Dagur - 19.04.1944, Síða 1

Dagur - 19.04.1944, Síða 1
ANNÁLL DAGS •••.’&—... Úr Austur-Húnavatnssýslu er skrifað: Veturinn hefir lengst af verið mildur. Tíð var ágæt frá vetur- nóttum til jóla. Þann tíma leið útigangspeningi vel og jafnaði hann sig nokkuð eftir hrakviðri haustsins, Fé var víða ekki tekið á gjöf fyrr en seint í nóvember. . Eftir sólstöður brá til um- hleypinga, er héldust til þona- loka. I janúarmánuði skiptust á blotar og fannkomur með all- miklu frosti. Var áttin oftast suð- vestlæg, en norðanhríðar engar, sem þó er sjaldgæft um þennan tíma ársins. Fannkomur vom því mestar í framsveitum sýslunnar, þar sem veðrátta er venjulegast mildust og að jafnaði snjóléttast. f nokkrum sveitum varð með öllu haglaust, og er jörð þar ný- lega komin undan fönn. Tíð hefir verið ágæt, síðan í fyrstu viku góu, og örísa í lágsveitum. ★ Menn urðu allskelkaðir, er ísafréttir tóku að berast. Sem bet- ur fór voru þær mjög ýktar. En víða hefði orðið fóðurskortur, ef hagleysa hefði haldizt lengi, því að hross eru hér víðast mörg, en heyafli var fremur lítill frá sl. sumri. ★ Fjárpestin geisar hér í sumum sveitum sýslunnar meiri en nokkru sinni, og er nú skæðust þar, sem hún virtist vera í rénun síðastliðið ár. ★ Fiskazt hefir frá Skagaströnd í allan vetur, en gæftir hafa litl- ar verið. Þó liefir nú um tíma verið stillt veður og hefir þann tíma verið mokafli. ★ Félags- og menningarmál. — Samband ungmennafélaganna hér í sýslunni gekkst fyrir skemmtisamkomum og málfund- um hér á Blönduósi dagana 11. —12. marz síðastliðna, í sam- bandi við ársþing sitt. A mál- fundunum fluttu erindi: Sr. Gunnar Árnason um kirkju og trúmál og Steingrímur Davíðs- son, er hann nefndi: framtíðar- málin. Út af því erindi var sam- þykkt .ávarp . til .Húnvetninga um að minnast lýðveldisstofnun- arinnar með því að stofna öflug- an sjóð, er varið verði til að reisa, svo fljótt sem verða má íþróttaskóla á Reykjum á Reykjabraut. Eru þar hin ágæt- ustu skilyrði fyrir slíka stofnun. Staðurinn heitur stöðuvatn og skíðabrekkur rétt við túngarð- inn. Á Reykjum hefir verið kennt sund fjöldamörg ár. Er þar steypt sundlaug, stór og all- góð, en opin. Á fundi þessum var rætt um stofnun skógræktarfélags í sýsl- unni, stofnun framfarasjóða í sveitum o. fl. ★ Kvennaskólinn á Blönduósi er að venju fullskipaður. Er aðsókn að skólanum alltaf miklu meiri (Framhald á 8. sfðu). Flokksþing Framsóknarmanna STÖRAUKHAR FRAMKVÆMDIR RÍKISiNS í RAFORKUMÁLUM ENDURSKOÐUN Á TOLLAÁKVÆÐUM UM IÐNAÐARVÖRUR ALYKTANIR FLOKKSÞINGSINS I Greint frá kosningu í Miðstjórnina Sjöunda flokksþingi Framsóknarmanna, sem hófst í Reykjavík 12. þ. m., lauk í gærkvöldi. Þingið var fjölmennasta og glæsilegasta þing, sem Framsóknarflokkurinn hefir nokkru sinni haldið, sóttu það alls um 290 fulltrúar úr öllum héruðum landsins. Voru til umræðu ýms helztu þjóðmál og,voru gerðar ályktan- ir í þeim. Vegna þess að þinginu lauk fyrst í gærkvöldi hefir Dag- ur ekki tök á því að þessu sinni, að rekja ályktanir þéss ítarlega. Skal aðeins þessa getið að sinni: RAFORKUMÁL: Þingið lagði áherzlu á, að það teldi aukna vatnavirkjun eitt þýðingarmesta málið, sem nú er á döfinni ,til eflingar iðnaði og atvinnu í landinu. Skorað var á þingmenn flokksins að vinna að málinu á eftirfarandi grundvelli: Hraðað verði svo sem frekast er unt rannsókn á skilyrðum til vatnavirkjunar víðs vegar um land. Grundvöllur að starf- rækslu rafveitnanna verði sá, að ríkið byggi þær og reki og selji raforkuna sama verði til allra, hvort heldur þeir búa í þéttbýli eða dreifbýli. IÐNAÐARMÁL: Þingið samþykkti óbreytt álit Iðnaðarnefndar þingsins. Lýst var ánægju yfir undirbúnings- framkvæmdum atvinnumálaráð- herra í áburðarverksmiðjumál- inu og lögð áherzla á, að reisa bæri þetta nauðsynjafyrirtæki þar á landinu, sem álit sérfræð- inga teldi, að bygging og rekst- ur væri hagkvæmastur. Þá var þess óskað, að gagnger athugun færi fram á því hvort ekki sé tímabært að hefja raunveruleg- an undirbúning að byggingu se- mentsverksmiðju hér á landi. Talið var nauðsynlegt, að tollalöggjöf ríkisins verði endur- skoðuð með sérstöku tilliti til iðnaðarins og lögin urn iðnað og iðju verði einnig endurskoðuð. Auk þessara ályktana, sem eru birtar hér í mjög stuttum út- drætti, gerði þingið ályktanir í sjávarútvegsmálum, landbúnað- armálum og markaði stefnu flokksins í þjóðmáladeilum yfir- standandi tíma. Verða ályktanir þingsins birtar í heild í næsta tölublaði. MIÐST J ÓRN ARKOSNIN G: Kosning í Miðstjórn Fram- sóknarflokksins fór fram í gær. Var talningu atkvæða lokið í gærkvöldi og urðu úrslit þessi: Reykjavík: Bjarni Ásgeirsson, alþm., Eysteinn Jónsson, alþm., Gísli Guðmundsson, alþm., Guð- brandur Magnússon, forstjóri, Hermann Jónasson, alþm., Jón Árnason, framkv.stj., Páll Zóp- hóníasson, alþm., Pálmi Hann- esson, rektor, Sig. Kristinsson, forstjóri, Steingr. Steinþórsson, Búnaðarmálastjóra, Sveinbjörn Högnason, alþrn., Vigfi'is Guð- mundsson, gestgjafi, Vilhjálmur Þór, atvinnumálaráðherra, Þór- arinn Þórarinsson, ristjóri. — Borgarfjarðarsýsla: Jón Hannes- son, Deildartungu. — Mýras.: Sverrir Gíslason, Hvammi. — Snæfells- og Hnappad.ss.: Stefán jónsson, Stykkishólmi. — Dalas.: Ásgeir Bjarnason, Ásgarði. — Baiðastrandas.: Jóhann Skapta- son, Patreksfirði. V.-ísafj.s.: Jó- hannes Davíðsson, Neðri-Hjarð- ardal. — N.-ísafj.s.: Kristján Jónsson frá Garðsstöðum. — Strandas.: Gunnar Þórðarson, Grænumýrartungu. — V.-Hún.: Skúli Guðmundsson, Hvamms- tanga. — A.-Hún.: Hannes Páls- son, Undirfelli. — Skagafj.s.: Gísli Magnússon, Eyhildarliolti. — Eyjafj.s.: Einar Árnason, Eyr- arlandi. — Akureyri: Bernharð Stefánsson, alþm. — S.-Þing.: Karl Kristjánsson, Húsavík. — N.-Þing.: Björn Kristjánsson, Kópaskeri. — N.-Múl.: Halldór Ásgrímsson, Vopnafirði. — S.- Múl.: Bened. Guttormsson, Eskifirði. — A.-Skaft.: Sig. Jóns- son, Staðarfelli. — V.-Skaft.: Sig- geir Lárusson, Kirkjubæjar- klaustri. — Vestm.eyjar: Sveinn Guðmundsson. — Rangárv.s.: Sigurþór Ólafsson, Kollabæ. — Árness.: Bjarni Bjarnason, Laug- arvatni. í gærkvöldi kaus miðstjórnin sér stjórnarnefnd og féll kosning þannig: Formaður: Hermann Jónas- son. Ritari: Eysteinn Jónsson. gjaldkeri: Jens Hólmgeirsson. — Varaformaður: Bjarni Ásgeirs- son. Fregnir frá hlutlausum liindum scgja vaxandi misklíð milli konungs og Anton- cscu forsætisráðhcrra. Er mcðal annars sagt, að konungur hafi neitað að skrifa unclir tilskipun ráðherrans, þar scin sagt var, að Rúmcnar myndu berjast með Þjóðverjum, unz yfir lyki. Rússncskur her sækir nú imi í Rúmeníu. NÁMSSKEIÐ |Mikael Rúmenakonungur verour haldið í Háskólanum dagana 15. maí til 1. júní þ. á. Kennslan verður með náms- flokkasniði. I hverri námsgrein verða haldnir fáeinir fyrirlestr- ar og síðan hafðar æfingar og samtalstímar um námsefnið. — Þessar námsgreinar verða stundaðar: Lestur bókmennta. Kennari dr. phil. Steingrímur J. Þor- steinsson. Leikstarísemi. Kennari Lár- us Pálsson leikari. Félagsstarf. Leiðbeinendur Þorsteinn Einarsson íþróttafull- trúi og Ágúst Sigurðsson cand. mag. Islenzka. Kennari Sveinbjörn Sigurjónsson magister. Þættir út atvinnu- og menn- ingarsögu Islands. Kennari Þor- kell Jóhannesson dr. phil. Hjálp í viðlögum. Rauði Kross íslands gengst fyrir þess- um þætti. Ennfremur mun dr. phil. Guðm. Finnbogason flytja er- indi á námsskeiðinu. Ef þátttakendur óska ekki eftir að taka þátt í öllum náms- greinum, skal þess getið í um- sóknum. Þátttökugjald er 50 kr. Þeim þátttakendum, sem þess óska, mun verða séð fyrir gist- ingu í Stúdentagarðinum eða í Stýrimannaskólanum. Gisting- in kostar 8 kr. á dag í tveggja manna herbergjum í Stúdenta- garðinum, en kr. 4 á dag í fleirbýlisstofum í Stýrimanna- skólanum. Búist er við því, að hægt muni verða að útvega nokkrum fæði í mötuneyti stúdenta. Fæðið kostar 10 kr. á dag. Þeir, sem óska eftir gist- ing eða fæði, þurfa að taka það fram. Umsóknir sendist Ágúst Sig- urðssyni, Freyjugötu 35, Rvík, eigi síðar en 25. apríl. Nýstárleg gluggasýning Á morgun og um helgina verð- ur nýstárleg gluggasýning í K. E. A. við Kaupvangs- torg. Þeir Edvard Sigurgeirsson, ljósmyndari, og Kristján Geir- mundsson, sýna þar útstoppað- an haus af íslenzkum hreintarfi, hreindýrsfeld og hom af hrein- dýrskú. Hefir Kristján Geir- mundsson stoppað hausinn. — Tarfur þessi var skotinn á Vestur-Öræfum á sl. hausti af Frá bæjarstjórn: Undirbúningsnefnd lýðveldshátíðar kosin Á aukafundi bæjarstjórnar Akureyrar sl. fimmtudag var kosin nefnd til þess að undirbúa og sjá um hátíðahöld í bænum í tilefni lýðeldisstofnunar 17. júní næstk. Þessir menn eiga sæti í nefndinni: Þorsteinn M. Jónsson, skóla- stjóri. Friðrik J. Rafnar, vígslu- biskup. Áskell Snorrason, tónskáld. Þá voru eftirtaldir menn kjörnir til þess að vinna að þátt- töku í þjóðaratkvæðagreiðsl- unni 20.—23. maí næstk.: Guðm. Guðlaugsson, verk- smiðjustjóri. Steingr. Aðalsteinsson, alþm. Jens Eyjólfsson, skrifst.m. Jón Hinriksson, vélstjóri. Nefndin sjálf tilnefnir fimmta mann. Fr. Stefánssyni, en hann hefir eftirlit af ríkisins hálfu með hreindýrastofninum. — Mun marga fýsa að sjá sýningu þessa, því að þeir munu fáir hér um slóðir, sem séð hafa íslenzkt hreindýr. — Eigandi muna þessara er Edvard Sigurgeirs- son, en hann hefir, svo sem kunnugt er, farið rannsóknar- ferðir á hreindýraslóðir á Öræf- um ásamt Helga Valtýssyni, á undanförnum árum.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.