Dagur - 27.04.1944, Blaðsíða 1

Dagur - 27.04.1944, Blaðsíða 1
ANNALL DAGS Flugfélag Islands h/f. hefir fengið nýja flugvél og er gert ráð fyrir að hún geti tekið til starfa á leiðinni milli Reykjavíkur og Akureyrar í næsta mánuði. — Verða þá tvær flugvélar starf- ræktar á þeirri leið og til Aust- urlands. Hin nýja flugvél er brezk, smíðuð af De Havilland verksmiðjunum, sem m. a. fram- leiða hinar frægu Mosquito- sprengjuflugvélar, og er eins og þær, gerð úr tré. Nefnist hin nýja vél Dragon Rapide. Hún mun geta flutt 6—8 farþega. Þá hefir hið nýstofnaða flug- félag, Loftleiðir h/f. í Reykjavík, sem þegar hefir'feina litla flugvél til umráða, gert ráðstafanir til þess að fá aðra flugvél af svip- aðri gerð. Er einn af stjórnend- um félagsins nýléga farinn vest- ur um haf í þeim erindum. * Laugardaginn 22. þ. m. kom upp eldur í Verkamannaskýlinu við Kaupvangstorg hér í bænum. Slökkviliðinu tókst að slökkva eldinn áður en nokkurt veru- legt tjón hlauzt af. Líkur virðast berida til, að hér hafi verið um íkveikju af manna völdum að ræða. Er málið í rannsókn og er vonandi að takast megi að hafa upp á sökudólginum og refsa honum harðlega. * . Vfeitala framfærslukostnaðar í aprílmánuði er 266 stig, eða 1 stigi hærri en í marz. * . Ágætur afli hefir verið í ey- firzku verstöðvunum nú að und- anförnu. Er vertíðin það sem af er ein hin bezta um margra ára skeið. Mestur hluti aflans er fluttur út, ísvarinn. * . Jarðarför Þorsteins Þorsteins- sonar byggingameistara frá Lóni fór fram síðasta vetrardag. — Kveðjuathöfn fór fram í Akur- eyrarkirkju. Sr. Friðrik J. Rafn- ar, vígslubiskup, flutti kveðju- orð, en Karlakórinn Geysir ann- aðist söng. Karlakór Akureyrar og Kantötukór Akureyrar heiðr- uðu hinn látna með söng. Kirkj- an var þéttsetin. Að kveðjuat- höfninni lokinni var haldið að Möðruvöllum í Hörgárdal og fylgdi fjöldi Akureyringa í 26 bifreiðum. Þar flutti sóknar- presturinn, Sr. Sigurður Stefáns- son, minningarræðu, en „Geys- ir" söng. Var jarðarförin mjög hátíðleg og virðuleg. DAG |J R XXVII. árg. Akureyri, fimmtudaginn 27. apríl 1944 17. tbl. HEILDAR VÖRUSALA K. E. A. UM 37 MILJÓN KR. Á SÍÐASTLIÐNU ÁRI 6% arður af ágóðuskyldum vörum og lyf jum — 8% arður af brauðum Innstæður f élagsmanna rösklega 12.5 milj. Merkilegar framfarir í læknavísindum á styrjaldarárunum Samtal við Guðmund Karl Pétursson yfirlækni, um dvöl hans í Bandaríkjunum Eins og áður er frá skýrt, kom Guðm. Karl Pétursson yfirlæknir hingað til bæjarins fyrra þriðjudagskvöld eftir sex mánaða dvöl í Bandaríkjunum. Læknirinn fór vestur um haf snemma í október fyrra ár, sótti þing skurðlækna í Philadelphiu sem fulltrúi íslands seint í mánuðinum og ferðaðist síðan um vestra, dvaldi við sjúkra- hús og vísindastofnanir og kynnt sér ýmsar nýungar á sviði skurð- lækninga. „Dagur" kom að máli við Guðm. Karl nú fyrir skemmstu og fór þess á leit ,að fá að segja lesendum sínum eitthvað um för- ina vestur og var það auðsótt. Lýðveldiskosninganefnd Eyjafjarðarsýslu skipuð Sýslumaður, Sig. Eggerz, hef- ir skipað eftirtalda menn í lýð- veldiskosninganefnd Eyjaf jarð- arsýslu, samkv. tilnefningu flokkanna: Stefán Stefánsson, Fagra- skógi, Hólmgeir Þorsteinsson, Hrafnagili, Jón Sigurjónsson, Byrgi, Glerárþorpi, Kristján Jó- hannesson, Dalvík. Nefndin til- nefndi síðan formann sinn, Sig. Eggerz bsejarfógeta. „Eg lagði upp héðan 9. októ- ber sl.," sagði Guðm. Karl, „og gekk ferðin vestur greiðlega. ís- lenzku ríkisstjórninni hafði ver- ið boðið að senda fulltrúa á 51. þing sambands amerískra her- skurðlækna, og var mér falið að mæta þar. Þingið hófst í Phila- delphiu seint í október og var f jölsótt, m. a. sóttu það allmarg- ir fulltrúar erlendra þjóða. Þar voru til umræðu ýms vandamál læknisfræðinnar og bar margt á góma. Eins og að líkum lætur dró þingið nokkurn dám af Hð- andi stund, þ. e. af stríðinu, og snerist að miklu leyti um hlut- verk læknisfræðinnar í styrjöld- inni. Margt af því var sérstaks eðlis, og varðaði hernaðarþjóð- irnar mest, en þó var úr miklu að velja, er hafði almennt gildi. Því að í kjölfar stríðsins koma ýmsar nýungar, sem miða að því, að linna þjáningar særðra manna og auka möguleika þeirra til bata, og ýmsar af þeim nýungum munu vitaskuld koma að góðu haldi meðal venjulegra borgara, þá slys ber að höndum eða meiðsli." — Viltu ekki nefna einhver dæmi slíkra nýunga? „Eg á sérstaklega við þá stað- reynd, að síðan fyrst var farið að gera skýrslur um dánartölu særðra hermanna hefir hún lækkað úr 50% í 2V2% og hefir verulegur hluti þeirra framfara orðið á síðustu árum. Þau atriði, sem þar hafa afrekað mest eru blóðgjaíir, su/fameðö/ og penicillin, hið nýja sára- lyf, og svo ekki sízt hin stór- aukna tækni til flutninga. Flug- vélin flytur sjúklinginn á stuttri stund af vígvellinum á fullkom- in sjúkrahús að baki víglínunn-. ar, þar sem hann nýtur umönn- unar góðra lækna, sem hafa góð vinnuskilyrði. Auk þess, sem áð- ur er nefnt, hefir tækni í gerfi- limasmíði, skinnflutningi og græðslu líkamshluta farið svo mikið fram, að læknum tekst nú að gera undraverða hluti við króna í árslok særða hermenn, sem litla von hefðu átt bata fyrir nokkrum árum síðan. Þá er og þess að geta, að það er ekki einungis lögð áherzla á að lækna líkam- ann, — heldur líka sálina, ef svo má að orði kveða, — forða því að sjúklingurinn missi kjarkinn, álíti að hann géti ekki gerzt góður starfsmaður þjóð- félagsins. Þetta viðhorf gagn- vart lömuðum mönnum er að mörgu leyti nýtt, og með því er reynt að spyrna gegn vonleysi og eymd, og með góðri læknis- aðstoð og æfingu veikra lima (Framhald á 6. síðu). Gunnar Hlíðar gegnir dýralæknisstörfum til bráðabirgða Gunnar Hlíðar mun gegna dýralæknisstörfum hér í hérað- inu til bráðabirgða, frá næstu mánaðamqtum, mánuðina maí og júní. Verður hann til viðtals eftir 1. maí að Hótel Goðafoss hér í bænum. Karlakór Akureyrar hélt samsöng í Nýja-Bíó hér í bænum sl. sunnudag. Söngstjóri kórsins er Áskell Jónsson, en ein- söngvarar á hljómleikum þess- um voru þeir Sverrir Magnússon og Jóhann Konráðsson, báðir raddmenn góðir. Á söngskránni voru 8 lög eftir íslenzka höf- unda: Björgvin Guðmundsson, Áskel Snorrason, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Sigfús Einars- son, auk nokkurra laga eftir er- lend tónskáld. Hvert saeti var skipað í liúsinu og tóku.áheyr- endur söng kórsins með kostum og kynjum, enda virtist söng- flokkurinn ágæta vel þjálfaður og honum örugglega stjórnað. Varð kórinn að endurtaka ýmis laganna og syngja aukalag að lokum. Aðalfundur Kaupfélags Eyfirð- inga hófst hér í bænum sl. þriðjudagsmorgun og lauk í gær- kvöldi. Fundinn sóttu um 185 fulltrúar frá 21 félagsdeild, auk stjórnar, framkvæmdastjóra og endurskoðenda. Formaður félagsins, Einar Arnason á Eyrarlandi, og fram- kvæmdastjóri þess, Jakob Frí- mannsson, fluttu ítarlegar skýrsl- ur á fundinuin um afkomu fé- lagsins og framkvæmdir á sl. ári. Eru þessi atriði helzt úr ræðum þeirra: Vörusala félagsins í búðum bess á Akureyri og í útibúunum við f jörðinn nam alls um kr. 14.000.000.00. Þar að auki er sala miðstöðvar- og hreinlætistækja urh kr. 950.000.00. Sala kjötbúð- arinnar kr. 1.800.000.00.' Lýfja- búðarinnar kr. 450.000.00. Kol og salt kr. 1.160.000.00. Brauð- gerðarvörur, ásamt mjólk í brauðntsölum kr. U25Í000.00. — Smjörlíki óg efnagerðarvörur kr'. 1.220.000.00. Vörur frá sápu- verksmiðjunni og kaí'fibætisverk- smiðjunni kr. 1.260.000.00. Síld- armjöl kr. 200.000.00. Saman- lögð sala allra þessara starfs- greina nemur því rúmlega 22 milljónum króna, sem er um 30% aukning frá árinu 1942. Þar að auki er svo sala l'élags- ins á innlendum afurðum, kjöti, gærum, ull o .s. frv., svo að heild- arvörusala félagsins og allra stofnana þess nemur rösklega 37 milljónum króna á árinu 1943. miðað við 30 milljónir á árinu 1942. Hagur félagsins og félags- manna gagnvart félaginu hefir enn farið batnandi á árinu. í árslok voru innstæður félags- manna í reikningum, stofnsjóð- um og innálnsdeild kr. 12.719.- 399.27, en skuldir þeirra samtals kf. 150.450.40. í árslok 1942 voru inneignir 8.193.521.01, en YFIR HIMALAYA-FJÖLL. Myndin er iekin um borð í amerískri flutningafluévél á leið yfir Himalaya- fjöll, hæzta fjalléarð veraldar. Flug- mennirnir verðá að hafa súrefnis- grímur til þess að þola hið þunna loft þar uppi. skuldir 160.746.54 og hafa ástæð- ur félagsmanna gagnvart félag- inu batnað á árinu um kr. 4.536.174.40. Ástæður félagsins sjálfs út á við höfðu batnað að sama skapi og námu innstæður félagsins hjá Sís og hjá bönkum um 9 milljónum króna. 'Arður. — Innstæða ágóða- reiknings var kr. 296.139.12 og var samþykkt tillaga stjórnar og endurskoðenda um 6% arð af ágóðaskyldum vörum, 6% af lyfjura og 8% af brauðum. Framkvæmdir á árinu. — Sam- kvæmt skýrslu stjórnarinnar voru helztu nýjar framkvæmdir á árinu: 1. Félagsstjórnin ákvað að láns- verzlun við félagið félli niður frá árs- byrjun 1943 og tekin skyldu upp staðgreiðsluviðskipti. Jafnframt voru deildarábyrgðir felldar niður og hætt að láta úti vöruáyísanir, en innstæður manna greiddar í peningum eftir þörf- um þeirra. Þá var og sett á stofn út- lánadeild með 500 þús. kr. framlagi frá félaginu. Hefir félagið rekið verzl- un undir þ'essu skipulagi á árinu. 2. Stjórnin keypti fyrir félagsins hönd úrvals kynbótahest til afnota í héraðinu. Verðið var 3500 kr. 3. Keyptur 1/3 hluti úr bryggju á Grenivík af Oddgeiri Jóhahnssyni. Kaupverðið var 3500 kr. 4. KeytlO þús. kr. hlutabréf í h.f. Sindri, sem starfrækir kolsýruverk- smiðju á Akureyri. 5. Samþykkt að leigja Sambandi ísl. samvinnufélaga lóðarspildu undir vörugeymsluhús nyrzt á lóð félagsins vestan Sjávargötu. 6. Reist vérzlunar- og íbúðarhús á horninu milli Hamarstígs og Hlíðar- götu, þar sem hið nýjasta af útibúum K. E. A. er tekið til starfa. 7. Þar sem komið hefir í ljós, að frystihús félagsins á Dalvík er of lítið til að geta fullnægt þörfum útgerðat- innar þar, ékvað stjórnin að bsett skyldi við frystihúsið tveim frysti- klefum og jafnframt að bæta úr þörf útgerðarmanna um húsrúm til beit- inga. (Framhald i 8. síðu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.