Dagur - 05.04.1944, Blaðsíða 7

Dagur - 05.04.1944, Blaðsíða 7
DAQUR 7 Miðvikudagur 5. apríl 1944 MATVÆLI sem geymd eru á frystihúsi voru á Oddeyri, verða að vera tekin fyrir 15. apríl n. k., ella greiðist nýtt frystigiald til 15. júlí. Kaupfélag Eyfirðinga. UM PÁSKANA verða mjólkur- og brauðbúðir vorar opnar svo sem hér segir: Á skírdag frá kl. 10—12. Á föstudaginn langa frá kl. 10—12, nema í Haínarstræti. Á páskadag verður lokað allan daginn. Á 2. páskadag verður opið frá kl. 10—2. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA IÐUNNAR SKÓFATNAÐUR i er viðurkenndur af öllum landsmönnum fyrir gæði. & s.) AUGLÝSING um hættu við siglingar. Að gefnu tileíni vill ráðuneytið vekja sérstaka athygli sjófarenda á auglýsingu atvinnu- og samgöngumálaráðuneytisins dags. 7. maí 1943 (birt í 32. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1943), um hættu við siglingar í námunda við skip, sem fást við tundurduflaveiðar. Atvinnu- og samgöngumálaráðun., 27. marz 1944. oaoa<HKHKHja<H>aa<H>aiKHKH)H>aaoaa<HKHía<HKHKHí<HKHKKKHKrtH«H Möðruíellssálmur nefnist langur bragur, er kveðinn var útaf kvöldræðum í Möðrufells- baðstofu eftir húslestur þar. Var þetta í búskapartíð Páls Gísla- sonar, er mun hafa búið í Möðrufelli um og eftir miðja 19. öld. Eftir því, sem í „sálminum“ hermir, hefir margt borið á góma meðal heimilisfólksins og flest af þvi um næsta auvirðileg efni, sem sem alls konar útá- setningur um nágrannana og fleira af svipuðu tagi. Bragur þessi er álllangur, alls 52 erindi, og er ortur af Bene- dikt ívarssyni, er nefndur var spámaður, af því hann spáði fyrir um veðráttu og fór þar eft- ir athugun á vetrarbrautinni. Bragurinn hefst á þessa leið: Góðar stundir! Eg þakka þét þirm fyrir lestur mæta. Svo mæltu altir. Satt það er, sín eiga menn að gæta. Sína meiningu segja réð harm síra Stúrmur núna, baugatýr eirm svo ört fékk téð. Eftir þá ræðu búna bóndinn spyr brátt um kúna. Til skýringar skal þess getið, að fyrrum voru víða svokallað- ar Stúrmshugvekjur notaðar til húslestra. Var sú bók þýdd, lík- lega armað hvort úr dönsku eða þýzku. Móðir bóndans tók mikinn þátt í þessum kvöldræðum, og átti hún síðasta orðið. Sálmur- inn endar á þessa leið: Síðan þagnaði seimalaut, syngja þá fara mundi: „Þegar Halldóra bekkinn braut um blessaðar messustundir/‘. Allir sofnuðu söng við þann, samt má því ekki gleyma, um morgurtinn segja menþöll vann misjafnt sig næði dreyma, sjá þóttist vofur sveima. ★ Sú athugasemd hefir Degi verið send, að vísa eftir Pál á Kolgrímastöðum, sem birtist nýlega í blaðinu, sé úr lagi færð. Rétt sé hún þannig: Feitra hunda hóp að sjá hugarró má skakka skörpum tönnum skella á skinhoraða rakka. ★ Kerlingar tvær, sem ekki þóttu stíga í vitið, voru að tala saman. Segir þá önnur þeirra: „Skyldi vera nokkur hæfa fyrir þvi að það sé maður í tunglinu? Eg heyrði piltana vera að tala um það í gær- kvöldi, að þeir hefðu séð karlinn í tunglinu“ Þá svarar hin kerlingin: „Já, þetta er sjálfsagt satt, því að í mínu ungdæmi heyrði eg talað um karlinn í tunglinu, og þetta er þá líklega sá sami“. „Já, eða sonur hans“, svaraði hin. ★ Ferðalangurinn: — Á hvað ertu að glápa, sveitalubbinn þinn? Bóndinn: — Eg veit það ekki ennþá, en eg ætla að gá að því i húsdýrafræðinni minni, þegar eg kem heim. ★ — Mér er alveg óskiljanlegt, að forfeður okkar skyldu geta liíað án síma. — Þeir gátu það heldur ekki. Þeir eru allir dauðir. ★ — Hvenær varð sund al- gengt í Skotlandi? — Ekki fyrr en byrjað var að taka brúartolla. FJÁRPEST ARMÁLIN (Framhald af 2. síðu). framleiðslnni verður ekki i stór- um stíl breytt í aðra átt á með- an. Það virðist því ekki einung- is skynsamlegt frá almennu sjónarmiði, heldur óumflýjan- legt, til þess að sjá bændum og búaliði í ýmsum héruðum far- borða, efnalega og atvinnulega, að gera þar fjárskiptin, og það :'yrr en síðar. Það getur auðsjá- anlega ekki náð nokkurri átt, að ætla að gera meginhluta landsins að tilraunastöð, um marga áratugi, að láta að a. m. k. helming allra fjárbænda á andinu bíða í búsveltu á með- an. Frá hvaða sjónarmiði sem litið er, virðist því einboðið að minnka svæðið, og þá að sjálf- sögðu á jarðarsvæðunum, eins og t. d. í Þingeyjarsýslu, milli Jökulsár og Skjálfandafljóts. Fjárskipti hafa haft þar mikið fylgi, allt frá því að sýnt var að mistekist hafði að stemma stigu fyrir mæðiveikinni þar, með girðingum, sem lagðar voru ár- ið 1941. Eftirtektavert er það, að ýmsir framsýnir menn hafa veitt fjárskiptaúrlausninni ótví- rætt fylgi, þó fjárpestin væri komin í fé þeirra, af því að þeir sáu hvað í vændum var. Aðrir, sem eins stóð á með, höfðu ósveigjanlega trú á að þeirra f járkyn myndi standast pestina, og skiptu þá fyrst skoðun, er sú von brást. Er þetta lærdómsríkt fyrir þá, sem nú og hér eftir standa á mörkum þess að þurfa að taka hreina afstöðu til fjár- pestarúrlausna í sínu héraði. Vissulega hafa fjárskipti mikinn kostnað í för með sér fyrir ríkissjóð, og mun mörgum það í augum vaxa. Ekki verður reynt að leggja hér fram heild- aráætlun um slíka framkvæmd, en samanburð má gera um þann kostnað annars vegar, sem rík- issjóður er þegar bundinn í styrkgreiðslum til lambauppeld- is vegna ákveðinnar fjártölu, og hins vegar fjárskiptakostnað vegna sömu fjártölu. Má þá miða dæmið við ástæður á fyr- irhuguðu fjárskiptasvæði í Þingeyjarsýslu. Þar þarf að greiða uppeldisstyrk á að m .k. 50 lömb fyrir hverjar 100 ær, sem á eru settar, ef nokkur von á að vera til, að stofninn haldi tölu. Sennilega hrykki það þó ekki til. — Fylgi útborgun upp- eldisstyrks vísitölu eftir, eins og til mun ætlast, er víst um það, að árlegur uppeldisstyrkur vegna 50 lamba nemur að m. k. 1/10 af þeim kostnaði, sem ríkissjóður hefði af fjárskiptum þess bús, sem dæmið fjallar um (þ. e. 100 ám og 50 lömbum) þó bótaákvæðum laganna væri fylgt í hvívetna. Má þá telja, hvort heldur vill, að ríkissjóð- ur fái fjárskiptakostnaðinn end- urgreiddan á 10 árum, í spöruð- um uppeldisstyrkjum, eða að hann fái 10 % arð af því fé, sem hann ver til f járskiptanna. Mun leituri á að fyrirtæki hans svari meiri, beinum arði, auk þess sem líta má — einnig frá ríkis- ins sjónarmiði — á þá arðupp- bót, sem í því felst að forða um leið fjölda bænda frá að yfir- gefa jarðir sínar. Ritað i febrúar 1944.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.