Dagur


Dagur - 10.02.1944, Qupperneq 1

Dagur - 10.02.1944, Qupperneq 1
XXVII. árg. Akureyri, fimmtudaginn 10. febrúar 1944. 6. tbl. HJÁLPARSJOÐUR alþjóðasambands samvinnu- MANNA ÞE6AR ORÐINN UM 100 MILLJÓNIR KRÚNA 26000 KRÓNA GJÖF FRÁ ÍSLENZKUM ’ “ 3 SAMVINNUMÖNNUM VAR FYRSTA GJÖFIN, SEM ALÞJÓÐASAM- BANDINU BARST Hvað líður hátíðahöldum á 100 ára af- mæli samvinnuhreyfingarinnar j NÝKOMNU HEFTI af tímariti Alþjóðasambands samvinnu- manna, er skýrt frá því, að f jársöfnuriin á meginlandinu sé þegar um 100 milljónir króna og fullvíst sé að hún muni fara yfir það markmið er henni var upphaflega sett, 135 millj. kr. Dagur skýrði frá fjársöfnunaráætlunum á sl. vori og sl. sumar ákvað aðalfundur Sambands ísl. samvinnufélaga, sem haldinn var að Hólum, að gefa 1000 sterlingspund í hjálparsjóðinn. Segir í tímaritsgreininni, sem lrér er vitnað í, að þetta hafi verið fyrsta gjöfin, sem Alþjóðasambandinu barst erlendis frá. ANNALL DAGS —| Lárus Thorarensen fyrrum kaupmaður hér í bæ á áttræðis- afmæli í dag. Hann hefir átt heima á Akureyri, síðan hann var kornungur, og kann því frá mörgu að segja af bæjarlífinu hér frá gamalli tíð. Er í senn ánægjulegt og fróðlegt að eiga tal við hann um slík efni, því hann er greindur og greinagóð- ur maður. Lárus hefir gegnt margvíslegum störfum í bænum og tekið mikinn þátt í félags- og bæjarlífinu. Hann var í bæjar- stjórn eitt kjörtímabil og um eitt skeið í niðurjöínunamefnd. Þá hefir hann gegnt ýmsum safnað- arstörfum um tugi ára. Hann gekk í stúkuna ísafold í ársbyrj- un 1891 og hefir verið í henni óslitið síðan og gegnt þar æðstu trúnaðarstörfum. Hefir því Góð- templarareglan notið starfs- krafta hans nokkm lengur en hálfa öld. Árið 1914 kvæntist Láms Bimu Bjömsdóttur, en missti hana eftir skamma sambúð. Varð þeim einnar dóttur auðið, sem heitin er eftir móður sinni óg er búsett í Reykjavík. Láms Thorarensen en enn furðu em eftir aldri. ★ Kvenfélagið „Hvöt“ á Árskógs- strönd hefir nýlega safnað til Noregssöfnunarinnar 1085.00 kr. í peningum og um 100 gjöfum þar að auki, sem em föt á böm og fullorðna og í það minnsta 1000 króna virði. Þetta hvort tveggja hefir verið sent til Noregs-söfnunarnefndarinnar í Reykjavík. ★ Landsskjálfta varð vart hér og í Húsavík sl. föstudag síðdegis. Kom hér einn snarpur kippur. Á sunnudag síðdegis varð enn vart við hræringu, en tæplega var hún eins snörp og sú fyrri. ★ í framlialdi af fregn í síðasta blaði um flokksþing Framsókn- arraanna í Reykjavík í apríl n.k., þá hefir nú verið ákveðið, að það hefjist 12. apríl. ★ Fyrir áramótin var birt frétt hér í blaðinu um peningahvarf af skrifpúlti í afgreiðslusal Landsbankans hér. í orðsend" ingu frá herstjóminni er þess getið að amerískur hermaður hafi játað á sig verknaðinn. Hef- ir hann nú verið dæmdur í 2ja ára betrunarhús og brottrekstur úr hemum með vansæmd. Eig- andi peningaveskisins var Egg- prt Davíðsson á Möðruvöllum. Iðnaðarm.fél. Akureyrar hélt ársliátíð sína að Hótel Norð- urland sl. laugardagskvöld. — Margar ræður voru haldnar und- ir borðum, „Smára-kvartettinn“ söng og að lokum var stiginn dans langt fram eftir nóttu. Hátt á 3ja hundrað manns sat hó: þetta og fór það hið bczta fram, Þessi lönd hafa hafizt handa um söfnun, þótt ennþá liggi eng- ar tölur fyrir um árangur: Argentína, Bandaríkin, Colum- bía, Sviss, Svíþjóð og Kanada. Af þessu má ráða að söfnunin muni fara langt yfir það mark- mið er henni var sett, segir enn- fremur í tímaritinu, og er það vissulega gleðiefni. Þá er greint frá því í nýkomnum, enskum blöðum, að undirbúningur und- ir hátíðahöld brezkra samvinnu- manna á 100 ára afmæli hreyf- ingarinnar, fari fram þrátt fyrir styrjöldina. — Aðalhátíðahöldin verða í Rochdale og er þess vænzt, að fulltrúar mæti þar frá flestum samvinnuhreyfingum heims. Það ef nú orðið nokkuð síðan, að vakið var máls á því hér í blaðinu, að ekki mætti láta þetta merkisafmæli líða svo, að íslenzkir samvinnumenn minnt- ust þess ekki á veglegan og virðulegan hátt. Var stungið upþ á því, að valinn yrði sam- vinnudagur á næsta sumri og í svo tæka tíð, að einstök félög hefðu nægan tíma til undirbún- ings og ætti samband kaupfélag- Leikfélag Akureyrar minnist sextugsafmælis frú Svövu Jónsdóttur Leikfélag Akureyrar efnir til hátíðakvölds í Samkomuhúsi bæjarins næstk. sunnudagskvöld í tilefni af sextugsafmæli frú Svöv ujónsdóttur, leikkonu. Til skemmtunar verður: Erindi og leikþættir. Hljómsveit leikur milli skemmtiatriðanna. Ágóði af skemmtun þessari rennur óskiptur til frúarinnar. anna að hafa forgöngu um þetta og aðstoða og leiðbeina við und- irbúning. Ennþá hefir ekki kom- izt nein hreyfing á málið, svo að blaðinu sé kunnugt. Aðalfundir kaupfélaganna víðsvegar um land fara nú í hönd. Þar ætti þetta mál að vera til um ræðu og 'ákvörðunar. Sambandsfundur er venjulega ekki haldinn fyrr en komið er fram á sumar og þá er orðið of seint að taka ákvarðan- ir. Er þess því að vænta, að Sam- bandið hefjist handa og að menn komi sér saman um tillögur um dagsval, áður en aðalfundir kaupfélaganna eru yfirleitt um garð gengnir, því að óneitanlega er það skemmtilegast, að valinn sé einn allsherjar minningardag ur (afmælisdagurinn sjálfur er í desember og kemur því vart til srreina að minnast afmælisins O með útihátíðum á þeim degi). Samvinnumenn sýna hugsjónum sínum litla rækt og framtíð stefnunnar lítið traust, ef þeir láta þennan minningadag verða hversdagslegan. — Trésmiðafélag Akureyrar minntist 40 ára starfsafmælis síns með fjölmennu og veglegu hófi, er haldið var sl. laugardag í Samkomuhúsi bæjarins. Ræður voru haldnar undir borðum, saga félagsins rakin í stórum dráttum, „Smára-kvartettinn“ söng, leikþáttur var sýndur og að lokum stiginn dans fram á nótt. — Trésmiðafélag Akureyr- ar var stofnað árið 1904 og var Guðbjöm Bjömsson einn aðal- 'ivatamaður þeirrar félagsstofn- unar. Var hann heiðursgestur fé- lagsins á samsæti þcssu. Fundur „lögskilnaðar- manna“ á Akureyri .Fundur lögskilnaðarmanna á Akureyri, haldinn í Skjaldborg, mánudaginn 7. febrúar 1944, ályktar: 1. Að skora á rjkisstjórnina og Alþingi að hvika ekki frá ákvæð- um dansk-íslenzkra sambands- laga um aðferðina við afnám þeirra. 2. Að eigi sé heppilegt né sæmilegt, eins og á stendur, að ganga að fullu frá lýðveldis- stofnun. Fundurinn telur nauð- synlegt, að viðræður fari fram við konung íslands, áður en mál- um er ráðið til lykta. 3. Að tjá ríkisstjóra þakkir fyr-1 ir tillögu hans um þjóðfund um lýðveldismálið og fyrir tilraun hans til málamiðlunar milli flokkanna í því, með því að eigi sé ólíklegt, að þjóðfundur gæti rætt málið og íhugað með meiri ró en nú er títt í opinberum mál- um. 4. Að skora á ríkisstjórnina að gefa nú þegar út í bókarformi öll þau skjöl og skilríki, er varða þessi mál, og þá sérstaklega allar orðsendingar er farið hafa milli íslenzku ríkisstjómarinnar ann- ars vegar og erlendra ríkisstjórna hins vegar, svo að alþjóð gefist kostur á að kynna sér allar stað- reyndir, áður en gengið yrði til atkvæðagreiðslu. Fundurinn lít- ur svo á, að það stappi nærri móðgun við hugsandi menn að ætla þeim að greiða atkvæði um mál, nema þeir þekki gögn þess og allar aðstæður. þAÐ ER nú kunnugt orðið, að norska skáldið og frelsishetj- an Nordahl Grieg hefir farizt snemma í desembermánuði sl. (ekki á gamalárskvöld, eins og sum blöð hafa sagt), er hann tók sem fréttamaður þátt í einni liinna stórkostlegu loftárása Bandamanna á Berlínarborg. Kom flugvél hans ekki aftur úr þeim Ieiðangri, og var lengi vel ekki kunnugt um afdrif hennar og jreirra, er þar voru innan- borðs. En nú er fullvíst talið, að jreir hafi farizt. ^Nordahl Grieg var eitthvert allra frægasta og vinsælasta skáld Noregs á síðari árum, og var hann þó enn ungur maður, er hann fórst. (Fæddur árið 1902). Iæikrit hans, ljóð og sögur l 5. Að æskja þess, að fram fari útvarpsumræður um sambands- og lýðveldismálið milli lögskiln- aðarmanna og hraðskilnaðar- manna, þar eð útvarpið hefir til þessa einungis flutt einhliða áróður um málið. Fundarstjóri var Þorsteinn Stefánsson, bæjargjaldkeri. — Málshefjandi: Sigurður Guð- mundsson, skólameistari. Fund- arritari: Halldór Halldórsson, menntaskólakennari. Aðrir ræðumenn voru: Snoni Sigfússon, skólastjóri, Dr. Krist- inn Guðmundsson, Þorsteinn Stefánsson, bæjargjaldkeri, Pét- ur Ólafsson, Halldór Friðjóns- son, Erlingur Friðjónsson. Athugasemd útgáfustjóraar Útgáfustjóm blaðsins vill í sambandi við birtingu ofan- greindra fundarályktana taka fram, að hún er algerlega ósam- mála efni og anda þeirra, þó að hún hafi, vegna eindreginna til- mæla nokkuiTa fundarmanna, ekki viljað synja þeim rúms í blaðinu. Verða tjllögur þessar og afstaða þeirra manna, er kalla sig „lögskilnaðarmenn“, teknar til meðferðar í næsta blaði. Akureyri 9. febr 1944. 1 útgáfustjórn Dags. Jakob Frímannsson. Þorsteinn M. Jónsson. Hólmgeir Þorsteinsson. Elías Tómasson. Guðm. Guðlaugsson. höfðu aflað honum mikillar og verðskuldaðrar frægðar. En það var þó fyrst eftir innrás Þjóð- verja í Noreg, að hann varð eins konar átrúnaðargoð þjóðar sinn- ar og af öllum talinn í frémstu röð vöskustu forvígismanna hennar og andlegra leiðtoga á stund neyðar og hættu. Styrjald- arkvæði hans, svo sem „17. maí 1940“ o. fl., hófu hann tvímæla- laust í flokk frægustu þjóðskálda Noregs, fvrr og síðar. Og sjálfur barðist hann með vopn í hönd gegn innrásarliðinu, meðan nokkurri slíkri vörn varð við komið, en eftir það komst hann úr landi — til Englands — og hélt þar ótrauður áfram baráttu sinni og lagði loks líf sitt í söl- (Framhald á 8. síðu. NORDAHL GRIEG LÁTINN

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.