Dagur - 19.04.1944, Blaðsíða 3

Dagur - 19.04.1944, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 19. apríl 1944 DAQUR 3 Runólfur í Dal: KRISTINN SIGURÐSSON frá Skriðulandi í Hólahreppi í Skagafirði var hann hið bezta á sig kom- hafa um langt skeið búið at- (inn. Eigi þótti hann ætíð orð- gervis- og mannkostamenn. Um hlýr eða kjassmáll, var þó vin- miðjan efsta tug síðastliðinnar: sæll, enda drengur ágætur í aldar, þegar kynni mín hófust1 raun. fyrst af fólki vestan Heljardals- Sá ég engan bera meiri heiðar, bjuggu víða í Hóla- glæsibrag eða skörulegri með hreppi dugmiklir fyrirhyggju-1 Skagfirðingum um hans daga. menn og gagnmerkir öndvegis- ■ Kona Jóhannesar var Guðleif höldar. Þeir fóru vel með fénað Halldórsdóttir frá Melum í sinn og áttu gagnsöm bú. Þeir, Svarfaðardal. Jóhannes varð voru vel fátækum og þurfa- eigi gamall og andaðist á mönnum og þess voru allmörg Skriðulandi. Lét hann eftir sig dæmi, að þeir veittu fúslega við- töku fátækum fjölskyldumönn- um, er leituðu sér skjóls í Hóla- hreppi, þessari svipfríðu dala- byggð, studdu þá til staðfestu með margsháttar hjálpsemi og gerðu þannig sitt til þess að efla hagsæld þeirra. Af ástæðum sem ég hirði ekki um að greina, eru hér engin nöfn nefnd, en vel væri það þess vert, að minn- ingu þessara mætu manna væru gerð nokkur skil og á lofti hald- ið, sem á margan hátt voru frá- hverfir þeirri siðferðilegu hel- stefnu, er þröngsýn kotungs- lund og mannvonskuleg sjálfs- elska hafa jafnan skapað. Þessir sæmdarmenn, sem gerðu að veruleika sérstæðar mannúðar- og siðferðihugsjónir, hafa nú smátt og smátt og einn eftir ann- an, um síðustu áratugi, horfið á brott út fyrir skynvídd okkar, er enn lifum og hrærumst í jarðneskri tilveru. Og nú á síð- astliðnu hausti lagði af sér vos- klæði áttræðrar æfi bændaöld- ungurinn Kristinn Sigurðsson á Skriðulandi. Langstæð kynni mín af þess- um gamla garpi og hlýr hugur, knýr mig nú til þess að hreyfa ryðpennann. Kristinn Sigurðsson er fædd- ur að Flögu í Hörgárdal 28. júlí 1863 og var elztur af fjór- um systkinum er úr æsku kom- ust. Foreldrar hans voru þau Sigurður bóndi Gunnlaugsson frá Nýjabæ í Hörgárdal óg Guðrún Jónsdóttir frá Hvammi í Hjaltadal. Árið 1866 fluttist Kristinn ásamt foreldrum sín- um að Skúfsstöðum í Hjaltadal og þaðan að Skriðulandi árið 1872. Keypti þá Sigurður bóndi Skriðuland og bjó þar til æfiloka. Hann andaðist 9. maí árið 1900. Kristinn ólst upp með foreldrum sínum ásamt hinum þremur yngri systkinum sínum, sem og öll voru vel gefin og atgervismikil. Bræður Krist- ins voru tveir, Jóhannes og Jón, og systir ein, Kristín að nafni, Ætla ég að geta þeirra í ör- stuttu máli eftir því sem ég sá þau og man. Jóhannes Sigurðsson var meira en meðalmaður á vöxt, jarpur á hár, beinvaxinn og lim aður vel, hiklaus í framgöngu og einarður, en þó kurteis, djarf- fær og áræðinn, vasklegur og karlmannlegur og brá sér lítt við hættur og voleika. Hann var máður skarpvitur og að flestu eina dóttur barna, er enn mun á lífi. Jón Sigurðsson fór ungur suður á land og var um skeið sýsluskrifari Rangæinga. Síðar fór hann að búa að Hofgörðum á Snæfellsnesi og hefir búið þar lengi. Jón er listfengur gáfu- maður og mun víða þekktur. Kristín var yngst. Væn kona álitum, hagvirk og vel að sér um flest. Hún giftist Halli Jó- hannssyni bónda að Garði í Hegranesi. Kristín var lengi heilsuveil og andaðist eigi all- gömul. Kristinn Sigurðsson gerðist snemma þroskamikill og góð aðstoð föður síns við búskap- inn á Skriðulandi. Var og Sig- urður Gunnlaugsson búhöldur hinn mesti, ráðsvinnur og þrek- mikill og búnaðist vel. Árið 1894 kvæntist Kristinn og gekk þá að eiga Hallfríði Jónsdóttur af Brúnastaðaætt í Fljótum. Einkasonur þeirra Kristins og Hallfríðar er Kolbeinn bóndi á Skriðulandi og fóstursonur þeirra er Þórhallur Traustason, bóndi á Hofi í Hjaltadal. Móð- urbræður Hallfríðar á Skriðu landi voru þeir Steinn skip- stjóri í Vík í Héðinsfirði, Einar á Sauðá, Sigurður á Hvalnesi og Friðrik á Bræðra-Á. Allt kunnir menn. En móðursystir Hallfríðar var Guðrún, móðir Stefáns alþingismanns eldra í Fagraskógi. Um sama leyti og Kristín kvæntist, fór hann ásamt konu sinni út í Óslandshlíð og bjó þar um þriggja ára skeið. Hvarf hann þá aftur heim að Skriðu- landi, æskustöðvum sínum, og dvaldi þar æ síðan til æviloka. Eg læt hugann reika aftur í tímann og nem staðar við þrösk- uld nálega hálfrar aldar. Það er í öndverðum skammdegismán- uði. Veturinn hafði gengið snemma í garð. Hríð á hríð of- an frá því með nóvemberbyrj- un. Á efstu bæjum i Svarfaðar- dal er allt komið í kaffenni. Ein- staka daga rofar til, en aðeins sem snöggvast. Aftur er komin hríð og í dag er hríð. Logndrífa fram um hádegi, en svo hvessti og á einu augnabliki er komin stórhríð. Auðu blettirnir á gluggarúðunum eru loðnir af hélu. „Það er Vonandi að eng- inn sé á ferð yfir heiðina í dag,“ segir vinnumaðurinn um leið og hann kemur með vatnsföturnar inn í eldhúsið. Nú er að verða hálfrökkur. Faðir minn er ný- kominn inn frá gegningum. Hann hefir lagt af sér snjófötin og etið dagverð. Að því búnu hallar hann sér upp að hægindi rekkjunnar, fámáll og dulúðgur. En hvað er þetta? Einhver kveður dyra. Við heyrum högg- in gegnum rokkhljóð og kamba- þvarg. Faðir minn biður mig að ganga til dyra og vitja gestsins. Eg er hikandi en þori þó ekki annað en að hlýða. Eg læðist fram göngin og opna anddyrið. Eg sé mann standa fyrir dyrum rnikinn vexti. Gesturinn gengur í anddyrið og heilsar mér með handtaki og höndin er mikil og hlý og röddin karlmannleg, en þó mild. Komumaður hefir skjólhúfu góða á höfði. En hann hefir ekki ýtt henni niður um eyrun og vettlinga tekur hann upp úr vasa sínum þurra og ónotaða og lætur þá í lítinn poka, sem hann ber um öxl. — Á meðan þessu fer fram, spyr hann mig að heiti og hvort faðir minn sé heima. Herði eg upp hugann og spyr hann að nafni. „Eg heiti Kristinn og á heima á Skriðulandi í Kolbeinsdal. Við erum nágrannar stúfurinn minn. Og skilaðu svo til föður þíns, að eg óski eftir að fá að finna hann“. Fáum augnablikum síðar er Kristinn kominn inn í baðstofu, glaður og hress og sá eigi á hon- um þreytu. Þarna sá eg þá Kristinn á Skriðulandi í iyrsta sinn. Með ber eyru og vettlinga- laus hafði hann farið yfir Helj- ardalsheiði í foraðsveðri. Kátur og lítt þreyttur kemur hann úr hildarleiknum á hrikaleiðum óbyggðanna. Og í átta ára gam- alli barnssál minni vaknar hlý virðingarkennd gagnvart hraustmenninu og áköf þrá eft- ir því að mega verða slíkur. Marga skortir fé. Meginþátt- urinn í starfsemi hvers manns er leit að verðmætum. Mikil ástæða er til að ætla að ýmsir líti svo á, að frumskilyrði jarð- legrar hamingju séu peningar eða verðmæti. Og nokkrirleggja leið sína inn á rökkvaða vegu bakferlis og bragða á skefja- lausri leið að fjármunum. Verða stundum glefsandi viðsjáls- menn og hættuleg flón. Kristinn á Skriðulandi var framan af ævinni félítill maður. En snemma fékk hann skilið, að manndómur á drengskapar- og velsæmisleiðum mundi verða sér giftudrýgri til fjáröflunar heldur en prettvisi og okur. Og þar kom, að Kristinn varð sjálfs eignarbóndi og átti um langt skeið gagnsamt bú við hæfi jarðarinnar og eigin lífsþarfir. Efnalegt sjálfstæði Kristins var honum að vísu hin fyllsta nauð syn. 1 fyrsta lagi sjálfs hans vegna, fjölskyldu og heimilis og í öðru lagi vegna sífelldrar gest- kvæmdar að Skriðulandi. Bónd- inn á Skriðulandi var þannig sveit settur, að byggðin var á aðra hönd, en afréttir og svo að segja þjóðtroðinn fjallvegur á hina. Á leið um íslenzka fjallvegi hefir margur hraustur drengur stigið sitt síðasta spor. En þó eigi beri til svo mikilla slysa, þá hefir oft verið mjórra muna vant um lok ferða á fjallvegum og margur orðið að beita ýtr- ustu getu ef byggð skyldi ná. I slíkum kringumstæðum varð það oft skýlaus lífsþörf að koma þar að bæ, er fyrir voru góð- gjarnir og nærgætnir húsbænd- ur, er eitthvað áttu fanganær- ingar og yls. Allverulegur þátt- ur í ævistarfi þeirra Hallfríðar og Kristins á Skriðulandi voru matgjafir og önnur margs hátt- ar risna. Um marga áratugi vörðu þau til þess tíma, fé og fyrirhöfn og störfuðu án endurgjalds eða annarra fríðinda í hópi þeirra manna er samliðar hafa verið þeirra Lyngholts-Þóru og Geir- ríðar á Eyri. Það hefir oft verið vafalaus vernd lífs og heilsu að seðja hungraðan gest og búa íonum yl óg hægindi. Sönn gestrisni er líknarstarf óekkt að ágætum og ein hin fegursta dyggð í mannheimi. Þeir, sem ætíð vaða á grynnstu grynningum munu seint fá vitað hvað felst í dýpsta dýpinu. Það var oft sagt í mín eyru, að Kristinn á Skriðulandi væri undarlegur maður. Aðrir sögðu, að hann væri einkennilegur. Það var nú sönnu nær. Maður- inn var að ýmsu leyti allmjög sérstæður með ríkan persónu- leika. Og hann var dulvís, og dæmi vissi eg þess, að hann væri forspár. Hvaðan kom hon- um vitneskja sú? Hugboð? Eða draumfarir? Það vissi eg aldrei. Kristinn á Skriðulandi var maður mikill vexti, enda hraust- menni að burðum. Verkfús jafnan og hélt sig lítt á hlé- stöðvum værðar og hóglífis. — Þoldi vos og erfiði manna bezt. Stilltur í lund, en þó riklundað- ur og var sem ætíð sópaði að manninum, hvar sem hann fór. Kristinn var lítið bókmenntað- ur, en þó vitur, góðgjarn og hjálpsamur með afbrigðum og eigi fégjarn eða sjálfelskur. — Nokkuð neytti Kristinn víns um skeið æfinnar og þá helzt í ferðalögum. Varð honum eigi af þeim ástæðum slysagjarnt og náði húsum og rekkjuhvíld jafnt á nóttu sem degi. Kær var Kristinn að hestum og þekkti kyn og ættir hesta manna bezt um Skagafjörð. Voru og hestar hans ávallt hinir beztu gripir að traustleik og þoli. Góður hús- bóndi þótti Kristinn og eigi hneigður til valds eða drottn- unar. Kristinn á Skriðulandi varð áttræður að aldri á síðastliðnu sumri. Heimsóttu hann þá nokkrir vinir hans og grannar og sæmdu hann vingjöfum. — Mátti af því sjá virðingar þær og vinsældir, er hann löngum naut meðal þeirra er þekktu hann bezt. Kristinn á Skriðulandi naut lengst um ævina góðrar heilsu og var vel hress að banadægri. Á síðastliðnu hausti, þ. 5. okt., var Kristinn snemma á fótum, söðlaði hann hest og reið yfir í Hjaltadal í stutta ferð. Mun hann hafa farið til þess að spyrja eftir kindum. Eftir nokk- urn tíma sást til hans frá (Framhald á 7. síðu). Hvers vegna hika Finnar? Utdráttur úr grein í New York Times. Það var kunnugt, að þegar í september 1940, voru þýzkir hermenn komnir til „Þúsund vatna landsins11. Finnar leyfðu Þjóðverjum þá, gegn mótmæl- um Breta, að nota ákveðnar hafnir og járnbrautarlínur, til herflutninga, frá Eystrasalti til Noregs. Svo er að sjá, sem eitt- hvað af þessum þýzka her hafi ílenzt. Að minnsta kosti er víst, að þýzkur her stóð á finnskri grund í júní 1941, þegar Hitler hóf hina örlagaríku árás á Rúss- land. Þýzki herinn í Finnlandi hefir verið umhverfis Petsamo, sem er sá „gluggi“ landsins, sem að Ishafinu snýr og jafnframt helzta nikkel-námusvæði, sem þýzki hergagnaiðnaðurinn á völ á. Þýzki herinn er undir stjórn Eduards Dietl hershöfðingja, og er talinn vera um það bil sjö herfylki, eða um 100.000 manns. Svo er að sjá, sem vopnahlés- umleitanir Finna og Rússa hafi strandað á þessum þýzka her aðallega. Rússar fóru fram á kyrrsetningu Þjóðverjanna og buðu fram aðstoð Rauða hers- ins til þess. Þessi krafa kom Finnum í hættulega aðstöðu, og gerði þeim valið erfitt. Hver til- raun til þess að fullnægja henni þýddi nýtt stríð, og það innan Finnlands sjálfs, því að enginn líkindi voru til að Þjóðverjarn- ir mundu draga sig til baka með friði og spekt. Styztu undan- haldsleiðinni, yfir Svíþjóð, hafði verið lokað af sænsku stjórninni. Önnur leið lá inn í Norður-Noreg, en á þeim hjara eru samgöngur mjög erfiðar og birgðaflutningar til hersins þar mundu stórkostlegum erfið- leikum bundnir. Þriðja og bezta undanhaldsleiðin lá um mal- borna vegi, suður að járnbraut- arendastöð. Þaðan um Abo til Eystrasalts. En lítil líkindi voru til þess, að Rússar mundu ganga inn á, að frjáls för Dietls og manna hans um Finnland væri í samræmi við vopnahlés- skilmálana. í þessari úlfakreppu var það, sem finnska stjórnin reyndi að draga samningaumleitanirnar á langinn. Þar kom svo, að til- kynnt var, að Finnar hefðu hafnað vopnahlésskilmálum Rússa og Stokkhólmsfregnir skýrðu það svo, að þau tvö at- riði, sem strandað hefði á, væru kyrrsetning þýzka hersins og undanhald finnska hersins til landamæranna frá 1940. Þess var þó getið í sömu fregnum, að orðsending Finna til rússnesku stjórnarinnar hefði verið í þeim stíl, að leitað hefði verið frek- ari umræðna. Þar hefði verið reynt að gera grein fyrir því, hvers vegna kyrrsetning þýzka hersins væri óframkvæmanleg og hvers vegna almenningsálit- (Framhald á 7. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.