Dagur - 10.02.1944, Blaðsíða 4

Dagur - 10.02.1944, Blaðsíða 4
DAGUR Fimmtudaginn 10. febfúar 1944 DAGUR Ritstjóm: Ingimar Eydul, Jóhcmn Frímcmn, Houlcur Snorrason. Afcjreiðslu og innheimtu crnnast: Sigurður Jóhannesson. Skrifstofa við Kaupvangstorg. — Sími 96. Blaðíð kemur út á hverjum fimmtudegi. Árgangurinn kostar kr. 15.00. Prentverk Odds Biömssonar. Hvar verður áburðarverk- smiðjan reist? EINS OG kunnugt er, hefir ríkisstjórnin látið fara fram athugun á því, hvar hentugast sé að reisa áburðarverksmiðju þá, sem í ráði er, að ríkið láti byggja við fyrstu hentugleika. Árangur þeirrar rannsóknar hefir enn ekki verið birtur almenningi, og er því raunar of snemmt um hann að ræða. Eitt Reykjavíkurblaðanna, „Morg- unblaðið", hefir þó nú þegar gert þetta mál að umræðuefni, og það á harla óviðfelldinn hátt. Er sýnt á ummælum blaðsins, að -það telur ekki koma til mála, að verksmiðja þessi verði reist annars staðar en í Reykjavík, eða þar á næstu grösum, hvað svo sem athugun sérfræðinga kunni að leiða í ljós um það, hvaða staður á landinu sé annars hentugastur fyrir slíkan rekstur. Ræðst blaðið í þessu sambandi allhvatskeytlega á Vil- hjálm Þór landbúnaðarráðherra fyrir það að hafa fengið erlendan sérfræðing til þess að koma hing- að til lands og gera áætlanir um rekstur áburðar- verksmiðjunnar. Og í annan stað þykja blaðinu það firn mikil, að ráðherrann skuli í þessu skyni hafa látið fara fram athuganir á staðháttum fyrir slíkan stórrekstur á öðrum eins „útskækli" eins og Akureyri og héruðunum umhverfis Eyjafjörð. Um hina fyrri ásökun „Morgunblaðsins" í garð ráðherrans er það að segja, að það væri al- gerlega óhæft og óverjandi, ef ríkisvaldið hefði látið dragast að leita álits og aðstoðar hæfustu sérfræðinga erlendra um þetta stórmál og það af þeirri einföldu ástæðu, að ekki er kunnugt um, að þar sé í annað hús að venda, þar sem enginn íslenzkur verkfræðingur hafi nokkra reynslu eða sérþekkingu, hvorki á fyrirkomulagi né heldur rekstri áburðarverksmiðja. íslenzkir verkfræðingar, þeir sem helzt höfðu eitthvað um málið f jallað, munu t. d. hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að afgangsorka frá Sogsvirkjuninni myndi nægja sem hreyfiafl fyrir verksmiðjuna. Nú er það komið í ljós, að um litla eða enga af- gangsorku verður þar að ræða og sízt þó orku, er duga myndi svo orkufreku fyrirtæki eins og áburðarverksmiðju. Sagt er, að slíkur rekstur muni þurfa 6—10 þús. hestafla orku allan sólar- hringinn, og kemur þá naumast nokkuð annað til greina en algerlega sérstök virkjun fyrir verk- smiðjuna. í annan stað myndu hafnarmannvirki Reykjavíkur alls ekki hrökkva til fyrir flutninga- þörfum áburðarverksmiðjunnar og yrði því nauðsynlégt að byggja þar aðra höfn með ærnum kostnaði. Hin síðari ásökun „Mprgunblaðsins" á hendur ráðherranum og skraf blaðsins um „útskækla" í því sambandi, hefir þegar vakið megnustu fyrir- litningu og óþökk allra réttsýnna manna í hvaða stjórnmálaflokki sem þeir teljast og hvar sem þeir eru búsettir í landinu. Mönnum er fullljóst, að hér er um svo stórkostlega þýðingarmikið fjárhagsatriði að ræða fyrir þjóðina alla, að eng- in önnur sjónarmið en rökstutt álit og niðurstöð- ur algerlega hlutlausra verkvísinda eiga að koma þar til greina. Ábufðarverksmiðjuna á að reisa þar, sem hlutlaus, vísindaleg rannsókn, sem hafin er upp yfir alla hreppapólitík, leiðir í ljós að hún sé bezt í sveit sett með hagsmuni fyrirtækis- ins og þjóðarhéildarinnar eina fyrir augum, - hvort sem það verður nú norðanlands eða sunn- an, austan eða vestan. Þjóðin vill geta treyst því í lengstu lög, að forráðamenn hennar beri giftu til að ráða málinu til lykta á þeim sjálfsagða grundvclU, Hernaðurinn á Kyrrahafseyjum Myndin sýnir Bandaríkjahcrmenn við vegargerð á Nýju-Guineu. Landið er alræmt pestarbæli, allt morar þar í malaríu-bakteríum, eiturkvikindum og — Japönum. Ósvífin ásökun. TfOMMÚNISTAR hafa óspart reynt að slá sér pólitíska mynt úr morði Kai Munks, danska skáldsins fræga. í aðalritstjórnargrein „Þjóðr viljans" hefir því til dæmis verið haldið fram, að „Alþýðublaðið" hafi undirniðri fagnað morðinu, enda dáist það að slíkum og þvílíkum níðings- verkum nazismans, „hvort sem þau eru framin í Ukrainu eða Jótlandi, Kiev eða Kaupmannahöfn", eins og blaðið orðar þessa óþokkalegu og furðulega ósvífnu ásökun. Það er vert að minnast þess í þessu sambandi, að „"Alþýðublaðið" má eiga það, að það hefir aldrei verið myrkt í máli um skoðanir sínar á nazistum og öllu þeirra athæfi. Það sagði þeim t. d. óspart og skorinort til syndanna á sama tíma og „Þjóð- viljinn" komst að þeirri spaklegu niðurstöðu, að það sé aðeins smekks- atriði, hvort menn eru á móti nazist- um eða ekki". (!!) — En það var nú líka á tímum hins „einlæga og órjúf- andi vináttusáttmála" milli Hitlers og Stalins bóndat Álit kommúnista á Kai Munk lifandi. JjJÓÐVILJINN" á nú heldur ekki - nógu sterk orð til þess að lýsa hinum miklu andlegu afrekum séra Kai Munks — rétt eins og kommún- istar hafi ávallt átt hvert bein í þeim dáindismanni. Um þessa hetjudýrk- un blaðsins á skáldinu myrta, er ann- ars það að segja, að það er ekki lengra síðan en í fyrravor, að skrif- finnar kommúnista voru á allt ann- arri skoðun um þennan mann og bókmenntastörf hans en þeir eru nú. I maíhefti „Tímarits Máls og menn- ingar" 1943, skrifar æðsti prestur kommúnista í öllu því er varðar bók- menntir og listir, Halldór Kiljan Lax- ness, t .d. eina hina verstu níðgrein um bókmenntastörf Kai Munk — þá lifandi og ómyrtan, en í heljargreip- um nazista — í sambandi við sýningu Leikfélags Reykjavíkur á „Orðinu", einu þekktasta og vinsælasta ritverki séra Munks. Segir þar svo m. a.: „Svona skítakristindómur, eins og í Orðinu, er ekki undir neinum kring- umstæðum efni í alvarlegt verk, held- ur skrípaleik". — ,,Það verður að fara meira en hundrað ér aftur í tímann til að finna presta, sem eru hlutgeng- ir á við samtíðarmenn sína í hugsun". Ennfremur:...... það hefir aflagazt í honum (þ. e. séra Munk) heilinn á sama hátt og öðrum, sem leggja fyrir sig guðfræði á okkar tímum. . . ." „hann er kannski dálítið brjálað- ur. . . .", „tilsvör hans (í leiknum) . . . hafa sterka hneigð til smekkleysis ....", o. s. frv. o. s. frv. ¦fjÁ SEGIR ennfremur svo í þessum sama „ritdómi": „Orðið eftir séra Kai Munk (er) dæmi um kristindóm- inn á niðurlægingarstigi og úrkynj- unar, kristindóminn sem hið ómerki- legasta meðal hins ómerkilega: dónaltga sérvizku upp í sveit, ein- kenni fólks á lægsta upplýsingarstigi eða séreign vitfirringa. Úrlausnarefni lífsins er dregið niður á það stig, að vera rifrildi milli þorpsskraddara og svínabónda um danskt heimatrúboð og Grundtvigianisma. Síðan er höggv- ið á hnútinn með því að láta vitlaus- an mann vekja upp draug, — það er lausn höfundarins á vandamálinu!" þAÐ VIRÐAST þurfa meira en meðal brjóstheilindi og blygðun- arleysi til fyrir þann flokk, sem sver við nafn þessa „ritskýranda" — trúir orðum þessa höfuð-bókmenntaspá- manns síns í fullri blindni og undir- gefni — að fella nú fögur krókódíla- tár við líkbörur séra Kai Munks, berja sér á brjóst, lofsama hið mikla skáld og andans mann, og ausa sam- tímis auri svívirðingarinnar yfir aðra saklausa, út af upploginni samhyggð þeir/a við böðla hans og mtírðingja. Nýtízku „villikettir" „VHIikettir" heita þessar orustuflugvéiar ameríska flotans. Þaer hafa reyiut skeinu- hsttar Japönum i styrjöldlnni á Kyrrahafi. MÓÐIR, KONA, MEYJA I síðasta blaði var nokkuð rætt um, hvað gera þyrfti „þegar blessuð börnin meiða sig", að ráði amerísks barnalæknis. Hér fara enn á eftir nokkr- ar ráðléggingar hans, — ekki sérlega merkileg- ar má e. t. v. segja, en þó tvímælalaust holl áminning. Byltur: Hvert barn fær meira og minna slæm- ar byltur einhvern tíma á bernskuskeiðinu. Bylt- ur geta verið meinlausar, — en þær geta líka ver- ið hættulegar, og hver móðir reynir að gera sér þess skjóta grein í hvert sinn og barnið dettur, — ofan af stól, borði, sófa, úr stiga o. s. frv. Ef barn- ið grætur mjög lengi eftir fallið, þótt lítið sem ekkert sjái á því, er vissast að leita ráða læknis. í mörgum tilfellum er erfitt að átta sig á því, hvort höfuðhögg sé hættulegt eða ekki. Hátt fall þarf ekki endilega að vera hættulegt, en smábylta aftur á móti valdið heilahristingi og haft áhrif á heilsu barnsins um mörg ár. Ef barn missir meðvitund af byltu, — þótt aðeins sé fáeinar sek- úndur, — eða ef það fær uppköst af völdum byltu, — er fölt og slappt, — er undir öllum kringumstæðum sjálfsagt að leita læknisráðs. Á meðan er rétt að hátta barnið og hafa kaldan bakstur við eymslin í höfðinu. Ef barnið blund- ar eftir illa byltu, er sjálfsagt að ganga úr skugga um, að sá svefn sé eðlilegur og vekja það á hálf- tíma fresti nokkrum sinnum. Það er erfitt að átta sig á því, hvort bylta hafi valdið meiðsl- um. Sjálfsagt að fylgjast nákvæmlega með líðan barnsins fyrst á eftir. Kisuklór er sárt, — en ekki hættulegt. Hundsbit getur ver- ið hættulegt, og er bezt að leíta til læknis strax. Leiður kvilli, en al- gengur, eru blóð- nasir. Kaldur bakst- ur og þrýstingur á nefið bætir oft. Bit og kattarklór: Kisa er stundum fljót til að borga fyrir sig ef óþyrmilega er tekið í skottið á henni, eins og oft vill brenna við, — og er þó furða hvað hún getur oft verið skapgóð. Kattar- klór getur verið sárt, en ekki er það hættulegt, ef ekki komast óhreinindi í það. Bezt að fara með það eins og hverja aðra rispu. Öðru máli gegnir um bit, sérstaklega hundsbit (sem mun fátítt hér á landi). Hundsbit eru ævinlega slæm og geta verið lífshættuleg. Bezt er að bera joð strax á bit- ið og ef um slæmt bit er að ræða, láta lækni at- huga það án tafar. Blóðnasir: Blóðnasir eru leiður kvilli, sem margan manninn hendir á uhga aldri, og getur ýmislegt valdið. Bezt er að setja kaldan bakstur við nefið og þrýsta ofan á nefið mitt, hæfilega fast .Gott er og að láta barnið þrýsta tungunni þétt upp á milli efra tanngarðs og efri varar. Það minnkar blóðrásina til nefsins. Róleg yfirvegun er ævinlega bezt, ef eitthvað kemur fyrir bamið. Barnið ætti aldrei að sjá hræðslumerki á móðurinni, eða föðurnum, þótt eitthvað slys hafi komið fyrir. Þá gildir að róa taugar barnsins með rólegri, ástúðlegri og ör- uggri framkomu. Deiglan er fyrir silfrið og bræðsluofninn fyrir gullið, oð maðurinn er dæmdur eftir orð- stír hans. Orðskviðir Salomons,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.