónum króna í á- fengi á ári hverju. Ríkið selur á- fengið og hefir af því miklar tekj- ur. En ríkið ver líka fé til þess að unnið sé á móti áfengisnautn- inni. Rikið býður öllum skólum að kenna nemendum um skaðleg áhrif áfengisnautnarinnar á heilsu manna og fjárhag. Slíkur er tvískinnungur ríkis- valdsins. Það magnar óvin, sem það býður svo, að barizt sé á móti. Vegna hinnar voldugu áfengis- tízku eyða íslendingar stórfé á ári hverju. Vegna áfengistízk- unnar lenda nokkrir unglingar í alls konar óreiðu og hafna sumir í fangelsi. Vegna áfengistízkunn- ar verður að verja miklu fé í aukna lögreglu. Áfengistízkan á sök á fjölmörgum slysförum, bæði á sjó og landi. Það er erfitt að rísa móti vold- ugri tízku. Þeir, sem gera það, eru kallaðir sérvitringar, ofstæk- ismenn, þröngsýnismenn o.s.frv. En það eru samt þeir mennirnir, sem á öllum öldum hafa unnið siðmenningu mannkynsins mest gagn- Á mánudaginn kemur heldur stúkan ísafold fund á sextugsaf- mæli sínu. Eg vil beina þeirri spurningu til þeirra, sem lesa kunna þessa grein, hvort ein- hverjir þeirra, sem enn hafa ekki gengið í regluna, vilji ekki á þessuin degi koma inn í stúkuna ísafold, og taka upp baráttu sem stefni að þvi, að útrýma á- fengisnnutn úr landi voru? b. M. J. Fullorðna stúlku eða ungling vantar mig nú þegar heilan eða hálfan daginn. Gunnlaug Kristjánsdóttir, Eyrarlandsveg 20. UNGLINGSSTÚLKA óskast nú þegar. — Upplýs. í síma 249. TIL SÖLU kvenreiðhjól. Benzínafgreiðsla KEA. Kartöflumjöl Citrónur SKÁTAFÉL. AK. 5 ÁRA. (Framhald af 1. síðu). Snorra Sigfússon skólastjóra, sem stutt hefir starf skátanna með ráðum og dáð á þessu tímabili. Að samsætinu loknu sýndu skátarnir ýmsa þætti starfsemi sinnar: tjaldbúðir og ferðaút- búnað, hjálp í viðlögum o. m. fl. Að lokum settust þeir „við varð- eldinn'1 og skemmtu hinum mörgu gestum sínum um stund með söng og hljóðfæraslætti, leik sýningum, vígslu riýliða og mörgu fleira. Var samkoma þessi öll sérlega ánægjuleg og bar skát- unum og félagsskap þeirra hið bezta vitni í hvívetna. Enda mun það sannast orða, að skátareglan er röskum drengjum og stúlkum ein hin bezta og hollasta uppeld- isstofnun og menningar, sem hér er völ á. Eiga hinir fullorðnu skátar, er forgöngu hafa í þessu efni, skilið þakkir og viðurkenn- ingu bæjarbúa fyrir mikið og ó- eigingjarnt starf sitt í þágu æskn- lýðs barjarini. Bækur Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins eru komnar . t Kaupendur eru beðnir að vitja þeirra sem fyrst. Bókaverzlunin EDDA HÁLFDÚNNINN marg-eftirspurði, nýkominn Söluturninn við Hamarstíg Tíin til sölu. Upplýsingar 1 síma 4M. NÝKOMIÐ SVESKJUR SÚRKÁL í DÓSUM (Sauerkraut) TÓMATSAFI (Tomato Juice) Nýlendu- vörudeild VEGNA ÞESS að eg hefi selt Fornsöluna í Hafnarstræti 105, eru allir, sem eiga muni í um- boðssölu, beðnir að vitja þeirra fyrir 15. þ. m. Baldvin Sigvaldason. r '_ sýnir i kvöld kL 9: Söngvaeyjan löstudag kl. 9: Vor sólskinsár Laugardaginn kl. 6: Knattleikakappinn Kl. 9: Storm skuluð þér uppskera Snnnudag kl. 3 og kl. 9: Vor sólskinsár

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.