Dagur - 17.02.1944, Blaðsíða 1

Dagur - 17.02.1944, Blaðsíða 1
=AAf= ANNALL DAGS ■-■■■ Tíð hefir verið fádæma um- hleypingasöm að undanfömu. Veður er oftast milt en gengur á með éljum og hryðjum. Síðastl. mánudag var hér afspymurok af suðvestri. Ekki hefir blaðið fregnir af tjóni hér í bæ eða nær- lendis af völdum veðurs þessa. ★ Nýr sagnaþáttur hefst í blað- inu í dag. Er það þáttur af Sig- urði Brenni, sérkennilegum manni, er eitt sinn bjó á Brenni- ási í Bárðardal. — Þátturinn er færður í letur af Helga Jóns- syni frá Hofsstöðum við Mývatn. Hefir þáttur þessi hvergi verið prentaður áður. ★ Verkamaðurinn birtir lang- lokugrein um deilur Pólverja og Rússa í síðasta tbl. í tilefni af „grein í Degi“. Ræðst ritstjórinn mjög hatramlega á ritstjórn Dags fyrir efni gréinar þessarar og ásakar hana um nazistiskt innræti! í leit sinni að sannleik- anumogígóðfýsi sinni, getur rit- stj. þess hvergi, að umrædd greín var útdr. úr ritstjórnargrein í víðlemu ensku blaði og birt í Degi undir fyrirsögninni „Úr er- lendum blöðum. Lesendur gera svo upp við sjálfa sig hvomm þeir (rúa betur í þessu efni, Bret- um eða Jakobi Árnasyni. ★ Enn hafa 10 íslenzkir sjómenn drukknað við störf sín. Er þá fullur hinn fjórði tugur dmkkn- aðra íslendinga á þessu nýbyrj- aða ári. Vélbátarnir Njörður og Freyr frá Vestmannaeyjum fóru í róður aðfaranótt sl. laugardags og munu báðr hafa farizt í of- viðri því er geisaði um land allt um sl. helgi. Níu vaskir sjómenn fómst með bátum þessum. — Þá fórust tveir bátar á Faxaflóa í sama ofviðri, en mannbjörg varð af þeim, að undanskiklum einuin skipverja af m/b „Ægir“, er drukknaði. ★ Verkamannafélagið Dagsbrún í Revkjavík boðar verkfall 22. þ. m., ef eigi takast samningar fyrr, en félagið krefst kauphækkunar úr kr. 2.10 á klst. í kr. 2.50. Al' þýðusambandið hefir heitið fé- laginu fulltingi sínu í deilunni. Sáttasemjari hefir málið til með- ferðítr. — Verkamannafélagið Hlíf í Hafnarfirði felldi með 162 atkv. gegn 156 að segja upp samningum við atvinnurekend- ur. — Verkamenn á Akranesi hafa einnig ákveðið, að segja ekki upp samningum. ★ Bjami Jónsson frá Unnar- holti, fyrrv. bankastjóri hér í bæ, hefir látið af störfum við Útvegs- banka íslands h.f., Rvík, fyrir aldurs sakir. Starfsmenn bankans héldu honum fjölmennt samsæti og var hann þar kjörinn fyrsti heiðursmeðlimur Starfsmannafé- lags Útvegsbankans. ALDARFJÓRÐUNGSSTARFS MINNZT ÍWINNIPEG 21.-23. FEBRÚAR N.K. þJÓÐRÆKNISEÉLAG íslend- inga í Vesturheimi á 25 ára afmæli um þessar mundir og verður þess minnzt á ársþingi fé- lagsins, sem haldið verður dag- ana 21.—23. febrúar næstk. í Winnipeg. í tilefni af afmæli félagsins og í boði þess, fer biskup landsins, herra Sigurgeir Sigurðsson, vest- ur um haf til að vera fulltrúi ís- lands við hátíðahöldin. Fer vel á því, þar sem kirkjan vestra hef- ir einmitt allá stund verið styrk- asta stoðin undir þjóðræknisbar- áttunni og viðhaldi tungunnar þar. Þjóðræknisfélagið á merkilega sögu að baki og hefir unnið mik- ilsvarðandi og ágætt starf. Það var stofnað í Winnipeg árið 1919 og var dr. Rögnvaldur Pét- ursson einn helzti hvatamaður þess og ötulasti forvígismaður, meðan hans naut við. Annars hafa langflestir ágætustu foringj- ar íslenzkra menningarmála í Vesturheimi starfað í félagsskap þessum hlið við hlið, án tillits til annarra deilumála, og hefir það þannig borið giftu til að vera hafið yfir allt dægurþras og Loftárás á Austur- land 10. þ. m. Olíuskipi sökkt, segja Þjóðverjar j TILKYNNINGU frá ame- rísku herstjórninni hér segir: „Þrjár þýzkar sprengjuflugvél- ar komu snöggvast inn yfir aust- urströnd íslands síðla morguns 10. febrúar 1944. Vörpuðu þær sprengjum, en ekkert manntjón varð af þeim, hvorki meðal ís- lendinga né hermanna. Loftvarnaskothríð var sam- stundis hafin á flugvélarnar og er álitið að ein flugvélanna hafi laskast af loftvarnaskeyti". í þýzku útvarpi er sagt svo frá árás þessari, að þýzk könnun- arflugvél hafi orðið vör við 8000 smál. olíuskip úti fyrir austur- strönd íslands. Þrjár sprengju- flugvélar voru sendar á vettvang fimmtudaginn 10. febrúar. Var skipið þá komið inn á Seyðis- fjörð. Var varpað sprengjum á skipið úr 1000 metra hæð, segir í þessum þýzku fregnum, og kom upp eldur í því. Sökk það á skammri stundu, segir ennfrem- ur í þessum útvarpsfregnum Þjóðverja. flokkaríg. Sýnir þetta gleggst, hversu ástin .til heimalandsins brennur ennþá með skærum loga í hjörtum landa vorra vest- an liafs. Það verður seint fullmetið hvaða þýðingu þessi félagsskap- ur hefir haft fyrir Vestur-íslend- inga. Markmið Þjóðræknisfélags- ins er að halda við sambandinu við heimalandið, efla og styrkja heilbrigðan þjóðernismetnað og glæða ást og þekkingu á sögu og tungu feðranna og íslenzkum menningarerfðum. í þessu skyni hefir félagið frá upphafi gefið út myndarlegt tímarit, haldið uppi íslenzkukennslu fyrir börn og unglinga um langt skeið, og stendur nú í því stórræði að láta semja og gefa út Landnámssögu íslendinga í Vesturheimi. Er ráðgert, að rit þetta verði í finnn bindum og eru þegar tvö af þeim komin út. Þorsteinn Þ. Þorsteinsson, skáld, annast rit- stjórn sögunnar og er ekki að efa, að þetta verður hin stór- merkasta heimild um annað landnám íslendinga í Vestur- heimi, sem verða mun afdrifa- og örlagaríkara fyrir hinn ís- lenzka kynstofn, en landnám Grænlands og Vínlands var áður — og. mun reynast merkilegra fyrir íslenzka þjóð, en oss er enn farið að renna grun í. Þjóðræknisfélagið starfar í mörgum deildum út um hinar dreifðu byggðir Norður-Ame- ríku, þar sem menn koma saman á íslendingadögum og Þorrablót- um og við önnur hátíðleg tæki- færi, til að minnast heimalands- ins. En sameiginlegt þing sitt heldur félagið venjulega í febrú- armánuði ár hvert í Winnipeg. Er það eins konar sæluvika, þar sem frændur og vinir frá fjar- liggjandi héruðum hittast, og menn verma hugann við fornar minningar, og gleðjast yfir því sameiginlega, að ræða um efl- ingu og sóma íslenzkrar menn- ingar. Núverandi forseti félagsins, dr. Richard Beck, er einn hinn ötulasti og ágætasti brautryðj- andi íslenzkra. menningarmála í Vesturheimi nú sem stendur. Auk þess merka starfs, sem hann hefir með höndum, að kynna sögu og bókmenntir þjóðar vorrar enskumælandi þjóðum með háskólastarfi sínu í Grand Forks og með víðtækum ritstörf- um, hefir hann árlega ferðazt um þvera og endilega Norður- (Framh, á 8. síðu). Hátíðakvöld Leikfé- lags Akureyrar Eins og frá var greint í síðasta tbl., efndi Leikfélag Akureyrar til hátíðakvölds í Samkomuhúsi bæjarins sl. sunnudagskvöld og minntizt þar sextíu ára afmælis frú Svövu Jónsdóttur leikkonu. Húsið var þéttskipað áhorfend- um. Eyrst flutti Steindór Stein- dórsson erindi um leiklist á Ak- ureyri og þátt frú Svövu í leik- listarlífi bæjarins um áratugi Síðan hófst sýning á einþáttungi eftir rússneska skáldið Anton Tchekov. Léku þar frú Svava, Árni Jónsson og Júlíus Oddsson. Þetta er léttur gamanleikur og var prýðilega sýndur. Frú Svava lék þar hlutverk ekkju á bezta aldri. Það var sagt um Söru Bernhardt á siigni tíð, að henni hefði tekizt að sýna ungar, skap- ríkar persónur fram á síðustu ár, svo ógleymanlegt hefði verið. Hið sama má segja um Bern- hardt okkar Akureyringa, — frú Svövu, — að hún vinni nýja og óvænta sigra þá er árin hafa færzt yfir hana og ætla mætti að leikferill hennar væri senn á enda. Árni Jónsson lék hlutverk Smirnovs bónda af fjöri og fyndni og Júlíus Oddsson hlut verk þjónsins, mjög smekklega. (Framhald á 8. síðu. Ný sjúkrabifreið JJAUÐA-KROSS-DEILD Akur eyrar hefir fengið nýja sjúkrabifreið frá Ameríku. Er þar með bætt úr brýnni þörf bæjar og héraðs, því að sjúkra- bifreiðarlaust hefir verið með öllu síðan sl. sumar og bifreiðin sem þá var notuð var lítt fær til slíkra flutninga. Forráðamenn Rauða-Kross- Deildarinnar buðu blaðamönn- um að sjá bifreiðina sl. fimmtu- dag. Þetta er Chevrolet bifreið 1941, prýðilega vönduð og hefir þegar reynst vel. Bifreiðarstjór- inn er Haraldur Kjartansson, Oddeyrarg.4, sími 492. Geta þeir sem óska að nota bifreiðina snú- ið sér til hans, eða Kjartans Sig- urtryggvasonar, Benzínafgreiðslu K. E. A., sími 428. Bæjarbúar og Eyfirðingar , ættu að launa Rauða-Kross-Deildinni hérlausn þessa nauðsynjamáls, með því að gerazt félagar í deildinni og stuðla þannig að framgangi þeirra annara menningarmála er Rauði-Krossinn starfar að. Hátíðahöld á Þing- völlum 17. iúní n.k. Lýðveldisnefnd þingflokkanna ber fram þingsályktunartillögu í sameinuðu Alþingi um skipun fimm manna nefndar til þess að undirbúa hátíðahöld á Þingvöll- um og víðar um land 17. júní n. k. í tilefni af gildistöku lýðveld- isstjórnarskrár íslands. Sparisjóður Svalbarðsstrandar 30 ára Aðalfundur Sparisjóðs Sval- barðsstrandar var haldinn 16. jan. s.l. að Ásgarði hjá Stefáni Magnússyni. Sparisjóðurinn var 30 ára nú um síðustu áramót, — stofnaður af Ungmennafélaginu ,,Æskan“ í ársbyrjun 1914. — Frumkvæðið að stofnun hans átti Helga Níelsdóttir á Hallanda, nú kona Jóhannesar Laxdals, bónda í rungu. Hafði Jóhannes á hendi stjórn sjóðsins allmörg fyrstu árin. Sjóðurinn var starf- ræktur af U. M. F. „Æskan“ og á ábyrgð þess, þar til árið 1935, að sú breyting var gerð, að hann var settur undir stjórn og ábyrgð 12 manna. Ábyrgist hver þessara 12 manna kr. 300.00. En Svalbarðs- strandarhreppur er svo bak- ábyrgur fyrir kr. 1000.00. Meðan sjóðurinn var starf- ræktur af ungmennafélaginu, varð hann aldrei nema aurasjóð- ur nokkurra barna og unglinga, en eftir að sú breyting var gerð á honum, sem að ofan getur, breyttjst þetta fljótt. Voru þá lagðir þar inn til geymslu og ávöxtunar ýmsir sjóðir sveitar- innar, og sparifjárinnstæða jókst mjög. Eru innstæður nú full 150 þúsund og varasjóðurinn rúml. 6 þúsund krónur. Sá háttur er hafður um fundarhöld sjóðsins, að aðalfundirnir eru hafðir sitt árið á hverjum stað, eða til skiptis hjá ábyrgðarmönnum. Er þá fundarmönnum veitt af rausn og myndarskap og þykja þetta einhverjir ánægjulegustu fundir sem haldnir eru í sveitinni, enda ríkir þar einhugur um vöxt og viðgang sjóðsins, en hann er nokkurs konar óskabarn sveitar- innar, því fullyrða má að mörgu barni og unglingi hefir hann forðað frá að eyða fyrstu aurun- um sínum. En nú er svo komið að langsamlega flest börn og unglingar sveitarinnar geyma (Framhald á 8. síðu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.