Dagur - 05.04.1944, Blaðsíða 1

Dagur - 05.04.1944, Blaðsíða 1
^ ANNALL DAGS afe Afli hefir glæðst í verstöðvun- um hér við Eyjafjörð, er sums staðar ágætur. Gæftir nokkuð óstöðugar. * Landssamband iðnaðarmanna efndi til fundar í Reykjavík dag- ana 1.—3. þ. m. með skipasmið- um víðs vegar af landinu. Til umræðu voru skipasmíðamálin í sambandi við fyrirhuguð skipa- kaup frá Svíþjóð. Gunnar Jóns- son skipasmíðameistari sótti fundinn af hálfu skipasmiða hér í bænum. Gerðar voru ályktanir er hníga £ þá átt, að fundurinn telur að fremur beri að styrkja og efla innlendan skipasmíða- iðnað, en kaupa skip erléndis frá. Verður fundarins væntanlega getið nánar síðar. * Elías Tómasson bankagjald- keri hjá útibúi Búnaðarbanka íslands, átti fimmtugsafmæli sl. mánudag. Margir vinir hans heimsóttu hann á afmælisdaginn og árnuðu honum heilla, enda er Elías vinsæll með afbrigðum í bæ og héraði. "w JP^^BI ^MJF XXVII. árg. Akureyri, miðvikudaginn 5. apríl 1944 14. tbl. Frá Leikfélagi Akureyrar: FRUMSÝNING Á GULLNA HLIDINU Á ANNAN PÁSKADAG Frk. Arndís Björnsdóttir leikur aðalhlutverkið sem gestur Leikfélags Akureyrar Hjálmar Þorláksson, bóndi, Ytri-Villingadal í Eyjafirði, varð 70 ára 27. marz sl. — f tilefni af því heimsóttu hann um kvöldið alhnargir nágrannar hans og nokkrir aðrir kunningjar. Veitti Hjálmar þeim vel og skemmtu menn sér lengi nætur við ræðu- höld, söng og spil. — Sveitungar Hjálmars færðu honum að gjöf vandaðan göngustaf, og nokkrar fleiri gjafir bárust honum. Hjálmar er Skagfirðingur að ætt og uppruna fæddur að Hofi í Vesturdal 27. marz 1874. Er hann af kunnu og merku fólki kominn, t .d. Djúpadalsætt og Goðdalaætt. Eigi naut hann skólamenntunar í æsku, en nokkurrar tilsagnar, fram yfir venjulega barnafræðslu, aflaði hann sér hjá prestum þar vestra, eins og stundum var um nám-. fúsa unglinga á þeim tímum. Laust fyrir síðustu aldamót hóf Hjálmar búskap á Þorljóts- stöðum, sem er syðsti bær í Skagafirði og ærið afskekktur, og erfitt um alla aðdrætti þang- að. Hafði jörð þessi verið í eyði undanfarin ár. Bjó Hjálmar þarna í 9 ár og bætti jörðina nokkuð. Árið 1908 fluttist hann til Eyjafjarðar og hefir nú í sl. ald- arþriðjung búið þar, fyrst í Hólsgerði, þá í Syðri-Villingadal og loks í Ytri-Villingadal, en þá jörð hefir hann nú keypt fyrir nokkrum árum. Eru allar þessar 3 jarðir innstar í Eyjafjarðardöl- um, sem kunnugt er. Annars staðar hefir Hjálmar ekki unað, þeirri tryggð tók hann við afdal- inn og heiðarlöndin í æsku, enda var hann nefndur „útvörður ís- lenzkra bænda" í ræðu, sem flutt var á 70 ára afmælisdegi hans. Jörð sína, Ytri-Villingadal, hef- ir Hjálmar bætt stórum bacði að (Fmmliald á 8, liðu.) LEIKFELAG AKUREYRAR hefir síðastliðna þrjá mánuði unn- ið að því af miklu kappi að koma „Gullna hliðinu", eftir Davíð Stef- ánsson frá Fagra- skógi, á svið hér í bænum. Er nú svo komið, að öllum undirbúningi er að verða lokið og frumsýning ákveð- in 2. páskadag. — Jón Norðfjörð, leikstjóri, sagði blaðinu þessi tíð- indi, er „Dagur" leitaði frétta hjá honum af fyrirætlunum Leik- félagsins á þessu vori. Um sýn- inguna á „Gullna hliðinu" sagði hann m. a.: — Um leikritið þarf ekki að fjölyrða. Ekkert leikrit hefir hlotið aðra eins aðsókn í höfuð- staðnum, þar sem það var sýnt í 66 skipti fyrir fullu húsi áhorf- enda. Mikill áhugi hefir verið hér frá því fyrsta að koma leiknum upp hér, og sjálfur hefi eg enga ósk átt heitari en að mega búa það til sýningar. — Nú er sú von að rætast. Leikfé- lagsstjórnin hefir ekkert til spar- að til þess að sýningin megi verða sem glæsilegust. — Flest- ir beztu leikarar bæjarins koma þar fram og auk þeirra fjöldi nýliða. Frk. Arndís Björnsdótt- ir leikur Kerlinguna, sem gest- ur Leikfélagsins, en Jón bónda leikur Björn Sigmundsson. Vil- borgu grasakonu leikur frú Sig- urjóna Jákohsdóttir, en eg fer með hlutverk Óvinarins. Fjögra manna hljómsveit, 18 manna blandaður kór og 8 manna tal- kór, aðstoða við sýninguna. Er nokkur nýbreytni tekin upp í sambandi við þessa sýn- ingu? — Já. Sá háttur verður nú hafður, að sýningar hefjast kl. 8, eins og tiðkast hefir í höfuð- staðnum, en ekki kl. 8.30, eins og hér hefir verið venja til þessa. Þá má geta þess, að dyr- um salsins verður lokað í byrj- un hvers þáttar og alls eigi opn- aðar aftur fyrr en í þáttarlok. Er því ástæða til þess að áminna leikhúsgesti um, að vera komna í sseti sín áður en ÁRSFUNDUR MJÓLKURSAMLAGSINS 6ÆNDURFENGUI13AURAMEÐAL- YERD FYRIR MJÓLKINA SL. ÁR kurframleiðsla meiri og betri árið 1943 en nokkurn tíma fyrr syn- Davíð Stefánsson frá Faéraskóéi. hver þáttur hefst. Þá munu bæjarbúar fagna því, að á frum- sýningunni mun höfundurinn sjálfur lesa Prologus fyrir sýn- ingunni. Gerum við okkur yfir- leitt von um, að sýning leiksins verði talin einn hinn merkasti viðburður í leiklistarlífi norðan- lands um langt skeið. í bæ sl. sunnudagsnótt Húsið Túngata 1 brann til kaldra kola á svipstundu TJM KLUKKAN 1.35 aðfara- nótt sl. sunnudags varslökkvi- lið bæjarins kvatt að húsinu nr. 1 við Túngötu hér í bænum. — Var þá mikill eldur laus í hús- inu. Fólk, er í því bjó, hafði tek- ið á sig náðir og varð ekki elds- ins vart fyrr en menn, er séð höfðu eldbjarmann sunnan úr bæ, komu á vettvang og gerðu fólkinu og slökkviliðinu aðvart. Er slökkviliðið kom, var húsið alelda og var horfið frá því, að reyna að slökkva eldinn í því, en öll áherzla lögð á að verja næstu hús, sem voru í bráðri hættu, og tókst það. Húsið brann til grunns á röskri klukkustund. Húsið var tvílyft timburhús, á kjallara, með háu risi og kvisti, eign dánarbús Sigurðar Bjarna- sonar, og var ein af stærri og vandaðri timburbyggingum í bænum. Á neðstu hæð bjó Leo Sigurðsson, útgrðarmaður, ásamt (Framh, i 8, sí#w). Undirbúningur inga á „Gullna hlið- inu" sérlega vel af hendi leystur -Frk. Arndís Björnsdóttir pRK. ARNDÍS BJÖRNS- DÓTTIR leikkona frá Rvík er nýlega komin hingað norður til þess að leika aðalhlutverakið í „Gullna hliðinu", eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi, sem gestur Leikfélags Akureyrar. — Frk. Arndís fór með hlutverk „Kerlingarinnar" þegar leikur- inn var sýndur í Rvík á sl. ári j Frk. Arndís Björnsdóttir. við fádæma góðar viðtökur, og vakti leikur hennar mikla hrifn- ingu þá. Blaðamenn ræddu við frk. Arndísi skömmu eftir komuna hingað um væntanlega sýningu „Gullna hliðsins". „Það var mér sérstakur heið- ur," sagði frk. Arndís, „að Leik- félagið og höfundurinn skyldu óska þess, að eg færi hér með hlutverk Kerlingarinnar. Það hlutverk er stærsta hlutverk sem eg hefi farið með og eitt þeirra hlutverka, sem mér hefir verið mest ánægja að leika. Eg gat því tekið hinu góða boði þeirra með gleði og er nú hingað komin í þeim erindum." — Og hvernig lízt yður á und- irbúninginn, sem hér hefir farið fram? „Ágætlega. Það er auðséð, að mikil rækt hefir verið lögð við að æfa leikinn og tel eg allan undirbvming alveg sérlega vel a£ Ársfundur Mjólkursamlags K. E. A. var haldinn á Akureyri föstudaginn 31. marz sl. Á fund- inum voru mættir, auk stjórnar- og framkvæmdarstjóra, 73 full- trúar mjólkurframleiðenda ásamt f'jölda annarra fundar- gesta. Á árinu 1943 hafði Mjólk- ursamlagið tekið ámóti3.812.307 ltr. af mjólk með 3,57% fitu- magni og var það 210.000 ltr. meira en árið áður. — Af þessu mjólkurmagni seldist 43% sem gerilsneydd mjólk, en 5.7% fór til smjör-, skyr- og ostagerðar. Á árinu hafði bændum verið útborgað að meðaltali um 84 aurar á ltr. Eftirstöðvar á rekst- ursreikningi námu 29 aurum á lítra. Var því meðalverð ársins á hvern innveginn mjólkurlítra samtals 113 aurar. Meðal útsölu- verð mjólkur á Akureyri var á árinu 132,2 aurar á ltr. Saman- lagður reksturs- og sölukostnað- ur var 18,7 aurar á lítra. Vegna þess, að allmikil verð- hækkun hafði orðið á mjólk síð- ustu þrjá mánuði ársins og sér- stök verðuppbót greidd úr ríkis- sjóði á mjólkurframleiðsluna á þessu tímabili, ákvað fundurinn, að verðuppbót á innvegna mjólk fyrstu 9 mánuði ársins skyldi greidd með 27 aurum á ltr.^en 33 aura á lítra . yfir síðustu 3 mánuði ársins. Endanlegt verð mjólkurinnar frá 1, jan. til 30. sept. varð 109 aurar á lítra og frá 1. okt. til 31. des. 121.5 aurar á lítra. Enda þótt síðastliðið ár hefði reynst bændum á margan hátt erfitt, bæði hvað tíðarfarið áhrærði og einnig hinn mikli hörgull á starfsfólki til þess að vinna að framleiðslunni í sveit- inni, hafði mjólkurframleiðslan þó aukist um 6% og gæði mjólk- urinnar höfðu einnig aukist til muna, þannig, að af samanlögðu mjólkurmagni voru aðeins 2.9% 3ja og 4. fl. mjólk. Á fundinum kom fram ánægja yfir því, að mjólkurframleiðslan hafði reynst meiri og betri en áður og einnig hinu, að mjólkin hafði gefið bændum góðar tekj- ur á árinu. hendi leystan. Eg geri mér von um, að leikurinn eigi eftir að ná vinsældum hér, ekki síður en fyrir sunnan, jafnt hjá þeim, sem í bænum búa og fólkinu í nær- liggjandi sveitum og héruðum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.