Dagur - 10.02.1944, Blaðsíða 7

Dagur - 10.02.1944, Blaðsíða 7
Fimmtudaginn 10. febrúar 1944 DAGUR ÓDÝR ELDIVIÐARKAUP! K O K S á 180 kr. smálestin KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA TILKYNNING Viðskiptaráðið hefir ákveðið, að hámarksálagning í smá- sölu á alla innlenda málningu og lökk megi ekki vera hærri en 30%. Akvæði þessi koma til framkvæmda, að því er snertir vörur, sem keyptar eru frá og með 1. febrúar 1944. Reykjavík, 31. janúar 1944. Verðlagsstjórinn. í enskri landatræði eftir Pascoud (London 1726) er kaili um ísland. Segir þar m. a., að helztu bæir á landinu heiti Hola, Skalhot og Kurbar (lík- legts átt við Kirkjubæ). Kastali er þar einn, sem heitir Bested (líkl. Bessastaðir) og tvær beztu hafnirnar heita Hnar og Keplarwick (líkl. Hafnarfjörður og Keflavík). Á íslandi eru þrjú eldfjöll: Heckla, Helga og la Croix (Krossfjall), þau fjöll eru öll mjög há og snævi þakin og spúa eldi, sjóðandi vatni, foss- um af brennisteinsvökva, sem brennur eins og vínandi, svartri ösku og stórum vikrum, og það með svo miklum hvellum, að rríestu þrumur eru ekki eins ægi- legar. Á einum stað í Jræði- bók“ þessari er talað um villi- menn og skurðgoðadýrkendur, er búi í hellum uppi í landinu, og margt tleira fróðlegt segir þar frá íslandi og íslertdingum! Árið 1729 kom út lýsing Danmerkur og Noregs eftir hinn nafníræga rithötund og leikritaskáld Ludvig Holberg. Er þar nokkuð sagt frá Islandi, vinsamlegt flest og rétti Hol- berg nefnir nokkrar hinar verstu skröksögur, er þá gengu erlend- is um ísland og hrekur þær. Segir þar á einum stað t. d.: „Menn sem koma af löngum ferðum, fyrirverða sig eigi fyrir að segja hinar ótrúlegustu skröksögur, og ef menn haía á móti þeim, sarma þeir þær með eiði. Einu sirmi sagði kaupmað- ur, sem verzlaði á íslandi, mér, að hann hefði séð íslending taka af sér skóna og stýfa þá úr hneía eins og pörmukökur. Eg hristi höfuðið til merkis um, að eg tryði þessu ekki, en hann lagði eið út á það, að sagan væri sörm, og þá varð eg að þagna“. ★ Firmst þér, góði mirm, að eg líti út fyrir að vera orðin þrí- tug? — Nei, góða mín. Ekki rrú orðið. Auglýsing um kvikmynda- sýrtingu: — Barnasýrdng kl. 5 í dag. Fullorðnum ekki leyfður aðgangur, nema þeir séu í iylgd með börnum. ★ í loftvarnarbirginu: — Þú hefir aldrei kysst mig svona dá- samlega áður, Lára. Er það vegna myrkvunarirmar? — Nei. Það er vegna þess, að eg heiti Vera. ★ Það fara ekki margir sölu- merm í fötin hans Harvey’s sál- uga Firestorte, hins heimskunna hjólbarða-framleiðanda. Henry gamli Ford, bílakongurirm, hafði ekki roð við hortum í þeirri íþrótt, og var hann þó engirm skussi sem sölumaður heldur. Einu sirmi voru þeir Firestone og Ford, saman á ferðalagi vestur í Indíána- byggðum Ameríku. Þeir veðj- uðu þá um það, hvorum þeirra tækist betur að selja varning sinn gömlum og auðugum Indí- ána, sem þeir heimsóttu vestur þar. Ford tók Indíánann tyrst af- síðis, en hvernig sem hann gyllti bíla sína og hrósaði ágæti þeirra, neitaði Indíánirm kaupunum: Hann átti engan bil og kærði sig ekki um að eignast slíkt farartæki. Þó fór Firestone gamli á stúf- ana. Hann talaði við Indíánann undir íjögur augu, og að stund- arkorni liðnu kom harm sigri hrósandi aftur: Harm hafði selt Indíánanum hjólbarða — þótt harrn ætti engan bílirm — sem leikfang handa syrti hans! ★ Það var pest í svínunum á bænum, en þar sem vinnumað- urinn var lasirm, sendi húsmóð- irirm virmukonurta eina nóttina eftir dýralækninum. Næstu nótt elnaði virmumarminum sóttin, og nú var vinnukonan send eft- ir héraðslækninum. Húsbónd- inn vaknaði við umganginn og hrópaði: — Hvaða göltur er nú á þér, Stína mín? — Nú er það ekki gölturirm, húsbóndi góður, svaraði Stína. - Það er bara hann Jón. Maður nokkur átti ágætan reiðhest, sem allir kunningjar harts öfunduðu harm af. Eirm þeirra, slungirm kaupsýslumað- ur, hafði oft falazt eftir hestin um, en ekki fengið. Nú drapst hesturinn, og eigandirm gerði það ai skömmum sírrum, að hann sendi kaupmarminum skrokkinn að gjöf. Skömmu síð ar hittust þeir, og gárunginn spurði vin sinn, hverrtig honum hefði líkað gjöfirt. „Vet“, svar aði kaupmaðurirm. — ,(Eg hafði 3600 kr. upp úr hestirrum“. „Hvernig fórstu að því? Klár irm var þó dauðuf“. „O, eg efndi bara til happ- drættis um reiðhestirm þinn meðal kurmingja okkar beggja og seldi miðana dýrt“. „En góði maður! Urðu þeir ekki fokvortdir út af gabbinu?" „Nei, seiseinei", svaraði kaup maðurinn rólega. — „Sá eini, sem kvartaði, var sá, sem hlaut vinninginn, og honum ertdur greiddi eg penirtga hans og gaf honum dálitla fúlgu að auki fyr ir*halda sér' saman. Þar með var það mál úr sögurmi“. ■ Hvatvísi Morgunblaðsins (Fxamhald af 2. síðu). áfram að rita um málið á mjög ósmekklegan háit. Nú hefir mál þetta tyrir nokkr- um dögum verið gert opinbert af utanríkisráðuneytinu og birt í öllum blöðum. En þá skeður hið furðuleg-.i, að • itstjóri Moi'g- unbbðsins notar betia tækifærx x til þess að ráðast að utanríkis- íáðherra á hinn flónskulegasta og ógeðslegasta hátt. Fyrir það að ráðheirafm gegnir skyldu sinni vegna fréttaflutnings, sem varður við l<.g, uin viðkvæmt ut- anríkismál, notar ritstjóri Morg- unblaðsins aðstöðu sína til þess að skrifa unx hann persónulegar vivirðingar. Slík fiamkoma sen xessi er i. ngt fyrir neðan al- mennt velsæmi. Löggjafinn hef- ir nxeð hinum ströngu laga- akvæðu n sett skoxðu! vxð því, að menn geti opinberlega farið með utanríkismál landsins eftir xvi, sem hverjuni einum gott xyl ii. En persóna þess ráðhei'ra, sem fer með þessi viðkvæmu mál, hefir enga slíka vernd, jafn- vel ekki er hann gegnir embætt- isskyldu sinni. Hvað blaðamenn telja sér sæmandi undir kring- umstæðum sem þessum, er hins vegar góður mælikvarði á menn- ingu þeirra. Vér íslendingar erum viðvan- ingar í utanríkismálum, en því meiri þörf er á því, að menn reyni að temja sér þá háttvísi í þessum málum, sem aðrar þjóðir hafa lært og tileinkað sér af langri reynslu". Eins og sjá má á hinum til- færðu orðum Vísis, er hann hneykslaður og undrandi yfir framkomu Mbl. 1 þessu máli og vítir hana hispurslaust og að maklegleikum. Nálega allur landslýður mun taka undir með Vísi í þessu máli. En ekki þarf mönnum svo mjög að koma á óvart, þó að Mbl. kunni ekki mannasiði í utanríkismálum, þar sem æðsti yfirmaður þeirra er Vilhjálmur Þór. Menn hafa hlotið að veita því eftirtekt, að Mbl. er stútfullt af fýlu og árás- argirni á þenna ráðherra. Nú síðast gerði blaðið það að ái'ásar- efni á Vilhjálm Þór, að hann hefði látið taka eitthvert skilrúm burt úr stjómarráðsskrifstofun- um til þess að bæta vinnuskil- yrði þar. Líklega heimtar Mbl., að skilrúmið verði sett á sinn stað við næstu stjórnarskipti! Nýtt! Nýtt! PIQUE CHUTNEY-SÓSA Ljúffeng með kjöti og fiski.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.