Dagur - 10.02.1944, Blaðsíða 6

Dagur - 10.02.1944, Blaðsíða 6
DAOUR Fimmtudaginn 10. febrúar 1944 (Framhald). Reinhardt tók óskrifaða pappírsörk og skrifaði eftirfarandi til minnis: 1. Hver er Milada? Spyrja félaga Glasenapps. 2. Hvað fór í milli hennar og Glasenapps? Milada sýnilega tékkneskt nafn. Samband Glasenapps við hana, hvernig sem því var háttað, brot á herreglum. 3. — „fært þér hann aftur." Hver er „hann?" 4. Annað auðskilið. G. vill heimsækja M. í heiðarlegum til- gangi. Lífið fær nýja merkingu o. s. frv. Reinhardt ýtti blaðinu til hliðar. Til hvers að vera að þessum heilabrotum? Það sem gera þurfti var, að finna þessa Milödu og yfirheyra hana. Þá mundi hitt koma af sjálfu sér. Reinhardt féll það einna verst, að allt útlit var fyrix að Glase- napp hefði framið sjálfsmorð. Var drukkinn og sennilega fengið þunglyndiskast, álpast út á pallinn og oltið út í ána, og þá ekki haft manndóm í sér til þess að berjast fyrir lífinu, — orðinn þreytt- ur á tilverunni. Málið virtist svo einfalt, að það var næstum því til skammar fyrir hann, að vera að brjóta heilann um það. En eitt er þó aðgætandi, hugsaði Reinhardt. Ef málavextir eru þessir, mega borgarbúar ekki undir nokkrum kringumstæðum fá að vita neitt um það. Þýzkir liðsforingjar deyja hetjudauða. Aldrei öðruvísi. Það mundi ekki hægt að komast hjá því, að gera Glase- napp að hetju. Það varð að fyrirbyggja allan grun um veikleika, — sjálfsmorð, — innan þýzka hersins. Þetta Glasenappmál yrði því að verða opinbert gert sem morðmál, hvernig sem í því lægi annars. Reinhardt varð léttara innanbrjósts. Hér hafði hann komizt á spor, sem var þess virði, áð vera rakið. Af þessu mundi leiða, að ekki kæmi til mála að sleppa neinum af þeim, sem Grubér hafði tekið höndum í Mánes-ölstofunni. Það yrði of hættulegt. Þeir yrðu að vera í haldi og undir grun, — gislar, sem hlytu að deyja nema morðinginn fyndist. Ótakmarkaðir möguleikar opnuðust fyrir sjónum lögreglufor- ingjans. Þetta yrði mál, sem tekið mundi eftir. Stórar auglýsingar um alla borgina. 50000 króna verðlaun fyrir upplýsingar sem leiddu til handsömunar á morðingja Glasenapps. — Tuttugu gislar skotnir innan viku, ef morðinginn yrði ekki framseldur fyrr. Reinhardt var staðinn á fætur og spígsporaði um skrifstofugólf- ið. Hann var breyttur orðinn. Öll þreytumerki voru horfin. Hann var hugfanginn af þeirri stefnu sem málin höfðu nú tekið. Hann greip blaðið á borðinu og hripaði niður uppkast að tilkynningunni um verðlaun. Því næst'þrýsti hann á hnapp á skrifborðinu. Gruber kom inn. Það hafði verið vel til fundið að gefa honum viðurnefnið „hnefaleikarinn". Hann bar yfirlætið og kraftana ut- an á sér. „Láttu prenta þessa tilkynningu og dreifa henni um borgina hið allra bráðasta", sagði Reinhardt. Gruber renndi augunum yfir það sem skrifað var á blaðið. „Mjög svo snjallt, — herra lögreglustjóri", sagði hann hátíðlega, „en hvernig vissuð þér að Glasenapp var myrtur? Eftir að við skýrðum letrið á bréfinu og lásum það, hefði mátt koma mér til þess að trúa því, að hann hefði framið sjálfsmorð. Reinhardt brosti vingjarnlega. „Þú átt ýmislegt ólært, Gruber", sagði hann. „í okkar starfi eru það áhrifin sem skera úr. Þú ættir að hugleiða það. — Eg þarf að fá lista yfir fólkið sem þú tókst í öl- stofunni í sambandi við þetta Glasenapp-mál". „Skal gert", svaraði Gruber, sló saman hælunum og var horfinn. Hann kom að vörmu spori aftur með listann. „Nú, þú hefir svei mér allar upplýsingar á reiðum höndum. Hefir líklega átt von á því, að eg mundi vilja sjá listann, karlinn?" sagði Reinhardt. Hnefaleikarinn svaraði ekki strax. Hann var þungbúinn á svip. „Hvað er á seiði?" spurði Reinhardt hastur. „Eg hefi rétt í þessu komizt á snoðir um, að einn af þeim sé tals- verður stórlax hér í borginni. Hann mun hafa verið vinveittur okk- ur frá upphafi og hjálpað okkur. Hann sýndi einhvern mótþróa við handtökuna og einhverjir af mönnum mínum hafa tekið tals- vert óþyrmilega á honum. — Við gátum ekki vitað neitt um fortíð mannsins, — svo eg sé ekki hvernig hægt var að komast sjá því, að hann yrði fyrir dálitlum óþægindum?" Reinhardt rétti úr sér. „Hver er maðurinn?" Gruber benti á nafn á listanum, alvörugefinn á svip. Reinhardt las: Lev Preissinger, forstjóri Bæheimska kolahringsins. „Bjáni geturðu verið, maður", sagði Reinhardt, nasbráður, „hefi eg ekki oft sagt þér, að réttara væri að láta mig um slíkar ákvarð- anir? Hefi eg ekki sagt þér, að það sé heimskulegt að handtaka fólk á þennan hátt, — þið verðið að vita hvað þið eruð að gera. Nú eru allar ráðagerðir mínar til einskis." Hann harkaði af sér. Áttaði sig á, að ekki mundi heppilegt að (Framhald). M*MftíÆ*t»i«Æ«:ÍÆ*tftíA«:4ftí*ftftCÍ*íbíÆ SÍV^^^Í***^ «S$«$«$$$«S«$Í4$4S$$4$$«««««$$»$S«Í5$^^ TIL SÖLU: Vil selja 70—80 stokka af ágætri trillulínu, strengi, stampa o. fl. Einnig nýtt línuspil (oddaspil). Sömuleiðis getur komið til greina sala á 3i/£ tonns trillubát, með 10 h.k. hráolíuvél í góðu lagi. Verð kr. 3.500. ÞÓRHALLUR KRISTJÁNSSON, Hjalteyri. ÚTSÆÐISKARTÖFLUR Þeir félagsmenn, sem hafa hugsað sér, að biðja okkur að útvega sér útsaðiskartöflur fyrir vorið, þurfa að senda pantanir sínar til skrifstofu félagsins fyrir febrúarlok. KAUPFÉLAC EYFIRÐINGA SSSSSSSSíSSSSÍS^^ :y^//^N^^<i^iJ^<yyy Holl og vítamín-/ auðug fæða! Reynið nokkrar dósir! > / ** **to 4/ %& %fc % %i> Dagur 12. febrúar 1919. Dýrtíðaróáran yfirstandandi tíma heftir furðu lítið áhuga alþýðu og uridirbúning til framtíðarmála og stórvirkja; mikill hluti hennar lætur áhyggjurnar eigi binda sig meira en þörf krefur; hugurinn leitar lengra til nýrra framsóknarverkefna.... Þetta er hið skýrasta og gleðileg- asta tákn þess ,að hér býr þjóð með „fullveldis" hug og hjarta, er veit sín hlutverk. Þjóð, sem skilur að hún verður að gjalda með sjálfsfórnum og frjálsum framlögum, málagjöld sín til umbóta og þroska. Þjóð, sem varð- veitir fullveldið, ef trúnaðarmenn hennar og fulltrúar eru samvizkusam- ir og láta stjórnast af þeim hjart- slætti, er hreyfir brjóst alþýð- unnar. . . . Ur hvatningargrein um heilsuhæl- ismálið. í fréttapistlum er þetta að finna m. a.: Bifieið ók út af Kópavogsbrúnni. I henni voru Matthías læknir, Sveinn Björnsson o. fl. Háflæði var og fallið hátt. Bifreiðamönnum var bjargað, en drukku og dösuðust. ZP^LiTi SKAK NR. 6. Frá alþjóðakappteílinu í Múnchen 1936. Drottningarpeö. Hvítt: Paul Keres, Eistland. Svart: Eggert Gilfer, ísland. 1. d4—Rf6. 2. c4—e6. 3. Rc3— Bb4. 4. Dc2—0—0? (Bezt er — 4. --------cS eða d5). 5. e4—d5. 6. e5— Rfd7. (Ef leikið er 6.--------Re4 er framh. 7. a3—Bxcf. 8. Bxc3 og Re4 stendur illa). 7. a3—Bxc3f. 8. bxc3— c5. 9. Rf3—cxd4. (Nú var Rc6 betra, sv. komst þá betur úr kreppunni. Mannaskiptin og tvípeðið veikja stöðu sv.). 10. cxd4—dxc4. 11. Bxc4 —h6. (Rc6 var enn betra enda þótt hv. hefði leikið Rg5 o. s. frv.). 12. h4 —He8. 13. Hh3—Rf8. 14. Hg3— Kh8. 15. Bxh6!—Da5f (eða gxh6. 16. Dd2—Kh7. 17. Bd3f—Rg6 18. h5— Hg8. 19. hxg—fxg. 20. Ke2 og síðan Hhl). 16. Ke2!—gxh6. 17. Dcl— Kh7. 18. Rg5f!—hxg5. 19. Dxg5— Rg6. 20. h5 og sv. gafst upp. Paul Keres er einn hinn allra djarf- asti og efnilegasti af hinum yngri skákmeisturum. Þegar 1936 hafði hann unnið sér mikið frægðarorð á skákþingum víða um lönd. HUS TIL SOLU Húseign mín, Lögbergsgata 3, Akureyri, er til sölu, og allt hús- ið laust til íbúðar 14. maí n. k. Tilboð í húseignina óskast fyrir 1. marz n. k. og er réttur áskil- inn, að taká hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum. Akureyri, 6. febr. 1944. Gunnar Eiríksson- SKÓLATQSKUR Bókabúð Akureyrar ATVINNA Stúlka getur fengið atvinnu við afgreiðslu- og innheimtustörf. Þarf að kunna ensku og helzt vélritun. Nýlenduvörudeild J ^?^?^?^?^?^?^^ Bókabúð Ákureyrar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.