Dagur - 10.02.1944, Blaðsíða 2

Dagur - 10.02.1944, Blaðsíða 2
DAGUR Fimmtudaginn 10. febrúar 1944 Við erum reiðubúnir til að ná í stríðs- gróðann, segja kommúnistar Við erum reiðubúnir til skiln- aðar við Danmörku og lýðveldis- myndunar á íslandi, sögðu Al- þýðuflokksmenn, áður en þeir skiptu um línu í sjálfstæðismál- inu. Kommúnistar hafa farið svip- að að í öðru raáli. Við erum allt- af reiðubúnir til að taka kúfinn af stríðsgróðanum, eða helzt all- an gróðann, er standandi auglýs- ing þeirra um sjálfa sig. En þeg- ar þeir sjá að til alvörunnar kemur í því máli, þá kúvenda þeir eins og Alþýðuflokksmenn- irnir í sjálfstæðismálinu. Aldrei hefir annað eins auð- magn safnast á tiltölulega fárra manna hendur á íslandi eins og nú. Þessi mikli auður hefir myndast í skjóli við yfirstand- andi heimsstyrjöld. Á hinu leit- inu blasir við mikil kreppa að stríðslokum, stórfellt verðfall á íslenzkri f ramleiðslu á erlendum mörkuðum, þegar við fáum ekki staðizt samkeppni þeirra þjóða, sem hafa haft fyrirhyggju um að verjast dýrtíðinni, og síðan almennt atvinnuleysi verka- manna, af tví að atvinnuvegirn ir geta ekki staðið undir háum veikaldunum. Til þess að mæta þessum þrenpmgum var nauðsynlegt að nota hinu feikna stríðsgróða ein- stakra manna. Þetta mátti gera með hæfilegum sköttum á gróð- ann. Þessa leið vildu Framsókn- armenn f-ira. Stiíðsgróðamenn- irnir eru aðallega í Sjálfstæðis- flokknum og ráða þar mestu. Þess er því ekki að vænta að sá flokkir sé fíkinn í að skattleggja stríðsgróðann nema sem allra minnst. Auðvaldið er alltaf sjálfu sér líkt með það að vilja halda um sitt, hvað sem almenn- ingshcill líður. En með samtök- um hinna flokkanna hefði þó mátt koma stríðsgróðasköttun- um fram ct vilji hefði verið fyr- ir he.odi meðal þeirra allra, en á því hefir orðið mikill misbrest- ur. Þrált fyrir allar vfirlýsingar kommúnista um að þeir væru reiðubúnir til að vinna að aukn- um stríðsgróðasköttum með öðr- um flokkim og þrátt fyrir alla þeirra drýldni í beim málum, hefir verið sýnileg mikil veila í fari þeirra gagnvart auðvaldinu. Þetta mun að einhverju leyti stafa af því, að í flokki komm- únista eru nú þegar margir f jár- sterkir menn, sem ráða mestu þeirra á meðal. Einn af þing- mönr.um flokksins hr.fði nýverið yfir 60 þúsund krónur í útsvar, og Áki Jakobssjn frá Siglufirði er orðinn stórgróðamaður að kunnugra manna sögn. Þetta hefir sín áhrif meðal kommún- ista gagnvart auðvaldinu yfir- leitt. Foringjar kommúnista eru nefnilega ekkert síður en aðrir Adams synir gráðugir í peninga. Þess vegna láta þeir kommúnistar, sem tekizt hefir að safna nokkru verulegu af því, sem nefnist „valtur veraldarauð- ur", sér hægt um alla stríðs- gróðaskatta. Eins og kunnugt er léku þing- menn kommúnista broslegan skrípaleik í skattamálunum á síðastliðnu ári. í neðri deild Al- þingis báru þeir fram frumvarp um afnám sjóðhlunninda stór- gróðafélaga. Hefði þetta verkað sem stríðsgróðaskattur, ef það hefði náð fram að ganga. En það kom síðar í Ijós, að kommúnist- um var engin alvara með þetta frumvarp. Fyrst og fremst treystu þeir því, að Framsóknar- þingmenn í neðri deild mundu snúast á móti því með Sjálfstæð- isflokknum ,og því ætti það víst að falla þar í deildinni. En sú von brást. Frarnsóknarmenn greiddu því atkvæði. Þegar svo málið kom til efri deildar, sner- ust kommúnistar þar á móti því í samráði við flokksmenn sína í neðri deild. Endalykt málsins varð sú, að 13. apríl í vor gengu korhmúnistar til liðs við stór. gróðamenn í Sjálfstæðisflokkn- um og felldu sitt eigið frum- varp. Auðvaldið í Sjálfstæðisflokkn- um færði síðan kommúnistum opinberar þakkir í Morgunblað- inu fyrir þetta afrek. En kommúnistar eru alltaf reiðubúnir að „ná kúfinum af stríðsgróða síðustu ára til hag- nýtrar notkunar fyrir þjóðar- heildina", eins og „Verkamaður- inn orðar það sl. laugardag. í því sambandi má nefna eigna- aukaskattinn, sem lá fyrir síðasta þingi, en dagaði uppi í þinglok- in í vor, áður en þinginu var frestað. Kommúnistar buðu þá Framsóknarmönnum upp á að framlengja þingstörfin, svo að eignaaukaskattinum væri hægt að koma á þá strax, en þá höfðu Framsóknarmenn fengið þá reynslu . af kommúnistum, að þeir vissu að þeim var ekki treystandi, og þess vegna voru þeir með því að fresta þinginu þá-þegar. Auk þess var engu tap- að, þó að samþykkt skattsins drægist til hausts. Kommúnistar létust vera hinir reiðustu og brigzluðu Framsóknarþing- möhnum um áhugaleysi í mál- inu, en sjálfir sýndu kommún- istar áhuga sinn með því að senda nokkurn hluta þingliðs síns heim, áður en tekin var ákvörðun um þingfrestun. Eftir stóryrðum kommúnista að dæma mátti ætla, að þeir biðu ekki boðanna með mál þetta, eftir að þingið kom saman í haust. Þeir, sem vissu glögg deili á kommúnistum, gengu þess að vísu ekki duldir, að þeir veigruðu sér ekki við að strika yfir stóru orðin. Það kom líka fljótt í ljós, að áhugi þeirra frá í vor var nokkuð tekinn að dofna. Stríðsgróðamennirnir fengu „öreigann" frá Akureyri til þess að stöðva eignaaukaskátt- inn með því að sitja á málinu í nærfellt þrjá mánuði í efri deild, sýnilega í þeim tilgangi að það skyldi daga uppi í þinginu. Loks var þó málið tekið fyrir í efri deild fyrir nokkrum dög- um og fellt eftir 1 .umræðu með jöfnum atkv. 8 gegn 8. Þessi úrslit málsins munu engu skipta, því þó að það hefði marizt í gegn í efri deild, munu örlög þess í neðri deild hafa ver- ið ákveðin eftir sömu aðferð og höfð var við sjóðhlunninda- frumvarpið í vor, þ. e. að þing- menn SV.lfstæðisflokksins og kommúnistar hefðu gengið af því dauðu í sameiningu. Öllum mun hafa verið ljóst, að af kommúnista hálfu var ver- ið að halda áfram sama skrípa- leiknum og áður. Af þessum ástæðum mun JÓnas Jónsson Hvatvísi Morgunblaðsins í utanríkismál- um og árásargirni þess á Vilhjálm Þór SÖGN OG SAGA -------Þjóðfræðaþættir „D a gs"------ Utanríkismál cru viðkvæm mál. Þess vegna þurfa blöðin að viðhafa alla gætni, er á þau er minnzt. íslenzku blöðin hafa yf- irleitt gætt vel þessarar skyldu sinnar. Þó er ein undantekning. Morgunblaðið hefir oftar en um sinn gerzt brotlegt í þessu efni, þó að einkum hafi orðið brögð að því upp á síðkastið. Nokkru fyrir síðustu jól sagði bað frá orðróm um skipun ís- lenzk sendiherra í Moskvu og lét hu.ð; gagni-,'.,...i fylgja þessari írá- sögn. Samningar stóðu þá yfir milli íslendinga og Rússa um sendiherraskipti, en voru ekki til lykta leiddir. Gátu þessi hvatvísu Mbl.-skrif vel haft ill áhrif á samningagerðina, og er það ekki blaðinu að þakka, ef svo hefir ekki verið. Þó að ríkis- stjórnin hefði vel getað fengið Mbl.ritstjórana dæma í þungar sektir samkv. lögum um þessi efni fyrir frumhlaup þeirra, lét hún þá sleppa með áminningu. Þegar svo ríkisstjórnin birti til- kynningu um úrslit málsins, réð- ust ritstjórar Mbl. með rætnum atyrðingum á utanríkismálaráð- herra. Þessar aðfarir Mbl. hafa geng- ið svo fram af samflokksblaði þess, Vísi, að það getur ekki orða bundist. Vísir bendir á, að sam- kv. lögum geti það varðað allt að 16 ára fangelsi að „birta leyni- lega samninga, ráðagerðir eða ályktanir ríkisins um málefni, er varða heill þess og réttindi gagn- hafa flýtt fyrir dauða frumvarps- ins í efri deild, svo að skrípaleik- ur kommúnista yrði sem fyrst á enda. Hitt er svo annað mál, hvort það var heppilega að verið. vart öðrum ríkjum", áður en hlutaðeigandi yfirvöld hafa gef- ið leyfi til þess. Síðan lætur Vísir svo um mælt: „Margir munu hafa veitt því athygli, að eitt blað hér í bæn- um, Morgunblaðið, flutti löngu á undan öðrum blöðum fregn um það, hver ætti að verða sendiherra í Moskvu. Næsta dag flutti blaðið grein um það á mjög ólundarlegan hátt, að því hefði borizt „leiðrétting" á því frá utanríkismálaráðherra, að mál þetta væri ekki enn afráðið og því ótímabært að birta fregn um þetta. Blaðið vildi þó auð- sjáanlega ekki bera fregnina til baka og sagði, að tíminn mundi leiða í ljós hvort það hefði ekki rétt fyrir sér. Öðrum blöðum var auðvitað kunnugt um þann orðróm, sem gekk í bænum um væntanlega skipun sendiherra í Moskvu, en jafnvel eftir að Morgunblaðið birti fregnina, varð ekkert hinna blaðanna til þess að minn- ast á málið af þtirri einföldu ástæðu, að hér var um mikilsvert utanríkismál að ræða, sem ís- lenzk stjórnarvöld höfðu ekki enn gert opinbert. Blöðunum var víst flestum einnig kunnugt um, að málið var þá ekki til lykta leitt í mikilsverðu atriði, er sneri að því stórveldi, er við var samið. Gat því birting máls- ins á þeirri stundu haft hin óþægilegustu, ef ekki skaðleg- ustu •íhrif. En í siJS þess að taka fregnina hreinlega til baka, sem blaðið undir öllum kringum- stæðum hefir vafalaust haft skyldu til að gera. heldur það (Framhald.á 7. síðu). Herthu-strandið 1888. (Framhald). síðan aðhlynningu og aðbúð alla, sem þeim var v.eitt á þessum af- skekktu útkjálkabýlum, og hélt órjúfanlegri vináttu við Björn bónda meðan þeir lifðu báðir. Bauð hann sumarið eftir dætrum hans, Kristínu og Halldóru, sem þá voru heimasætur í Vík, með sér til Danmerkur til sumardvalar á heimili sínu, þágu þær boðið og dvöldu á heimili Petersens, og voru þar sem í foreldrahúsum, meðan hann fór ferð til íslands um sumarið. Þegar brimið hafði lægt og sjóveður gerðist sæmilegt, réðzt Björn í Vík til ferðar á góðum árabát, sexrónum, sem hann átti, er Farsæll hét, og fimm röskir menn með honum, og flutti strand- mennina til Akureyrar að ósk Petersens skipstjóra. — Mun Peter- sen hafa talið það hentast að komast þangað, til að fá haldið sjó- próf út af strandinu, því að sýslumaður (Stefán Thorarensen) sat þar, en strandið var í umdæmi hans. Þeir komu til Akureyrar um nóttina og var fólk allt í svefni. Hélt Petersen þar að húsi einu, sem sennilegt er að hafi verið Gránufélagshúsin á Oddeyrinni, og hrópaði þar hástöfum upp í glugga einn: Hertha forlist. Styre- manden död!" (Hertha fórst. Stýrimaðurinn lézt). — Það er senni- legt, að hann hafi kallað þetta upp í glugga til J. V. Havsteen, sem þá mun hafa verið verzlunarstjóri félagsins, nema ef véra skyldi að kaupstjóri félagsins, Tryggvi Gunnarsson, hefði enn verið á Akureyri. Var fljótt opnað húsið, og þeim skipbrotsmönnum sinnt og séð fyrir beina og svefnrúmi, sem og þeim Bimi og mönnum hans. - Þeir Héðinsfirðngar héldu svo heimleiðis ein- um eða tveimur dögum síðar og farnaðist vel. Áður én Petersen fór úr Vík, kvað hann svo á, að Björn skyldi eignast allt það, sem nýtilegt kynni að vera úr skipi og farmi og ræki á f jörur hans. Taldi hann það Htilsvert og eigi meira en vert væri fyrir beinann og flutninginn. Þessi gjöf Petersensfékkþóeigi að standa, því að hreppstjóri kom skömmu síðar og hélt uppboð á strandgóssinu. Seldist það við lágu verði, því að mest af þ.ví var lítt nýtilegt. Keypti Björn sumt af því; aðrir — t. d. Einar á Hraunum — nokkuð. Brakinu úr skipinu mun Björn hafa fengið að halda, sem hverjum öðrum reka, og seldi hann talsvert af því í Fljót og Ólafsfjörð. Björn í Vík sótti lík Clausens stýrimanns til Hvanndala, þegar er hann kom heim úr ferðinni til Akureyrar, smíðaði um það kistu og flutti það til Siglufjarðar. Var Clausen jarðaður í gamla kirkjugarðinum á Hvanneyri 13. nóv., og minnir mig að á leiði hans væri járnkross um sl.aldamót. Það var af öllum talið vafalaust, að skipbrotsmennirnir af Herthu hefðu allir orðið úti á Hvanndölum, ef eigi hefði verið þar byggð í þetta sinn og það taldi Petersen skipstjóri, sem bezt gat um það borið. — Eg get ekki sagt um það með vissu, en trú- legt þykir mér það, að það hafi verið fyrir forgöngu Petersens, að lítilfjörlegur styrkur var veittur, — af einhverjum dönskum sjóði, að mig minnir, — til þess, að fólk byggi þar, ef skipbrotsmenn bæri þar að landi. Styrkur þessi var þó lítið notaður, því að eftir að þeir Júlíus og Jónas flytja þaðan, vorið 1889, standa Hvann- dalir í eyði í 5 ár, en frá 1894 til 1896, er þar búið, og annað árið búa þar meira að segja þrjár fjölskyldur. — Meðal þeirra, sem síð- ast bjuggu í Hvanndölum, voru Einar Friðbjarnarson og María Finnbogadóttir, foreldrar Ölafs lögregluþjóns á Siglufirði. Síðan 1896 hefir ekki verið byggð i Hvanndölum. ENDIR.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.