Dagur - 17.02.1944, Blaðsíða 5

Dagur - 17.02.1944, Blaðsíða 5
Fimmtudaginn 17. febrúar 1944 DAGUR 5 ÁLIT LÝÐVELDISNEFNDAR ALÞINGIS Lýðveldisnefndin, sem er samvinnunefnd þeirra þriggja þingflokka, sem með yfirlýs- ingu 1. desember f. á. bundust samtökum um framgang lýð- veldismálsins á Alþingi, vill láta eftirfarandi álit sitt í ljós út af nýlega framkomnum til- lögum um sérstaka meðferð skilnaðarmálsins: Jafnskjótt sem ljóst var, að sambandi Islands og Danmerkur mundi þá og þegar slitið og lýð- veldi stofnað hér á landi, var tek- ið að íhuga, með hverjum hætti ákvarðanir um þessi efni skyldu formlega gerðar. Menn gerðu sér þess þegar grein, að þótt Alþingi eitt eða í samvinnu við ríkis- stjórn kynni að neyðast til að gera bráðabirgðaákvarðanir um þessi efni, þá bæri að skjóta þeim til fullnaðarákvörðunar þjóðarinnar sjálfrar með einum eða öðrum hætti. Um brottfall sambandslaganna var frá upphafi ákveðið í þeim sjálfum, sbr. 2. mgr. 18. gr. lag- anna, að fyrst skyldi Alþingi gera um það sínar samþykktir en síðan skyldu þær bornar und- ir atkvæði þeirra, sem atkvæðis- rétt hafa við almennar kosning- ar til löggjafarþings landsins. Hver leið sem farin »r um afnám sambandslaganna, er það sam- ræmast eðli málsins, að þjóðin sjálf segi á þennan hátt með beinni atkvæðagreiðslu til um, hvort hún vilji láta sambands- lögin gilda áfram eða eigi. Um þetta atriði hlýtur þó 2. mgr. 76 gr. stjskr. 1920, sbr. 2. mgr. 75. gr. núgildandi stjskr.,að skera úr, en þar segir: ,,Nú sam- þykkir Alþingi breyting á sam- bandslögum íslands og Dan- merkur, og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosn- ingabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar, og skal atkvæðagreiðslan vera leynileg“. Þetta ákvæði á ekki síður við, ef um er að ræða algert brottfall sambandslaganna en einfalda breytingu þeirra. Hvað sem gildi sjálfra sambandslaganna líður, fólst það því þegar í stjskr. 1920 og stendur enn óhaggað, að sam- bandslögin yrðu ekki endanlega afnumin nema með beinu þjóð- aratkvæði. Enginn vafi hefir því nokkru sinni leikið á því, að afnám sam- bandslaganna yrði eigi ráðið nema með beinni atkvæða- greiðslu sjálfrar þjóðarinnar. Nokkru meiri vafi lék á um það, hverja aðferð skyldi við hafa um stofnun lýðveldis á ís- landi og setning lýðveldisstjórn- arskrár. Fljótt á litið hefði e. t. v. sýnst greiðfærast að fara hina venju- legu stjórnskipulegu leið um breytingar á stjórnarskránni Það er að segja, að Alþingi sam- þykki fyrst hina nýju skipan, síð- an væri þingið rofið og efnt til nýrra kosninga, málið því næst lagt fyrir hið nýkosna þing, og ef það þá næði samþykki óbreytt, skyldi það lagt til staðfestingar eða synjunar handhafa konungs- valds, þ. e. ríkisstjóra. Að athuguðu máli þótti þessi leið þó eigi fær. Hún þótti of svifasein á slíkum ólgutímum sem þessum, þegar allra veðra er von og allt getur verið undir því komið, að eigi hafi of lengi dreg- izt að komið yrði fastri skipun á stjórn ríkisins. En öðru fremur þótti þjóðinni sjálfri eigi gefið nóg úrslitavald í málinu með þessum hætti. Nú á tímum er það óumdeilt með stjórnfrjáls- um þjóðum, að allt vald komi frá þjóðinni sjáifri. Þegar ákveða átti, hvort hún skyldi í framtíð búa við konungdæmi eða lýð- veldi gat því eigi komið til mála, að sú skipun, sem þjóðin kysi sjálf, væri látin stranda á synjun- arvaldi neins einstaks manns, hvort sem það væri konungur eða handhafi valds hans, ríkis- stjóri. Þess vegna varð að búa svo um, að þjóðin sjálf hefði um þetta hið endanlega ákvörðun- arvald. Af þessum sökum var því hreyft snemma á árinu 1941, af Jónasi Jónssyni alþm., að eðli- legt væri, að saman yrði kvadd- ur sérstakur þjóðfundur til ákvörðunar um lýðveldisstofn- un hér á landi. Með hugmynd þessari var minnst á þann at- burð í íslandssögu, sem einna mestur ljómi stendur af, þjóð- fundinn 1851. Það var því eðli- legt, að íhugað væri, hvort eigi væri heppilegast að leysa málið nú með þessum hætti. En aðstaðan var gerólík. Alþingi hafði að vlsu verið endurreist 1845. En á þeim ár- um var þingið eigi löggjafarþing heldur einungis ráðgjafarsam- koma fyrir einvaldan konung, sem tregaðist við að láta íslend- ingum í té hið sama fullveldi yf- ir málum þeirra og hann lét Dönum i té með kvaðning þjóð- fundarins danska 1848—49. ís- lendingum var ljóst, að hið ráð- gefandi Alþingi gat eigi farið með neitt hliðstætt vald þjóð- fundinum danska, og því lögðu þeir megin áherzlu á, að saman yrði kvaddur á íslandi regluleg- ur þjóðfundur með óskoruðu valdi slíks fundar. Danska stjórn- in ætlaðist aldrei til þess, að fundurinn 1851 hefði slíkt vald, og umboðsmaður hennar hleypti fundinum upp, þegar í ljós kom, að fundarmenn héldu fast á hin- um íslenzka málstað. framt starfandi löggjafarþing. Engu að síður var þjóðfundar- hugmyndin mjög rækilega rædd, einkum sumarið 1942, þegar þíngmenn og ríkisstjórn báru saman ráð sín um, á hvern veg stofnun lýðveldis yrði bezt trygð. Áttu fulltrúar flokkanna þá sam- töl um þetta við ríkisstjórn og herra ríkisstjóra. Voru þá í upphafi sumir þess hvetjandi, að við síðari kosning- ár 1942 væri sett í stjórnar- skrána heimild til kvaðningar þjóðfundar um úrslitaákvörðun þessa máls. Að athuguðu rnáli virtust þó allir horfnir frá því ráði. Höfuðástæðan til þess var það álit manna, að þjóðfundur ætti eðli sínu samkvæmt að vera full- valda stjórnlagaþing. Slíkum þjóðfundi yrði því eigi takmark- anir settar. Ef hann er saman kominn, þá getur hann sett hver þau ákvæði varðandi stjórnskip- un landsins, sem meiri hluta hans lízt. Þar mundi t. d. hægt að gjörbreyta kjördæmaskipun landsins og yfirleitt gera allar aðrar hugsanlegar breytingar á stjómskipuninni. Ef þessi háttur var á hafður, var því ljóst, að skilnaðinum við Danmörku og lýðveldisstofnun mundi blandað saman við harðvítug deilumál með þjóðinni í stað þess að hefja þessi alþjóðarmál ofar öllum dægurdeilum manna. Hér við bættist, að ákaflega erfitt hlaut að verða að koma sér saman um kosningalögin til þjóðfundar, svo sem kjördæma- deilumar 1981 til 1933 og 1942 bera ljósast vitni um, og mundi þó þeim mun harðara hafa verið deilt um kosningalÖgin til þjóð- fundar, sem vald hans er óskor aðra en Alþingis. Alþingi er nú eigi ráðgefandi samkoma útlends einvaldskon- ungs, heldur réttur aðili um stjórnarskrárbreytingar og því með öllu ósambærilegt við ráð- gjafarsamkomuna frá 1845. For- dæmið frá 1851 átti þegar af þeirri ástæðu ekki við. Munu og vandfundin dæmi þess, að sér- staklega kosinn þjóðfundur eða stjórnlagaþing hafi verið kallað saman hjá þjóð, scm hafði jafn Sumarið 1942 varð því að sam- komulagi að hverfa frá þjóð- fundarhugmyndinni f sambandi við stofnun lýðveldis. í þess stað samþykkti Alþingi sumarið 1942 einum rómi svo- fellda stjórnarskrárbreytingu: (íAftan við 3 málsgr. 75. gr, stjórnarskrárinnar bætist ný málsgr., svohljóðandi: Þegar Alþingi samþykkir þá breytingu á stjómskipulagi ís lands, sem greinir í ályktunum þess frá 17. maí 1941, hefir sú samþykkt eins þings gildi sem stjórnskipunarlög, er meiri hluti allra kosningabærra manna landinu hefir með leynilegri at kvæðagreiðslu samþykkt hana Þó er óheimilt að gera með þess um hætti nokkrar aðrar breyt ingar á stjórnarskránni en þær sem beinlínis leiðir af sambands slitum við Danmörku og þvf, að íslendingar taka með stofnun lýðveldis til fullnustu í sínar hendur æðsta vald í málefnum ríkisins". Þetta stjórnarskrárfrumvarp lá fyrir við kosningarnar haustið 1942 og var þá gerð grein fyrir þvf og eðli þess um land allt. A1 þingi það, sem saman kom að loknum kosningum, samþykkti ::rv. einnig í einu hljóði og hlaut aað síðan staðfestingu ríkisstjóra 15. des. 1942 og og er því nú liluti af stjórnarskrá íslenzka rík- isins. Þannig var mörkuð leiðin, sem fara skyldi við lýðveldis- stofnunina. og tók þetta allt ær- inn tíma og mikið starf cins og iunnugt er. ★ Þessi leið þótti í senn hag- kvæm og hin virðulegasta sem unnt var að velja. Með henni var tryggt, að inn í sjálfstæðismálið yrði eigi blandað deilum um ger- ólík atriði, svo sem kjördæma- skiþun o. fl. Og með þessum rætti var hverjum einasta kosn- ingabærUm manni í landinu sjálfum, án milligöngu nokk- urra umboðsmanna, hvort held- ur á Alþingi eða þjóðfundi, fal- ið að kveða á um, hvora stjórn- skipunina hann vildi kjósa sér: Hvort hann vildi enn una er- endri konungsstjorn, eða hvort íann vildi koma á því lýðveldi, sem íslenzka þjóðin hefir um aldir þráð. Þetta er svo einföld spurning, að henni getur hver einasti ís- endingur svarað orðskviðalaust. Og hverjum einasta íslendingi ber að svara henni sjálfur og eigi fela neinum öðrum umboð til að svara henni. Um þetta á þjóðin sjálf að taka úrslitaákvörðun en engir kjörnir eða sjálfkjörnir fulltrd- ar, í hversu háum stöðum sem þeir kunna að vera. Þangað til ríkisstjóri undirrit aði stjórnskipunarlögin 15. des. 1942 og gerði þau þar með að hluta af stjórnarskrá fslenzka ríkisins, gat menn greint á um, hverja aðferð skyldi við hafa f þessu. Eftir það kemst enginn efi að, nema því aðeins, að menn vilji nú gera nýja stjórnarskrár- breytingu til undirbúnings sam- bandsslitum og lýðveldisstofnun. Afnema bæði 2. og 4. málgs. 75. gr. stjskr. og fjarlægjast þannig enn meir en áður þann hátt, sem frá upphafi var hugsaður um afnám sambandslaganna, og útiloka beina þátttöku hvers einasta kjósanda í lýðveldisstofn uninni. Ef menn teldu slíkt ráð legt nú ,vrði Alþingi fyrst að samþykkja það, svo yrði að rjúfa þing og kjósa almennum alþing iskosningum, Alþingi koma sam an á ný og endursamþykkja hin nýju ákvæði óbreytt og ríkis stjóri að staðfesta þau. Því næst þyrfti að koma sér saman um nánari kosningareglur til þjóð- fundar og kynni það að reynast fullerftt. Þá væri eftir að kjósa til þjóðfundar almennum kosn ingum um land allt, og væri þó enn eftir hið mikla starf þjóð- fundarins, þar A meðal að kveða á um sambandsslit og lýðveldis stofnun. Þá er þess að gæta, að svo kynni til að takast um kosn ingareglur til þjóðfundarins eigi sízt ef þar ætti sæti óákveð inn fjöldi sjálfkjörinna manna að fulltrúar algers minni hluta landsmanna réðu úrslitum á slíkum fundi. Afleiðing þessarar aðferðar mætti vel verða sú, þegar búið væri að yfirvinna allar þær tor- i'ærur, tafir og sundrung, sem iienni væru samfara, að þjóð- i'undurinn ákvæði þá skipun, sem meiri hluti þjóðarinnar vildi á engan hátt við una, og rná þá nærri geta, hversu hún mundi af öðrum virt. Getur því eigi komið til mála, að horfið verði af þeirri braut, sem hefir verið mörkuð að nokkru allt frá 1920, en að öðru frá 1942, þegar hefir verið viðurkenna af er- lendum aðilum og ein getur tryggt íslenzku þjóðinni sjálfri og þar með hverjum einasta kjósasda úrsiltaráð um það mál- efni, sem landsmenn allir verða að láta til sín takaogkveðaá um. Af öllu því, sem nú hefir verið tekið fram, er ljóst, að ekki er færst að Alþingi víki nú af þeim grundvelli, sem menn fyrir löngu hafa lagt um afgreiðslu þessara mála og núverandi ríkis- stjórn einnig er samþykk, og fari inn á nýja leið, sem hafa mundi í för með sér ófyrirsjáanlega töf og truflun í meðferð skilnaðar- málsins og lýðveldisstofnunar á íslandi. Nýtt! Nýtt! PIQUE CHUTNEY-SÓSA Ljúffeng með kjöti og fiski Nýlendu- vörudeild Sparksleði óskast! Afgr. vísar á. ÁSKORUN TIL SJÓMANNA Sjómannafélag Akureyrar skorar á meðlimi sína, og aðra þá sjó- menn á Akureyri, sem hugsa sér að sækja um skiprúm á Akur- eyrarskipum, fyrir næstu síldar- vertíð.NDg enn hafa ekki sótt um skiprúm, að gera það nú þegar eða fyrir 1. marz næstkomandi. Akureyri 13. febrúar 1944. S T J Ó R N 1 N.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.