Dagur - 17.02.1944, Blaðsíða 3

Dagur - 17.02.1944, Blaðsíða 3
Fimmtudaginn 17. febrúar 1944 DAGUR 3 GAMLI MAÐURINN Sigurður Jónsson frá Hrappsstöðum Hann er dáinn, hættur störf- um og striti með 82 ár að baki. Erfiðleikarnir byrjuðu snemma fyrir gamla manninum^Um leið og hann leit ljós dagsins í fyrsta sinn, voru augu móðurinnar brostin. Þannig fór hann á mis við það dýrmætasta, er hverju barni má hlotnast í þessu lífi. Engin ást á sér dýpri rætur eða fórnar meiru en móðurástin. Þess vegna er henni viðbrugðið. Þess vegna er missir hennar mesta tapið, sem sjaldnast fæst bætt að fullu. Hann ólst upp, unglingurinn, meðal vandalausra á ýmsum stöðum og hefir þurft snemma að bíta bein fyrir sig sjálfur. Tvítugur að aldri missti hann föður sinn. Stóð hann þá uppi einmana, sviptur þeirri forsjá, sem aðrir á hans aldri fá oft not- ið, og það margoft í hinum ríku- legasta mæli og skapað mörgum grundvöll að öruggti æfistarfi. — Geta má nærri, að hinn ör- lyndi og viðkvæmi unglingur hefir á stundum fundið sárt til þess, að vera sviptur því, er hann elskaði heitast og þráði að mega halda sem lengst. Og hver veit, hve mikið hann kann að hafa misst, ekki einu sinni fyrir líð- andi stund heldur og fyrir fram- tíð sína alla? Nú varð hann að spila á eigin spýtur. Nú var ekki til neinna að flýja. Fokið í öll skjól. — Ör- lyndur, viðkvæmur og félaus, stóð hann uppi. Hann fann sárt til þess, hvað hann kunni fátt og vissi smátt. Hann langaði óaflátanlega til að læra — til að auðga andann og þroska hann. Með því móti gat hann eignazt fjársjóð og ávaxtað hann ,ef lán væri með; fjársjóð, sem þannig var, að enginn mátti hann frá honum taka. En vant- aði hann ekki allt til að geta náð þessu takmarki? — Nei, ekki allt. Hann skorti að vísu fjármuni, en hann átti vilja, þennan óbilandi seiglingsvilja, sem alltaf heldur í Iiorfið og lætur aldrei bugast að fullu, þótt á móti blási. — Hann missti aldrei sjónar á aðal- markinu, og að lokum náði hann því. Hann innritaðist í Hólaskóla og tók þaðan búfræði- próf eftir tveggja vetra nám. — Að því loknu vann hann á ýms- um stöðum, eins og hann hafði ávallt gert. En engu að síður not- aði hann allar sínar frístundir til að auka þekkingarforða sinn, — vita meira og kunna skil á sem flestu. Hann las og skildi Norður- landamálin, og svo fór hann að hnýsast í ensku, en þótti hún of þung og tímafrek fyrir sig, eins og á stóð. En þá var það þýzkan, er hann komst í kynni við, og hann sleppti henni eigi fyrr en hann gat lesið hana og skilið að nokkru. Og svo stöðugur var hann í rásinni gagnvart námi þýzkrar tungu, að rösklega sex- tugur að aldri hélt hann námi sínu áfram til aukins skilnings. Tínwrnir liðu- Hann fann það, gamli maðurinn, að það er ekki gott, að maðurinn sé einn. — Hann festi sér vin, — góðan einkavin. Þá fann hann, hversu það var mikilsvert að eiga slíkan vin við hlið sér. En af því leiddi það, að nú varð að fara að hugsa fyrir heimili. En fjármunirnir voru af skornum skammti. Samt var þegar byrjað á búskap í smá- um stíl. En ábúðin reyndist hvergi til frambúðar. Fá ár í stað og ætíð í tvíbýli — stundum í húsmennsku — svo að erfitt reyndist að koma fyrir sig fótun um. I.oks gafst þó tækifærið: Smá-jörð með fremur góðu túni og að ýmsu leyti þægileg og vel í sveit sett var föl. — Þó að efnin væru lítil, réðist hann þó í að festa kaup á jörðinni. Þar með var hann þá búinn að fá sér ör- uggan samastað. Nú var það næsta að reynast skilamaður og greiða afborganir og vexti sam- kvæmt samningum. Ef það tæk- ist eigi, var baráttan til einskis. En efnin voru lítil. Ómegð óx og skyldurnar urðu æ fleiri eftir því er tímar liðu. En með sívak- andi ástundun, vinnu og spar- neytni tókst honum að lokum að greiða jarðarverðið að fullu. Þar með var því takmarki náð. Á Hrappsstöðum f Kaldakinn bjó hann í rösk 40 ár. Framan af voru það hörð baráttuár, en jafnframt var það hádegi æfinn- ar. Þar mátti hann stíga niður fæti án þess sífellt að hafa það í huga, hvort öðrum myndi líka það betur eða verr. Nú var hann ekki í tvíbýli, þar sem sífellt þarf að taka tillit til annarra og — hrekkur þó eigi til. Hann var í einbýli og var sjálfur húsbóndi og ráðherra og hafði einn dóms- og framkvæmdar\'aldið í sínum höndum. Það var Jró munur! Það er sterkur þáttur í eðli ís- lendingsins, að vilja vera'út af fyrir sig og ráða sjálfur öllu á sínu heimili. Eg held, að hugs- unarhátturinn þurfi stórkostlega að breytast, áður en samyrkjubú- skap verður sungið lof og dýrð á íslandi. Hann bjó aldrei nema smá- búi. En hann gerði vel til allra sinna skepna og lét þeim ætíð líða sem bezt, svo að þær mættu skíla sem beztum arði. Hann vildi yera viss að sjá þeim borg- ið á hverju vori, hversu sem viðraði. Það var pótgróið í eðli hans að vera sjálfstæður og þurfa eigi að leita til annarra. Og hon- um tókst það. Ekki með til- hlaupi eða hörðum átökum, heldur með þrautseigju elju- mannsins. Við höfðum náin kyni hvor af öðrum í full 40 ár. Við fyrstu kynning varð eg þess var, að löngun hans til fróðleiks var meiri en venjulegt er um menn á hans aldri. Hann var alltaf að læra, alltaf að auka fróðleik sinn og J^ekkingu á ýnrsum sviðum. Fáum var það ljóst, því að mað- urinn var dulur og fáskiptinn út á við og hafði sig lítið í frammi, nema leitað væri á. Hann var rnjög samvizkusamur í öllum viðskiptum við aðra. Hann vildi aldrei lofa meiru en hann gat efnt. Að bregðast lof- orðum gekk glæpi næst í hans huga. Hann var óvenjulega skuld- var. „Fátækir rnenn með lítil bú verða að forðast það að íklæðast skuldum. Takist þeim það ekki, er úti uin þá“. Svo mælti hann eitt sinn og það af heilindum eins og jafnan, því að hann sýndi trú sína í verkunum svo senr ástæður stóðu frekast til. Hann var félagslyndur og hafði ánægju af að sitja á mál- þingum og hlusta á sókn og vörn mála.. Þó lét hann jafnan annarra málefni hlutlaus. Hann var glaður og hlýr í allri kynningu og framkomu við aðra — Eg minnizt ei að hafa hitt hann nokkru sinni öðruvísi en í góðu skapi. Kæri sveitungr og stéttar- bróðirl Þú kvaddir samferðamennina á Jreim tíma árs, þegar dagarnir eru stuttir, en nætumar myrkar og langar. Skammdegið var þér aldrei vinsamlegt. Þegar dagar fóru að styttast til muna, fórstu að þrá lengri daga, meira ljós. En nátt úran er söm við sig. Skammdegið fer sínar ákvörðuðu leiðir, hvað sem hver segir. Þar er aldrei hægt að hlaupa yfir kafla. En núna í síðasta skammdegi var þér þó veitt undanþága, aldrei þessu vant. Þú varst frelsaður frá Jrví að þurfa að lifa og líða síðustu skammdegisstundirnar. Þú varst fluttur frá myrkrinu til ljóssins — inn að jólafögnuði herra þíns. í janúar 1944. B. B. Stórfelld vatnavirkiun NÚ ER GÁLLINN Á HALLDÓRI! í 5. tölubl. Dags Jj. á. voru til- færðar nokkrar klausur úr Al- þýðublaðinu frá árinu 1942, er sýndu og sönnuðu óvéfengjan- lega, að á Jrví herrans ári voru Alþýðuflokksmenn harðvítugir hraðskilnaðarmenn. Ritstjóra Alþýðumannsins finnst auðsjá- anlega nauðsyn til bera að reyna að þvo flokksbræður sína hreina af þeini skelfilegu synd að hafa viljað hraða því, að ísland öðl aðist fullt stjórnmálalegt frelsi. Þessi þvottur fer fram á þann hátt, að því er haldið fram, að hinum tilfærðu ummælum A1 þýðublaðsins hafi verið herfilega misboðið í Degi, því fyrst hafi þau verið „aflöguð“, síðan tekin „út úr samhengi“ og loks „rang- skýrð“. Eftir þessar þreföldu ásakanir um ritfals, hefði mátt ætla, að ritstjóri Alþm. liafi látið kné fylgja kviði og sýnt rækilega fram á, í hverjn ritfalsið væri fólgið og á hvern hátt slitið væri úr samhengi og rangskýrt. Þetta hefði átt að vera ritstjóranum innan handar, ef hann fór með sannleika. En allt þetta lætur hann undir höfuð leggjast. Á meðan ritstjóri Alþm. færir ekki skýr rök fyrir ofangreind um staðhæfingum, verður því litið, á þær sem staðleysur, er gripið hafi verið til í vandræð um og rökþrotum. F.n úr því að ritstj. Alþm. belg- ir sig út að þessu sinni með gor- geir og stærilæti, eins og hann á nokkurn vanda til, }x:gar gállinn er á honum, þá er rétt að skella á hann nærtækara og enn nýrra dæmi en áður um „hraðskilnað* og „óðagot" innan Alþýðuflokks- ins: A síðastliðnu vori lagði for- maður Alþýðuflokksins til í millijringanefnd í stjórnarskrár- málinu, ásamt öðrum nefndar- mönnum, að sambandinu milli Islands og Danmerkur yrði slitið og lýðveldi stofnað hér á landi, igí síðar en 17. júní 1944. Fyrir því liggja þá órækar sannanir, að formaður Alþýðu- flokksins, Stefán Jóhann Stefáns son, var hraðskilnaðarmaður og „óðagotsmaður“, á máli Alþm., vorið 1943. Nú lætur Alþm. brigzlyrðin dynja á þeim, er fylgja stefnu Stefáns Jóhanns, eins og hún var í vor. Blaðið brigzlar þeim um, að þeir fari fram með þeim „endemum", sem „ekki hefðu þótt sæma á Sturlungaöldinni", biægður þeim um „pólitíska' klæki“, ódrengskap og lögbrot Þar sem nú að stjórnmálarit- stjóri Alþýðumannsins lætur sér sæma að viðhafa þenna stóryrða þvætting, er rétt að leggja fyrir hann eftirfarandi spurningar til úrlausnar: D I A S O N E. Nýtt vopn í baráttunni við hinn hvíta dauða. Berklaveikin er, svo sem kunn- ugt er, ein hin hörmulegasta meinsemd mannkynsins. — í Bandaríkjunum einum saman hafa 60.000 manns fallið fyrir vopnum hennar á ári hverju og 200.000 hafa bætzt í hóp þeirra er þreyja batann mánuði og ár á heilsuhælum. Læknar hafa til þessa ekki þekkt neina örugga lækningaaðferð. Nú er frám- komið lyf — diasone, — enn einn bjargvætturinn af „sulfa“-teg- undinni, sem gefur von umbætt- an árangur í baráttunni við hinn stórhögga óvin. Berklabakterían hefir t. d. að jafnaði drepið broddgelti á tilraunastofum inn- an eins árs. Með tilraunum á vegum Mayo-stofnunarinnar í U. S. A. hefir tekizt að lækka dánartölu slíkta tilraunadýra úr 71% í 14%. í fyrstu tilraunum með hóp sjúklinga var unr talsverða fram- för að ræða hjá 65 af 100 eftir 4 mánaða notkun diasone. Tals- vert margir sjúklingar, sem ekki höfðu tekið lækningu með öðr- um aðferðum, voru útskrifaðir síðar. Um þessar mundir fara fram stórfelldar tilraunir á hagnýti hins nýja lyfs á nokkrum völd- um heilsuhælum í Bandaríkjun- uum. Eitt þúsund sjúklingar eru þar settir undir áhrif diasone með vísindalegri nákvæmni og er skýrslu um árangur þess beðið með eftirvæntingu. Ennþá er ókunnugt með öllu á hvern hátt diasone læknar. Ransóknir virðast þó gefa til kynna, að eins og önnur „sulfa“- lyf ráðist það ekki beint á sýkil- inn, — heldur vinni að því að stöðva fjölgun sýkla í líkaman- um, og stuðla .þannig að sigri hvítu blóðkornanna í orrust- unni við óvininn. Þrátt fyrir glæsilegan árangur á byrjunar- skeiði vara læknar við of mikilli bjartsýni. Diasone er ennjiá til- raunalyf, — en þó þegar sýnt, að það sé merkilegasta lyfið í bar- áttunni við hinn hvíta dauða, er nokkru sinni hefir fram komið. En fyrr en nákvæmar og víðtæk- ar tilraunir hafa verið gerðar, verður ekki fullyrt um hæfni þess. né hvort J:>að kunni að hafa e. t. v. hættuleg áhrif á öðrum sviðum. Diasone verður ekki fáanlegt til handa almenningi né lækn- um yfirleitt, fyrr en 1945. Öll framleiðsla þess, sem stendur, fer til 20 heilsuhæla, sem valin hafa verið til þess að fullreyna eiginleika þess. (Úr grein í Reader’s Digest, fe- brúar 1944). Myndin sýnk hluta aí Parker-vkkjuninni í U. S. A„ þar sem Colora- do-fljót hefk verið beizlað. Þetta er hluti af stórfelldri vkkjunaráætl- un, er Pandaríkjaatiórn framkvæmk, 1. Fór Stefán Jóhann fram með þeim endemum. sem ekki hefðu þótt sæma á Sturlungaöld, þegar hann lagði til, að skilnaður og lýðveldisstofnun færi fram eigi siðar en 17. jAní 1944? 2. Hafði hann Jrá í huga póli- tíska klæki? 3. Beitti hann þá ódréngskap? 4. Ætlaði hann að fremja lög- brot?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.