Dagur - 23.03.1944, Blaðsíða 4

Dagur - 23.03.1944, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 23. marz 1944 -------------------------, DAGUR Rlt«tjóm: Ioqlmar EydnL lóhcmn Frinumn. Haoknr Snorrason. AiorslBflu og innhelmtu annast: Slgurður lóhcmnesson. Skriiatofa vlð Kaupvanostonj. — Sími 96. BlaðiS kemur út á hverjum fimmtudeai. Araanaurinn kostar kr. 15.00. Prentverk Odds Biönuwonar. íslenzk eða sænsk skip? SÍÐUSTU ÁRUM hafa smærri og stærri skipasmíðastöðvar komizt á laggirnar í flest- um hinna stærri bæja og verstöðva hér á landi. Er nú svo komið, að tiltölulega stór hópur ís- lenzkra smiða og verkamanna liefir atvinnu af viðgerðum og nýbyggingu báta og skipa úr fisk- veiðiflota landsmanna og á þannig afkomu sína nú og í framtíðinni undir vexti og viðgangi þess- arar iðngreinar. í annan stað hefir útgerðinni verið það mikið hagræði og styrkur að fá nauð- synlegar viðgerðir á fiskiskipunum framkvæmd- ar í landinu sjálfu. Skip þau og bátar, er byggðir hafa verið hér, hafa og yfirleitt reynzt sérlega vel, verið traustbyggðari og betri í sjó að leggja en al- gengast er um erlend fiskiskip sömu stærðar, er ætluð hafa verið til veiða í heimahöfum. Má því með sanni segja, að innlendar skipasmíðar séu þegar orðnar all þýðingarmikill og þroskavæn- legur þáttur í atvinnulífi landsmanna. Fleiri og stærri skip hafa og verið byggð hér á landi nú á ófriðarárunum en nokkru sinni áður, enda hefir eftirspurnin verið langtum meiri en skipasmíða- stöðvar þær, sem fyrir eru í landinu, hafa getað annað. þVÍ MIÐUR lítur nú út fyrir, að stórkostleg breyting standi fyrir dyrum í þessum efnum. Eftirspurn eftir nýbyggðum, íslenzkum skipum mun verða lítil eða engin á næsta ári. Stafar það því nær eingöngu af því, að íslenzk stjórnarvöld hafa gert ráðstafanir til þess að kaupa fiskiskip frá Svíþjóð, er tilbúin eiga að vera til afhending- ar strax í ófriðarlokin. Verða skip þessi einmitt sömu stærðar og þau, sem innlendar skipasmíða- stöðvar eiga hægast með að byggja. Verð þessara skipa verður og — af eðlilegum ástæðum — mikl- um mun lægra en svo, að líklegt sé, að íslenzkar skipasmíðastöðvar geti við það keppt að óbreytt- um ástæðum. Stafar það einkum af því, að Sví- um hefir tekizt miklum mun betur að halda dýr- tíðinni í skefjuin hjá sér en okkur íslendingum, og í annað stað eru enn mjög óvægilegir inn- flutningstollar á ýmsum þeim efnivörum, sem nauðsynlegar eru til skipasmíða hér. Þessi að- stöðumunur virðist sannarlega yfrið nógur, þótt íslenzk stjórnarvöld geri ekki sitt til að auka hann enn — og sem mest — með einhliða og van- hugsuðum ráðstöfunum. En nú er það talið víst, að útvegsmenn þeir, sem skip Jiessi kaupa frá Svíþjóð, muni verða styrktir af almannafé til kaupanna. Munu þeir fá mjög hagstæð, opinber lán, jafnvel vaxtalaus að meira eða minna leyti, og sagt er, að jafnvel komi til mála, að þeir fái beina styrki, allt að 25% af verði skipanna. JJÉR VIRÐIST skjóta skökku við: Með þessum ráðstöfunum er raunar verið að styrkja með ríflegum fjárfúlgum erlendar skijrasmíðastöðvar til óeðlilegrar samkeppni við íslenzka skipasmiði, og var þó sá leikur sannarlega yfrið ójafn áður. íslendingum er það auðvitað lífsnauðsyn að eiga sem stærstan og beztan fiskiskipaflota í ófriðar- lokin. Það ér í alla staði eðlilegt og æskilegt, að ísl. stjórnarvöld geri sitt til að stuðla að því, að svo megi verða, og styrki, ef nauðsyn krefur, út- vegsmenn til skipakaupa. En sá styrkur á auðvit- að fyrst og fremst að miða að því að jafna svo sem frekast er hægt hinn mikla aðstöðumun ís- lenzkrar framleiðslu og erlendrar, en ekki hið gagnstæða. Skipin verða að fást, en ísl. stjórnar- völdum ber að sjá svo um, að eins mörg þeirra verði byggð af íslenzkum höndum og framast er nokkur kostur. Það er eðlileg og sjálfsögð krafa. DAQUR Roosevelt ávarpar þjóð sína Roosevclt Bandaríkjaforscti situr íraman við hljóðnemana, og ávarpar þjóð sina. Sá tími nálgast óðuin, að ákveðið verði, liverjir verði í kjöri við forsetakosning- amar í haust. Almennt er álitið, að Roosevelt vcrði í kjöri í fjórða sinn, þótt hann þafi cmiþá ekkert um það sagt. Pólitískar viðsjár fara nú vaxandi i U. S. A. — Þar sem náttúran og manns- höndin leggjast á eitt. n KUREYRI á í framtíðinni að geta orðið hið fyrirheitna land skemmtiferðafólks — erlends og inn- lends — er leggur leiðir sínar um ís- lenzkar byggðir — sumar jafnt sem vetur. Hún hefir öll beinin til þess: Bæjarstæðið hér er eitt hið fegursta á landinu. Héðan er stutt að fara á hina fegurstu og sérkennilegustu staði — í byggðum og óbyggðum. Veðrátta er hér mildari — staðviðri og bjartviðri meiri en víðast annars staðar á þessum norðurhjara heims. Svo er þessu farið frá náttúrunnar hendi. Og skilyrði þau, sem manns- höndin hefir skapað, eru sizt óhag- stæðari hér en annars staðar á land- inu: Bærinn er að ýmsu leyti snotr- ast byggður allra íslenzkra bæja — og er þá raunar ekki sérlega mikið sagt. — Svo lítur út fyrir, að í fram- tíðinni verði hér betri og meiri kost- ur góðra og sæmilegra gistihúsa til þess að taka við ferðafólki en annars staðar á landinu, a. m. k. að tiltölu við stærð bæjarins. Og síðast, en ekki sizt, hefir mannshöndin í félagi við móður náttúru búið bæjarbúum sjálfum og gestum þeirra einn hinn mesta yndisauka og bæjarprýði, sem þekkist hér á landi, þar sem er trjá- gróðurinn — bæði í opinberum trjó- ræktarstöðvum og görðum einstakra Gestir og heimamenn. P»F TIL VILL þykir mönnum ekki sérlega mikils um það vert, þótt ferðamannastraumurinn aukist í bæn- um. Raunar virðist hinum fremur fá- breyttu atvinnuvegum bæjarmanna engin vanþörf á því, að styðjast einn- ig að nokkru við þó tekjugrein, sem reynzt hefir ýmsum bæjum erlendis — og jafnvel heilum þjóðum — ein hin drýgsta tekjulind á friðartímum. En látum svo vera, að þetta skipti ekki verulegu máli hér. Hitt er þá meira um vert, að flest eða allt það, sem aukið getur aðdráttarafl bæjar- ins í augum gestsins, hefir og varan- leg áhrif í þá átt, að gera Akureyri að menningarlegum og ánægjulegum samastað fyrir okkur heimamennina alla daga ársins. Við ættum því ekki að láta okkur fátt um finnast, þegar þessi mál ber á góma, eða skjóta skollaeyrunum við umbótatillögum, er miða í þó átt, að gera bæinn okkar sem fegurstan, þriflegastan og menn- ingarlegastan á allan hátt. Og við megum heldur ekki setjast í helgan stein í þessum efnum og láta okkur nægja að una við verk fyrirhyggju- samra feðra okkar og mæðra, sem plantað hafa og annazt um trjágróð- urinn og garðana, sem nú gleðja augu okkar og fegra umhverfj okkar, held- ur verðum við einnig sjálf að leggja okkar skerf undanbragða- og sleitu- laust af mörkum tíl framtíðarinnar einnig í þessum efnum. Almenningsgarðar í bænum. T YSTIGARÐURINN okkar er prýði og stolt bæjarins. Hann verður að stækka og efla svo sem framast má verða. — Nú er að vaxa upp skógarbelti handan við Pollinn og eins í brekkunni neðan Eyrar- landsvegar — hvort tveggja fyrir at- beina Skógræktarfélags Eyjafjarðar. Þótt þessi hluti brekkunnar muni því miður vera full áveðra til þess, að skilyrði fyrir trjágróðri séu sem ákjósanlegust þar, má þó vafalaust vænta mikils af báðum þessum stöð- um í framtíðinni. — Skátagarðurinn í Bjarmagili hefir því miður dregizt nokkuð aftur úr í þessum efnum. Bæði er það, að hann er ekki heppi- lega skipulagður í upphafi (of ónátt- úrlegt mannvirki eða „stilfærður") og eins hitt, að skátarnir virðast ekki hafa lagt eins mikla rækt við hann eins og vænta mátti af annars svo duglegum og ágætum félagsskap. Þeir ættu nú að taka rögg á sig og fá allt gilið til ráðstöfunar og koma þar upp fögrum og vel hirtum garði. Þáð væri verðugt og viðeigandi verkefni fyrir þennan félagsskap framsækins og dugmikils æskulýðs, og gæti orðið honum veglegur og óbrotgjarn minn- isvarði í framtíðinni, — og auk þess mjög til almenningsheilla. Laugarskarð. J»INN ER ÞÓ sá staður í bænum, sem enn er ótalinn, er einna bezt virðist fallinn til þess að breyta hon- um í sérkennilegan og fagran gróður- reit og skemmtigarð fyrir bæjarbúa í framtíðinni. Svo hefir skipazt, að á seinni árum hafa ýmsar stærstu og merkustu byggingar í bænum verið reistar umhverfis Grófargil. Mesta verzlunar- og umferðasvæði bæjarins er við neðsta hluta þess — við Kaup- vangstorg og á Torfunefi. — Myndar- legar iðjustöðvar hafa nú verið reist- ar, þar sem gilið er þrengst — um miðbik þess. Þar ofan við breikkar gilið og grynnist, en liggur þó í góðu vari gegn norðannæðingunum og blasir við sól og sumri. Ýmsar veg- legar stórbyggingar og menningar- stöðvar slá nú þegar hring um þetta svæði í hæfilegri fjarlægð: Matthías- ar kirkja, Barnaskólinn, Gagnfræða- skólinn nýi, íþróttahöllin og sund- laugarbyggingin efst í gilinu. Og op- inberri stórbyggingu mun og í fram- tíðinni vera ætlaður staður efst í Garðstúninu á norðurbakka gilsins. Gilið er kyrrlátt og friðsælt, en þó örskammt frá aðalumferðaleiðum (Framh. á 8. riðu). HITT OG ÞETTA. Að geyma mat. Eigi matur að vera bragðgóður og holl næring fyrir líkamann, verður að fara vel um hann, hvað lítið, sem hann er geymdur. 1. Láttu ekki kjöt eða blautt fiskmeti liggja í þvögu og þar, sem lítið loft kemst að. Það er hætt við að gerð hlaupi þá í það, og maturinn verði að ólyfjan. 2. Gæt þess, að loft streymi um hirzlu þá eða herbergi, sem maturinn er geymdur. Ekki er nóg að hafa göt á lokinu á hirzlunni eða herberginu. Það verða líka að vera op að neðan, annars held- ur loftið kyrru fyrir, það hefir ónógarás,semkall- að er. F.kki ættu heldur hillur, seni matvæli eru geymd á að vera þéttar, svo að loft komizt ekki gegnum þær. Það ættu að vera rimlahillur eða af stálvír. 3. Ekki má haga svo til, að matur sé hafður þar nærri, er ólykt getur komizt að honurn. Hann dregur hana í sig meira eða minna, og gerir það matinn miður bragðgóðan og óhollan. Ýmsar matartegundir mega eigi stancla nærri hver annarri, þær fá þá keim hver af annarri. 4. Lát aldrei niðursuðudósir standa opnar með nrat í eða matarleifum. 5. Hreinlæti ríður á, um fram allt, í kjallara, eldhúsi og búri, ★ Við hiksta er reynandi að drekka glas af vatni án þess að anda, ★ Við kvefi kennir rússneskur læknir það ráð, að þvo á sér fæturna, frá iljum upp að linjám, úr ís- köldu vatni, þegar farið er á fætur á morgnana og eins á kvöldin, rétt áður en háttað er. Þerra þá síðan vel með stórgerðri þurrku, þangað til þeir roðna og hiti hleypur í þá. Þetta á að gera tvo daga í röð. Ekki er mikil töf af jafnlitlu handarviki og því vel reynandi. Sumum, segir læknirinn, batni talsvert undir eins og þeir hafa gert þetta einu sinni. ★ Við svefnleysi segir enskur læknir að vér get- um numið hið bezta ráð af dýrunum — og hættu- laust er það. Það er: að breiða upp yfir höfuð. Þá verður loftið, sem maður andar að sér, svæfandi — minna í því af sýru en ella. Ilöfuðið rekur maður upp undan aftur óafvit- andi, þegar maður er sofnaður. Þetta gera fugl- arnir, stinga höfðinu undir vænginn, þegar þeir ætla að fá sér dúr. Hundar og kettir stinga trýn- inu inn í hárin á skrokknum áður en þeir fara' að sofa. ★ Blóðblettum, í ullarfatnaði, baðmullarfatnaði eða silkivefnaði, eyðir terpentína eða sítrónu- vökvi með matarsalti saman við. ★ Sú mikla list að vera viðfeldin í samræðum er í því fólgin að varast að særa nokkurn eða láta hann finna til yfirburða voiTa, með því að tala eingöngu um það, er vér berum sjálfir gott skyn á; heldur eigum vér að vikja talinu að þeim efn- um, sem hugðnæm eru þeim, er vér J:ölum við. ★ Hvert hús, sem bókasafn er í, hefir sál. • ★ Hvemig færi, ef þú borðaðir á hverjum klukkutíma? Þú þyldir það ekki lengi. En sumar mæður skilja ekkert í því, að börnum þeirra skuli vera illt, og þau skuli vera örðug viðfangs, þegar þær gefa þeim mat á hverri klukkustund. ★ Hann: „Eg skal ekki ganga í hjónaband, nema eg nái í stúlku, sem er mér alveg ólík.“ Hún: „Það ætti ekki að vera svo örðugt. Það eru nógar fríðar, góðar og gáfaðar stúlkur hér Lítillæti er hin fyrsta undir- staða allra dyggða. (Kínvcrskt spakmæli). nærlendis." »---------►

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.