Dagur - 02.03.1944, Blaðsíða 4

Dagur - 02.03.1944, Blaðsíða 4
4 DAGUR DAGUR Ritstjóm: Ingimar EydciL Jóhann Frímann, Hauknr Snorrason. Afgreiðslu og innheimtu annast: Sigurður Jóhannesson. Skrifstofa við Kaupvangstorg. — Sími 96. Biaðið kemur út á hverjum fimmtudegi. Árgangurinn kostar kr. 15.00. Prentverk Odds Björnssonar. Harmleikurinn finnski QHÆTT MUN að iullyrða, að fá tíðindi, er borizt hafa út hingað erlendis frá síðustu dagana, hafi vakið öllu meiri athygli almennings í landinu en sú fregn, að hópur flugvéla hafi að næturlagi ráðizt fyrirvaralaust á Stokkhólm — höfuðborg hlutlausrar nágrannaþjóðar okkar — og valdið þar verulegum spjöllum. Fullyrt er úr ýmsum áttum, að rannsókn hafi leitt það ótvírætt í ljós, að flugvélar þessar hafi veiið rússneskar, og sú staðreynd, hve hljótt hefir verið um þennan atburð í útvarpi Bandamanna, kynni að benda í þá átt, að þetta sé rétt. En hvað sem því líður, er hitt víst, að 600 rússneskar flugvélar gerðu í 10 stundir samfleytt ægilega árás á Helsinki — höf- uðborg annarrar nágrannaþjóðar okkar — nú fyr- ir skemmstu. Er fullyrt — enda fer það mjög að líkum' — að þessi fagra og menningarlega borg sé að mestu í rústum eftir þær hamfarir. Hér er að vísu ólíkt ástatt að því leyti, að Rúss- ar eiga þó opinberlega í ófriði við Finna, en ekki Svía. Hins vegar mun flestum þykja slíkar aðfarir undarlega — og óþarflega — harðleiknar nú, þeg- ar vitað.er, að Finnar liafa þegar fyrir nokkru hafið friðarumleitanir ^ við Rússa, og forráða- menn þeirra hafa lýst því yfir opinberlega, að þeir muni þegar í stað taka hverjum þeim við- unandi friðarskilmálum, sem þeim kunni að bjöðasf, aðeins að því einu tilskyldu, að Finnar geti haldið áfram að vera sjálfsiæð þjóð, er ráði landi sínu og einkamálum eftir sem áður. En þeir hafa jafnframt lýst því yfir, að Finnar muni heldur kjósa að berjast áfram, hvað sem það kostar, en að ganga að vansæmandi friðarskilmál- um, er skerði frelsi og sjálfsforræði þjóðarinnar. Margar smáþjóðir eiga mjög um sárt að binda af völdum yfirstandandi ófriðar. En af eðlilegum og skiljanlegum ástæðum munu örlög fæstra þeirra renna okkur íslendingum jafn sárt til rifja eins og harmleikur sá, er frændur okkar og nágrannar, smáþjóðin finnska, hefir orðið að þola og gerast þátttakandi í gegn vilja sínum og viðleitni. Þessi friðsama og siðmenntaða smáþjóð hafði á engan leitað að fyrra bragði, en reynt til hins ítrasta að halda hlutleysi sínu óskertu og fá að sitja í friði að sínu. Þrátt fyrir þetta varð hún að þola tilefnislausa og miskunnarlausa inn- rás erlendrar stórþjóðar í land sitt. Hún varðist þeirri árás lengi og frábærlega vasklega upp á eigin spýtur og lét ekki hlut sinn í neinu fyrir hinum austrænu erfðafénduá* sínum. En hin landfræðilega lega og herfræðilega þýðingar- mikla staða landsins verður þess valdandi,aðþessi litla, hugrakka og frelsiselskandi þjóð dregst enn á ný inn í malstraum ófriðarins, þegar hagsmun- ir tveggja miskunnarlausra einræðisríkja og sín- gjarnra stórvelda rekast á yfir landi hennar. Og í þetta skipti haga örlögin því s\ o grimmdarlega, að sá eini bandamaður, sem Finnar gátu náð til og veitt gat þeim að máluni í vörn þeirra gegn yfirgangsmönnunum, var það stórveldið, er sjálft átti í höggi við þær þjóðir, er skyldastar voru Finnum að menningu og stjórnarháttum. íslenzka þjóðin mun yfirleitt óska Rússum sigurs yfir nazistunum þýzku. En hún mundi jafnframt helzt kjósa, að þeir gætu unnið þann sigur án þess að níðast frekar á lítilmagnanum og nágrannaþjóðum sínum en orðið er. Yfirklór útvarpsstjóra. TÓNAS ÞORBERGSSON útvarps- ^ stjóri ritar alllanga grein í síðasta tbl. „íslendings" til að andmæla þeirri ásökun, sem fram hefir komið hér í blaðinu í garð Ríkisútvarpsins, að það hafi iðulega gerzt sekt um hlut- drægni í sambandi við ritskoðun sína á útvarpsauglýsingum, og ennfremur virðast forráðamenn þessarar ríkis- stofnunar telja sig sjálfkjörna forsjón þjóðarinnar um það, hvaða lestrar- efni, bækur, blöð og rit, henni sé hollt og hættulaust að lesa á hverj- um tíma. Telur útvarpsstjóri í grein sinni, að tildrög þessarar gagnrýni muni eingöngu vera þau, að útvarpið hefir neitað að birta auglýsingar um útkomu „Dags“, á sama tíma og það hefir óðfúst birt öldungis sams konar tilkynningar frá öðrum blöðum. Það er þó raunar víst, eins og berlega kemur fram í aðfinnslum blaðsins, að gagnrýni þess var tekin upp á miklu breiðari grundvelli en svo, og fyrst og fremst í tilefni af annarri, persónu- legri og ópólitískri hlutdrægni og hvatvísi forráðamanna Ríkisútvarps- ins í garð viðskiptamanna sinna. En útvarpsstjóri telur nú auðsjáanlega haldkvæmast fyrir sinn máistað að láta sem hann viti ekki, að að þessu hefir verið fundið og reynir kappsam- lega að gera Útvarpið að píslarvotti „pólitísks ójafnaðar" í tilefni af þess- um aðfinnslum. Ef til vill stafar þetta þó aðeins af því, að samvizka út- varpsstjórans sjálfs sé upp á síðkast- ið einna mórauðust á þeirri hliðinni, er að pólitíkinni snýr, og kveinki hann sér því einna harkalegast, þegar á þau líkþorn hans er stígið. En þar sem útvarpið hefir engan veginn ver- ið „dæmt fyrir sakleysi“ að þessu leyti heldur, þykir rétt að athuga nefndan vitnisbuið útvarpsstjórans nokkru nánar, einnig frá þessu sjónar- miði. Játningin. TJTVARPSSTJÓRI sér ekki annað fært en að játa greiðlega, að Út~ varpið hafi neitað að birta auglýsing- ar Dags. Segir hann svo um þetta efni í nefndri grein sinni: „Auglýs- ingastofa Ríkisútvarpsins taldi sér skylt og óhjákvæmilegt, samkvæmt starfsreglum sínum, að reisa skorður við pólitískum auglýsinga-áróðri blaðsins á síðastliðnu ári. Aróður þessi upphófst um þær mundir, er formaður Framsóknarflokksins hætti að birta greinar sínar í Tímanum og tók að skrifa í Dag“. — Þessi „póli- tíski auglýsinga-áróður“ Dags, er út- varpsstjóri kallar svo, var annars í því einu fólginn, að Dagur lét nokkr- um sinnum í fyrravetur Útvarpið birta tilkynningar um útkomu blaðs- ins, þar sem stöku sinnum var getið höfunda tiltekinna greina, og enn- fremur skýrt frá útsölustöðum blaðs- ins í Reykjavík. Nú er það skýrt tek- ið fram í núgildandi ákvæðum um þetta efni í starfsreglum Ríkisút- varpsins (sbr. 13. gr. í auglýsingaregl- «m þesa frá 12. mal 1941), að Út* varpinu sé heimilt að birta auglýsing- ar frá stjórnmálablöðum um útkomu- stað og tíma, og ennfremur um það, að þau flytji greinar um tilgreind efni eftir tilgreinda höfunda, enda al- gengt, að önnur stjómmálablöð fái þar birtar slíkar tilkynningar. Fer þá að gerast allerfitt að átta sig á því, hvers vegna Ríkisútvarpið hafi þá fyrst talið sér „skylt og óhjákvæmi- legt, samkv. starfsreglum sínum, að reisa skorður við“ þessu, þegar Dagur átti í hlut, enda er það sannast orða, að engin frambærileg skýring á þessu fyrirbrigði kemur fram í allri hinni löngu afsökunargrein útvarpsstjórans. Hins vegar er þar nóg af skrúðmælgi um nauðsynina á pólitísku hlutleysi Ríkisútvarpsins (sem það hefir raun- ar þverbrotið með þessu athæfi for- ráðamanna sinna) og illkvittni í garð Jónasar Jónssonar, Dags og Fram- sóknarflokksins. „Eftir eigin vali“. TJTVARPSSTJÓRI JÁTAR í grein ^ sinni, að „í framkvæmd hafi þó ekki með öllu orðið komizt hjá því .... að einstakir stjórnmálaflokkar eða stjórnmálaforingjar gætu notað hana (þ. e. heimild Útvarpsins til þess að birta auglýsingar pólitískra blaða) til framdráttar flokkslegum áróðri". Ennfremur játar hann, að fréttastofan hafi getið rita, „þar á meðal pólitískra rita, eftir eiiin vali". (Leturbr. hér). Þetta er einmitt það, sem Dagur hefir leitazt við að sanna, þ. e., að Ríkisútvarpið hafi „eftir eig- in vali“ forráðamanna sinna gert á mjög hlutdrægan hátt upp á milli manna og málefna, ekki aðeins í pólitískum efnum, heldur einnig, að því er virðist, eftir persónulegum duttlungum, vild eða óvild einstakra starfsmanna sinna í garð viðskipta- manna stofnunarinnar. Auglýsendum er sjálfsagt að því lítil huggun, þegar starfsmenn þessarar ríkisstofnunar hafa breytt auglýsingum þeirra stór- kostlega og fellt úr þeim almenn þekkingaratiiði, sem hvergi nálgast skrum eða áróður, með þeim forsend- um að þau séu „ofyrði“, — þótt út- varpsstjóri svari umkvörtunum þeirra með því að skrifa þeim bréf í nafni stofnunarinnar, þar sem þeim er til- kynnt, að hann telji „ekki að svo stöddu ástæðu til að svara sérstak- lega f> rirspurnum yðar um tilgreind- ar auglýsingar", og riti svo í þokkabót skætingsgrein um þá í opinber blöð, ef þeir dirfast að mögla. Sá góði mað- ur, Jónas Þorbergsson, ætti að gæta vendilega að því, áður en lengra er haldið á þessari braut, hvort hann er hér ekki að breiða að ástæðulausu yfir bresti hvatvísra og dómgjamra undirmanna sinna, sem hafa látið merkilegheit sín, geðofsa og persónu- lega hefnigirni í garð einstakra aug- lýseuda — auk bamalegrar löngun- ar til þess að gera eigin stopulan bók- menntasmekk að algildum mæli- kvaiða á andlegri iðju og útgáfustarf- semi í landinu — teygja sig fulllangt út af hinni marglofuðu braut „hlut- leysisins" Fimmtudagur 2. marz 1944 i BÖÐ OG SNYRTING. Hér eru nokkrar ráðleggingar urn böð og snyrtingu, teknar úr bók, sem eg las nýlega unt þessi efni. ★ Heit böð eiga að jafnaði ekki að vera heitari en 32—36° á Celsíusmæli. Þegar kalt er í veðri má vatnið vera ögn heitara. Að jafnaði er hæfilegt að vera í baði 10—15 mín. Ef hörundið roðnar fljótt og mikið í bað- inu, er rétt að stytta baðtímann um nokkrar mínútur, en lengja hann að sama skapi, ef húðin er lengi að roðna. ★ Hratböð hafa þægileg og róandi áhrif á húð- ina, mýkja hana og gera hana áferðarfagra. Þau eru búin til á þann hátt, að í poka úr gisnu lér- efti, er látið 1 kg. af hveitihrati, og síðan er pok- inn marg undinn upp úr baðvatninu. Við alla ertingu á hörundi ber að gæta varúðar við þvotta og böð. Má yfirleitt segja, að vatn hafi slæm áhrif á húð, sem ekki er heilbrigð. Oft þol- ir andlitshúð ekki vatn, svo að hreinsa verður hana með fitu eða olíu. Óhrausta húð er bezt að þvo á kvöldin, áður en gengið er til sængur, svo að hún nái að þorna vel og lengi, áður en kalt loft leikur um hana. ★ Gufuböð eru mikið notuð við andlitsfegrun, einkum til þess að ná bólum af andliti. Auðveld- asta aðferðin við slík böð er að láta vatn sjóða í katli, setja því næst gúmmíslöngu á ketilstútinn og leiða gufuna eftir slöngunni í andlit þess, sem lækna á. Áhrif gufubaða er sú, að op fitukirtl- anna og smitholur opnast, og öli óhreinindi jkol- ast burtu með svitanum. Þess skal getið að tíður sápuþvottur er ekki heppilegur fyrir hörundið. Húðfitan, sem held- ur {jví mjúku og teygjanlegu þvæst burtu og húðin verður þurr og hrjúf. Gott er því að hreinsa hörundið af og til með olíu (baðmullar- hnoðra, vættum í baðmolíu eða möndluolíu). Þetta á sérstaklega við um viðkvæma húð. ★ HÚSRÁÐ. Salt er til margra hluta nytsamlegt. Sem tann- púlver verndar saltið tennurnar og styrkir tann- kjötið. Salt og vatn er ágætt til að skola innan hálsinn við kverkasárindum. Við fótaverk er gott að baða fætuma úr saltvatni, svo heitu svo hægt er að þola, og núa þá síðað með stórgerðu hand- klæði. Það styrkir augun, að baða þau úr salt- vatni. Mislitur þvottur heldur bezt lit, ef hann er þveginn úr saltvatni. ★ . .Þegar brunabragð kemur af mat, er gott að taka pottinn undir eins af eldinum og láta hann í ílát með köldu vafni. Við það hverfur venju- lega brunabragðið. ★ Gott mannorð er dýrmætara en mikill auður. Orðskviðir Salómons. Kvennadálkinum væri þökk á, að fá senda pistla frá konum í bæ og byggð um áhugamál þeirra og hver þau efni, sem kvenþjóðina varðar. Gæta þarf þess, að rúmið er mjög takmarkað. Pistlar, sem birtast eiga hér, mega ekki vera lengri en dálkurinn segirl

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.