Dagur - 30.03.1944, Blaðsíða 3

Dagur - 30.03.1944, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 30. marz 1944 Jónas Jónsson: DAQUR 3 FJÁRSKIPTI í ÞINGEYJARSÝSLU Ég hefi í greinum í Degi í vetur bent á, að landauðn vofi yfir þeim íslenzku byggðum, þar sem fólkið lifir að kalla má eingöngu af sauðfjárrækt, en pestin sækir hins vegar að ár frá ári. Bústofn- inn hrynur niður, og engin úrræði finnast til bjargar. Ég hefi bent á, að erfitt sé fyrir eldra fólkið að búa við þessa vonlausu baráttu. Samt ntun reynast enn erfiðara að fá ungu kynslóðina í þessum héruðum til að trúa á, að þar séu lífsskilyrði til fram- búðar. Málið horfir þannig við, að hin svokölluðu vísindi standa algerlega ráðþrota gagnvart lækningum á þessu sviði. Eftir mikla baráttu og miklar fórnir af hálfu bænda og ríkissjóðs, er ekki svo mikið sem glampi af vonarljósi tengdur við vinnu þeirra manna, sem hafa gefið sig út við að finna læknisdóma gegn þess- um vágesti. Bændastéttin tók þá málið í sínar hendur, og beitti sér fyrir girðingum til að tefja og hindra útbreiðslu pestarinnar. Auk þess var undir áhrifum bændaleiðtoganna freistað að styrkja bændur á pestarsvæðinu til að ala upp fjárstofn, sem kynni að þola ásókn fjársýkinnar. Eitthvað hefir áunnizt í þessum efnum, en svo lítið, að það hefir ekki almenna þýðingu. Ég vil nefna örfá dæmi frá pestarsvæðinu milli Jökulsár og Skjálfandafljóts. Bóndi átti 100 ær, þegar karakúlféð kom fyrir rúmlega 10 árum. Eigandinn var natinn fjármaður og ötull og íramkvæmdasamur maður. í vor sem leið náði ærtalan á heim- ilinu ekki 10. Hann gat fengið uppeldisstyrk, fengið svo sem þriðjung af lambsverði, tekið tvo þriðju að láni. Keypt lömb af pestarsvæðinu, flutt þau inn á pestarheimilið og beðið átekta. Til lengdar getur bóndinn tæplega tekið lán til að standast þessa verzlun. Enginn skynsamur maður reynir að reisa heilbrigðan atvinnuveg á þessum grundvelli. Annar bóndi á pestarsvæðinu átti líka 100 ær. Á tveimur árurn hefir hann miisst 50. Hann dregur enga dul á, að honum væri fagnaðarefni að reyna fjár- skipti, lóga þeim ám, sem eftir eru, og flytja í þess stað inn jafn- margar gimbrar úr heilbrigðu héraði, eins bg ær hans eru nú. Málið er sarnt engan veginn einfalt til úrlausnar á þennan ,veg. Pestin drepur misjafnt á bæjum í sömu sveit og fer sumstaðar hægt yfir. Meðan pestin hefir ekki sýnt háskann í algleymingi, hika fjáreigendur við að skipta um bústofn. Það er ekki aðeins hið beina tjón, heldur líka hitt, að sveita- fólkinu þykir vænt um búpeninginn, sem það hefir fóstrað upp með stöðugri vinnu og umhyggju. Fjárskipti koma þess vegna hvergi til greina nema þar, senr meginþorri sveitafólksins sér, að hallæri og landauðn vofir yfir, ef ekki er að gert. Fyrir nokkrum missirum ákváðu bændur í Reykdælahreppi í Þingeyjarsýslu að freista að koma á fjárskiptum. Þeir voru búnir að búa við pestina frá því að karakúlstofninn kom hingað til lands. Sveitin var girt af með vönduðum girðingum og bústofn fenginn úr vesturhluta Þingeyjarsýslu. Þetta hefir lánazt vel, enn sem komið er. Fjárstofninn í þessum hreppi er að vísu minni en áður var. En allur hallærisbragur liefir horfið af fjárræktinni hjá þeim bændum, sem skiptu þá um féð. Að vísu er engin vissa enn fyrir því, að fjárskiptin lánist að öllu leyti, auk jiess, sem það skapar óneitanlega nýja hættu, að hafa fjársýkina á alla vegu, utan við girðinguna, sem lykur um þessa sveit. Árið 1941 gerði Alþingi einskonar heimildarlög um fjárskipti, sem voru sérstaklega miðuð við héruð, þar sem verið var að berj- ast við garnaveikina og varð að fella bústofninn á mörgum bæjum þar sem féð virtist vera heilbrigt. Hér var um að ræða sóttvarnar- ráðstafanir, og varð ekki hjá komizt að hafa bætur háar. Voru þær auk þess látnar ná yfir fleiri ár. Þingeyingar reyndu vorið 1943 að fá tekna ákvörðun um fjár- skipti milli Jökulsár og Skjálfandafljóts. Ákvæðin um meirihluta í slíkri kosningu eru mjög ströng. Meðal annars tapaði sá bóndi atkvæðisrétti um málið, sem var búinn að missa svo af bústofni sínum, að hann átti ekki eftir 25 kindur. Mikill meirihluti var að vísu með skiptum, en ekki nógu mikill til að fullnægja formi lag- anna. Á haustþinginu 1943 bað sauðfjárveikinefnd Þingeyinga Alþingi að breyta lögum um atkvæðagreiðsluna og nokkrum fleiri atriðum úlögunum, og um heimild til fjárskipta. Hvorugt málið náði fram að ganga og komst ekki einu sinni í gegnum nefnd í fyrri deildinni. Sauðfjárveikinefnd lét reikna út, að ef skipta ætti um sauðfé frá Jökulsá á Fjöllum og vestur að Héraðs- vötnum, myndi það kosta 10 miljónir króna. Byggði nefndin út- reikninga sína á lögum frá 1941. Þingmönnum ægðu þessar tölur, þár sem aldrei er fullvissa fyrir því, hvort fjárskipti lánast að öllu leyti. Að vísu lá engin ósk fyrir frá Skagfirðingum, Eyfirðingum eða Þingeyingum vestan Skjálfandafljóts, um slík skipti. En þingmenn sáu, að vel gat kom- ið til þess, $ð slík skipti yrðu reynd, og þótti kostnaðurinn óvið- ráðanlegur. Sauðfjárveikinefnd Þingeyinga súeri sér enn til Alþingis í byrjun þessa árs, og fór fram á tvennt að nýju. Fyrst, að breyta löggjöfinni um atkvæðagreiðslu þannig að bændur, sem hefðu átt 25 kindur eða meira héldu atkvæðisrétti, þó að fjárstofninn næði nú ekki, sökum pestarinnar, þeirri tölu, Fjársýkin hafði nú sótt svo fast á að talið var, að sjötti hluti fjáreigenda á pestar- svæðinu hefði á einu ári misst skilyrði til atkvæðisréttar. í öðru lagi fór nefndin enn fram á heimild til fjárskipta og stuðning í því efni. Alþingi tók mjög vel í málið um atkvæðisréttinn. Var það því sainþykkt með einróma fylgi. Þá bar ég fram tillögu um stuðning við fjárskiptin, ef óskað yrði eftir þeim nú í ár, og varð |)á að byggja á lögum frá 1941. Málinu var vísað til fjárveitinganefnd- ar, en fellt þar strax með 7 atkvæðum gegn 2. Sauðfjárveikinefnd landsins var ekki starfandi, en hún hafði mælt á móti fjárskipt- unum á haustþinginu, eins og málið stóð þá. Nú var ljóst, að engin von var um að fá stuðning Alþingis til fjárskipta á grundvelli laganna frá 1941, Jrar sem bætur skiptast á mörg ár. Þá var reynd ný leið: Að hverfa algerlega frá hinu lokaða hliði eldri löggjafar, og leita að nýjum samkomulags- grundvelli. Sjö menn af níu í fjárveitinganefnd komu sér saman um nýja leið. Það voru þeir Helgi Jónasson, Jóhann Jósefsson, Pétur Ottesen, Sigurður Kristjánsson, Þorsteinn Þorsteinsson, Finnur Jónsson og sá, sem J^etta ritar. Andvígir málinu voru í fjárveitinganefnd Lúðvík Jósefsson og Þóroddur Guðmtmdsson. Nefndin kom sér saman um að mæla með að stjórnin veitti í eitt skipti fyrir öll 600 þús. kr. til að greiða fyrir fjárskiptum milli Jökulsár og Skjálfandafljóts. Girðingar skyldu ekki með taldar í þessari heinrild, en til Jiessa er nokkurt fé á fjárlögum. Þessi til- laga var samþykkt með meginþorra atkvæða borgaralegra þing- manna, en flestir Kommúnistar og Sigurður í Vigur voru á móti. Heimildartillagan bindur framkvæmd fjárskiptanna ýmsum skilyrðum. Eyrst verður að liggja fyrir lögleg atkvæðagreiðsla um fjárskiptin. í öðru lagi þarf að finnast nýr grundvöllur fyrir sam- komulagi þriggja aðila: ríkisstjórnar, sauðfjárveikinefndar og bænda á pestarsvæðinu. Ómögulegt er að segja nokkuð um fyrir- fram, hvort slíkt samkomulag muni geta fengizt. Það er algerlega fullsannað mál, að Alþingi veitir ekki fé til fjárskipta samkvæmt lögum frá 1941, og það því síður, sem nær drengur væntanlegum fjárvandræðum ríkissjóðs. Hins vegar vofir liallæri og eyðilegging yfir þeim sveitum, Jiar sem pestin geisar og sauðfjárrækt er eina atvinnugreinin. Tillaga sú, sem Alþingi samþykkti, er byggð á viðurkenningunni um að hér .sé um að ræða hallærismál, og hvergi hægt að treysta á fullkomið öryggi. Hér var farið fram á stóra fjárhæð, ofan á mjög ógætileg fjárlög. Björn Ólafsson og Vilhjálmur Þór mótmæltu öllum nýjum út- gjaldatillögum, þar sem ekki fylgdu tekjuvonir, nema þessari einu tillögu. í því felst að vísu ekkert heitorð af Jseirra hálfu. En þögn þeirra um fjármálaerfiðleikana og velvild nálega allra borgara- legu þingmannanna sýndi, að þeir skildu, að hér er um að ræða stórfellt hallærismál. Ég hefi talið mér skylt að láta fólkið á hættusvæðinu milli Jök- ulsár og Skjálfandafljóts vita um gang Jiessa máls [tegar í stað. Hér er um mikinn valida að ræða. Vel má vera, að bændum á pestarsvæðinu finnist leiðin algerlega óaðgengileg. Þá verður ekkert úr [ressum framkvæmdum. Málið getur líka farið svo, að Þingeyingar vilji skipti, en sauðfjárveikinefnd eða ríkisstjómin ekki samþykkja framkvæmdina. Þá verður heldur ekkert gert. Pestin heldur áfram að herja. Vísindin standa ráðþrota. Og kreppan færist nær ríkissjóði, þannig að innan skanrms verði rauru verulega miklu erfiðara en nú að framkvæma fjárskipti. Þangað til í febrúarmánuði í vetur hafa allar leiðir til úrbóta verið lokaðar í pestarmálum Þingeyinga. Nú hefir opnazt leið, að vísu þröng og grýtt, en þó sú braut til nokkurra úrbóta, sem hugs- anlegt er að fara, eins og málum þessum er háttað. ] Loksins hefir tekizt, að útvega frá Ameríku efni í: VALASH (ávaxtadrykkur) SÍTRÓNVATN ------ GRAPE FRUIT ----- ORANGEADE ------- SÍTRÓN SÓDAVATN Eftirleiðis verða þessir vel þekktu drykkir til sölu og afgreiðslu hjá: HEILDVERZLUN VALGARÐS STEFÁNSSONAR, Akureyri. Efnagerð Akureyrar h.f. Bandaríkin og lieimsverzlunin Verzlunarráðuneytið í Was- hington hefir gefið út skýrslu, er nefnist: „Bandaríkin og heimsverzlunin“. Skýrslan skýr- ir frá árangri rannsókna um stöðu Bandarikjanna í heims- verzluninni, og ræðir um að- stöðu þeirra eftir stríðið. Þótt niðurstöður ritsins séu ekki aeinlínis stjórnarinnar, þá er ekki að efa, að þær verða skoð- aðar sem opinber greinargerð um þessi mál, og vekur rit þetta því mikla athygli, ekki sízt í Bretlandi. Fyrst er gerð grein fyrir meg- ingöllunum á f járhags- og verzl- unarkerfi Bandaríkjanna, sem færði þjóðinni margs konar erf- iðleika á tímabilinu milli styrj- aldanna, og því næst reynt að draga ályktanir af því og benda á úrbætur. Aðalniðurstaðan er sú, að Bandaríkin verði að tryggja stöðugan straum dollara í skipt- um við erlendar þjóðir. Áherzla er lögð á það, að stöðugur, reglulegur straumur fjármagns í skiptum við erlend ríki sé í rauninni mikilsverðari en magn- ið, því að ekkert skaði utanrík- isverzlun einnar þjóðar eins mikið, eins og óvissa um greiðslugetu o. s. frv. Það mundi því hörmulegur missikln- ingur af hálfu Bandaríkja- manna, ef þeir létu dollaraskort meðal viðskiptaþjóða sinna stöðva útfluning til Jreirra, eins og var fyrir stríðið, og þannig gera allt viðskiptalíf óstöðugt. Dollararnir verði að streyma jafnt og reglulega frá Banda- ríkjunum til erlendu þjóðanna og frá þeim aftur til Bandaríkj- anna. Framlög til framkvæmda meðal erlendra þjóða eru engin lausn á þessu máli, því að þau mundu duga viðskiptaþjóðum USA skamma hríð. Bandaríkja- menn yrðu að gera sér ljóst, að straumur dollaragreiðslna fyrir útfluttar vörur gæti aðeins haldið áfram ef jafnhliða lægi annar straumur dollara- greiðslna fyrir innfluttar, er- lendar vörur. Til þess að svo megi verða, þarf að gera breyt- ingar á tollalöggjöf Bandaríkj- anna, þótt sú breyting þurfi ekki að verða gagngerð. Það sé sýnilegt, að Bandaríkin geti ekki vænst þess, að þau geti í framtíðinni átt von á að fá miklar dollaragreiðslur erlend- is frá með því að greiða sjálf miklu smærri upphæðir fyrir innfluttar vörur. Hvað sem kann að verða of- an á, þá verður stefnan mörkuð af þingingu og það er alls ekki víst, að rit þetta sé í anda þings- ins. En hvað sem því líður, er staða Bandaríkjanna í heims- verzlun framtíðarinnar þýðing- armikið mál fyrir allar þjóðir. (Spectator),

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.