Dagur - 02.03.1944, Blaðsíða 1

Dagur - 02.03.1944, Blaðsíða 1
!& ANNAL DAGS rfn DliU Fréttir frá Vestmannaeyjum. Glæsilegur árangur samstarfs og samvinnu. Úr Eyjum ganga um 80 bátar til fiskveiða á yfirstandandi ver- tíð og hefir Evjaflotinn verið í jafnri aukningu undanfarin ár. Á næstliðnu ári bættust við 5 ný- ir bátar, allir smíðaðir í Eyjum. Haddi 10 tonn, Týr 30 tonn, Jökull og Friðrik Jónsson 50 tonn hver og Von 60 tonn, auk þess sem nokkrir bátar hafa ver- ið lengdir og endurbyggðir. Nú eru í byggingu tveir nýir bátar, annar 70 og hinn 20 tonn. Auk skipasmíðanna hefir vélsmiðjan Magni og báðar skipasmíða- stöðvarnar aukið húsrými sitt og bætt við sig vinnuvélum. Bátaábyrgðafélag Vestmanna- eyja tryggir allan Eyjaflotann, en það er elzta og merkasta tryggingarfélag á landinu, fulha 80 ára. Félag þetta nýtursérstöðu um sjálfræði samkvæmt sérstök- um lögum, og fékkst sú réttarbót á sínum tíma fyrir atbeina Jón- asar Jónssonar, formanns Fram- sóknarflokksins. Félag þetta er hreint samvinnufélag og tekur ekki nema 5% í tryggingarið- gjöld og er síðan tekjuafgangi félagsins skipt milli þeirra, sem hjá félaginu tryggja, eftir árið í hlutfalli við greidd iðgjöld. Síð- ustu 5 ár hefir iðgjaldaendur- greiðslan verið þessi: 1939 50%, 1940 40%, 1941 30% og 1942 15%, og líkur eru til þess að hægt verði að endurgreiða 50% af iðgjöldum ársins 1943, eða að raunhæft tryggingargjald verði aðeins 2Vx% af tryggingunni og mun það ódýrasta trygging í heimi. — Virðingarverð báta, tryggðra hjá félaginu á þessu ári mun verða um 12 milljónir. Lifrarsamlag Vestmannaeyja, sem líka er samvinnufélag, bræð- ir alla lifur sem til fellzt í Eyj- um, og hefir samlagið fullkomna bræðslu- og kaldhreinsunarstöð. Útborgað lifrarverð hjá samlag- inu hefir verið þetta: 1940 kr. 1.90 fyrir hvert lifrar kíló, 1941 kr. 2.12 og 1942 kr. 1.90. En þeg- ar samlagið hóf starfsemi sína 1932, var lifrarverðið aðeins kr. 0.17. * ísfisksamlagið, sem er sam- vinnufélag útgerðarmanna og sjómanna, annast afgreiðslu og sölu fisks félagsmanna sinna, sem eru flestir útgerðarmenn í Eyj- um. Samlagið er þannig byggt upp, að fyrir hvern bát, sem í samlaginu er, eru 3 atkvæði, sem skiptast þannig, að útgerðar- maður fer með 2 og skipstjóri fyrir hönd skipshafnar með 1. Stjórnina skipa 5 menn, þar af 3 kosnir af skipaeigendum og tveir kosnir. af skipstjórum. ísfisk- samlagið seldi til útflutnings á (Framhald i 7. síðu). XXVII. árg. Akureyri, fimmtudaginn 2. marz 1944 9. tbl. Minningarkvöld í út- varpinu næstkomandi laugardag HIÐ NÝJÁ GIST8HÚS KÁUPFÉLAGS EYFIRDINGA TEKUR TIL STARFA í JQNÍMÁNUÐI KEY HERSH0FÐIN03 Á FERÐALAG! UM -NORDUR- OG AUSTURLAND Þakkar Akureyringum og Eyfirðingum vingjarnlega sambúð við setuliðið á undanförnum árum WILLIAM S. KEY, hershöfðingi Bandaríkjahersins á íslandi, hefir verið á eftirlitsferð til Norður- og Austurlands. Hershöfð- inginn kom hingað til bæjarins fyrir skemmstu og átti tíðinda- maður „Dags" tal við hann um borð í skipi hans hér í höfninni. — Þér eruð væntanlega ekki á skemmtiferðalagi á þessum tíma árs norður hingað? Ferð mín til Norður- og Aust- urlandsins að þessu sinni er venjuleg eftirlitsferð, — til þess ^erð að heimsækja stöðvar hers- ins í þessum landshlutum, sjá með eigin augum aðstöðu þeirra og starf. — Eg hefi komið hingað norður áður, — á vingjarnlegri árstíð, — en þó hefir veðrið að þessu sinni sannarlega verið skemmtilegt undrunarefni fyrir mig — fagurt og milt nær allan tímann. Og landið hefir sannar- lega notið sín í hinu fagra vetr- arveðri, — landslagið tignarlegt og heillandi. — Og fólkið? Fólkið ævinlega vingjarnlegt í okkar garð. Mér þykir vænt um að fá tækifæri til þess að segja Akureyringum og Eyfirðingum það, að hermennirnir, sem dval- ið hafa með ykkur, bera ykkur lofsamlega söguna, minnast vin- gjarnlegs viðmóts og góðrar sam- vinnu. Akureyri hefir verið einn mesti uppáhaldsstaður hersins á íslandi. — Það var ánægjulegt að heyra. Og haldið þér, að ameríski herinn , sem hér hefir dvalið muni yfirleitt minnast ís- landsdvalarinnar vinsamlega? Eg er í engum efa um, að minningarnar héðan eru og Amerískir verzlunar- menn heiðra aðalræðis- mann íslendinga í New York Utanríkisráðuneytinu hefir borizt frétt um það, að Verzlun- arráð New York borgar hafi kjörið aðalræðismann íslands dr. phil. Helga P. Briem heiðursfé- laga í viðurkenningarskyni vegna góðrar samvinnu við menn í New York, sem hafa haft viðskipti við ísland, og aðstoðar til þeirra, verða ánægjuríkar, — og kannske enn frekar svo þá tímar líða. Sjálfur á eg héðan margar ágæt- ar minningar um land og þjóð. Eg hlakka til þess að geta komið hér aftur á friðsamlegri tíð — til hressingar og skemmtunar, eftir styrjöldina. — Og haldið þér. að fleiri hugsi þessu líkt? Eg tel mjög líklegt, að marga fýsi að koma hingað í sumar- leyfi. Ber þar hvort tveggja til, dvölin hér að undanförnu, og ferðaáhugi fólksins heima héfir vaxið, — styrjöldin (Framh. á 8. síðu). Sýslufundur Eyja- fjarðarsýslu Ályktanir gerðar í hafn- armálum Ólafsfjarðar, samgöngumálum hér- aðsins og sjálfstæðis- málinu TINS og áður er frá greint hófst aðalfundur sýslunefndar Eyjafjarðarsýslu hér í bænum 17. febrúar sl. Fundi lauk laug- ardaginn 26. febrúar og hafði þá ifgreitt fjölmörg mál. Sýslunefndinni hafði borizt ábyrgðarbeiðni frá hreppsnefnd Ólafsfjarðar, svo sem áður er skýrt frá, og var hún afgreidd með svofelldri ályktun: Varnargarður sá, sem hreppsnefnd Ólafsfjarðarhrepps ætlar að byggja á þessu sumri, er að visu á svæði vænt- anlegs suðurgarðs fyrirhugaðrar hafn- ar og að ýmsu leyti má hafa not af honum ef suðurgarður yrði byggður, en þar sem ekki er gert ráð fyrir þess- um garði í álitsgjörð um hafnargerð- ina, hlýtur hann að hækka kostnaðar- verð hafnarinnar og er í raun og veru ekki byrjun á hafnarbyggingu. Þrátt fyrir það er andvirði hans áætlað um 400 þúsund kr., eins og hreppsnefnd- in hugsar sér að gera hann. Sýslunefndin sér sér eigi fært, að (Framhald á ík slðu. Rithöfundafélag fslands minn- izt skáldhetjunnar norsku, Nor- dahls Grieg í útvarpinu næstk. laugardagskvöld. Dagur birtir hér mynd af skáldinu, er Edvard Sigurgeirsson, ljósmyndari hér, íók snemma á sl. ári, er Grieg var hér á ferð. Grieg áttá hér marga vini og aðdáendur. \Einróma samþykkt á í Alþingi um niðurfell- | ingu dansk-íslenzka sambandslagasátt- málans I j Þann 25. f. m. var í samein- I uðu Alþingi samþykkt þings- | ályktunartillaga þess efnis, að j niður skyldi falla dansk-ís- | lenzki sambandslaga-sáttmál- I inn frá 1918. Tillagan var samþykkt ein- róma, með 51 atkvæði, þ. e. atkvæðum allra þingmanria að undanskildum einum, sem hefir verið fjarverandi allan þingtímann sökum heilsu* brests. Tillaga þessi þarf síðan að samþvkkjast við almenna þjóðaratkvæðagreiðslu, til þess hún öðlist gildi samkv. lansk-íslenzka samningnum. Þjóðin verður því að þekkja inn vitjunartíma, þegar þar ð kemur, enda mun ekki á bví standa. Markmiðið á að vera, að samþykkt þjóðarinnar verði í sem nánustu samræmi við samþykkt fulltrúa hennar á Alþingi Að því markmiði eiga allir góðir f slendingar að vinna. Þjóðaratkvæðagreiðslan fer fram eftir 20. maí riæstkom- andi. Verður að búnaði og þægindum eitthvert fremsta gistihús á Islandi Samtal við Jónas Lárus- son hótelstjóra {JNNIÐ er af kappi við að full- gera hið nýja, veglega gisti- hus Kaupfélags Eyfirðinga við Kaupvangstorg. Dagur hafði fregnir af því, að í ráði mundi að gistihúsið tæki til starfa á sumri komanda og kom að máli við JÓNAS LÁRUSSON, sem ráð- inn hefir verið hótelstjóri og hef- ir nýlega tekið við því starfi, ásamt forstöðu Gildaskála K. E. A., og spurði hann frétta af þess- um fyrirætlunum. — „Jú, það er rétt," sagði Jón- as Lárusson, „gistihúsið mun taka til starfa fyrri hluta júní- mánaðar næstkomandi. Þaðverð- ur að öllum búnaði og þægind- um eitt fremsta gistihús lands- ins og að mlnum dómi framtíð- ar menningarstofnun fyrir bæ og hérað. Gestaherbergi verða 28 til að byrja með, auk ýmiss kon- ar salarkynna fyrir stærri og smærri fundi og hóf. Öll innanhússmíði er þegar vel á veg komin og er unnið af kappi. Húsgagnaverkstæði á Ak- ureyri smíðar húsbúnaðinn, Gefjun vefur gluggatjöld öll og áklæði á húsgögn, teppi og ann- að af því tagi. Áherzla er lögð á einfaldan, óbrotinn en þjóðleg- an stíl i búnaði gistihússins og eru þar farnar nýjar götur á sviði íslenzkrar gistihúsamenn- (Framhald á 8. síðu. Akureyrarpósturinn úr Laxfossi fundinn! Samkvæmt símskeyti, er póst- 3tofunni hér hefir borizt, hefir mest allur Akureyrarþósturinn, sem var í Laxfossi, er skipið strandaði snemma í janúar sl., fundist, og verður öllum ábyrgð- arpósti og mestum hluta al- menns bréfapósts komið til skila í sæmilegu ásigkomulagi. Með skipinu voru 2 blaðapokar, 1 verðbréfapoki, 1 verðbögglapoki og 2 bréfapokar héðan. Verð- bögglapokinn náðist fyrir nokkru síðan og nú eru bréfa- pokarnir tveir og verðbréfapok- inn komnir fram. Vantar því að- eins blaðapokana.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.