Dagur - 19.04.1944, Blaðsíða 6

Dagur - 19.04.1944, Blaðsíða 6
DAOUR Migvikudagur 19. apríl 1944 * e/fm Sr£f4ti/#£M (Framhald). „Eruð þér brjálaður?“ hrópaði hún. „Þér vitið vel að eg drap hann ekki-----“ „Hvers vegna ekki?“ spurði Reinhardt. Hvers vegna ekki. . . .! Vegna þess að Glasenapp framdi sjálfs- morð. Orðin voru komin fram á varir hennar. Reinhardt beið áteka. Hann var líka spenntur. Nú kemur það, hugsaði hann.... nú segir hún það. Hann hallaði sér áfram í sæt- inu og leit á hana. En mannleg hugsun er oft gleggst og skýrust á miklum hættu- stundum. Milada skildi allt í einu, að Reinhardt var að leggja gildru fyrir hana. Ef hún léti ásökun hans ósvarað, gæti hann kent henni um morðið. Ef hún reyndi að verjast með því að sýna fram á, að Glasenapp hefði framið sjálfsmorð, mundi hann láta hand- taka hana engu að síður, því að sjálfsmorðið var leyndarmál, sem enginn mátti vita um, annars var allur málareksturinn gegn gisl- unum út í hött. Hætturnar voru til beggja handa. Fram hjá þeim varð ekki kom- izt. Hún gat ekki kosið í milli frelsis og fjörtjóns, aðeins valið á hvem hátt henni yrði grandað. Og valið var ekki erfitt. Hún varð að vernda Breda; hann vissi allt eðli málsins og hann hafði ráða- gerðir á prjónunum í sambandi við það. Ef til vill mundu þær ráðagerðir hans hefna þess sem nú átti yfir hana að ganga, hefna Pavels, já og annarra harma. Hún heyrði að Reinhardt talaði til hennar .En hugur hennar var fjarlægur, orð hans komu eins og út tir þokuvegg. „Dauði liðsforingjans kom á mjög heppilegu augnabliki, var það ekki?“ Henni var sama hvað hann sagði eða gerði héðan af. Og það skiptir raunar engu máli heldur, hugsaði hún, hvað eg geri eða segi, því að þeir handtaka mig og grafa mig lifandi í fangabúðum sínum. . . . „Eg drap ekki liðsforingjann," sagði hún lágt og rólega. „Eg átti engan þátt í morði hans.“ Hún lét fallast niður í hægindastól. — Reinhardt brosti og leyndi vonbrigðum sínum. „Ungfrú Markova," sagði hann þreytulega, „eg er hræddur um að við verðum að byrja á þessari yfirheyrslu aftur. . . . Því að sjá- ið þér til, — eg hefi rannsakað feril yðar og veit meira heldur en þér virðist álíta.“ „Hvers vegna látið þér þá ekki handtaka mig?“ spurði hún, lágri, hljómlausri röddu.“ „Við skulum ekki láta svona ólíkindalega,“ sagði hann. „Eg hefi fengist við svona mál í mörg ár. Eg veit vel að þér standið ekki einar í þessu máli. Þér eigið vini og bandamenn. Hvaða græningi sem er getur látið handtaka fólk, — það er engin kúnst.“ Hann hagaði sókn sinni eins og hnefaleikari, sem reynir að lina andstæðinginn með snöggum, kröftugum höggum. „Hver er Pavel?“ Sama hljómlausa röddin svaraði. „Þið náið ekki til hans lengur. Hann er þar, sem jafnvel þið náið ekki til hans.“ „Eg veit þetta allt saman,“ sagði Reinhardt. „Glasenapp var fyr- ir hermannasveitinni í háskólahverfinu þegar Pavel, vinur yðar, var drepinn. Og því næst hugsaði hann sér að taka við af honum. Raunar skemmtilegt afbrigði ónáttúru. Myrtuð þér Glasenapp?“ „Nei.“ „Voruð þér í vitorði með morðingjanum?" „Nei.“ Brosið stirnaði á vörum Reinhardts. Hið kumpánlega snið á framkomu hans hvarf og saksóknarinn og lögreglumaðurinn komu æ betur í ljós. „Ef þér hefðuð gert það, hefði eg getað skilið yður! Þér eruð ung og blóðheit stúlka, og hann lifandi mynd alls þess sem þér hötuðuð— átti sök á allri ógæfu yðar!“ Þolinmæði lögregluforingjans var á þrotum. Hvers vegna talar hún ekki? Hvers vegna segir hún ekki afdráttarlaust það, sem hún veit? En Milada endurtók hljóðlega: „Eg drap ekki liðsforingjann." Reinhardt dæsti fyrirlitlega. Hún þurfti ekki að segja honum það. Hann vissi það mæta vel. En hvort hún vissi um sjálfsmorðið og hvort hún hafði talað um það við aðra, það var jafn mikil gáta nú eins og þegar hann hafði komið inn úr dyrunum. Þetta var eina misfellan á Glasenappmálinu til þessa. Og þangað til hann hefði ráðið þessa gátu hafði hann ekki algjört vald á málinu. — Þessi hugsun bjó um sig í huga hans og lét hann ekki í friði. Milada fann breytinguna sem var orðin á Reinhardt. Hún sat í stólnum og laut höfði. Hún beið eftir handtökutilkynningunni, — en hún kom ekki. Hvað ætlaði hann að gera? Hún horfði rannsakandi á hann, án þess þó að lyfta höfðinu. I augnaráði hans las hún efa og gremju. Og hún hafði látið þennan sauðarlega og vesæla lögreglumann hræða sig! Hún mundi þurfa að segja Breda allt af létta um þennan fund. Og allt í einu varð hún sannfærð um, að henni hefði tekist vel að blekkja þennan ná- (Framhald). Gleðilegt sumar! Gleðilegt sumar! Polyfoto — Jón & Vigfús Tómas BJörnsson h/f Gleðilegt sumar! t Gleðilegt sumar! Þökkum viðskiptin á vetrinum. BomharS Laxdal Pöntunariélagið. Gleðilegt sumar! Gleðilegt sumar! Þökk fyrir veturinn. Kafíibronnsla Akureyrar h/f Steián Jónsaon. klæðskeri. Gleðilegt sumar! Gleðilégt sumar! Skóverzlun M. H. Lyngdal 4 Co. Gufupressun Akureyrar. Gleðilegt sumar! Gleðilegt sumar! . Bifreiðastöðin Bifröst. Efnalaugin Skírnlr h/i t Gleðilegt sumar! Gleðilegt sumar! Bókaverxlunin Edda. Vöruhús Akureyrar. Gleðilegt sumar! Gleðilegt sumar! Gudmanns verzlun — Otto Schiöth Verzlun Jóns Egils Gleðilegt sumar! Gleðilegt sumar! Verksmiðian Drífa h/i Verzlunin London Gleðilegt sumar! Gleðilegt sumar! LJÓBmyndastofa Edvards SigurgeirsBonar. Bólsturgerðin. — Sími 313. Gleðilegt sumar! Gleðilegt sumar! Verzlunin Eylafjörður h/i BókaverzL Gunnl. Tr. Jónssonar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.