Dagur - 09.03.1944, Blaðsíða 6

Dagur - 09.03.1944, Blaðsíða 6
DAQUR Fimmtudagur 9. marz 1944 Mf&m sre/w¥#ev/v (Framhald). Hún fann sterklegan arm lagðan yfir herðar sér. Einhver hratt henni með sér út úr hópnum, greip hönd hennar fast og teymdi hana hratt með sér. Strætisvagn kom og stöðvaðist skammt frá. „Stökktu upp í,“ var hrópað og hún hlýddi. yagninn ók af stað, áð- ur en hún hafði áttað sig á því, sem gerzt hafði. Breda stóð við hlið hennar í vagninum og brosti. „Þetta hefir komið þér alveg á óvart,“ sagði hann, vingjarnlega. „Eg bið þig að afsaka, ef eg hefi gert þér bilt við.“ „Þú ert Breda,“ sagði hún, ,,er það ekki?“ Milada leit á hann, hálf hrædd og hálf undrandi. „Kannske eg mætti heyra skýringu?" „Eg gerði það til þess að firra þig vandræðum. En við getum ckki talað saman hér. Viltu ganga með mér spöl á fljótsbakkanum? Það er haustlitur á trjánum, skógurinn ljómar í rauðum, gulum og grænum litum —“ Milada gat ekki varist brosi, þessi náttúrulýsing var l>arnsleg og áköf. „Ertu alltaf svona skáldlegur þegar þú biður stúlku að ganga með þér spölkorn á fljótsbakkanum?“ Þau stigu af strætisvagninum við Moldárbrúna og gengu inn í skemmtigarðinn. Þar var fáförult. Nokkrir þýzkir hermann vöfr- uðu þar um í leiðindum sínum, héldu alltaf hópinn, fóru aldrei einir síns liðs. Gömul kona gekk frarn hjá. Hún var klædd í snjáða kápu og bar hið gula armband, sem Gyðingum var gert að bera, um handlegginn. Hún studdi sig við stafprik og bograði við að tína bréfsnepla og blaðatætlur í poka, sem hún dró á eftir sér. „Hún er mörkuð, — eins og við öll,“ hvíslaði Milada. Þau héldu áfram. „Þú verður að læra að dylja tilfinningar þínar, gæta tungu þinn- ar,“ sagði Breda. „Þessi Seliger, til dæmis, — þú verður að læra að vara þig á slíkum mönnum. Hvert orð, sem út fyrir hans varir kemur, er hnitmiðað til þess að láta okkur koma upp um okkur, svíkja okkur sjálf í hendur Gestapo, — og hurð skall nærri hælum þama áðan. Þú varst rétt að segja búin að láta Seliger lokka þig í gildru. Þess vegna nam eg þig á burt í skyndingu." „Hvers vegna lætur þú þér svo ant um mig?" spurði hún. Hann leit beint framan í hana. „Eg horfði á þig meðan þú varst að lesa tilkynninguna. Andlit þitt endurvarpar hugsunum þínum og tilfinningum. Eg sá'fleiri svipbreytingar en efni tilkynningar- innar gat annars gefið tilefni til.“ „Hverjum er hægt að treysta?“ spurði hún beisklega, „þú gefur mér gott ráð um að læra að dylja tilfinningar mínar og hafa gát á tungu minni, og ef eg væri námfús, ætti eg að nota þessa góðu reglu gagnvart þér.“ „Alveg rétt.“ Hann kinkaði kolli. „Ef þú óskar, skulum við ekki tala meira um þessa hluti, skilja og gleyma því, að við höfum nokk- um tíma hitzt." Þau gengu þögul áfram. Liðio var nær dagsetri og rauður bjarmi hinnar deyjandi sólar lýsti upp himininn. Loftið var þrungið ang- an bliknaðra laufa. „Hvað er það eiginlega sem þú vilt mér?“ spurði hún eftir stund- arþögn. „Eg varnaði því, að þú segðir Seliger það sem þú veitzt um Glasenappmálið. Eg vil fá þig til þess að segja mér alltaf létta.“ „Hvers vegna?" ,„Vegna þess, að vinur minn Janoshik, einn hinn djarfasti mað- ur, sem eg þekki, er í hættu, og það sem þú veitzt, gæti hjálpað honum." „Er hann einn af gislunum?" Breda hikaði við. „Eg veit það ekki með vissu.’ En eg er hrædd- ur um að hann sé einn af þeim. Gestapo birtir ekki nöfn band- ingja sinna fyrr en þeir era dauðir, ef þeir gera það þá.“ Milada hugsaði um bón hans. Eftir drykklanga stund sagði hún: „Glasenapp var ekki myrtur. Hann framdi sjálfsmorð." Breda gekk áfram þungum, öruggum skrefum. Milada hafði átt von á því, að hann yrði alveg forviða á þessum upplýsingum. „Ertu ekkert undrandi á þessu?“ spurði hún. Breda brosti. „Nei. Því að ef ætlunin hefði verið að drepa Þjóð- verjann, hefði vinur minn aðvarað mig og forðað mér frá að koma í Mánes-krána þetta kvöld. En eg var þar.“ „Sástu - Glasenapp?" . „Já. Mér sýndist hann niðurdreginn og gugginn. Þar að auki var hann út-úr drakkinn." „Vesalingurinn," sagði Milada. Það var tekið að rökkva. Breda reyndi að lesa úr svip hennar hvað undir bjó. „En þó er eg undrandi yfir því,“ sagði hann, „að þú skulir svo viss um að Glasenapp hafi framið sjálfsmorð." „Hann sagði mér, að hann ætlaði að fyrirfara sér,“ svaraði hún. „Eg kenndi í brjósti um hann fyrst í stað, af því að hann bjargaði lífi mínu. En eg kynntist honum þó ekki, eins og hann var, fyrr en sama daginn og hann dó. Og eftir það hataði eg hann." Breda gerði enga tilraun til þess að bafa áhrif á gang frásagnar- (Framhald), r Innilega þakka ég öllum þeim, sem heiðruðu mig á sjötugs- afmæli mínu, þann 19. febr. síðastliðinn, með heimsóknum, gjöfum og skeytum. Sérstaklega þakka ég þó félagssystrum mínum í Kvenfélagi Hörgdæla fyrir rausnarlega .gjöf, og óska þeim og félaginu alls góðs á komandi árum. Friðbjörg Jónsdóttir, Skriðu. Jörðin Sigtún í Öngulsstaðahreppi fæst til kaups og er laus til ábúðar í næstu fardögum. Tilboð óskast fyrir 20. marz næstk. Réttur áskilinn að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum. JÓN ÞORLEIFSSON, Grýtu. Ung stúlka óskar eftir afgreiðslustörfum, eða annari léttri vinnu, nú þeg- ar eða síðar. — Tilboð merkt 100 sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 14, þessa mánaðar, Eitt til tvö herbergi og eldliús óskast til leigu frá 14. maí. Tvennt í heimili. Góð um- gengni. Trygg greiðsla. Uppl. í síma 460. Hálft hús til sölu.. Efri hæð hússins Aðalstræti 16 er til sölu og sýnis nú þegar, ásamt hálfri efstu hæð og hálfum kjallara, einnig hálf eignarlóð fylgir. Upplýsingar gefur Asgeir matthíasson, Wefim ____v Úr „Degi“ 5. marz 1919. .... Mér dettur nú í hug bóndi, sem bjó hér í sýslu fyrir einum mannsaldri. Hann var mismæltur og þó góður karl. Hann átti son, sem nokkuð var hneigður til þess að bralla og fara óvarlega í fjármálum. Þá sagði bóndinn um son sinn: „Ojá, Nonni minn er nú að koma fyrir sig höfðinu!“ Það má með sanni segja, að sumir þingmennirnir okkar Islendinga „eru nú að koma fyrir sig höfðinu“. Vér bændumir, sem viljum hitt heldur, að einstaklingarnir og alþjóðin komi iyrir sié iótunum — vér ættum nú að ganga þannig til næstu þingkosn- inga, að allir frambjóðendur þeir, sem sækja til alþingis með fæturna upp í loftið, sitji heima. En hina ætt- um vér að styrkja til þingmennsku á allar lundir, sem vilja koma fyrir sig fótunum, sjálfa sig og þjóðina. Þess er brýn þörf. . . . Úr grein eftir Guðmund Friðjónsson. VERÐA ÍSLENDINGAR EFTIR- BÁTAR NORÐMANNA? (Framh. af 5. síðu). bandsslit íslands og Danmerkur, þá mega ekki verða fleiri en 30 atkvæði gegn sambandsslitun- um, ella verða íslendingar eftir- bátar Norðmanna". Norðmenn sýndu það í verki 1905, að hugur fylgir máli, er þeir syngja: Ja, vi elsker dette landet. En hvað sýna íslendingar með þjóðaratkvæðagreiðslu sinni eft- ir 10 vikur? Verða þeir eftirbátar Norðmanna? Munið, að allur hinn mennt- aði heimur veitir því nána eftir- tekt. Úr erlendum blöðum. (Framhald af 3. síðu). ing þessi er ekki spádómur, held- ur frásögn þeirra atburða, sem munu gerast í náinni framtíð". (Þýzki rithöf. Max Wern- er í ameríska tímaritinu ,,Look.“) Frá Ferðafélagi Akureyrar Ferðafélag Akureyrar hélt að- alfund sinn 24. f. m. Samkv. skýrslu formanns eru félagar nú um 400 .og höfðu nær 70 bætst við á árinu. Skemmtiferðir voru farnar 7, þar af ein 5 daga ferð til Aust- fjarða. Vinnuferðir til Vatna- hjallavegar voru farnar 6. Ráð- gerðar höfðu verið fleiri skemmti- og vinnuferðir en nokkrar þeirra féllu niður vegna óhagstæðrar veðráttu. Skemmti- og fræðslukvöld voru 3 á starfsárinu. Voru þar flutt erindi, sýndar skuggamynd- ir o. fl. Þá var og gefið út 4. h. af ritinu Ferðir. Unnið var að fjársöfnun til Sæluhúsasjóðs með ágætum árangri, er hann nú að upphæð um kr. 10.600, þá era og nokkr- ar eftirstöðvar í Vegasjóði og Ferðasjóði. Rekstursreikn. er ekki gerður upp að fullu vegna þess að óvanalegur dráttur hefir orðifi á útkomu Ársritsins, (Framh. á 8. sf#u).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.